Alþýðublaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 síðasti forseti Sovétríkjanna gömlu ætli að blanda sér í baráttuna, en sigurmöguleikar hans teljast hverf- andi. Jeltsín hlýtur að líta yfir völlinn og anda léttar. Allir aðalandstæð- ingar hans eru þekktar stærðir, sem hann hefur á einhverju tímabili haft undir. Eini hugsanlegi frambjóð- andinn sem hefði valdið óróa í her- búðum Jeltsíns er Víktor Tsjernom- yrdín forsætisráðherra, sem þrátt fyrir hvatningu þess efnis hefur ekki viljað gefa kost á sér í forseta- embættið, og hefur skorað á stuðn- ingsmenn sína að styðja Jeltsín. Meðan engin breyting verður á stöðu mála getur Jeltsfn gert sér vonir um sigur. Hann verður að reka af sér slyðruorð vegna hrak- legrar frammistöðu á fyrsta kjör- tímabili sínu, en það verk er reynd- ar svo umfangsmikið að dregið gæti kjark úr minni stjórnmála- mönnum. Jeltsín hefur þegar hafist handa, rekið ráðherra og aðstoðar- menn sem hann gerir að blóra- bögglum misheppnaðrar stjórnar sinnar. Þetta er ófagurt sjónarspil, en Jeltsín, sem hefur allnokkra þekkingu á rússneskum hreinsun- um, hefur sýnt umtalsverð tilþrif. Fram að þessu hefur aðalfórnar- lamb hans verið Anatólí Khubaís, sem hann rak úr embætti aðstoðar- 'manns forsætisráðherra, og var sá maður sem harðast vann að stöðug- leika í efnahagslíf og beitti sér f baráttu gegn verðbólgu. Ef ekki hefði komið til framlag hans stjórn- aði Jeltsín nú einu mesta banana- lýðveldi heims. Laun Khubaís eru þau að honum er nú kennt um allt það sem miður hefur farið í hag- kerfi Rússlands og sá árangur sem hann uppskar af verkum sínum hef- ur Jeltsín skrifað á eigin reikning. Jeltsín lítur svo á að forgangs- verkefni fyrir kosningarnar verði að kalla rússneskar hersveitir frá Tsjetsjníju. „Ef hersveitirnar verða kallaðar heim þá verður gífurlegt blóðbað í Tsjetsjníu, „ sagði Jeltsín fyrir skömmu. „Ef hersveitirnar verða ekki kallaðar heim þá er til- gangslaust fyrir mig að bjóða mig fram sem forseta. Fólk mun ekki kjósa mig.“ Eins og hans var von og vísa hefur hann falið Tsjernom- yrdín að leysa Tsjetsjníju þrautina. Það liggur Ijóst fyrir hver hlýtur heiðurinn takist það og hverjum verður kennt um mistakist verkefn- ið. Efnahagslegur bati og jákvæð þróun í Tsjetsjníju gætu hleypt lífi í stöðu Jeltsíns í skoðanakönnunum en þar hefur honum farnast illa. Nýleg könnun sýnir að 17% kjós- enda styðia Zjúganov og aðeins 10% Jeltsín. Jeltsín getur gert sér góðar vonir um að sigla framúr Javlinskíj og Lebed. Zhírínovskíj hefur öfluga flokksmaskínu á bak við sig og tryggan hóp stuðningsmanna. Framkoma hans og málflutningur hafa hins vegar orðið æ einkenni- legri eftir því sem nær dregur kosn- ingum og eru líkleg til að virka frá- hrindandi á stóran hluta kjósenda. Takist Jeltsín að sigra Zhírínovskíj mun hann að öllum líkindum mæta Zjúganov í annarri umferð kosning- anna. Það gæti orðið harður slagur. í baráttunni við Zjúganov mun Jeltsín skilgreina sig sem frambjóð- anda andkommúnískra afla, sem enn eiga mikinn stuðning í Rúss- landi. Jegor Gajdar, fyrrverandi forsætisráðherra, telur áhrifaríkara að kjósa einhvern frambjóðanda umbótasinna fremur en að kjósa Jeltsín í þeirri trú að verið sé að bjarga Rússlandi frá kommúnisma. Lýðræðissinnaðir Rússar eru þó lfklegir til að styðja Jeltsín sjái þeir fram á að kosningabaráttan verði einvígi milli Jeltsíns og Zjúganovs. Stórum hópi þeirra þykir lítið til Jeltsíns koma, en þeir gera sér ljóst að þrátt fyrir allt sem um Jeltsín má segja þá er hann stjórnmálamaður sem myndi vernda kosningarétt þeirra meðan Zjúganov og fulltrúar hans eru mennirnir sem líklegir eru til að svipta þá réttinum. Þessi hóp- ur kann að tryggja Jeltsín sigur, einfaldlega vegna þess að af tvennu illu munu þeir kjósa hann sem skárri kost. Snarað úr The Economist, KB. 50 deildir Rauða kross Islands eiga fjóra af hverjum fimm sjúkrabílum í landinu og árlega eru nær 17 þúsund einstakl- ingar fluttir í bifreiðum deildanna. Þúsund manna komu á nám- skeið á vegum félagsins, flestir á námskeið í skyndihjálp. 700 unglingar hafa dvalið í Rauðakrosshúsinu - neyðar- athvarfi fyrir börn og ung- linga, og 34 þúsund manns hafa hringt í trúnaðar- símann - 800 5151. Um 20 manns koma að meðaltali á degi hverjum í Vin - athvarf fyrir geðfatlaða. Félagið hefur aðstoðað flótta- menn hér á landi í áratugi. Rauði kross íslands er helsti styrktaraðili Alnæmissam- takanna og styður við ýmsa aðra starfsemi í þágu þeirra sem minna mega sín. Árlega dvelja um 800 manns Ú; á Sjúkrahóteli RKÍ. .og utan Hjálparsjóður Rauða kross íslands veitti 92 milljónum króna til neyðar- og þróunar- aðstoðar erlendis á síðasta starfsári. Félagið svaraði beiðnum um aðstoð frá 53 löndum. Félagið stendur að þróunar- verkefnum í Lesótó, Mós- ambík, Gambíu og Palestinu. Árlega eru um 20 sendi- fulltrúar við margvísleg hjálparstörf erlendis. ► Öskudagurinn er fjáröflunardagur deilda Rauða kross íslands. Þú getur lagt okkur lið með því að kaupa penna í dag. RAUÐI KROSS ISLANDS Rauði kross fslands gegnir mikilvægu hlutverki í skipulagi Almannavarna ríkisins og á síðasta ári veitti félagið tugum fjölskyldna margs konar aðstoð í kjölfar hörmulegra náttúruhamfara. við hjálpum með þinni lands A plús, auglýsingastofa ehf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.