Alþýðublaðið - 14.02.1996, Qupperneq 8
\WRE Vffll/
4 - 8 farþega og hjólastólabílar
5 60 55 221
Miðvikudagur 14. febrúar 1996
25. tölublað - 77. árgangur
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
■ Ingibjörg Pálmadóttir kúvendir í afstöðu sinni til Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Á síðasta kjörtímabili
flutti hún barátturæður á þingi um framtíð heimilisins, en nú bendir allttil að það verði ekki opnað aftur
vegna fjárskorts. Kolbrún Bergþórsdóttir kynnti sér málið og las gamlar þingræður Ingibjargar
Baráttumálið sem fæddist og dó
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Þjóð-
vaka: Sérkennilegt að Ingibjörg skuli ekki gera neitt.
Ráðherrar Framsóknar hafðir í skítverkunum.
„Það er æði sérkennilegt að Ingi-
björg Pálmadóttir skuli ekki taka á
málefnum Fæðingarheimilisins þar
sem það var hennar hjartans mál á síð-
asta kjörtímabili,“ segir Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir þingmaður Þjóð-
vaka og fulltrúi í heilbrigðisnefnd.
Ásta Ragnheiður átelur framgöngu
Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðis-
ráðherra í málefnum Fæðingarheimilis
Reykjavíkur.
Sorgarsaga Ingibjargar
stjórnarandstöðuþingmanns
Ekki verður sagt að Ásta Ragnheið-
ur taki sterkt til orða þegar hún segir
að málefni Fæðingarheimilisins hafi
verið Ingibjörgu hjartans mál. Ræður
Ingibjargar Pálmadóttur stjómarand-
stöðuþingmanns báru vott um ríka um-
hyggju hennar fyrir framtíð heimilis-
ins, eins og þessi þriggja ára gamla
ræða er til marks um:
„Hvemig getur það gerst í borg sem
á trúlega heimsmet í vannýttu hús-
næði, þar á meðal fæðingarheimili sem
ekki er nýtt, að ekki sé pláss fyrir fæð-
andi konur? Hvemig getur það gerst að
sami maður sem státar sig af húsnæði
á borð við ráðhúsið, tækniundir á borð
við Perluna í Öskjuhlíðinni, sá sami
maður, hæstvirtur forsætisráðherra,
sem byggir þessar tvær glæsibygging-
ar geti sagt á hinu háa Alþingi að þeir
sem gagnrýni aðgerðir í heilbrigðis-
málum séu vinir eyðslunnar? Hvers
konar verðmætamat er það að það
skuli skorta pláss þegar mesta undur
veraldar skeður að nýr borgari lítur
dagsins ljós?“
Þama beindi Ingibjörg orðum til
Davíðs Oddssonar í mars 1993 og
áhyggjur hennar af málefnum Fæðing-
arheimilis Reykjavíkur leyna sér ekki.
Á síðasta kjörtímabili hélt Ingibjörg
alls sex barátturæður þar sem hún
beitti sér af hörku fyrir opnun Fæðing-
arheimilisins. Á Alþingi í apríl 1992
þegar Ingibjörg vék tahnu að Fæðing-
arheimilinu sagði hún: „Sú óvissa sem
ríkir almennt víða í heilbrigðismálum
er með þeim hætti að útilokað er að
sætta sig við hana.“ Undir lok ársins er
þingmaðurinn enn að lýsa yfir áhyggj-
um sínum og nú er það „sorgarsaga"
að búið sé að loka heimilinu og þing-
maðurinn segir: „...ég fagna því að
Kvennalistinn er með tillögur á borð-
um þingmanna þar sem gert er ráð fyr-
ir að endurreisa Fæðingarheimilið því
sú krísa sem við búum við varðandi
fæðingardeildina er óverjandi."
Áhyggjur Ingibjargar heil-
brígðisráðherra minnka
Stjórnarandstöðuþingmaðurinn
Ingibjörg varð heilbrigðisráðherrann
Ingibjörg. Þann 10. nóvember 1995
beindi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
til hennar fyrirspum um íramtíð Fæð-
ingarheimilisins. Enn virtist eitthvað
eima eftir af áhuga Ingibjargar á mál-
efnum heimilisins, því hún gaf Ástu
það svar að áætlað væri að mæðraeftir-
lit kvennadeildar flytti á fyrstu hæð
Fæðingarheimihsins og hluta annarrar
hæðar. Með þessu, sagði Ingibjörg,
væri húsnæði Fæðingarheimilis
Ingibjörg Pálmadóttir: Var sem
stjórnarandstöðuþingmaður helsti
talsmaður opnunar Fæðingarheim-
ilisins en hefur sem heilbrigðisráð-
herra beitt niðurskurði svo ótæpi-
lega að heimiiið verður nú vart tek-
ið í notkun.
Reykjavíkur fullnýtt í þjónustu verð-
andi foreldra. Síðan sagði hún: ,Jafn-
íramt þessari breytingu velta menn fyr-
ir sér möguleika á því að skipta sæng-
urkvennadeild kvennadeildarinnar
annars vegar í létta deild fyrir konur
sem hafa fætt eðhlega og þyngri deild
sem sinnir konum sem hafa farið í
keisaraskurð, ættu erfiða fæðingu að
baki eða glímdu við læknisfræðileg
vandamál."
Ingibjörg var á þessum tíma, að
eigin sögn, að kanna ýmsar leiðir til að
tryggja áffamhaldandi rekstur Fæðing-
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir:
Ingibjörg er í hlutverki heilbrigðis-
ráðherra undir stjórn Sjálfstæðis-
flokksins. Samstarfsflokkar Sjálf-
stæðisflokksins hafa verið settir í
skítverkin. Fyrst var það Alþýðu-
flokkurinn og nú lendir Framsókn-
arflokkurinn í nákvæmlega sömu
stöðu.
arheimilisins. Hún ræddi meðal annars
um að flytja MFS einungu í Fæðingar-
heimilið, en það er sérstök þjónusta
við fæðandi konur sem byggist á því
að ljósmóðir fylgist með fæðingu, kon-
ur fæða í heimilislegu umhverfi, fara
snemma heim og ljósmóðirin fylgist
með þeim á sængurlegunni.
„Það er sérkennilegt að Ingibjörg
skuh ekkert ætla að láta verða af þeim
áformum sem komu ífarn í máli henn-
ar þegar hún svaraði fyrirspum minni,“
sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
„Annars held ég að hún sé í mjög erf-
iðri stöðu. Hún er í hlutverki heilbrigð-
isráðherra undir stjórn Sjálfstæðis-
flokksins. Samstarfsflokkar Sjálfstæð-
isflokksins hafa verið settir í skítverk-
in. Fyrst var það Alþýðuflokkurinn og
nú léndir Framsóknarflokkurinn í ná-
kvæmlega sömu stöðu.“
Óvissa um framtíð Fæðingar-
heimilisins
Viljug eða óviljug hefúr Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tekið
þetta fynum baráttumál sitt af dagskrá.
Stjómarandstöðuþingmaðurinn er orð-
inn heilbrigðisráðherra og hefur í því
embætti staðið fyrir gríðarlegum nið-
urskurði í heilbrigðiskerfinu. Ein af-
leiðing þess er að ekki virðist mögu-
legt að opna Fæðingarheimih Reykja-
víkur fyrir sængurkonum.
Framtíð heimilisins er í algjörri
óvissu. í DV síðastliðinn mánudag
kom fram að ljósmæður hefðu lýst yfir
áhuga sínum á að taka að sér rekstur
heimilisins. Enn er þó allt á huldu í því
sambandi og fátt virðist geta komið
Fæðingarheimilinu til bjargar. Fyrir
ekki alllöngu lýsti Ingibjörg Pálma-
dóttir því yfir á Alþingi að orð skyldu
standa.
„Ef orð eiga að standa þá verða þau
að standa. Ráðherra sem segir „orð
skulu standa" getur vitanlega ekki sagt
það varðandi eitt afmarkað málefni og
álitið sem svo að orðin eigj ekld við
önnur málefni,“ segir Ásta Ragnheiði
ur.
Þeir sem berjast fyrir opnun Fæð-
ingarheimilisins eygja veika von í því
að Ingibjörg taki sjálfa sig á orðinu,
láti orð sín standa og beiti sér nú fyrir
opnun heimilisins af þeim sama kraftí
og hún gerði í starfi sínu sem stjómar-
andstöðuþingmaður.
■ Sjúkraliðar harðorðir í garð stjórnvalda vegna niðurskurðar í heilbrigðismálum
Yfirmönnum fjölgar
einsog arfa á haug
- á sama tíma og almennt
starfsfólk þarf á áfallahjálp
að halda vegna niðurskurð-
ar, segja sjúkraliðar.
Framkvæmdastjórn Sjúkraliðafé-
lags íslands fjallaði nýverið um
ákvarðanir ríkisstjómar og Alþingis
um niðurskurð á íjárveitingum til heil-
brigðisþjónustunnar.
Framkvæmdastjórnin mótmælir
harðlega margendurteknum niður-
skurði á fjárveitingum til heilbrigðis-
þjónustunnar, án þess að fyrir liggi
mótuð heildarstefna stjómvalda varð-
Gísli S. Einars-
son með
viðtalstíma
Eins og áður hefur komið fram í
Alþýðublaðinu munu þingmenn Al-
þýðuflokks vera með viðtalstíma á
skrifstofu flokksins að Hverfisgötu
8-10 á hveijum fimmtudegi til vors.
Fimmtudaginn 15. febrúar mun
Gísli S. Einarsson hafa viðtalstíma
milli kl. 17.00 og 19.00. Þeir sem
óska eftir að ná tali af þingmannin-
um geta pantað viðtalstíma í síma
552- 9244 eða litið inn.
andi bætta eða breytta þjónustu við
landsmenn.
Þá segir í samþykkt stjómarinnar: „-
Krafa um aðstoð og jafnvel áfallahjálp
fyrir starfsmenn sjúkrahúsanna, segir
allt um afleiðingar af markmiðslaus-
um og tilviljunarkenndum kröfum um
niðurskurð starfseminnar. Mál er að
linni og hætt verði að nota launþega
aftur og aftur í þráskák stjómenda og
stjórnmála til að knýja heilbrigðis-
ráðuneytið til uppgjafar í markmiðs-
og stefnulausri aðför að heilbrigðis-
þjónustu landsmanna.
A sama tíma og almennt launafólk
er notað sem fómarpeð í valdbeitingu
stjórnenda sjúkrahúsanna gegn fjár-
veitingavaldinu, fjölgar yfirmönnum
einsog arfa á haug og lagt er í gegnd-
arlausan kostnað við breytingar á hús-
næði sjúkrahúsanna. Þar gildir eitt í
dag og annað á morgun um hvað sé
nauðsyn og hvað ekki. Eftir stendur
stöðug Qölgun silkihúfa, sem hver um
sig þarfnast síns snaga, til að sinna
sínum gæluverkefnum."
Mál til komið að heilbrigðisráðuneytið verði knúið til uppgjafar í stefnu-
lausri aðför að heilhrigðisþjónustunni, segja sjúkraliðar.
Steinunn á vinnustofu sinni. Opnar níundu einkasýninguna á laugardag.
Ljósmynd: Arnaldur Halldórsson.
■ Steinunn Þórarinsdóttir í Gerðarsafni
„DálítiM galdur
og mikið súrefni"
A laugardaginn opnar í Gerðarsafni
í Kópavogi sýning á verkum Stein-
unnar Þórarinsdóttur myndhöggvara.
Þetta er níunda einkasýning Steinunn-
ar, sem fædd er árið 1955, en auk þess
hefur hún tekið þátt í nokkuð á þriðja
tug samsýninga, bæði heima og er-
lendis. Steinunn nam höggmyndalist á
Italíu og á Englandi en hefur síðustu
15 ár unnið á Islandi, og meðal annars
verið fengin til að vinna stóra minnis-
varða, svosem í Sandgerði og á
Grundarfirði. Verkin sem Steinunn
sýnir í Gerðarsafni eru aðallega úr
jámi, en hún notar einnig gips, gler og
blý. Þorgeir Þorgeirson rithöfundur
segir í skrá sem nú er komin út um
Steinunni og verk hennar að við þurf-
um á jáminu að halda: „Blóð okkar
tekur lit af því. Sjón okkar mótast af
jámi því jarðlitimir tveir, sá rauðbrúni
og hinn dimmblái koma af sambönd-
um járns við súrefni í loftinu." Og
Þorgeir heldur áfram: „Áferð þess er
þegjandaleg. Það er lokað efni. En
með heppni, þrautsegju, dálitlum
galdri og miklu súrefni má þó töfra
manninn og sál hans framúr jáminu.“