Alþýðublaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 s k o ð a n i r miMtm 21068. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup er Alþýðuflokkurinn sá stjómarandstöðuflokkur sem mest fylgi hefur, eða 16,2 pró- sent. Alþýðubandalagið er á hraðri niðurleið og mælist nú aðeins með 13,7 prósent - hrapar um 4,7 prósentustig frá síðustu könn- un. Kvennalisti og Þjóðvaki em í öndunarvél einsog áður, með 2,8 og 2,1 prósent fylgi, og hefur Kvennó aldrei farið neðar. Stjómarflokkamir sigla fremur lygnan sjó, Framsókn með 22,2 og Sjálfstæðisflokkurinn með 42 prósent. Slæm útreið Alþýðubandalagsins vekur sérstaka athygli. Marg- ir héldu að flokkurinn kæmist á mikið flug þegar Margrét Frí- mannsdóttir var kjörin formaður í haust. Hinn nýi formaður hefur hinsvegar hvorki heyrst né sést síðan á landsfundi Alþýðubanda- lagsins á Hótel Sögu, en Svavar Gestsson vélar um allt sem ein- hveiju skiptir. Fyrir vikið er Alþýðubandalagið sem óðast að fá á sig yfírbragð örþreyttrar fylkingar þjóðemissósíalista sem ekkert hafa fram að færa við nútímann. Alþýðubandalaginu mun tæpast takast að snúa tafíinu við, en í öllu falli er morgunljóst að þær vonir sem flokksmenn bundu við forystuskiptin eru að engu orðnar. Frá því að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgríms- sonar tók við völdum hafa alþýðuflokksmenn verið oddvitar stjómarandstöðunnar. Liðsmenn flokksins á þingi hafa haldið uppi snarpri og málefnalegri gagnrýni á hina dauflyndu ríkis- stjóm. Jafnframt hefúr Alþýðuflokkurinn haldið á loft hinum rót- tæku umbótamálum sínum, sem smámsaman em að öðlast meiri- hlutafylgi þjóðarinnar. Tónlistarhús sett í nefnd Menntamálaráðuneytið hefur gefíð út fagurbláan glansbækling um verkefni næstu ára. Þar kemur fram að Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur á prjónunum margvísleg áform, og kemur ekki á óvart enda Bjöm bæði iðjusamur og hugmyndarík- ur. Örstuttur kafli í bæklingnum vekur einna mesta athygli. Hann er svohljóðandi: „Á kjörtímabilinu verði tekin ákvörðun um hvort reisa skuli tónlistarhús. Til að það sé unnt verður meðal annars að meta hvaða starfsemi eigi að fara þar fram og hvemig staðið skuli að ijánnögnun. Verkefni þetta verði unnið á vegum Samtaka um tónlistarhús, menntamálaráðuneytis og Reykjavíkur- borgar.“ Nú er Bjöm Bjamason ekki þekktur fyrir léttúð, en einhveijir hljóta að álykta að hér fari ráðherrann með gamanmál. Saga hins óreista tónlistarhúss er bæði löng og dapurleg. Öll fyrirheit ráða- manna hafa bmgðist, öll fróm áform mnnið út í sandinn. En varla þarf að upplýsa sjálfan menntamálaráðherra um þá staðreynd, að menn deila ekki um hvort reisa skuli tónlistarhús. Hversvegna í veröldinni þarf Bjöm Bjamason umþóttunartíma út kjörtímabilið, einsog gefið er til kynna með orðalagi glansbæklingins? Það er alger óþarfí að stofna enn eina nefnd til að ræða næstu árin hvort reisa eigi tónlistarhús. Bjöm Bjamason, sem er vinur menningar og lista, ætti öðmm fremur að hafa skilning á því, að löngu er tímabært að íslending- ar reki af sér slyðruorðið og reisi tónlistinni hús við hæfi. Kannski ætti menntamálaráðherrann einfaldlega að snúa sér til forsætisráðherra og fá leiðsögn um úrlausn málsins: Davíð Odds- son er stórhuga byggingameistari einsog allir vita, sérfræðingur í að byggja rándýr stórhýsi á mettíma. Perlan og Ráðhúsið em minnismerki Davíðs Oddssonar, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Bjöm Bjamason er í þeirri að- stöðu að geta reist mun geðþekkari minnisvarða um afrek sín á þessu kjörtímabili. Það er kominn tími til að verkin tali. ■ Sjúkir greiða fjárlagahallann - öryggisnetið heldur ekki lengur Heilbrigðisráðherra og fjármálaráð- herra þessarar ríkisstjómar hafa haldið áfram stefnu síðustu ríkisstjómar og reyna að ná hallalausum eða hallalitl- um fjárlögum með því að skera niður í vélferðarþjónustunni. Þau færa kostn- aðinn af heilbrigðisþjónustunni yfir á sjúklinga og lækka um leið greiðslum- ar, framfærsluna og aðstoðina úr tryggingakerfmu. Þó svo að Ingibjörg heilbrigðisráð- herra reyni að telja þjóðinni trú um að þeir sem þurfi mest að treysta á vel- ferðarkerfið sér til framfærslu verði ekki fyrir niðurskurðinum, þá tala verkin öðm máli. Gestaboð I j|B "4B Ásta R. Jóhannesdóttir 1 ^ /m i skrifar l Matarholur ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar Það er ógerningur að telja upp í stuttri blaðagrein allar þær leiðir sem ríkisstjómin hefur fundið til að spara fyrir ríkissjóð á kostnað aldraðra, sjúkra og hreyfihamlaðra. En hér koma nokkrar: Tvísköttun lífeyris var hafin að nýju um áramótin. Með breytingu á skatta- lögunum var 15% skattaafsláttur líf- eyrissjóðsþega af lífeyrisgreiðslum af- numinn aðeins rúmu ári eftir að hon- um var komið á, rétt fyrir kosningar í fyrra. Þar með er komið á aftur tví- sköttun lífeyris hluta lifeyrisþega og munar víða verulega um þær krónur. Byrjað verður á því á árinu að skerða greiðslur til lífeyrisþega, þ.e. aldraðra og öryrkja, gagnvart fjár- magnstekjum, áður en fjármagns- tekjuskatti hefur verið komið á. Ég gagnrýni það sérstaklega gagnvart þeim sem hafa fengið eingreiðslur vegna slysa. Eingreiðslur sem eru miskabætur til að bæta skerta starfs- orku ævilangt. Það að fjármagnstekjur af eingreiðslu skerði eða felli brott annan lífeyrisrétt þessa fólks, sem hef- ur misst starfsgetu og heilsu í bóta- skyldum slysum, er ólíðandi. Frá síðustu áramótum er grunnlíf- eyrir ellilífeyrisþegar og öryrkja skert- ur um 30% í stað 25% vegna tekna. Greiðslur grunnlífeyris geta skerst hjá einstaklingum allt að 62% við þessa breytingu og allt að 84% hjá hjónum. Sjúklingar greiða nú hærra gjald fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu, til sérfræðings, í röntgen og rannsókn- ir. Öll þessi gjöld hækkuðu um mán- aðamótin. Aldraðir greiða fullt verð til 70 ára, nema þeir framvísi vottorði um lágar árstekjur eða að þeir hafi verið öryrkjar áður en þeir verða 67 ára. Hámarksgreiðsla þeirra er hækk- uð úr 3.000 krónum á ári í 12.000 krónur áður en þeir eiga rétt á afslátt- arkorti. Lágmarksverð fyrir lyf var hækkað á dögunum. Gólfíð svokallaða á lyfja- verðinu er hækkað, sem þýðir hærra verð fyrir ákveðin lyf. Greiðslur fyrir lyfseðla hækkuðu úr 1200 krónum í 1400 krónur. Endurgreiðslureglurnar hans Sig- hvats vegna læknis- og lyfjakostnaðar, sem eru með flóknari fyrirbærum, er nú búið að flækja enn meir. Það sem verra er í því sambandi er að þeir sem hafa mikinn lyfjakostnað fá ekki kostnaðinn á lyfjum sem þeir greiða að fullu talinn með. En oft er mesti kostnaðurinn vegna þeirra. Einnig eru reglumar svo flóknar að segja má að sjúklingur þurfi að vera við hesta- heilsu til að skilja og geta nýtt sér þær. Um leið og öllum þessum aukna kostnaði er komið yfir á sjúklinga eru kjör þeirra skert. Greiðslur uppbótar á h'feyri ffá Tryggingastofnun er nú ver- ið að lækka. Þetta bitnar á þeim sem eiga um sárt að binda, eru ósjálfbjarga og þurfa umönnun. Umönnunampp- bót öryrkja og aldraðra verður skert á árinu hlutfallslega, ekki um leið hjá öllum. Hið sama gildir um lyfjaupp- bótina. Nú á þetta fólk að komast af í veikindum sínum á mun lægri fjárhæð til framfærslu. Þruma úr heiðskíru lofti Svo er það hin alvarlega atlaga að hreyfihömluðum, þeim sem verða að hafa til umráða bifreið til að komast leiðar sinnar. Hreyfihamlaðir hafa átt kost á bifreiðakaupastyrkjum, 50 svo- kölluðum hærri styrkjum og 600 lægri á ári. Lægri styrkjunum er nú fækkað um tæpan helming. Þeir nema 235 þúsund krónum og fækkar úr 600 í 335 styrki. A ári hverju hafa á annað þúsund hreyfihamlaðra sótt um lægri styrkinn. Sérstaklega er þessi niðurskurður al- varlegur því ferðastuðningur til hreyfi- hamlaðra, bensínstyrkurinn, er háður því að hinn fatlaði eigi sjálfur bfl. Fatl- aðir fá t.d. ekki greiddan leigubíla- kostnað frá Tryggingastofnun. Flestir umsækjendur um styrkina eru svo illa staddir fjárhagslega að þeir geta ekki eignast bifreið nema að fá til þess stuðning eins og þennan styrk. Uthlut- unarreglur vegna styrkjanna eru einn- ig þrengdar. Þessi aðgerð var aldrei nelnd í fjárlagaumræðunni og kemur því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Nú er svo komið að möskvamir í öryggisnetinu sem við höfum riðið okkur með baráttu og ærnu erfiði á löngu árabili eru svo illa komnir í höndum íhalds og Framsóknar, að það heldur ekki lengur. Höfundur er alþingismaöur Nú er svo komið að möskvarnir í öryggisnet- inu sem við höfum riðið ókkur með baráttu og ærnu erfiði á löngu árabili eru svo illa komnir í höndum íhalds og Framsóknar, að það heldur ekki lengur. f e b r ú a r Atburðir dagsins 1599 Leikmannabiblía gefin út á Hólum í Hjaltadal. Aðeins tvö heil eintök eru varðveitt. 1630 Jarðskjálftar hófust á Suðurlandi. Tjón varð á bæjunt og breyting á hveravirl<ni í Biskupstungum. 1673 Utför franska leikskáldsins Moliere gerð í kyrrþey í París. 1945 Þýskur kafbátur sökkti Detti- fossi norður af írlandi. Fimm- tán fórust en þrjátíu var bjarg- að. 1965 Malcolm X, leiðtogi þeldökkra bandarískra múslima skotinn til bana í New York. 1972 Richard Nixon Banda- ríkjaforseti kemur í sögulega heimsókn til Kína. Afmælisbörn dagsins Einar Þorsteinsson 1633, biskup. W.H. Auden 1907. skáld og íslandsfari. Nina Sim- one 1934, bandarísk jazz-söng- kona, Jón Baldvin Hannibalsson 1939, formaður Alþýðuflokksins. Annálsbrot dagsins Hengdur í ísafirði Steingrímur Helgason fyrir þjófnað, strauk tvisvar úr þrílæstum járnum á höndum og fótum. Sjávarborgarannáll 1693. Krafa dagsins Eilt af því, sem vorir dagar heimta af hvurri stjóm, er heita vill réttvís og góð og ávinna sér hylli sinna undirmanna, er það, að skýlaus grein sé gjörð fyrir meðferð á öllu því fé, sem al- menningur hefur greitt af hendi til einhvurra nota fyrir þjóðina. Jónas Hallgrímsson skáld í Fjölnisgrein 1835. Ósk dagsins Ef Rómverjar hefðu aðeins einn háls! Caligula, 12-41, keisari Rómar. Málsháttur dagsins Eg er mikilvirkur í skoipunum, sagði hvílrækinn. Orð dagsins Sálin ergitllþing í gleri, gcymist þó kerið sé veilt. Bagar ei brestur í keri, bara efgullið er lieilt. Steingrímur Thorsteinsson. Skák dagsins I gær sáum við sómapiltinn Mikael Gurevich grátt leikinn, og því tilhlýðilegt að veita hon- um uppreisn æru í dag. Hann hefur svart og á léik gegn þýska stórmeistaranum Eric Lobron. Hvítur er með derring í garð svarta kóngsins, en Gurevich snýr Lobron laglega niður. Rétti leikurinn vefst trú- lega fyrir flestum, alltjent ætti að taka svolítinn tíma að finna hann. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Rf3l! 2. Dh6 Hvíturmáti ekki taka riddarann enda blasir þá mátið við. 3. ... Ke7 Lo- bron gafst upp. Sókn svarts er óviðráðanleg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.