Alþýðublaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 tmBUDID 21063. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Ný hugsun í heilbrigðsmálum Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður og fyrrverandi félagsmálaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi þarfa og tímabæra tillögu um úttekt og flutning á félagslegum verkefnum frá heilbrigðisráðuneyti til félagsmála- ráðuneytis. Óhætt er að segja að Bjargsmálið á Seltjamamesi hafi vakið at- hygli manna á því, að ýmsar stofnanir, heimili og deildir sem nú heyra und- ir heilbrigðisráðuneytið eigi fremur heima í félagslega kerfmu. Engin fjár- hagsleg rök mæltu með því að Bjargi yrði lokað; enda var strax sýnt fram á að vistun heimilismanna annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu yrði margfalt dýrari. Kröfur um niðurskurð em hinsvegar komnar út í slíkar öfgar, að reiknimeistarar ríkisspítala lögðu til að samningi við Hjálpræðisherinn yrði sagt upp þótt aðeins væri um að ræða sýndarspamað. Vitaskuld hefðu heilbrigðisyfirvöld átt að leita annarra leiða áður en samningi vegna Bjargs var sagt upp. Tillaga Rannveigar Guðmundsdóttur miðar að því að slys af þessu tagi endurtaki sig ekki. Bjarg er nefnilega alls ekki eina stoftiunin sem fremur virðist eiga að heyra undir félagsmálaráðu- neytið en heilbrigðisráðuneyti. í greinargerð með tillögu sinni segir Rann- veig að nauðsynlegt sé að endurmeta stöðu ýmissa stofnana. Hún nefnir meðal annars að sumar deildir fyrir geðsjúka og fatlaða séu í raun heimili þess fólks sem þar dvelst eða áfangastaðir þar sem veitt er félagsleg endur- hæfing. Þá tekur Rannveig dæmi af vemdaða vinnustaðnum Bergiðjunni, sem er hluti sjúkrahússtarfseminnar í landinu, þrátt fyrir að vemdaðir vinnustaðir heyri undir félagsmálaráðuneytið samkvæmt lögum um mál- efhi fatlaðra. Rannveig Guðmundsdóttir segir að leiða megi að því líkum að á félags- legum stofnunum, sem skilgreindar em sem heilbrigðisstofhanir, sé í ein- hveijum tilvikum ráðið dýrara starfsfólk, svo sem læknar og hjúkmnar- ffæðingar, meðan öðmvísi sé staðið að málum á þeim stöðum sem reknir em innan félagslega kerfisins. Rannveig segir að mikilvægt sé að skoða þessa þætti með opnum huga og fordómalaust, en hafa hagsmuni íbúa eða vistmanna að leiðarljósi. Flestir viðurkenna að niðurskurðaræðið í heilbrigðiskerfinu er komið út í öfgar. Það dugar ekki að sýna spamað á einum stað, ef það þýðir aukin út- gjöld annarsstaðar. Því þarf að taka á vanda heilbrigðiskerfisins með öðmm hætti og breyttu hugarfari. Tillaga Rannveigar miðar einmitt í þá átt, einsog fram kemur í greinargerðinni: „Ef hagræðing á að vera árangursrfk og sárs- aukalítil þarf skynsamleg vinnubrögð og er því mikilvægt að átta sig á hvar skórinn kreppir og skilgreina svo sem unnt er hvað er ríkisins, hvað er sveitarfélaganna, hvað em heilbrigðisstofnanir og hvað félagslegar stofnan- ir og hlúa að þeim sem slíkum. Þannig má oft draga úr dýmm innlögnum með því að bjóða uppá góð félagsleg úrræði. Með þessari tillögu til þings- ályktunar er stefnt að því að komast hjá niðurskurði eða lokunum sem eiga rætur til þess að viðkomandi yfirvöld telja sig ekki lengur bera ábyrgð á rekstrinum." Mikil og snörp umræða hefur farið fram um heilbrigðismál að undan- fömu. Ekki er laust við að ráðherrar og stjómarliðar hafi kveinkað sér und- an harðri gagnrýni á aðgerðir eða aðgerðaleysi ríkisstjómarinnar. Tillaga Rannveigar sýnir hinsvegar ótvírætt að stjómarandstaðan er reiðubúin að leggja sitt af mörkum til uppstokkunar kerfisins - með hagsmuni fólksins að Ieiðarljósi. Húrra fyrir Löggubandinu! Öðm hvom gýs upp örvæntingarfull umræða um hvemig bjarga megi „ungu kynslóðinni" frá margvíslegum voða sem að henni steðjar. Síðustu vikur hefur þannig niátt ráða af fjölmiðlum að velflestir unglingar séu bandingjar eiturfíknar ellegar í þann veginn að leiðast út á refilstigu afbrota og glæpamennsku. Alhæfingartónninn í umræðunni er óviðfelldinn og ósannur, enda er mikill meirihluti ungs fólks til stakrar íyrirmyndar. Allsheijar móðursýki af þessu tagi er hvimleið og skilar alveg áreiðan- lega engum árangri í baráttu gegn eiturböli. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar menn em reiðubúnir að fara aðrar leiðir en tíðkast hafa, og uppá síð- kastið hefur lögreglan í Reykjavík gengið á undan með góðu fordæmi. Sett hefur verið á laggimar hljómsveit, skipuð lögreglumönnum, sem fer nú um borgina og leikur listir sínar í félagsmiðstöðvunum. Engum sögum fer af því hvort nýjar stórstjömur em í uppsiglingu á himinhvolfi dægurtónlistar- innar enda ekki markmiðið. Löggubandið - en svo heitir þessi nýjasta hljómsveit bæjarins - á sér ekki annað takmark en efla tengsl og skilning millum lögreglunnar og æskulýðsins. Fréttir af tónleikahaldinu gefa vissu- lega til kynna að vel hafi tekist til, og því er ástæða til að fagna þessu óvænta og ífumlega ffamtaki lögreglunnar. Þetta er allt hinum að kenna! Aftur og aftur heyrum við fram- ámenn flokksins útskýra fylgistap Al- þýðuflokksins með hinum og þessum afsökunum. Þessar afsakanir finnst mér alltaf afskaplega hallærislegar og í rauninni ekki bjóðandi fullorðnu fólki. Þær einkennast allaf af því að fylgistapið sé öðmm að kenna, en það em á flestum málun að minnsta kosti tvær hliðar. Ég ætla sem sagt að rekja nokkrar þessara afsakana og velta upp hinni hliðinni á þeim, ásamt því að viðra skoðanir mínar. Pallborðið I Þetta er fjölmiðlum að kenna Fjölmiðlamál voru okkur mikill fjötur um fót. Jóhanna, Guðmundur Ami, Jakob Frímann ... Þá sögu ætla ég ekki að rekja hér, hana þekkja allir - alltof vel. Flestir flokksmenn áttu erfitt með að sitja undir því að vera sagðir í siðspilltasta stjómmálaflokki landsins. Jú mikið rétt, það var virki- lega í tísku að leggja Alþýðuflokkinn í einhvers konar einelti á tímabili. En við vitum vel að okkar flokkur er alls ekki sá siðspilltasti, hið gagnstæða væri sennilega rétt. En hvemig varðist flokkurinn þessum árásum? Illa, verð ég að segja, lét hreinlega valta yfir sig. Og í staðinn fyrir að taka á málum strax þá leystist flokksstarfið upp f innanflokksrifrildi. Einmitt það sem við þurftum síst á að halda þá. En vom fjölmiðlamir ósanngjarnir? Ég veit ekki betur en að þeir hafi bara sagt satt og rétt frá. Það er hin hliðin á því máli. Þetta er Jóhönnu að kenna Þessa afsökun heyri ég alltof oft. Jú, auðvitað skipti klofningur flokksins máli. Flokkur sem er að molna í sund- ur er auðvitað ekki mjög trúverðugur. Jafnaðarmenn sem ekki geta unnið saman virka ekki sem traust stjórn- málaafl, þeim er ekki treystandi. Samt fékk klofningurinn sjálfur gott fylgi, en enginn veit hvaðan það kom. Ég á hins vegar erfitt með að trúa því að fylan í Jóhönnu hafi bara verið henni að kenna. Formaður flokks sem ekki getur haldið honum saman verður að líta í eigin barm. ég er sannfærður um að jafn vel gefinn maður og Jón Bald- vin getur samið við eina manneskju ef hann vill. Hann hefur nú leitt erfiðari og merkilegri mál til lykta en það. Það er hin hliðin á málinu. Ég segi nú bara: Eigi skal gráta Jóku flugfreyju heldur safna liði. Þetta er óvinsældum formannsins að kenna Já, það kemur fram hvað eftir annað að Jón Baldvin Hannibalsson er óvin- sælasti stjórnmálamaður landsins. Auðvitað skipta vinsældir formanns- ins, andlit flokksins máli. Það veit hver heilvita maður. Gat hann eitthvað „Ég á hins vegar erfitt með að trúa því að fýlan í Jóhönnu hafi bara verið henni að kenna. Formaður flokks sem ekki getur haldið honum saman verður að líta í eigin barm. Ég er sannfærður um að jafn vel gefinn maður og Jón Baldvin getur samið við eina manneskju ef hann vill." gert í máhnu? Að mínu mati gat hann það, en gerði ekki. Hann var nefhilega í þeirri frábæru stöðu að vera utanrík- isráðherra og þar var mikið að gerast. Til dæmis gat hann flogið blátt strik til Noregs og krafist skýringa á því hvemig stæði á því að norska strand- gæslan reyndi að sigla á fullri ferð á togara í Smugunni. Þar var norska strandgæslan vísvitandi að hætta lífi og limum íslenskra borgara. Þetta hefði þjóðin elskað hann fyrir. Mörg álíka tilfelli komu upp og aldrei skildi ég af hveiju hann notaði ekki tækifær- ið úl að lýsa stuðningi sínum við hina vinnandi menn. Það besta er þó að ummælunum óvinsælasti var snúið í umdeildasú stjómmálamaður landsins, sem er auðvitað sannleikur málsins. Látum hins vegar söguna dæma Jón Baldvin, ég trúi að hann eigi eftir að bera af. En hverjum er þetta þá að kenna? Okkur sjálfum auðvitað. Já, í al- vöm, það er mín skoðun, við verðum bara að gera betur. Við höfum verið að rífast um smáatriði innan flokksins. Slegist um hver á að ráða og höggvið mann og annan. Ennþá er baktjaldap- lottið á fullu þar sem menn geta ekki komið heiðarlega fram. Þeir sem ég hef heyrt tala mest gegn plotú og bak- tjaldamakki eru duglegastir við að viðhalda því sjálfir. Við höfum látið fjölmiðlana vaða yfir okkur, staðið sundruð og klofin og ekki nýtt þau tækifæri sem boðist hafa til að auka vinsældir. Það er sem sagt ekki allt einhverju öðru að kenna, sumt er hreinlega okkur sjálfum að kenna. Og með tíu prósenta fylgi, þá nennir eng- inn að gera neitt, - það er ekki til neins. Sameinuð stöndum við, sundr- uð, - já, þá em hugsjónir okkar einskis virði. Hugsjónir í pólitík eru einskis virði án atkvæða frá þjóðinni. Það sem jafnaðarmenn þurfa að gera er að SNÚA BÖKUM SAMAN. Jafnaðar- menn, hvar í flokki sem þeir em, bera ábyrgð á því að þessi ríkisstjóm er við lýði. Við verðum að grafa stríðsöxina og SAFNA LIÐI og bjarga framtíð þessarar þjóðar. Ég á mér þann draurn eins og allir jafnaðarmenn að gera Is- land að sem bestum stað að búa á, fyr- ir okkur og fyrir bömin okkar. Þess vegna bið ég um það eitt að við snú- um bökum saman og söfnum liði - úr öllum flokkum ef það er það sem þarf. Þá aðeins getur draumurinn orðið að vemleika. Höfundur er háskólanemi og varaformaöur Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. f e b r ú a r Atburðir dagsins 1542 Katrín Howard, eigin- kona Hinriks VIII Bretakóngs, hálshöggvin fyrir landráð. 1693 Heklugos hófst. Það stóð fram á haust og olli miklu tjóni. 1883 Þýska tónskáldið Richard Wagner deyr. 1917 Frakkar handtaka njósnakvendið Mata Hari. 1942 Atján breskir her- menn dmkknuðu í Hrútafirði þegar tveir prammar sukku. 1960 Frakkar sprengja fyrstu kjarnorkusprengju sína í Sa- hara-eyðimörkinni. 1983 Loft- steinn féll í sjóinn austur af landinu. Birti víða um landið austanvert þegar steinninn þaut með miklum hraða um himin- hvolfið. Afmælisbörn dagsins Georges Simenon 1903, belg- ískur glæpasagnahöfundur. Ge- orge Segal 1943, bandarískur leikari. Peter Gabriel 1950, breskur poppari. Annálsbrot dagsins Varð vart við tvo útileguþjófa fyrir sunnan Hellisheiði, hvetjir að vegfarandi menn fötum og mat ræntu og einn mann, sem rak tvær landskuldarkýr frá Hjalla í Ölvesi og að Álftanesi í Borgarfirði til Guðmundar Sigurðssonar. Maður þessi sleppti kúnum; fundust þó síð- ar. Setbergsannáll 1706. Furða dagsins Það er annars furðulegt, hve mönnum er gjamt á að haida, að hið fagra og góða sé eitt og hið sama. LeoTolstoy, 1828-1910, rússnesk- ur rithöfundur. Málsháttur dagsins Vlk skyldi milli vina, fjörður milli firænda. Geta dagsins Þeir, sem geta, þeir vilja yfir- leitt ekki, en þeir, sem vilja, þeir geta yfirleitt ekki. Vilmundur Jónsson, 1889-1972, alþingismaður og landlæknir. Orð dagsins Ég þarf heim. En seint ég sd það. Sortahríð á hverjum degi, hörkufrost og húm. Nú sé ég héðan enga fœra vegi. Henrik Ibsen, þýöing Þorsteins Gíslasonar. Skák dagsins Kúbumaðurinn Jose Raul Capablanca, 1888-1942, var heimsmeistari í skák 1921-27. Hann tapaði ekki neina 32 kappskákum um ævina, og er óumdeilanlega einn snjallasti meistari allra tíma. (Eggert Gil- fer sigraði Capablanca þegar sá síðarnefndi tefldi fjöltefli í Kaupmannahöfn á öðrum ára- tug aldarinnar.) Capablanca hefur svart og á leik gegn Bernstein. Skákin var tefld í Moskvu 1914. Staðan virðist steindauð en Capablanca þarf ekki nema einn leik úl að knýja fram sigur. Svartur leikur og vinnur. 1. ... 1)1)2!! Bernstein gafst upp. Hann tapar hrók eða verð- ur mát uppi í borði. Það er stundum dýrkeypt að lofta ekki út hjá kóngsa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.