Alþýðublaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 5
I ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 höfðu verið gífurlegar og dauði hans efldi þær enn. Ákveðið var að gefa almenningi kost á að kveðja goð sitt hinstu kveðju. Þegar útfar- arstofan opnaði biðu tólf þúsund manns þess að fá að kveðja leikar- arann. Ekki löngu síðar var fjöldinn kominn upp í sextíu þúsund. Stærsti hópur þessa fólks voru kon- ur sem grétu hömlulaust og börðust um að komast fremst í röðina. Þrengslin voru gífurleg, föt voru rifin utan af fólki og hundruðir manna tróðust undir. Rúður í útfar- arstofunni brotnuðu og glerbrotum rigndi yfir viðstadda. Opna varð neyðarmóttöku í einu herbergi út- fararstofunnar til að gera að áverk- um hinna slösuðu. Daginn eftir voru tæplega tvö hundruð lögreglumenn mættir á svæðið til að hafa hemil á mann- fjöldanum. Þeir sem nú komu til að kveðja leikarann litu tvo svart- stakka þar sem þeir stóðu í fullum skrúða við sitt hvora hlið líkkist- unnar. Einnig blasti við þeim áberandi krans sem á stóð: Frá Benító. Þegar for- vitnir blaðamenn spurðust fyrir um ástæður þess að svartstakkarnir stæðu við líkkist- una svöruðu þeir því til að þeir væru þarna af því þeir vildu það. Seinna sama dag komu andfasískir baráttumenn á svæðið og kröfð- ust þess að fasist- arnir hyrfu á brott. Þeir sögðu að Valentínó hefði barist gegn fasistum og það hefði valdið því að myndir hans Valentínó á líkbörunum. Dauði hans olli uppþoti í New York og nokkrir aðdáendur hans frömdu sjálfsmorð. hefðu verið bannaðar á ftalíu. Fas- istarnir sögðu að Mússólíní hefði fengið þeim þennan starfa. Þeir héldu stöðu sinni. Seinna kvisaðist út að umboðsmaður leikarans hefði ráðið unga menn til að bregða sér í þetta hlutverk til að vekja enn meiri athygli á dauða Valentínós. Lík Valentínós var til sýnis í tvo daga. Síðan var sett bann á aðgang almennings, og einungis útvöldum veittur aðgangur. Fólk streymdi þó enn að og krafðist þess að fá að komast inn. Þegar komið var með krans frá kvikmyndafyrirtækinu United Artists hugðist mannfjöld- inn nota tækifærið og gerði aðsúg að byggingunni. Lögreglunni tókst að hafa hemil á mannfjöldanum, en óttaðist frekari óeirðir. En þá vildi svo til að á sama tíma sneri sund- konan Gertrude Ederle sneri til síns heima eftir að hafa synt yfir Erma- sundíð fyrst kvenna. Lýðurinn ákvað að hún ætti skilið athygli vegna þessa afreks og flykktist nú frá útfararstofunni til heimilis hennar. Lögreglan sneri sér um leið að því að veita Ederle vernd. kast og var flutt í neyðarmóttöku sem hafði verið setti upp í nágrenni við kirkjuna í þeim tilgangi að veita ofur viðkvæmum sálum áfallahjálp. Hugsanlega hefði eitthvað dregið úr sorg fyrrum eiginkonu hefði hún vitað að Valentínó, sem lifað hafði langt um efni fram, var í raun gjald- þrota og hafði í erfðaskrá sinni ánafnað henni einn dollara. Þegar athöfninni var lokið og líkfylgdin á leið út reis lítill maður upp úr kirkjubekknum og hrópaði: „Vertu sæll, Rudolph! vertu sæll vinur. Ég sé þig aldrei aftur." Lög- reglumenn báru manninn samstund- is á brott. Paula Negri, sem fallið hafði í yfirlið við kistu Valentínós, gekk framhjá blaðaljósmyndurum og kvikmyndatökumönnum yfir- komin af harmi. Einhverjir urðu seinir til að mynda hana og báðu hana vinsamlegast að snúa við og ganga aftur sömu leið. Hún var reiðubúin að auglýsa sorg sína all- rækilega og endurtók hina harm- rænu göngu af mikilli samvisku- semi. Lík Valentínós var flutt til Hollywood með lest og það grafið í kyrrþey. Um svipað leyti söng Ru- dy Vallee lag sem aðdáendur stjörnumar gerðu að sínu: „í kvöld er ný stjarna á himnum - Rudy Va- lentínó." Á dánardægri leikarans árið 1928 kom svartklædd kona að marmaragrafhýsi hans í Hollywood, og sat þar daglangt. í áraraðir eftir það komu svartklæddar konur að grafhýsi Valentínós og og tóku sér þar sæti, með blóm í fangi, til að votta ást sína og virðingu mannin- um sem að þeirra dómi hafði í lif- anda lífi verið mesti elskhugi heims. ■ Ný stjarna á himninum Dauði Valentínós var þó enn fréttin sem öllu skipti. Ævintýraleg- ar sögur um lát hans bárust um Bandaríkin. Ein var á þá leið að forsmáð ástkona hefði eitrað fyrir honum. Ein önnur að kokkálaður eiginmaður hefði skotið hann. Einnig flaug sú frétt að hann hefði þjáðst af sýfilis sem hefði dregið hann til dauða. Nokkrir aðdáendur leikarans gátu ekki hugsað sér líf án hans og frömdu sjálfsmorð. Meðal þeirra var lyftudrengur á Ritz hótelinu í París sem fannst látinn í rúmi sínu þakinn myndum af Valentínó og ung bresk leikkona tók eitur og skildi eftir skilaboðin: „Með dauða hans fara síðustu leifar hugrekkis míns.“ í Hollywood tók hestur leik- arans þátt í minningarathöfn um eiganda sinn og var leiddur um svæðið með stígvél húsbónda síns öfug í ístaðinu. 29. ágúst, sex dögum eftir lát leikarans, kom vinkona hans, kvik- myndastjarnan Paula Negri til New York í því skyni að kveðja vin sinn. Múgæsingin hófst að nýju og lög- reglan varð að ryðja henni leið inn í útfararstofuna. Þegar Negri, sem haldin var ólæknandi sýniþörf, leit Valentínó látinn féll hún í yfirlið og það tók hálftíma að koma henni úr því ástandi. Negri hélt því fram við blaðamenn að þau Valentínó hefðu skipulagt brúðkaup sitt. Því mót- mælti Ziegfeld dansmær sem hélt því fram að Valentínó hefði beðið sín daginn áður en hann veiktist. Við jarðarför Valentínós fékk fyrri eiginkona hans móðursýkis- Svartklædda konan, sem með blóm í fangi tók sér sæti við grafhýsi Va- lentínós til að votta goðinu eilífa ást. Hópur kvenna fylgdi fordæmi henn- ar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.