Alþýðublaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 14. febrúar 1996 Stofnað 1919 25. tölublað - 77. árgangur
■ Einar Karl Haraldsson framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins telur að þingflokkurinn sé mót-
aður af gömlum viðhorfum meðan almennt flokksfólk hefur tileinkað sér nýjan hugsunarhátt
Er vonandi ekki á sömu leið og Einar Karl
-segir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Alþýðubandalagsins. Svavar Gestsson: Atta mig ekki á orðum Einars.
Svavar Gestsson: Einar
Karl telur að menn
gangi afturábak inn í
nútímann.
Kristinn H. Gunnars-
son: Ég er bara einfald-
ur maður að vestan og
kann ekki þessa djúpu
pólitísku speki Einars
Karls.
Margrét Frímannsdótt-
ir. Aðferðir hennar á
móti lögmálinu, segir
framkvæmdastjóri
flokksins.
, jiinar Karl telur að menn gangi aft-
urábak inn í nútímann. Þetta minnir á
gríska heimspekinga sem voru svo
uppteknir af fortíðinni að sýn þeirra
virtist stundum vera afturábak," sagði
Svavar Gestsson formaður þingflokks
Alþýðubandalagsins um harðorða
gagnrýni Einars Karls Haraldssonar
framkvæmdastjóra á þinglið flokksins.
Einar Karl flutti hátíðarræðu á þorra-
bláti Alþýðubandalagsins í Kópavogi
á dögunum og sagði meðal annars:
„Það er sannleikskom í því sem sagt
hefur verið að Ólafur Ragnar hafi í
formannstíð sinni bakkað Alþýðu-
bandalaginu inn í nútímann.“ Hann
sagði ennfremur að Ólafur Ragnar
hefði á ýmsan hátt bakkað Alþýðu-
bandalaginu fram úr þingflokki sem
enn væri mótaður af gömlum viðhorf-
um og hefðum.
Aðspurður unt gagnrýni Einars
Karls á þingflokkinn sagði Svavar:
„Þar sem ég hef svo nýlega tekið við
formennsku í þingflokknum hef ég
fátt um hana að segja, en ég vil mót-
rnæla gagnrýni hans á Ragnar Arn-
alds.“
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður
Alþýðubandalags, furðaði sig á um-
rnælum Einars Karls. „Það em nýmæli
fyrir mér að rnenn bakki inn í nútím-
ann, ég hélt að menn bökkuðu frekar
inn í fortíðina. Ef það er leið Einars
Karls að bakka þá er ég vonandi ekki
á sömu leið og hann, því ég er ekki
mikið fyrir að fara afturábak," sagði
Kristinn. Hann bætti því við að hann
teldi ekki ástæðu til að kvarta undan
þingflokki Alþýðubandalagsins.
I ræðu sinni gerði Einar Karl steftiu
núverándi formanns flokksins, Margr-
étar Frímannsdóttur, að umtalsefhi og
sagði: „Nýr formaður flokksins hefur
skilgreint hlutverk sitt á þá leið að
hann ætlast til þess að stofnanir
flokksins séu í hlutverki nýjungaleið-
togans og setji þingflokki og forystu
ný verkefni. Þessi þanki er eiginlega á
móti lögmálinu."
Svavar Gestsson vildi ekki hafa
mörg um þessi ummæli en sagði: „Ég
átta mig ekki alveg á því hvað hann á
við. Margrét hefur lagt mikla áherslu á
að virkja stjórn flokksins. Það er
hennar áhersla og ég hef stutt hana í
því.“
Kristinn H. Gunnarsson sagðist
ekki geta litið svo á að þingflokkur og
stofnanir flokksins væru andstæður.,,-
Þvert á móti erum við samheijar. Mér
finnst Einar Karl verða að útskýra af
hverju hann lítur svo á að við séum
andstæðingar. Ég hélt að þeir sem
væru í sama flokki væru samherjar,"
sagði Kristinn og bætti við: „En ég er
bara einfaldur maður að vestan og
kann ekki þessa djúpu pólitísku speki
Einars Karls."
Islenskan er
ekki einstök
„Sífeild klifun sumra fjölmiðla
á hreinleika, helgi og guðlegu eðli
íslenskrar tungu er ekki aðeins
röng frá sjónarhóli málvísind-
anna, heldur er hún einnig vatn á
myllu ofstækismanna og handhæg
aðferð til að stjórna því hvernig
fólk hugsar,“ skrifar Gary Gunn-
ing, írskur blaðamaður sem hefur
verið búsettur á íslandi í fimm ár
í snarpri grein sem birtist í AI-
þýðublaðinu í dag, en þar furðar
hann sig meðal annars á þeirri
skírlífisgæslu íslenskrar tungu
sem fer fram á mjólkurfernum og
í „mest selda dagblaði þjóðarinn-
ar“.
Osmo Vánská stjórnar Galdra-Lofti
eftir Jón Leifs.
■ Sinfóníuhljómsveitin
Norrænir
meistarar
Sinfóníuhljómsveit íslands er sem
kunnugt er að halda upp í hljóm-
leikaferð til Bandaríkjanna og á
tónleikum hennar í Háskólabíói á
fimmtudagskvöld verða leikin sýn-
ishorn af músíkinni sem hljómsveit-
in flytur vestra. Þar er fyrst að telja
forleikinn að Galdra-Lofti, verk
sem Jón Leifs samdi á unga aldri
undir áhrifum af leikriti Jóhanns
Sigurjónssonar. Þetta þykir magn-
að verk og heyrast þar ýmis tor-
kennileg hljóð, klukknahljómur,
sálmasöngur, særingar, grafarhljóð
og þrumugnýr.
Að auki verða leikin á tónleikun-
um tvö verk eftir höfuðsmiði nor-
rænnar tónlistar: Annars vegar
kannast Píanókonsert í a-moll eftir
Edvard Grieg, en flestir ættu sjálf-
sagt að kannast við einhver stef úr
því geysivinsæla tónverki, og hins
vegar Sinfónía nr. 2 eftir Jean Si-
belius.
Stjórnandi á tónleikunum er
Osmo Vanska, en á píanóið leikur
ísraelsk kona, Ilana Vered.
■ Á síðasta kjörtímabili hélt Ingibjörg Pálmadóttir sex barátturæður á þingi um málefni
Fæðingarheimilisins. Framtíð heimilisins nú mjög óviss og ólíklegt að það verði opnað aftur
Ráðherrar Framsókn-
ar setftir í skítverkin
- segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður
Þjóðvaka. „Sem heilbrigðisráðherra er Ingibjörg undir
stjórn Sjálfstæðisflokksins."
„Það er æði sérkennilegt að Ingi-
björg Pálmadóttir skuli ekki taka á
málefnum Fæðingarheimilisins þar
sem það var hennar hjartans mál á síð-
asta kjörtímabili," segir Asta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir þingmaður
Þjóðvaka og fulltrúi í heilbrigðis-
nefnd. Ásta Ragnheiður átelur fram-
göngu Ingibjargar Pálmadóttur heil-
brigðisráðherra í málefnum Fæðingar-
heimilis Reykjavíkur. Málefni Fæð-
ingarheimilisins eru nú í algerri
óvissu. Á síðasta kjörtímabili beitti
Ingibjörg Pálmadóttir, þá þingmaður í
stjómarandstöðu, sér mjög fyrir því að
Fæðingarheimilið yrði rekið áfram og
eflt. Nú er annað uppi á teningnum. I
þingræðu í mars 1993 gagnrýndi Ingi-
björg ríkisstjórnina harðlega vegna
lokunar Fæðingarheimilisins, og
beindi máli sínu sérstaklega til Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra: „Hvemig
getur það gerst í borg sem á trúlega
heimsmet í vannýttu húsnæði, þar á
meðal fæðingarheimili sem ekki er
nýtt, að ekki sé pláss fyrir fæðandi
konur? Hvernig getur það gerst að
sami maður sem státar sig af húsnæði
á borð við ráðhúsið, tækniundir á borð
við Perluna í Öskjuhlíðinni, sá sami
maður, hæstvirtur forsætisráðherra,
sem byggir þessar tvær glæsibygging-
ar geti sagt á hinu háa Alþingi að þeir
sem gagnrýni aðgerðir í heilbrigðis-
málum séu vinir eyðslunnar? Hvers
konar verðmætamat er það að það
skuli skorta pláss þegar mesta undur
veraldar skeður að nýr borgari lítur
dagsins ljós?“ Ásta Ragnheiður segir
framgöngu Ingibjargar nú sérkenni-
lega. „Annars held ég að hún sé í
mjög erfiðri stöðu. Hún er í hlutverki
heilbrigðisráðherra undir stjóm Sjálf-
stæðisflokksins. Samstarfsflokkar
Sjálfstæðisflokksins hafa verið settir í
sicítverkin." Sjá úttekt á baksíðu
Leikhús
fyrir börnin
í Bosníu
Samtök barnaleikhúsa og brúðu-
leikhúsa á íslandi efna til hátíðar um
næstu helgi, 17. og 18. febrúar, og er
markmiðið með henni að safna fé
handa eina bamaleikhúsinu sem enn
starfar í hinni stríðshrjáðu borg,
Sarajevo í Bosm'u. Það fylgir sögunni
að leikhús þetta hafi sýningar á hveij-
um degi, enda þótt flest vanti sem
þykir nauðsynlegt í leikhúsi: tækni-
búnað, ljós, hljómflutningstæki, hita,
rúður í glugga.
Allir sem koma nærri bamaleikhús-
hátíðinni gera það án endurgjalds, en
það em sjö leikhús sem taka þátt: Is-
lenska brúðleikhúsið, Brúðubíllinn,
Sögusvuntan, Furðuleikhúsið, Mögu-
Sjö leikhús taka þátt í hátíðinni en afraksturinn af henni rennur til eina barnaleikhússins sem enn er starfandi í
Sarajevo. a -mynd: E.ÓI.
leikhúsið, Tíu fingur, Þjóðleikhúsið og
Leikfélag Reykjavíkur. Að auki hafa
böm í leikskólanum Örkin hans Nóa
og Austurbæjarskólanum búið til
veggspjöld fyrir hátíðina.
Sýningar verða í Möguleikhúsinu
við Hlemm, á Fríkirkjuvegi 11 og í Is-
lenska brúðuleikhúsinu við Flyðru-
granda.