Alþýðublaðið - 15.02.1996, Síða 1
■ Fundi Finns Ingólfssonar með seðlabankastjórum um vaxtalækkun frestað til morguns að kröfu
Davíðs Oddssonar. Framsóknarmenn telja að hann ætli að eigna sér heiður af vaxtalækkun
„ Davíð er að stela senunni"
- segir áhrifamikill framsóknarmaður. Sjálf-
stæðismenn sakaðir um ítrekuð óheilindi í
stjórnarsamstarfinu.
„Málið er einfalt, Davíð ætlar að
stela senunni frá Finni. Það eflir nátt-
úrlega landsföðurímyndina ef Davíð
kemur því inn hjá fólki að hann hafi
uppá eigin spýtur lækkað vextina.
Slíkur maður hlýtur að vera tilvalinn
forsetaframbjóðandi," sagði áhrifa-
mikill framsóknarmaður í samtali við
Alþýðublaðið í gær. Ráðgert hafði
verið að Finnur Ingólfsson viðskipta-
ráðherra hitti bankastjóra Seðlabank-
ans í dag til þess að knýja á um
vaxtalækkun bankanna. Davíð Odds-
son forsætisráðherra fór hinsvegar
fram á að fundinum yrði frestað
þangað til á morgun og mun hann
ætla að stýra fundinum, og kynna
niðurstöður hans.
Framsóknarmaðurinn sem blaðið
talaði við sagði að þetta væri þriðja
dæmið síðustu daga um að sjálfstæð-
ismenn virtu samstarfsflokk sinn í
ríkisstjórn ekki mikils. Fyrst hefðu
fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks
flutt frumvarp um eignarhlut útlend-
inga í íslenskum sjávarútvegsfyrir-
tækjum. Það hefði verið augljós ögr-
un gagnvart Framsókn enda var Finn-
ur Ingólfsson sama dag að mæla fyrir
stjórnarfrumvarpi um sama efni. Þá
„Það eflir náttúrlega landsföðurímyndina ef Davíð kemur því inn hjá fólki
að hann hafi uppá eigin spýtur lækkað vextina. Slíkur maður hlýtur að
vera tilvalinn forsetaframbjóðandi."
hefði Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra komið í bakið á Ingibjörgu
Pálmadóttur heilbrigðisráðherra í
fjölmiðlum síðustu daga, og vísað
allri ábyrgð á framkvæmd fjárlaga í
heilbrigðismálum á hana.
„Eftir það sem á undan er gengið
síðustu daga þarf kannski að koma á
óvart þótt Davíð ætli að eigna sér
vaxtalækkunina," sagði heimilda-
maður blaðsins, en hann sagði að
nánast væri búið að ganga frá því að
bankamir yrðu látnir lækka vexti.
Viðmælandi blaðsins sagði að
mikill pirringur væri í þingmönnum
Framsóknar um þessar mundir gagn-
vart sjálfstæðismönnum. „Við höfum
sýnt full heilindi í þessu stjómarsam-
starfi. Því miður er ekki hægt að
segja sömu sögu af félögum okkar.“
Jack Daniels? „Til að fari ekki á milli mála að það sé rokk og ról," segir Megas. A-mynd e.ói
Undirheimarnir eru ekki hér
- þeir eru í Alþingishúsinu, segir Megas sem spilar á Hafnarkránni í kvöld
,Þetta er mjög intímt lókal og það hentar ágætlega því sem
ég er með,“ segir Megas, en næstu íjögur kvöld heldur hann
tónleika á hinu ágæta vertshúsi, Hafnarkránni í Hafnarstræti.
Tónleikamir em auglýstir undir yfirskriftinni Megasukk, en
ásamt Megasi leikur einnig dúettinn Súkkat.
Á auglýsingu kemur ffarn að þama verði „tekin öll gömlu
góðu lögin“. ,£g verð nú að gera ráð fýrir því að það sé svo-
lídð af gömlu sjóaraliði héma. Flestir em líklega komnir til að
fá einhveijar veitingar en heyra þá mig í leiðinni; þess vegna
ætla ég að taka dáh'tið af þessu gamla stöffi sem ég spilaði í
gamla daga en fór aldrei á plötu.,“ segir Megas.
Hafharkráin er þekkt fyrir að vera eitt af fjörlegri veitinga-
húsum bæjarins, svo tæpast er óeðlilegt þótt listamaðurinn sé
spurður hvers hann vænti af tónleikagestum? Megas: ,Maður
veit ekkert hveijir koma. Það var prógramm um staðinn á
Stöð 2 og það hræddi heilmikið af fólki frá því að koma héma
inn. Þar var talað um undirheima Reykjavíkur, að þeir væm
hér, en við vitum að þeir em í Alþingishúsinu."
En Megas, af hveiju Jack Daniels?
„Til að fari ekki á milli mála að það sé rokk og ról. Uppá-
haldssöngvari minn, Keith Richards, lætur aldrei taka af sér
mynd öðmvísi en það sé Jack Daniels á myndinni."
■ Sighvatur Björgvinsson um fjárfestingar
útlendinga í sjávarútvegi
Eigum að leyfa ótak-
markaðar fjárfestingar
- segir Sighvatur og telur marga þingmenn lifa í fortíðinni.
„Auðvitað vita allir
sæmilega greindir menn
að það er vemlegt erlent
áhættufjármagn í gangi
nú þegar bæði í útgerð og
fiskvinnslu. Það er ekki
ofan á borðinu heldur
undir því. Menn kjósa
hins vegar að láta eins og
þeir viti ekki af því,“ seg-
ir Sighvatur Björgvins-
son, en á Alþingi takast
þingmenn nú á um við-
horf til erlendra fjárfest-
inga í sjávarútvegi.
Sighvatur telur fortíð-
arviðhorf móta mjög af-
stöðu margra þingmanna. „Þeir lifa í
fslandi gamla tímans, ekki í íslandi
samtímans, hvað þá að þeir líti til
framtíðar. Þegar slík viðhorf em ráð-
andi verður umræða þessara manna á
skjön við raunvemlegt ástand í land-
inu.“
Sighvatur segir að í marga áratugi
hafi verið hér á landi viðloðandi
hræðsla við útlendinga. „Menn hafa
staðið í þeirri trú að erlendir fjárafla-
menn ættu sér enga ósk heitari en að
koma hingað með peningana sína og
leggja undir sig þetta litla land. íslend-
ingar telja sig hafa þurft
að verja sig með því
hlaða múr í kringum
landið til að koma í veg
fyrir að ríkir Jóakimar
frændar kæmu hingað og
legðu allt undir sig. Þeg-
ar við íslendingar bijót-
um síðan niður múrana
þá blasir við okkur autt
Atlantshafið. Það er eng-
inn sem bíður eftir því að
fá að leggja peninga sína
í íslenskt atvinnulíf."
Sighvatur segir ákjós-
anlegt að fá erlent
áhættufjármagn inn í ís-
lenskt atvinnuh'f til að byggja það upp.
„Um allan heim er mikil eftirspurn
eftir erlendu fjánnagni til uppbygging-
ar í atvinnuh'fi. Þjóðir sækjast eftir því
en em ekki að forða sér ffá því. Mín
afstaða er sú að við eigum að heimila
ótakmarkaðar fjárfestingar á íslandi í
öllum þáttum íslensks atvinnulífs. Það
er ekki til neins nema góðs fyrir okk-
ur. En við eigum að tryggja að sá
rekstur sé alfarið eftir íslenskum lög-
um þannig að þingið geti gert þær
breytingar á umhverfi atvinnureksturs-
ins sem það vill.“
Sighvatur Björgvinsson.
■ Ungir jafnaðarmenn gerðu hallarbyltingu í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur.
Aðeins fjórir af níu manna lista uppstillinganefndar náðu kjöri í stjórn
Fagna því að ungt og þróttmikið fólk kemur til starfa
-segirGunnarlngi Gunnarsson nýrformaðurfélagsins.
Pálmi fær
góða dóma
Séra Pálmi Matthíasson fékk klár-
lega bestu útkomuna í viðhorfs-
könnun sem
Alþýðublaðið
gerði og birt-
ist í blaðinu í
dag. Þátttak-
endur í könn-
uninni voru
beðnir um að
gefa forseta-
kandídötum
e i n k u n n i r
fyrir ýmsa þá
eiginleika sem prýða mega forseta,
en úr innsendum svörum var síðan
reiknuð meðaleinkunn. I öðru sæti, á
eftir Pálma, er Ólafur Ragnar
Grímsson og Guðrún Pétursdóttir í
því þriðja. Langneðstur á prófinu er
svo Steingrímur Hermannsson -
með falleinkunn.
„Mér finnst að með þessu komi
ungliðarnir inn í Alþýðuflokksfélag
Reykjavíkur með því afli sem ég taldi
mig skynja í kosningabaráttunni. Þótt
eftirsjá sé í eldri félagsmönnum hlýtur
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur að
fagna því þegar ungt og þróttmikið
fólk kemur til starfa," sagði Gunnar
Ingi Gunnarsson, nýkjörinn formaður
Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur.
Aðalfundur félagsins, sem er
stærsta félagið innan Alþýðuflokksins,
var haldinn í fyrrakvöld. Hlín Daníels-
dóttir lét af formennsku og var Gunn-
ar Ingi kjörinn einróma í hennar stað.
Kosning stjórnarinnar að öðru leyti
var hinsvegar söguleg.
Uppstillinganefnd hafði gert tillögu
um stjórnina, sem skipuð er sex aðal-
mönnum og þremur varamönnum.
Aðeins fjórir af þessum lista náðu
kjöri: Bolli Valgarðsson, Hólmfríður
Sveinsdóttir, Jónas Þór og Sigrún
Benediktsdóttir. Fimm af lista upp-
stillinganefndar náðu ekki kjöri: Ás-
laug Þórisdóttir, Birgir Jónsson, Bryn-
dís Kristjánsdóttir, Erlingur Þorsteins-
son og Helgi Daníelsson. I þeirra stað
voru kjörin Ingvar Sverrisson, Halldór
Kristjánsson, Aðalsteinn Leifsson,
Hrafnhildur Hauksdóttir og Jóhanna
Þórdórsdóttir. Flest koma þau úr röð-
um ungrajafnaðarmanna.
Aðspurður um helstu verkefnin
framundan sagði nýr formaður að
löngu tímabært væri að koma reglu-
bundnu skipulagi á starfsemi félags-
ins. „Ég vil ná sambandi við félaga í
Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur og
sýna fólkinu að félagið man ekki bara
eftir félögunum þegar það þarf á þeim
að halda. Ég ætla að koma á upplýs-
ingakerfi þarsem félagar fá að vita
hvað er á döfinni."
Gunnar Ingi sagði að ennfremur
væm mörg verkefni framundan á vett-
vangi stjómmálanna. „Alþýðuflokkur-
inn hefur lengi verið sterkur málefna-
lega, og við eigum að baki marga
glæsta málefnasigra. Mér finnst hins-
vegar að flokkurinn og formaður hans
hafi ekki notið sannmælis fyrir störf
sín. Nú er nýr sigur í sjónmáli, ég held
að það sé aðeins spurning um tíma
hvenær veiðileyfagjald verður tekið
upp.“
Gunnar Ingi sagði að áhersla yrði
líka lögð á Evrópumál og landbúnað-
armál. Þá þyrftu flokksmenn að
bregðast við samfylkingarhugmynd-
um. „Enn eitt stórverkefni felst í því
að við þurfum að skoða stöðu jafnað-
armanna og hugmyndir um samfylk-
ingu. Það er verið að banka uppá hjá
okkur og auðvitað fömm við til dyra,“
sagði Gunnar Ingi Gunnarsson for-
maður Alþýðuflokksfélags Reykjavík-
ur.