Alþýðublaðið - 15.02.1996, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996
ALÞÝÐUBLAÐHD
7
ást & hatur
■ Gísli Brynjúlfsson skáld, 1827-1888, hafði alla burði til að verða ein af hetjum
nítjándu aldar. Ósætti við Jón forseta varð honum dýrkeypt og nú er skáldskapur hans
flestum gleymdur og grafinn. Hrafn Jökulsson segir frá ævi og skáldskap Gísla
Skáldið sem orti
ástarljóð og hataðist
við Jón forseta
Ævi Gísla Brynjúlfssonar bar ýmis merki harmleiks. Hann
var annálaður fyrir gáfur og glæsileika, naut góðrar mennt-
unar og hlaut snemma viðurkenningu fyrir skáldskap sinn.
Enginn fylgdist af jafnmikilli ástríðu með frelsisbyltingum
nítjándu aldar: hann var samherji og náinn félagi Jóns for-
seta og virtist hafa alla burði til að komast í sögubækur sem
ein vaskasta hetja íslendinga. En þegar Gísli Brynjúlfsson
dó færði íslenskur Hafnarstúdent þessi orð í dagbók sína:
„Gísli gamli Brynjúlfsson dó fyrir fjórum eða fimm dögum
og varð víst fáum harmdauði.“
Frelsissinni
Gísli Gíslason Brynjúlfsson fæddist
3. september 1827 að Ketilstöðum á
Völium. Móðir hans, Guðrún Stefáns-
dóttir, hafði hryggbrotið hinn sein-
heppna Bjama Thorarensen og giftist
dr. Gísla Brynjólfssyni presti. Hann
þótti einn mestur efhismaður sinnar tíð-
ar en drukknaði aðeins 33 ára gamall.
Gísh lauk glæsilegu prófi ífá Bessa-
staðaskóla en hélt síðan til náms í
Höfn. Hann innritaði sig fyrst í laga-
deild en sinnti skólabókunum lítið.
Hann var gagntekinn af hinu mikla
umróti í Evrópu: byltingarárið mikla,
1848, hélt hann stórmerka dagbók
(sem gefin hefur verið út) þar sem
hann lýsti af brennandi áhuga frelsis-
öldunni sem gekk yfir álfuna. Eiríkur
Hreinn Finnbogason segir að Gísli hafi
verið „frelsissinni svo einlægur, að
ekkert mannsbam á jarðkringlunni var
honum óviðkomandi ef um frelsi var
teflt.“
Skáld Jóns forseta
Gísli sagði skilið við lögfræðina og
lagði smnd á málfræði um hríð, án þess
að Ijúka prófi. Hann var styrkþegi
Ámasjóðs 1848-77 og dósent í íslensk-
um fræðum við Hafnarháskóla frá
1874 til æviloka 1888.
Gísli varð snemma handgenginn
Jóni Sigurðssyni og orti um hann inn-
blásin ljóð; og þeir sátu lengi saman í
ritnefhd Nýrra félagsrita. Skagfirðingar
kusu Gísla á þing árið 1858; hann sat á
þremur þingum og þótti mælskur vel.
Það er talsverð ráðgáta hvað olli því
að alger vinslit urðu millum Gísla og
Jóns forseta. Þeir höfðu mismunandi
áherslur í einhverjum málum, en
baggamuninn reið þegar þeir lentu í rit-
deilu út af íslenskuprófum danskra
manna sem sótt höfðu um embætti á
íslandi. I ljósi sögunnar virðist þras
þeirra fremur lítilfjörlegt, en upp frá
þessu vom þeir svamir íjendur.
„Allóþarfur málstað
Islendinga"
Þetta varð Gísla Brynjúlfssyni dýrt.
Jón forseti var næsta óumdeildur for-
ingi íslendinga; óvinir hans vom í raun
óvinir íslendinga. Gísli var hrakinn og
svívirtur á opinbemm fundum, löngu
eflir að allir höfðu gleymt um hvað þeir
Jón höfðu upphaflega deilt. Hann var
viðkvæmur í lund og fylltist beiskju.
En Jón forseti átti sína fjendur heima á
Islandi og þeir öttu Gísla fram á ritvöll-
inn í dönskum blöðum. Hann skrifaði
nokkrar illorðar greinar um Jón forseta,
og segir Eiríkur Hreinn Finnbogason
að hann hafi verið „allóþarfur málstað
Islendinga".
Vegna greinaskrifanna og andstöðu
sinnar gegn Jóni forseta var Gísli af-
greiddur sem þjóðníðingur. Benedikt
Gröndal, sem kynntist Gísla vel, ber
blak af honum í Dœgradvöl og segir að
ekkert sé að marka „bull og skammir
um hann í íslenskum blöðum“, hann
hafi verið sannur föðurlandsvinur.
Gröndal segir hinsvegar hreint út að
Gísli haft hatað Jón forseta, en kveðst
ekki kunnar skýringar á því.
Viðhorf Islendinga til Gfsla kemur
glöggt fram í bréfi Hafnarstúdentsins
Hafsteins Péturssonar árið 1884: „Ég
hef tvisvar heyrt Gísla tal hér um póht-
ík, bæði í fyrra vetur og svo núna um
daginn. f bæði skiptin var rætt um
stjómarskrána, og gast mér og mörgum
fleirum mætavel að tölu Gísla, enda
kom hann fram á báðum þeim fundum
sem eindreginn frelsispostuli, en all-
margir vom samt á móti honum, og
það eingöngu vegna minningar Jóns
sáluga Sigurðssonar."
Hafsteinn segir ennfremur í bréfmu
að Gísli hafi íjallað nokkuð um ágrein-
ing sinn við Jón forseta: „... og fékk ég
það „indryk" af því, að þar muni hafa
verið eitthvað óhreint á báða bóga, Jón
ekki eins hvítur og Gísh ef til vill ekki
eins svartur og menn almennt ætla.“
Fæstir sýndu Gísla jafnmikið um-
burðarlyndi og Hafsteinn í þessu bréfi.
Eiríkur Hreinn segir að stundum hafi
stappað nærri ofsóknum fslendinga í
Höfn gegn Gísla.
Kolfinna
„Kolfinna var mér kær um hríð“,
er ástar ylur megn
allan mig tók í gegn.
Nú er hún horfm, - blökk og blíð,
brúðar í barmi mér
blendin og minning er.
Horfið er augað ástum blítt -
eilífðar enn við þrá
aftur mun það ei sjá.
Sveimar hún nú um veröld vítt,
karlmönnum eykur ár
ógndjörfum hugarfár.
Svo bauð og Freyja forðum tíð,
glæst þegai' grét að Óð,
gumnum á Heljar slóð.
Enn er hið sama ár og síð:
„líttu ei í auga á snót!“
Enginn því vinnur bót.
Gísli Brynjúlfsson. Miklar vonir voru bundnar við hann sem skáld, fræði-
mann og stjórnmálamann, en áður en yfir lauk hafði hann bakað sér óvild
nær allra íslendinga.
Vinur íslenskrar fornaldar
„Það er undarlegt, að maður skuli
alltaf verða að vinna sér inn peninga,
eins og maður haft ekki nóg annað að
gera!“ Þessi orð hefur Indriði Einars-
son eítir Gísla, og þau lýsa vfst nokkuð
vel viðhorfi hans til hversdagslegrar
iðju. Gísli var ekki mikill verkmaður,
en skrifaði nokkuð um fomsögur
og fomfræði. Gröndal segir að
Gísh hafi ekki lesið mikið þegar
þeir voru saman í Bessastaða-
skóla enda hafi Gísli þá verið
„gefinn fyrir ýmsan bamaskap
og leiki“ og til að mynda mnnið
vel á skautum. Eftir að Gísli
lagði niður bamaskapinn gerðist
hann einhver víðlesnasti maður
sinnar tíðar, og segir Indriði að
fróðleikurinn hafi verið honum
lyrir öllu. Eiríkur Hreinn segir að
Gísli hafi verið meiri vinur ís-
lenskrar fomaldar en flestir aðrir
og má það til sanns vegar færa.
Hann gerði ítarlegar rannsóknir á
dróttkvæðum og stóð öllum sam-
tímamönnum framar í skýring-
um á þeim.
Skáld ástarinnar
Árið 1860 gáfu Gísli, Stein-
grímur Thorsteinsson og Bene-
dikt Gröndal út kvæðabókina
Svövu og ritaði Gísli formála.
Þetta er eina ljóðabókin sem út
kom eftir Gísla meðan hann lifði.
Nú er minning Gísla sem
skálds mjög tekin að fymast, en
þegar vegur hans var mestur á
öldinni sem leið var litið á hatm
sem höfuðskáld. Hann var fyrst
og fremst skáld ástarinnar, og
hafa margir sætt sig við minna;
Eiríkur Hreinn segir að hann hafi
ort betur ástarkvæði en lengi
hafði þekkst á íslandi.
Þremur ámm eftir dauða Gísla
var ljóðasafn hans gefið út og ár-
Jón forseti Sigurðsson. Gísli orti
dýrar drápur um frelsishetjuna en
skrifaði síðar illorðar skammir um
hann í dönsk blöð.
ið 1955 gaf Menningarsjóður út kver
með ljóðum hans og fróðlegum inn-
gangi Eiríks Hreins Finnbogasonar.
Ljóðum Gísla hefur aimars h'tt verið á
loft haldið.
Benedikt Gröndal, sem ekki var sér-
lega umtalsfrómur, segir í Dægradvöl:
„Við Gísli vomrn æskuvinir fýrr meir,
og hann var mér miklu betri en aðrir,
þegar ég kom aftur ífá Löwen. en veg-
imir skildust nú svona, eins og gengur
... Nú er Gísli dauður, og þurfa þeir
ekki lengur að amast við honum, en
meira þykir mér koma til kvæðabókar
Gísla en sumra annatTa, þó að þar sé
margt í, sem fáir rnunu hirða um. Hann
var gagntekinn af fomöldinni og heim-
færði hana upp á allt sem varð.“
Gröndal hittir naglann á höfuðið
þegar hann segir að fáir muni hirða um
margt af skáldskap Gísla. Þar er ýmis-
legf tyrfið, sérkennilega kveðið og
óspennandi: formið er oft losaralegt og
Upphaf frelsis-
hreyfinganna
1848
(Kveðið kvöldið fyrir Febrúarbylt-
inguna í Parísarborg, 23. febrúar
1848, á Regensi)
Þungbúið er þrumuhvel,
þykka hann setur bakka,
blikar sig og býr til él,
til bráðar arar hlakka.
Óveðrum sú ógna-rönd
úr áttu hverri spáir,
belja fyrir bleikri strönd.
brimkviðimir háir.
Illu er þmngin Evrópa,
svo ei má lengur standa;
svarta dregur dreyrflóka
yfir dali Suðurlanda.
Atað er kyn og óhreint blóð,
í ánauð lýðir stynja,
þmngin eitri þokuslóð -
þmma verður að dynja.
Vaknið því af doða-dúr,
dróttir orkuvana!
þvætti burtu skmgguskúr
skömm og harðstjórana! -
skáldinu hættir til að nota helstil mörg
orð. En þegar Gísla tekst best upp er
harrn skínandi skáld sem yrkir innblás-
in og tilfinningaþrungin ljóð betur en
flestir aðrir.
Gísli kvæntist danskri konu og bjó
með henni móður sinni í Kaupmanna-
höíh til æviloka. Þegar hann var mjög í
æsku varð hann ástfanginn af íslenskri
stúlku og bað hennar. Ekkert varð úr
hjónabandi, en vansæla og ástarsorg
urðu vitanlega. uppspretta sumra ágæt-
ustu ljóða hans.
Benedikt Gröndal skáld og æsku-
vinur Gísla fór lofsamlegum orðum
um skáldskap hans og taldi ómak-
lega að honum vegið vegna deilna
við Jón forseta.
Kaldrartaleg eftirmæli
Stúdentinn sem til var vitnað í upp-
hafi var Ólafur Davíðsson. 25. febrúar
1887 skrifaði hann til séra Eggerts Bri-
em: „Gísli gamli Brynjúlfsson hefur nú
lifað sitt fegursta eða er réttara sagt
dauður, þó hann tóri, að minnsta kosti
að þvr er alla fræði snertir. Hann er
nefnilega orðinn geggjaður á sönsum
og kominn út á Bistrup (vitlausraspít-
ali). Reyndar hafa vísindin ekki eftir
miklu sjá, þó hann vantaði hvorki gáf-
ur, lærdóm né almenna menntun."
Þetta eru kaldranaleg eftirmæli. Vís-
ast hefði annar dómur verið kveðinn
upp yfir Gr'sla Brynjúlfssyni ef honurn
hefði ekki sinnast við Jón forseta. En
víst er um að skáldskapur hans hefur
mjög goldið fyrir þær væringar; og lík-
lega mál til komið að fyrirgefa skáldinu
að hafa staðið uppi í hárinu á frelsis-
hetjunni.