Alþýðublaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 var fyrir henni gátu blöðin sér þess til að veikindi leikarans hefðu verið tilbúningur og þáttur í auglýsinga- brellu. Næstu fréttir hermdu að leikar- inn væru í lífshættu vegna bráðrar lífhimnubólgu. Sólarhring síðar var Valentínó látinn, einungis þrjátíu og eins árs að aldri. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Starfsfólk sjúkrahússins gekk um ganga há- grátandi og utan dyra söfnuðust saman þúsundir manna sem grétu enn hærra. Líkami Valentínós var fluttur á útfararstofu við Broadway. Þangað streymdi fjöldi manna og reyndu að lauma sér inn á þeim forsendum að þeir væru vinir og kunningjar leik- arans. Kona hélt því fram að hún væri fyrsta stúlkan sem Valentínó hefði kysst á þeim tíma sem þau ól- ust upp saman á Italíu. Aðrir komu með krossa og minjagripi sem þeir vildu setja hjá líkinu. Vinsældir leikarans í lifanda lífi ■ I ár eru sjötíu ár liðin frá andláti Valentínós „mesta elskhuga allra tíma". Fréttir af dauða hans leiddu til einhverra sérstæðusta uppþota í sögu New York borgar, en tugþúsundir kvenna grétu, slógust og börðust til að fá að líta goðið augum í hinsta sinn. Kolbrún Bergþórsdóttir rifjar upp atburðina. Dauði mesta „í mfnu heimalandi eru það karl- arnir sem ráða og ég trúi því að Valentínó ásamt seinni eiginkonu sinni, hinni lesbísku Rambovu og spænska málaranum Beltram-Masses. ós gaf Rambova út bók sem hún sagði geyma samtöl sem hún hefði átt við fyrrum eiginmann sinn að handan. Kvenlegur karlmaður Þeir sem ekkert botna í vinsæld- um kyntáknsins mega vel af því vita að á dögum Valentínós hefðu þeir fundið allnokkra skoðanabræð- ur sína. Þeir voru yfirleitt karlkyns og fussuðu við þeim pempíulega karlmanni sem þeim fannst mæta sér á hvíta tjaldinu. Leikaðferð Va- lentínós byggðist á því að stara á kvenleikarann, þenja nasirnar, og opna varirnar af ástríðuþunga en halda um leið fyrirlitningarsvip á andlitinu. Kvenfólki þess tíma fannst leikarinn ómótstæðilegur, og reyndar finnast enn konur sem eru þeim sammála. Einn þeirra, sem lét sér fátt um finnast, var blaðamaður Chicago Trubune sem rúmum mánuði fyrir lát leikarans hæddist að Valentínó í blaðagrein. Greinin var skrifuð í tengslum við opnum skemmtistað- ar. A karlasalerninu var að finna sjálfsala þar sem karlmenn gátu keypt púður til eigin nota. Blaða- manninum þótti þarna komin alvar- leg dæmi um hnignun karlmennsk- unum brást Valentínó við í anda sannrar rómantíkur. Hann skoraði blaðamanninn á hólm og tók fram að berjast skyldi með sverðum. Þegar ekkert svar barst frá blaða- manninum stakk Valentínó upp á alþýðlegri leið, þeirri að berjast með hnefunum. Blaðamaðurinn sá enn enga ástæðu til að svara. Málið fór aldrei lengra, en Valentínó tók það mjög nærri sér og þótti karl- mannsímynd sín hafa beðið alvar- legan hnekki. Barist um goðið Sunnudaginn 15. ágúst 1926 var Valentínó á hótelherbergi sínu í New York þegar hann greip um kvið sinn og hneig niður, þjáður af kvöldum. Hann var fluttur á sjúkra- hús og skorinn upp við botnlanga- bólgu. Þegar hann vaknaði af svæf- ingunni spurði hann lækninn, minn- ugur gagnrýninnar sem hafði sært hann svo mjög: „Læknir, lét ég nokkuð eins og bleikur púður- kvasti?" Blóm og skeyti streymdu til goðsins frá aðdáendum. Örfáum dögum síðar flaug sú saga um borg- ina að Valentínó væri látinn. Fréttin var nær samstundis borin til baka og þegar kom í ljós að enginn fótur Af hverju kom enginn sér að því fyrir löngu, að drekkja, svo lítið bæri á, Rudolph Guglielmi, öðru nafni Valentínó?" spurði blaðamað- ur Chicago Tribune árið 1926, og hafði fengið sig fullsaddan af leik- aranum sem honum þótti í engu frambærileg karlmannsímynd. Þetta ár var Rodolpho Alfonso Raffaelo Pierre Filibert Guglielmi di Valent- ina d’Antonguolla, eins og ítalinn Valentínó hét fullu nafni, á hátindi frægðar sinnar. Hann var mesta karlkyntákn heims og auglýstur sem „mesti elskhugi allra tíma“. Valentínó, veikgeðja og ekki sérlega áhuga- verður persónu- leiki, var alla tíð á valdi viljasterkra kvenna sem ráðskuðust með hann eins og þeim þóknaðist. Það var skass af verstu sort, June Mathis, sem kom honum á framfæri í Holly- wood. Síðan tók við honum leik- konan Alla Naz- imova, sem var lesbísk og var sögð hafa skipu- lagt bæði hjóna- bönd hans. Hvorug eigin- kvenna Valentín- ós gat státað af því að hafa átt í kynferðissam- bandi við eigin- manninn. Fyrri eiginkona Valentín- ós yfirgaf hann á brúðkaupsnóttina og sagði hann ekki hafa sinnt sér á kynferðissviðinu, en notið þess að leggja á sig hendur. Og 1926, síð- asta árið sem hann lifði, hafði seinni eiginkona hans Natacha Rambova yfirgefið hann eftir nokk- urra ára allsérkennilegt hjónaband. Þau hjón áttu aldrei líkamlegt sam- ræði því Rambova var lesbía og sterkur grunur leikur á að Valentínó hafi verið hommi, eða að minnsta kosti haft tilhneigingar í þá átt. Þótt þau hjón hefðu ekki borið gæfu til líkamlegs samneytis sameinuðu þau anda sína á skáldskaparsviðinu og eftir þau liggur ljóðabókin Dag- draumar. Þar er að finna ástarljóð eins og þetta: Vei Stundum finn ég ákafan beiskleika i kossum þínum konur séu hamingjusamastar meðan þannig er,“ sagði Valentínó opin- berlega, en meðan á hjónabandi hans og Rambovu stóð kallaði hann hana „húsbóndann” og það var hún sem tók allar mikilvægar ákvarðan- ir sem vörðuðu starfsferil hans. Dómgreind hennar var reyndar með þeim hætti að um tíma var hún vel á veg komin með að leggja feril eiginmanns síns í rúst. Velunnarar Valentínós vörpuðu því öndinni léttar þegar hún loks yfirgaf hann. Rambova hélt því síðar fram að þarmeð hefði samskiptum þeirra ekki lokið því eftir dauða Valentín- unnar og kenndi um áhrifum Va- lentínós sem bar armbönd og aðra skartgripi, angaði af ilmvatni, not- aði snyrtivörur og virtist una sér best í skrautklæðum. „Ef karlmenn láta þessa þróun viðgangast þá er tími mæðraveldisins runnin upp. Betra er að vera stjórnað af karl- mannlegum konum en kvenlegum karlmönnum," sagði blaðamaðurinn og bætti við: „Af hverju kom eng- inn sér að því fyrir löngu, að drekkja, svo lítið bæri á, Rudolph Guglielmi, öðru nafni Valentínó?" Þegar blaðamenn leituðu álits Valentínós á greininni og ummæl-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.