Alþýðublaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 ■ Eva Braun var ekki konan í lífi Adolfs Hitlers einsog margir halda. Flest bendirtil að eina konan sem kaldlyndi austurríkis- maðurinn elskaði hafi verið Geli Raubal, ung og lífsglöð ná- frænka hans. Hún framdi sjálfsmorð árið 1931 eftir storma- samt ástarsamband við nasistaforingjann 17. september 1931 urðu tveir íbúar í einu fínasta hverfi Munchen vitni að því að ung stúlka með ljóst, liðað hár kom út í glugga á glæsilegu einbýlishúsi og kallaði örvæntingar- full: „Þú ætlar þá ekki að leyfa mér að fara til Vínar?“ Svart- klæddur maður, sem var að stíga upp í bifreið, hrópaði á móti: „Nei!“ Morguninn eftir fannst unga stúlkan skotin til bana í herbergi sínu. ítarleg rannsókn leiddi til þeirrar niður- stöðu að hún hefði framið sjálfsmorð. Unga stúlkan hét Geli Raubal; maðurinn sem neitaði henni um að fara til Vínar- borgar var móðurbróðir hennar - Adolf Hitler. Hún var lið- lega tvítug og hafði verið ástkona nasistaforingjans í tvö ár. Albert Speer, einn sakbominga við réttarhöldin í Niirnberg, sagði að ef Adolf Hitler hefði átt einhvem per- sónulegan vin um ævina, þá væri hann sá maður. Speer var ólíkur þeim ómenntuðu ribböldum sem Hitler rað- aði í kringum sig: fágaður menntamað- ur og hæfileikaríkur arkitekt. Enginn hefur skrifað af jafnmiklu innsæi um persónuleika Hitlers, og því er ekki ástæða til að véfengja Albert Speer þegar hann segir að Hitler haft aldrei orðið fyrir jafnmiklu reiðarslagi og þegar Geli Raubal yfirgaf þennan heim. Speer sagði að næstmesta áfallið í lífi Hitlers hefði verið þegar Rudolf Hess, staðgengill hans, flaug vitfirrtur til Englands árið 1941 í því skyni að semja frið. Dagana eftir að Geli Raubal dó þurftu félagar Adolfs Hitlers að vaka yfir honum til að koma í veg fyrir að hann fremdi sjálfsmorð, slík var ör- væntingin. Ef þeir hefðu soíhað á verð- inum hefði saga heimsins orðið önnur. Kvenhylli Hitlers Ekki alls fyrir löngu voru dregin fram í dagsljósið ástarbréf sem þýskar konur sendu Adolf Hitler. Bréfin vöktu aðhlátur margra, sem áttu erfitt með að ímynda sér að pasturslitli austurríski liðþjálfinn hefði verið mikið kvenna- gull. Eigi að síður var staðreyndin sú, að eftir að Hitler braust til valda gerðist hann plássfrekur í draumum þýskra kvenna. Það hljómar eflaust einsog mótsögn en Hitler var með latari mönnum. Hann undi sér best í djúpum hægindastól, með fjölmenna hirð ritara, samheija og félaga í kringum sig. Þeir sem skipuðu hirð Hitlers minntust með hrolli ótelj- andi kvölda sem aldrei virtust ætla að taka enda: þá sat hann og talaði enda- laust um líf sitt og drauma. Þegar vel lá á honum rifjaði hann jaíhvel upp æsku- ár sín, og lét að því liggja að hann hefði ævinlega notið hylli kvenna, þótt gengi heimsins hefði verið fallvalt að öðru leyti. Nánir samstarfsmenn Hitlers hafa oft sagt frá því, að honum virðist hafa liðið best í félagsskap kvenna. Síðustu mán- uði ævi sinnar, meðan herir banda- manna moluðu niður Þriðja ríkið, leit- aði Hitler helst til einkaritara sinna en sniðgekk jafnvel gamalreyndustu og traustustu samhetja, og virti herforingja sína tæpast viðlits. Þegar Rauði herinn var við borgarmörk Berlínar gat Hitler enn fundið athvarf í fiásögnum af hinu liðna. Örsjaldan minntist hann á Geli Raubal, sem þá hafði legið í gröfinni í 14 ár, og aldrei án þess að vikna. Fortíðin afmáð Adolf Hitler átti hálfsystur sem hét Angela Raubal, en önnur systkini hans lifðu ekki bemskuár. Hitler var hreint ekki stoltur af uppruna sínum og gerði sitt ítrasta til að menn væru ekki að hnýsast í fjölskyldumál hans. Eftir að hann náði völdum í Þýskalandi lét hann á kerfisbundinn hátt eyðileggja gögn sem vörpuðu ljósi á fortíð hans. Hitler OEUTSQltVHD S Æjw ílí’viK 'v - * • MHff:. _;' Wm : Wjw *é EWMKm, W&KHt j .f * V'* 4 ! Jt I l'- i ; r ■ i Nasistar í Niirnberg árið 1927. Um þetta leyti benti fátt til þess að ribbaidalýður nasista myndi ná völdum í Þýskalandi. Á myndinni má sjá, frá vinstri, Heinrich Himmler, Rudolf Hess, Gregor Strasser, Hitler og Pfeffer von Salomon. Geli Raubal: Systurdóttir Adolfs Hitlers var eina kon sem hann elskaði. Þegar hún framdi sjálfsmorð ári 1931, eftir rifrildi við Hitler, þurftu samherjar hans < vaka yfir honum svo hann færi ekki sömu leið. lét jaíhvel elta uppi og myrða gamla fé- laga frá auðnuleysisámnum í Vínar- borg, þegar hann bjó á ömurlegum gistiheimilum og dró fram lífið með því að mála póstkort og auglýsinga- skilti. Þegar Hitler hafði tryggt sér völd í Nasistaflokknum þýska á þriðja ára- tugnum, sem framan af var hjákátlegur smáflokkur og ólíklegur til stórræða, vann hann markvisst að því að byggja upp ftnynd sína sem varðmaður þýskr- ar arfleifðar og sóma. Hann var vita- skuld einn snjallasti áróðursmaður allra tftna, og enginn þýskur stjómmálamað- ur komst með tæmar þar sem hann hafði hælana. Þó vom það ekki nema sumpart eigin hæfileikar sem um srðir fleyttu gamla skiltamálaranum í þýsku kanslarahöllina; rás atburða á þriðja og fjórða áratugnum var honum hagstæð um flest. Gríðarleg beiskja kraumaði í Þýskalandi eftir ósigurinn í fyrra stríði, 1914-18, og hina auðmýkjandi friðar- samninga sem meðal annars fólu í sér að Þjóðverjar þurftu að greiða himnin- háar stríðsskaðabætur. Óðaverðbólga Weimar-lýðveldisins og gífurlegt at- vinnuleysi vom vatn á myllu Hitlers, og þegar verðbólgan var tekin að hjaðna og atvinnuleysið að minnka kom heimskreppan einsog happdrættis- vinningur. Hann var sérffæðingur að nýta sér óánægjuna, og þegar hann hafði hrært saman við hana dularfullum kenningum um yfirburði aríska kyn- stofnsins var komin blanda sem rann ljúflega ofan í stóran hluta Þjóðveija. Áform um hjónaband Árið 1928 leigði Hitler glæsilega villu í Munchen og fékk Angelu hálf- systur sína, sem þá var orðin ekkja, til að annast húshaldið. Með Angelu komu dætur hennar tvær, Geli og Fri- edl. Geli stóð á tvítugu og bjó yfir geislandi þokka. Ekki leið á löngu áðtir en Hitler var orðinn yfir sig ástfanginn af hinni ungu frænku sinni. Sjálfur var hann tuttugu ámm eldri, og enn vom fimm ár þangað tO hann næði völdum í Þýskalandi. Hitler var heillaður af Geli og tók hana með sér hvert sem hann fór, á fundi og ráðstefnúr, á leiksýningar og á kaffihúsin í Munchen. Ekki leið á löngu uns allt logaði í slúðursögum um flokksleiðtogann og ungu ffænkuna hans. Forystusveit nas- ista var hreint ekki skipuð siðavöndum nákvæmnismönnum, en þar kom að ýmsir formfastir - eða öfundsjúkir - flokksforkólfar hvöttu Hitler til að hætta að sjást svo mikið opinberlega með Geli, eða kvænast henni ella. Hitl- er brást ókvæða við slíku tali. Þrátt fyr- ir það telur William Shirer, einn helstur sérfræðingur í sögu nasista, að Hitler hafi haft áform um að giftast ffænku sinni og segist hafa heimildir um slíkt frá mönnum sem nákomnir vom Hitler um þetta leyti. Shirer segir engum vafa undirorpið að Hitler hafi verið ástfang- inn upp fyrir haus, en er ekki eins viss um tilfinningar Geli í hans garð. Hún hafi verið upp með sér að njóta þvílíkr- ar athygli manns sem orðinn var frægur og á hraðri leið til valda, en óvíst að hún hafi endurgoldið ást hans. Sjálfspíningarhvöt harðstjórans Hafi Geli Raubal einhvemtíma elsk- að Adolf Hitler er ljóst að sú ást kuln- aði um síðir. Ekki er vitað með vissu hvað olli djúpstæðri togstreitu sem upp Hitler um borð í flugvél á kosningaferðalai ástarsambandi við frænku sína.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.