Alþýðublaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MUNDU BARA AÐ: MDMA er byggingalega og verkunarlega skylt amfetamíni > MDMA veldur ofskynjunum á sama hátt og LSD Þegar þú kaupir E-töflu, færöu bara Eitthvað MDMA hefur valdiö dauða eftir töku einnar töflu. Taktu upplýsta ákvöröun! Hvað ©r MDMA? MDMA(3,4-metylendíoxý-N- metyl-amfetamín) er amfetamín- afleiða sem upphaflega var framleidd sem geðlyf. Það var sett á bannlista árið 1977 í Bretlandi og 1985 í Bandaríkjunum í sama flokki og heróín og LSD. Verkun efnisins byggist á losun boðefna í heila, aðallega dópamíns og serótóníns. Dópamín veldur örvun og er sama boðefni og amfetamín losar, en serótónín veldur m.a. ofskynjunum og svefntruflunum. LSD og meskalín (t.d. úr sveppum) losa einnig serótónín. Hvað gerist þegar ég droppa „E“? Þú tekur töfluna. Hún leysist upp í maganum á þér. Hún fer um blóðrásina upp í heila. Hún losar og eykur virkni boðefna í heila óeðlilega mikið. Við það verður mikil örvun á allri líkamsstarfsemi og brenglun á skynjun. Þú ferð að hamast. Svo getur farið að líkaminn ráði ekki við svo mikla óeðlilega örvun. Hvernig deyr 'fólk á MDMA? Ofhitnun vegna truflunar á hita- stjórnun er ein algengasta orsök dauðsfalla. Líkamshiti neytanda hefur mælst allt að 43,3°C við komu á bráðamóttöku. Hiti yfir 41 °C er lífshættulegur og yfir 42°C illvið- ráðanlegur. Við slíka ofhitnun falla storkuprótín blóðsins út (DIC) og innvortis blæðingar valda dauða. Einnig geta vöðvar leyst upp (rhabdomyolysis) og álagið á nýrun við það valdið nýrnabilun. Örvun MDMA og hamagangurinn sem henni fylgir eykur geysilega álagið á hjartað. Auk þess veldur hitinn oft ofþornun. Saman getur þetta valdið hjartsláttartruflunum, sem verða mörgum að bana. Aðrar aukaverkanir Ýmsar aðrar aukaverkanir eru þekktar. Þeirra á meðal eru svitaköst, skjálfti, svefntruflanir og svefnleysi. Þunglyndi fylgir MDMA, því eftir að boðefnahirslur í heilanum hafa verið tæmdar, tekur langan tíma að fylla þær á ný. Einnig eru þekktar ýmsar langtímaverkanir, s.s. lifrarskemmdir og heilablæðingar. Sýnt hefur verið fram á óafturkræfar heilaskemmdir í rottutilraunum. E fyrir eitthvað MDMA er framleitt í neðanjarðar- rannsóknastofum, oft af meira kappi en kunnáttu. Oft er skyldum amfetamínafleiðum eins og MDEA og MDA blandað í töflurnar. Auðvitað er ekkert eftirlit með framleiðslunni, svo hver framleið- andi getur bætt því í sem hann vill. Auk þess er hreinlæti oft ábótavant. Þegar þú kaupir E-töflu færðu því bara eitthvað. Þetta er það helsta sem vitað er um MDMA i dag, en efnið er tiltölu- lega lítið rannsakað og því gætu fleiri verkanir og aukaverkanir komið í Ijós síðar. :§J FELAG LÆKNANEMA Við þökkum eftirtöldum stuðninginn: ffl* Félagsstofnun stúdenta SSO! VÍnaalePífF-L SMÍiýn HEKLA nn w f iropi QLAN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.