Alþýðublaðið - 14.02.1996, Síða 3

Alþýðublaðið - 14.02.1996, Síða 3
*•»( f .h ^ - C-(t1 M; V' í í ./ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 1996 ALÞYÐUBLAÐIÐ s k o ð a n i r Litróf stjórnmálarma Núna er mikið talað um sameiningu vinstri manna. Átt við þá stjómmála- flokka, sem nú eru í stjómarandstöðu. Hægri- og vinstri em óglögg hugtök í stjómmálaumræðunni. Fráleitt er að tala um vinstri stjómir undir forsæti Steingríms Hermannssonar og Ólafs Jóhannessonar - manna, sem vom sér- lega íhaldssamir og tækifærissinnaðir. Það er væntanlega enginn vinstri- Pallborð P - Atli Heimir Sveinsson skrifar stefna, að spreða út milljörðum í van- hugsaða ftski- og laxarækt, loðdýrabú. Milljörðum sem slegnir em erlendis. Þetta er stefna framsóknarmanna í öll- um flokkum. Sovét-trúboð Alþýðubandalagsins (og Sósíalistaflokksins þar áður), var hvorki vinstristefna né róttækni, held- ur aðdáun á ríkisfasisma. Félágshýggja er loðið hugtak í reýnd: Meira að segja Framsóknar- flokkúrinn notar það líkt og stjómar- andstöðuflokkamir. Hvað merkir orð- ið félagshyggja? Væntanlega ekki að reka „velferð" á erlendum lánum og peningaslætti. Svavar Gestsson, gamall austan- tjaldskommi, segist núna vera jafnað- arsinni. Ekki kallar hann sig jaíhaðar- mann, krata, af eðlilegum ástæðum. Augljóst er, að hið lífseiga fjór- flokkakerfí, sem byggist á samtrygg- ingu og nokkurri spillingu, endur- speglar ekki hina raunvemlega pólit- ísku strauma. í flestum flokkum em mafgfr flokkar; þrýstihópar og hags- munaklíkur, sem eiga mikil ítök í flokkunum, aðallega í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Framagosar og „skítapakk" finnst í öllum flokkum. Tækifærissinnar em einkum í Alþýðu- bandalagi, Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokki. Sjálfstæðisflokkurinn er í grófum dráttum þrískiptur. Yst til hægri eru pilsfaldakapxtalistar, (sem ranglega kenna sig við félagshyggju) aðdáend- ur Thatcher og Reagans. Þetta er lítill hópur, harður og nokkuð ofstækisfull- ur. Þá koma framsóknarmenn, stór hópur og tækifærissinnaður. Loks koma kratar, sennilega jafnijölmennir framsóknarmönnum í flokknum. Þá em það framsóknarmennimir í Fram- sóknarflokknum. Þeir em bara fram- sóknarmenn, „opnir í báða enda“. Alþýðuflokksmenn em bara kratar, Htill og sundurlaus hópur, sem aðhyll- ist jafnaðarstefnu velferðar, eins og hún er útfærð á Norðurlöijdum og Evrópu. Þeir em ekki eins íhaldssamir og hinir, minni útúrborumenn, öllu róttækari og opnari fyrir því sem er að gerast í löndunum í kring um okkur. Hafa einfaldlega betri fyrirmyndir. I Þjóðvaka eru aðallega kratar. Alþýðubandalagsmenn greinást í krata, framsóknarmenn og austan- tjaldskomma og eru þetta jafnstórir hópar. Þetta þrennt rúmast stundum í einum og sama manninum. í Kvennalistanum eru kratar og framsóknarmenn. Samkvæmt þessu skiptist þjóðin í tvær jafnfjölmennar meginfylkingar; framsóknarmenn og krata. Frjáls- hyggjuliðið og austantjaldskommar eru síminnkandi jaðarhópar. Foringi krata er óumdeilanlega Jón Baldvin, hans lautinatar væru Ólafur Ragnar og Sighvatur, kannski Jó- hanna. Foringi framsóknarmanna er Davfð Oddsson og hans hjálparkokk- ur, Halldór Ásgrímsson. Þannig er hið pólitíska litróf. Þetta ber að hafa í huga þegar rætt er um sameiningu vinstri manna. Spilin hljóta að stokkast upp á næstunni. Höfundur er tónskáld Alþýðuflokksmenn eru bara kratar, lítill og sundurlaus hópur, sem aðhyllist jafnaðar- stefnu velferðar, eins og hún er útfærð á Norðurlöndum og Evrópu. Þeir eru ekki eins íhaldssamir og hinir, minni útúrborumenn, öllu róttækari og opnari fyrir því sem er að gerast í löndunum í kring um okkur. Hafa einfaldlega betri fyrirmyndir. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Væntingar um aukna verðbólgu á þessu ári. Fyrirsögn á viðskiptasíðum Morgunblaðsins í gær. Síðasta málið sem upp kom er orðið að undarlegum reyfara þar sem smokkur er í aðalhlutverki á sífelldum ferðalögum á milli landa. Margrét Sölvadóttir. Lesendabréf í Mogganum í gær. Varla er það í þökk forsætisráðherra að stjórnar- þingmenn leggi fram frum- vörp sem ganga þvert á stjórnarstefnuna? Leiðari Tímans í gær. Framsóknarmenn á þingi eru lítið ánasgðir með samstarfsflokkinn þessa dagana. Fjórir sjálfstæðis- menn, Kristján Pálsson, Vilhjálmur Egilsson, Guðjón Guðmundsson og Pétur Blöndal lögðu fram frumvarp sem gerir ráð fyr- ir að útlendingar megi eiga allt að 49% í ís- lenskum sjávar- útvegsfyrirtækj- um. Sama dag mælti Finnur Ingólfsson fyr- ir stjórnarfrum- varpi um sama efni, sem geng- ur miklu skem- ur. Sjálfstæðis- menn höfðu ekki einu sinni fyrir því að láta framsóknar- menn vita af sínu útspili, og það kom Finni algerlega í opna skjöldu. Þetta þykja ekki par góðar samskiptavenjur milli stjórnarflokka, en hugsa framsóknarmenn sjálfstæð- ismönnunum þegjandi þörfina, og munu berjast af alefli gegn frumvarpi þeirra... Fimm höfundar voru til- nefndirtil bókmennta- verðlauna DFfyrr í vikunni, Gyrðir Elíasson, Sigfús Bjartmars- son og Sig- urður Páls- son fyrir Ijóðabækur, Steinunn Sigurðar- dóttir fyrir skáldsöguna Hjartastaður og Pétur Gunnars- son fyrir þýðingu sína á Frú Bovary eftir Gusta- ve Flau- bert. Hér vekur sérstaka athygli að einn minnstur bræðra á bókamarkaði, Bjartur, gaf út tvær bókanna sem tilnefnd- h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson ar eru, Ijóðabók Sigfúsar og þýðingu Péturs. Snæbjörn Arngrímsson, primus mo- tor í Bjarti, má vel við una... Nú eru í undirbúningi „sænskir dagar" á ís- landi, og munu þeir hefjast 17. apríl næstkomandi. Megináhersla er vitaskuld lögð á sænskar gæðavörur og munu mörg fyrirtæki sína hvað frændur vorir hafa uppá að bjóða. Aðal- bækistöð verður í Kringl- unni en leikurinn berstvíð- ar um bæinn. Á Café Míl- anó og Kaffi Reykjavík verð- ur boðið uppá sænskan mat og söng, og verða lög Bellmans óspart kyrjuð. Þá er von á sænska rithöfund- inum Jan Guillo, en hann hefur meðal annars unnið sér til frægðar að sitja í fangelsi vegna ritsýslu sinnar. Sænska sendiráðið hefur veg og vanda af skipulagningu, undir stjórn Friðriks Brekkans... Versta martröð ungtíkarinnar Pílu var staðreynd: kláðamaursmitið hafði valdið hárlosi. Auður Þráinsdóttir snyrti- fræðingur: Já, að sjálfsögðu, en með ákveðnum skilyrðum þó. Bragi Halldórsson kennari: Nei, alls ekki. Þórhildur Halldórsdóttir vegfarandi: Nei. Guðjón J. Jónsson pípari: Nei, það er sko alveg á hreinu. Magnús Ólafsson málari: Að sjálfsögðu. Það er nauðsyn- legt fyrir atvinnulífið. Allt er þetta í undirmáls- og skammtímastíl Majors, sem stingur mjög í stúf við fyrirrennarann, Margaret Thatcher. Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær. Major er skýrasta dæmið um pólitískt volæði Evrópu. Úr sama leiðara. Mér og mörgum öðrum er skítsama þó við stöndum ekki jafnfætis öðrum þjóðum í knattspyrnu og er ekki tilbú- inn að greiða fyrir slíka höll með mínum skattpeningum. Lesendabréf í DV um hugsanlega byggingu knattspyrnuhallar. fréttaskot úr fortíð Ströng lögregla Lögreglan í Ixmsbruck hefir ágætt eftirlit með baðfötunum. Bæði karlar og konur verða að vera í samfelldum baðfötum. Konum er harðlega baimað að fara í vatn í nýt- ízku baðfötum, sem er mittis- og brjósta-skýla. Enginn má ganga úr baði í baðfötunum einum saman, heldur skulu allir vera í baðkápum. Einnig er bannað að vera léttklæddur í sólbaði nærri alfaravegi og þar sem hægt er að standa á gægjum. Alþýðublaðið sunnudaginn 23. ágúst 1936

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.