Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 u m Sásem þekkir Njálu kveikir ekki njálsbrennur Hátíðarræða Matthíasar Johannessens skálds og ritstjóra í Háskólabíói 1. desember síðastliðinn. Birtaf gefnu tilefni. Enginn veit hvernig styrjöldinni um tungu okkar og menningararf lyktar. Hún stendur nú yfir, svo háskaleg sem hún er. Mótstöðukraft- ur okkar minnkar að ég held með hverju ári sem líður og senn verður tízkan þeim vilhöll sem þykjast vera að vernda íslenzka menn- i ingu, en vega nú að rótum hennar með þeirri erlendu síbylju sem er einatt einkenni hinna nýju Ijósvaka. Það er tómahljóð í alþjóða- hyggjunni, segir hinn merki þjóð- félags-heimspekingur, Isiah Berl- in í athyglisverðu samtali sem ég las á sínum tima. Hann segir að fólk geti ekki þroskazt nema það sé þáttur af sérstæðri menningu; heyri einhverju samfélagi til. Menn heyra til einhverri arfleifð. Það er hægt að bæta við hana, þróa hana og rækta, en ekkert samfélag lifir af með því að ganga af henni dauðri. Það er þannig hlutverk okkar að ávaxta arfleifðina, rækta hana; bæta við hana og gera hana fjöl- breyttari með allskyns áhrifum og nýrri reynslu. A því andartaki sem alþjóða- hyggjan legði undir sig öll samfé- lög og ekkert væri til annað en eitt tungumál, hvort sem væri í listum, viðskiptum eða stjórnmál- um, einn strengur sem ætti að lýsa sálarlífi okkar, tilfinningum og arfleifð, þá yrði ekki til alþjóðleg menning, heldur dauð menning eins og Berlin kemst að orði; menning hins einsleitna víðáttu- búa, gætum við sagt með Kund- era. Ef allt lyti sömu lögmálum og afþreyingin og skemmtana-iðnað- urinn, þ.e. yrði einshyggju al- þjóðatungumálsins að bráð, þá hyrfu öll sérkenni í samfélaginu inn í eftiröpun og stórþjóðastaðla sem kæmu í stað frjóvgandi og sérstæðrar menningar. Ég hef haft áhyggjur af tungu okkar og framtíð hennar og er ekki einn um það og því meiri sem erlend áhrif hafa verið, eink- um í sjónvarpi og öðrum ljósvök- um. En ég ætla í bili að staldra við dálítið atvik sem Berlin tíund- ar og vona að það megi ávallt eiga við okkar dýrmæta arf. Hann nefnir sögu sem Jacob Talmon segir í einni bóka sinna og lýsir vel þeirri seiglu sem gróin menn- ing býr yfir. Tveir tékkneskir skólastjórar voru að tala saman snemma á átjándu öld. Við erum líklega hinir síðustu í víðri veröld sem tala tékknesku, sögðu þeir hvor við annan. Við blasa endalok hennar. Við munum óhjákvæmi- lega öll tala þýzku hér í Mið-Evr- ópu og sennilega einnig á Balkan- skaga. Við erum síðustu móhíkan- arnir. Enn tala menn tékknesku og langur vegur frá endalokum henn- ar. Hví ættum við þá ekki einnig að geta varðveitt þetta fjöregg? En það er ekki sama í hvers hönd- um það er og það stendur engum nær en Háskóla íslands að gæta þess í þeirri róstugu veröld sem við lifum. Þess vegna ekki sízt ætti háskólinn að hafa yfir að ráða sjónvarpi sem ynni nýjan mikil- vægan veruleika, einskonar ís- lenzkan hvítagaldur, úr mark- verðu alþjóðlegu hráefni • og miðlaði því til fólksins í landinu. Þegar við bjuggum í Kaup- mannahöfn um miðjan sjötta ára- tuginn leigðum við hjá dönskum hjónum sem hurfu til Svfþjóðar í atvinnuleit. Eitt sinn um miðjan veturinn ’55-’56 komu þau hjón snögga ferð til Kaupmannahafnar og vitjuðu íbúðar sinnar. Þetta var einhvern mesta frostavetur sem ég hef upplifað, 20-30 stiga gaddur hvern einasta dag eftir áramót og veit ég raunar ekki hvernig þau hjón komust frá Svíþjóð því sund- in voru frosin og ófær. En þarna skaut þeim upp einn góðan veður- dag og sögðu okkur meðal annars þau merku tíðindi að húsbóndinn hefði fengið sölumannsstarf við sænska bókaútgáfu og seldi nú meðal annars Islendinga sögur. Hafið þið lesið þær? spurði hann. Jú, við þóttumst hafa gert það, að mestu. Á sænsku? spurði hann. Nei, íslenzku sögðum við. Jæja, sagði hann forviða, Svo þær hafa þá verið þýddar á íslenzku! Við gáfum ekkert út á það enda vildum við fyrir alla muni halda íbúðinni og þá var auðvitað mikil- vægt að móðga ekki vesalings manninn. I Sognfirði dvöldumst við í sumarhúsi nótt eina fyrir nokkrum árum og þegar ung stúlka kom að innheimta leigu spurði ég hana á skandinavísku, eða víkinga-esper- antó, hvenær ferjan kæmi, en þá horfði hún á mig með sínum stóru bláu augum og sagði, Tað veit jeg ekkji. Talaði semsagt íslenzku sem fólk þar um slóðir kallar gammelnorsk. Þegar við vorum í Gautaborg löngu síðar hittum við tvo pilta sem vísuðu okkur á járn- brautastöðina með þessum orðum, Þið eruð Islendingar, sögðu þeir. Já, sögðum við. Við vitum það, sögðu þeir. Af hverju? spurðum við. Jú, vegna þess að við heyrum að þið talið úrgammel svensk! Þessi uppákoma var skemmtileg viðbót við bókamessuna í Gauta- borg. En þótt fólkið á vesturströnd Noregs tali einhvers konar gamm- elnorsk og Svíarnir í Gautaborg kunni einhver skil á úrgammel svensk þá er ekki þar með sagt að þeir geti tileinkað sér þær fornu bókmenntir sem til eru á þessum tungum, hvað þá varðveitt þessa sömu arfleifð. Mér koma þessar sögur í hug nú þegar myndbönd flæða inn á hvert einasta heimili og íslenzkt bað- stofulíf sem hélt menningu okkar við um aldaraðir er að breytast í einhvers konar útlendan hasar með erlendu tali. Og nú er sú spurning ekki eins fjarri lagi og um miðjan sjötta áratuginn hvort við eigum kannski eftir að kynn- ast Islendinga sögum og öðrum fornum ritum okkar einna helzt af erlendum myndböndum með slíku tali. Og auðvitað yrði samsetning- in í anda Dallas svo að þættirnir ættu heima í því umhverfi sem nú gerir kröfu til þess að vera arftaki íslenzku baðstofunnar. Á sama tíma er fjörkippur í íslenzkri kvik- myndagerð. Það er uppörvandi áskorun, en þess sér sjaldnast stað í afþreyingarstreðinu mikla. Enginn veit hvernig styrjöldinni um tungu okkar og menningararf lyktar. Hún stendur nú yfir, svo háskaleg sem hún er. Mótstöðu- kraftur okkar minnkar að ég held með hverju ári sem líður og senn verður tízkan þeim vilhöll sem þykjast vera að vernda íslenzka menningu, en vega nú að rótum hennar með þeirri erlendu síbylju sem er einatt einkenni hinna nýju ljósvaka. Jónas er höfundur þessa fallega orðs og notar það í þýð- ingu sinni á stjörnufræði Ursins, en mér er til efs að hann hefði eytt því á þá háværu fjölmiðla sem nú læsa klónum í hvers manns huga. Jónas Hallgrímsson var náttúru- fræðingur og ljóðskáld; einkum ljóðskáld. En það fer vel saman, ljóðið og náttúruvísindin. Mér er til efs að ljóðið gegni lengur einhverju sérstöku hlut- verki eins og áður fyrr. Við lifum ekki á ljóðrænum tímum ef svo mætti segja. Við erum fædd inn í plast og umbúðirnar um líf okkar eru úr gerviefni. Fyrr á öldum nærðist fólk í goðsögulegum dæmisögum eins og við sjáum í hómerskviðum og biblíunni og ljóðlistin stóð í órofa tengslum við þessa klassísku ntenningu sem birtist svo með sérstæðum hætti í eddukvæðum, dróttkvæðum vís- um og konungakvæðum síðar. Markmið ljóðlistarinnar er nú ekki annað en ljóðlistin sjálf. Það vantar því mikið á að hún gegni sama hlutverki og áður. En sem vitnisburður um mannlegar kenndir, tilfinningar, ást, þrá, ótta og hatur svo eitthvað sé nefnt er hún að sjálfsögðu mikilvæg list- grein og verður væntanlega áfram. Ljóðlistin er ágæt leið að mann- inum sjálfum því hún getur sagt hið ósagða og þótt hún geti verið áleitin þarf hún ekki að vera óvin- ur eða andstæðingur, heldur góður samfylgdarmaður. En hún er að sjálfsögðu einnig afhjúpandi í hlé- drægni sinni, myndmáli, líkingum og margræðni og af þeim sökum heldur illa séður gestur í einræðis- ríkjum. Hún gegnir kannski ekki miklu hlutverki í tæknibúnu alls- nægtarríki þar sem allt snýst um peninga og markaðinn og að koma sér áfram, eins og sagt er. En hún er þá því mikilvægari þar sem þjáning og ótti eru helztu fylgifiskar mannlífsins. En þar sem dauðinn er sú byrði sem við þurfum öll að bera, á Ijóðlistin einnig erindi við þá sem eru ekki íþyngdir af neinni þjóð- félagsógæfu, en þurfa einfaldlega að horfast í augu við sjálfa sig og örlög sín. Hlutverk ljóðlistar er þannig ekki á enda, svo lengi sem maður- inn er háður tilfinningum sínum og fegurðarþrá og sigur dauðans er í augsýn. Þar sem á því verður væntanlega engin breyting eins og maðurinn er af guði gerður og ör- lög hans afráðin andspænis dauð- anum og þá ekki sízt þar sem ást- in er augsýnilega dýpsta kennd hans og eðli hans inngróin, mun ljóðlistin áfram gegna því hlut- verki í lífi hans sem nú blasir við, þótt hún hafi glatað goðsögulegu markmiði sínu gagnvart hetjunni. En dýrkun hennar er ekki heldur úr sögunni, síður en svo, og nægir að minna á hetjur popps og kvik- mynda. Hetjurnar kunna nú bezt við sig í kvikmyndum og öðrum fjölmiðl- um en enginn veit hversu þar er lífvænlegt þegar plastið hrúgast upp og enginn hefur tök á að fylgjast með allri framleiðslunni. Þá má telja líklegt að tíminn vinsi verðmætin úr eins og hann hefur alltaf gert og kannski hann verði þá til að rétta við hlutskipti ljóðs- ins. Það á enn margt ósagt. Ef ljóðlistin dæi á íslandi væri það eitthvað svipað því og ef ís- lenzka birkið hætti að laufgast einn góðan veðurdag. Þá yrðum við íslenzkum skógarilmi fátæk- ari. Landið yrði naktara og fá- skrúðugra og tengslin við það ekki hin sömu og áður. Það yrði eins og að glata því mikilvægasta og dýrmætasta í lífi hverrar þjóð- ar, goðsögninni. Nú þegar ljóðlistin hefur yfir- gefið guði og hetjur og snúið sér að venjulegu fólki og hversdags- legu lífi er þess að vænta að hún verði áfram einn þáttur þess og mikilvæg tengsl við arfleifð okkar og uppruna. Jón forseti Sigurðsson lagði áherzlu á rétt íslenzkrar tungu enda væri hún forsenda alls sjálf- stæðis. Hún og landið eru hið eina sem heyrir okkur til og ekki öðr- um. Hún er mikilvægasta forsenda arfleifðar okkar. Það stjórnar eng- inn íslenzku þjóðinni sem talar ekki tungu hennar. Við höfum sögulega reynslu fyrir því. ís- lenzkar bókmenntir eru skrifaðar á þessa tungu og því eru þær okk- ur dýrmætari en ella. Þær eru ein af forsendum tilvistar okkar og sérstæðs þjóðernis. Því eru þær flestu öðru mikilvægari. Ef við glötum tungu okkar glötum við einnig þjóð-menningunni og sjálf- stæðinu. Þá hrynur samfélagið. Þá getur ný þjóð heyrt Islandi til; að vísu; útlend þjóð, arfleifðarsnauð og opin fyrir erlendri ásókn. Auðnulaus þjóð í leit að sjálfri sér; hamingju sinni; og glataðri sjálfsvirðingu. En sjálfsvirðingin er ekki sízt forsenda hamingju eða höfum við nokkurn tírna heyrt talað um ham- ingju þeirra sem hafa glatað sjálf- um sér? Þar sem hamingjan býr í hjarta mannsins verður hún ein- ungis varðveitt þar, eins og tung- an sem við tölum og tilfinningar sem hún lýsir. Aristóteles segir í Stjórnmálum að dyggð sé forsenda hamingju. Það er dyggð að varðveita sér- kenni sín, arfleifð og þá ekki sízt tunguna sem er meðal annars dýr- mæt vegna þess að hún er tengi- liður einnar kynslóðar við aðra. Hvísl milli kynslóða. Við fslend- ingar sem nú lifum getum átt mik- ilvæg samtöl við þá Sem sköpuðu gullaldarbókmenntir okkar og það

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.