Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 1
■ Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fundar með stuðnings- mönnum Péturs Kr. Hafsteins hæstaréttardómara og styðurforsetaframboð hans Gríðarlegur óvinafagn- aður ef Davíð fer fram - segir Einar Oddur um afleiðingar af forsetaframboði Davíðs Oddssonar. „Davíð má alls ekki gefa kost á sér. Hann gegnir lykilhlutverki og er óumdeildurforystumaður Sjálfstæðisflokksins." „Ég sagði Pétri strax í haust að ef hann gæfi kost á sér, væri ég meira en tilbúinn að styðja hann í því. Þá tók hann hugmyndinni víðs fjarri, sem ég tel mikil meðmæli með hon- um, en síðan hafa miklu fleiri lagt að honum,“ sagði Einar Oddur Krist- jánsson þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í samtali við Alþýðublaðið í gær. Einar Oddur sat óformlegan fund áhugamanna um forsetafram- boð Péturs Kr. Hafsteins hæstaréttar- dómara í fyrrakvöld. „Ég fylgdist með Pétri Hafstein á ísafirði og hann vakti athygli mína, þótt við værum ekki persónulegir vinir. Þar var mikill sómi að honum, hann beitti óvenjulegum vinnubrögð- um og náði afar góðum árangri. Ég tel að hann sé maður sem við gætum verið stolt af. Það er aðalatriðið. Hönd hans myndi heldur ekki skjálfa þótt eitthvað henti þetta aumingja þjóðfélag," sagði Einar Oddur. Hann kvaðst vita að Pétur ætti mikið fylgi á Vestfjörðum, en úrslitum réði vita- skuld hvernig til tækist með kynn- ingu á suðvesturhominu. Davíð Oddsson formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráðherra hefur ekki viljað útiloka forsetafram- boð, og kveðst ekki ætla að gefa út yfirlýsingu þar um fyrren í vor. Einar Oddur var spurður hvernig hann myndi bregðast við ef Davíð gefur kost á sér: „Ég snameita að trúa því að slíkt sé hugsanlegt. Hann gegnir lykilhlutverki í íslenskum stjómmál- um. Hann er óumdeildur forystu- maður Sjálfstæðisflokksins og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur forystu í rík- isstjórninni. Það hefur tekist mjög vel til á undanfömum ámm að halda kyrrð í þessu þjóðfélagi og lífsnauð- synlegt að halda því starfi áfram. Ég get ekki trúað því að hann hverfi frá því mikla starfi sem hans bíður. Hann er lykilpersóna og verður að gegna störfum áfram.“ Aðspurður afhverju Davíð tæki Pétur Kr. Hafstein. „Hönd hans myndi ekki skjálfa þótt eitthvað henti þetta aumingja þjódfélag," segir Einar Oddur. Einar Oddur Kristjáns- son. Sat fund stuðn- ingsmanna Péturs Kr. Hafsteins í fyrrakvöld. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra. „Snarneita að trúa því að hann gefi kost á sér," segir Einar Oddur. ekki af skarið sagði Einar Oddur: „Ég skil það ekki. Ég held nú að Davíð sé dálítið óvenjulegur, og sé bara að stríða með því að halda mönnum x óvissu. En ég bara trúi alls ekki að hann gefi kost á sér. Hitt veit ég, að ýmsir vilja að hann fari fram. Það eru akkúrat þeir aðilar sem telja það óvinafagnaður ef Davíð fer fram. Fyrir okkur sjálfstæðismenn yrði gríðarlegur óvinafagnaður ef Davíð færi fram. Það má alls ekki gerast,“ sagði Einar Oddur. ■ Tölvufyrirtækið Oz í stórræðum Tímarit á þremur tungumálum á Interneti „Hópur af ungu fólki er að kanna þetta mál. Við höfum áhuga á að styrkja þetta framtak, enda hugmyndin héðan komin,“ sagði Guðjón Már Guðjónsson hjá tölvufyrirtækinu Oz um undirbúning að stofnun tímarits á Intemetinu. Verði tímaritinu hleypt af stokkun- um segir Guðjón að það komi út á þremur tungumálum, íslensku, ensku og japönsku. Hann segir að japanski markaðurinn sé einkar spennandi, en talið er að alls notfæri 50 milljónir manna sér Intemetið reglulega. Guðjón sagði að ekki væri ákveðið hver ritstýrði tímaritinu, en staðfesti að hugmyndir væm uppi um að Vig- dís Grímsdóttir annaðist skrif um bók- menntir. Ekki liggur fyrir hvort menn þurfa að kaupa áskrift að tímaritinu eða hvort það verður fjármagnað með auglýsingum. Guðjón segir að fæstir vilji borga fýrir aðgang að efni á Inter- netinu, og því trúlegt að reynt verði að láta auglýsingar standa undir kostnaði. Vigdís í margmiðlun? Hugmyndir eru uppi um að Vigdís Grímsdóttir annist skrif um bókmenntir í tíma- rit sem gefið verður út á Interneti á íslensku, ensku og japönsku. Fyrirlestur um umhverfismál? Össur Skarphéðinsson fyrrverandi umhverfisráð- herra messar yfir eftirmanni sínum í ráðuneytinu, Guðmundi Bjarnasyni. I Sex vongóðir um styrk úr Kvik- myndasjóði r Ihalds- söm út- hlutun? Uthlutað verður úr Kvik- myndasjóði íslands á morgun, fóstudag. Til úthlutunar eru 52.5 milijónir króna, en þar af hefur 40 milljónum þegar verið ráðstaf- að í tvö styrkvilyrði sem veitt voru á síðasta ári. Því koma ekki nema 12.5 milljónir til beinnar úthlut- unar að þessu sinni, en að auki hefur úthlutunarnefnd heimild til að veita ný styrkvilyrði sem nema allt að 50 milljónum króna. Vilyrðin verða að styrkjum að ári ef umsækjanda tekst að upp- fylla skilyrði um fjármögnun. Víst er að úthlutunarnefnd mun að þessu sinni staðfesta vilyrði fyrri nefndar um styrk til Friðriks Þórs Friðrikssonar vegna Djöflaeyj- unnar og Guðnýjar Halldórsdótt- ur til að gera myndina Ungfrúin góða og húsið. Aðstandendur sex verkefna munu hafa verið kallaðir á fund úthlutunarnefndar í síðustu viku Það voru kvikmyndagerðarmenn- irnir Ágúst Guðmundsson, Einar Heimisson, Hrafn Gunnlaugsson, Kristín Jóhannesdóttir, Óskar Jónasson og fulltrúi Lárusar Ýmis Óskarssonar. Er ljóst að kvik- myndir tveggja eða þriggja þeirra fá brautargengi hjá úthlutunar- nefnd, annað hvort í formi styrks eða styrkvilyrðis. Allir þessir kvikmyndagerðar- menn, utan Einar, hafa áður feng- ið styrki úr Kvikmyndasjóði, sumir oftar en einu sinni, og mun vera nokkur kurr í ungum kvik- myndagerðarmönnum sem telja að stefni í afar íhaldssama úthlut- un þar sem „fastakúnnar“ sjóðs- ins fái einir fyrirgreiðslu. 1 úthlutunarnefnd sitja að þessu sinni Markús Öm Antonsson, Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir og Laufey Guðjónsdóttir. ■ Ríkisspítalar segja ekki upp samningi við Hjálpræðisherinn vegna reksturs Bjargs Fagna því að fallið er frá þess ari dæmalausu ákvörðun -segir Rannveig Guðmundsdóttir þingmaður Alþýðuflokksins. Lausnar leitað í samráði við félagsmálaráðuneyti, svæðisstjórnir og sveitarfélög. „Ég fagna því að fallið hefur verið frá þessari dæmalausu tillögu. Það var ömurlegt að horfa uppá þann ótta og öryggisleysi sem birtist hjá fólkinu sem við eigum að leggja allt kapp á að styðja og styrkja," sagði Rannveig Guðmundsdóttir þingmaður Alþýðu- flokksins í samtali við Alþýðublaðið. f gær sendu Ríkisspítalar frá sér yfirlýs- ingu um að samningi um rekstur Bjargs yrði ekki sagt upp. Yfirlýsingin er svó- hljóðandi: „Ríkisspítalar og Hjálpræð- isherinn á íslandi hafa komist að sam- komulagi um að leita lausnar á rekstii vistheimilisins að Bjargi. Skoðað verð- ur sérstaklega hvort hagræðingarað- gerðir eru mögulegar á Bjargi til þess að draga úr kostnaði við rekstur vist- heimilisins. Eins verður skoðað hvort lausn finnist á vanda vistmanna með hugsanlegri þátttöku Félagsmálaráðu- neytis, svæðisstjóma og sveitarstjóma. Aðilar eru sammála um að leita lausnar með velferð vistmanna að Bjargi fyrir augum. Ríkisspítalar munu því ekki að sinni segja upp samningi um vistun að Bjaigi en útiloka ekki að til þess geti komið." Rannveig Guðmundsdóttir sagði ástæðu til að minna á að samkvæmt lögum frá 1992 eigi geðfatlaðir rétt á þeirri þjónustu og búsetuúrræðum sem lög um málefni fatlaðra fela í sér, og að samkvæmt þeim lögum er í gangi fimm ára átak til að byggja sambýli og fjölga heimilum fyrir geðfatlaða. Rann- veig sagði ennfremur: „Þessvegna var óskiljanlegt að þessari sprengju væri kastað framan í fólkið og að uppgötva tengslaleysið milli ráðuneyla heilbrigð- ismála og félagsmála, ráðuneyta tveggja framsókn- armanna. Þjóðin hefur öO fyllst for- undran og þessi áformaði spamað- ur var engum til sóma. Umfjöllun Al- þýðublaðsins um Bjarg á stóran þátt í þeim þrýstingi sem varð til lausnar þessu máli og ég þakka því Alþýðublaðinu málefnalega en afdráttarlausa umfjöllun." Rannveig: Óskilj- anlegt að kasta þessari sprengju framan í fólk og þessi áformaði sparnaður var engum til sóma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.