Alþýðublaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐHD MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 ó r n m á I Að þessu gefnu, og vegna þess að Jeltsín er kænn og miskunnarlaus andstæðingur, kann hann að rata aftur inn í Kreml - ekki af því Rússar telji hann góðan forseta heldur vegna þess að þeir ótt- ast, ekki að ástæðulausu, að aðrir frambjóðendur muni reynast verri forsetar. ■ Eftir að hafa komið efnahag Rússlands í kalda kol sækist Borís Jeltsín eftir endurkjöri sem forseti Rússlands Sigurmöguleikar Jeltsíns Sjaldan hefur stjórnmálamaður sem sóst hefur eftir endurkjöri haft jafnslæma „afrekaskrá'* að baki og Borís Jeltsín. Frá því hann var kjör- inn forseti Rússlands í júní 1991 hefur iðnaðarframleiðsla landsins dregist saman um helming, at- vinnuleysi vaxið og laun lækkað. Rúblan hefur fallið meira en hundr- aðfalt í verði. Raunvextir eru gríð- arlegir. Bankakerfið riðar til falls. Glæpir og spilling eru daglegt brauð. Þó telur Jeltsín sig eiga erindi í baráttuna um forsetastólinn. Þann 15. febrúar þegar hann heimsótti heimabæ sinn Jekaterínborg gaf hann út formlega yfirlýsingu um framboð sitt. Og engir, síst af öllu andstæðingar hans, þora að veðja á að hann sé úr leik; ólíkt því sem haldið var fram fyrir hálfu ári þegar menn lýstu glaðhlakkalegir þeirri skoðun sinni að Jeltsín ætti ekki möguleika á endurkjöri. Ráðgjafar Jeltsíns viðurkenna að æði margt verði að ganga forsetan- um í haginn eigi hann að ná endur- kjöri, en þeir segja einnig að raun- hæfir möguleikar séu á að mál snú- ist til betri vegar. Heilsufar forset- ans verður að vera í lagi (eftir tvö hjartaáföll á síðasta ári og heldur hæpna drykkjusiði), umskipti að eiga sér stað í friðarátt í Tsetsjníju, og einhver vottur af efnahagsbata verður að koma í ljós; sérfræðingar eru sammála um að fyrir honum votti, en álit þeirra hefur lítil áhrif á kjósendur sem segjast ekki koma auga á hann. Að þessu gefnu, og vegna þess að Jeltsín er kænn og miskunnar- laus andstæðingur, kann hann að rata aftur inn í Kreml - ekki af því Rússar telji hann góðan forseta heldur vegna þess að þeir óttast, ekki að ástæðulausu, að aðrir fram- bjóðendur muni reynast verri for- setar. Tilkynningin um framboð Jelt- síns skyggði á aðra tilkynningu um framboð sem barst þann sama dag frá aðalkeppinaut hans, Gennadíj Zjúganov, leiðtoga Kommúnista- flokksins. Þrír aðrir þungavigtar- kandídatar hafa einn.ig tilkynnt framboð sitt. Þeir eru öfgasinninn Vladímír Zhírínovskíj, Grígoríj Javlínskíj, leiðtogi Jabloko og Al- exander Lebed, hershöfðingi á eft- irlaunum, sem virðist sjá sjálfan sig sem rússneskan Pinochet. Að öllum líkindum fylla þessir menn hóp hugsanlegra sigurvegara - þó ein- hverjir frambjóðendur eigi líklega enn eftir að koma fram. Nýjustu fréttir herma að Míkhaíl Gorbatsjov ■ Jón Baldvin Hanni- balsson um mögu- leika Jeltsíns og ástandið í Rússlandi Arangur Jeltsíns hörmu- legur „Sá maður er ekki til, að minnsta kosti ekki með fullu viti, sem treystir sér tii að spá um þróun Rússiands, þótt ekki sé nema nokkra mánuði fram í tímann. Spurningin um mögu- leika Jeltsíns á endurkjöri hlýt- ur náttúrlega að snúast um mat á getu andstæðinganna. Það er vitað að árangur Jeltsíns, sér- staklega seinustu tvö árin, hef- ur vægast sagt verið hörmuleg- ur og vinsældir hans mældar í skoðanakönnunum hafa verið þverrandi. Þeir sem hafa styrkt stöðu sína eru fyrst og fremst gamli kommúnistafiokkurinn, þjóðernissinnar undir Zhír- ínovskíj og önnur íhaldsöfl tengd bændum og gjaldþrota ríkisfyrirtækjum. Ef meta má líkleg úrslit for- setakosninganna út frá niður- stöðu þingkosninganna í des- ember hlýtur Zjúganov fram- bjóðandi kommúnista að teljast líklegastur vegna þess að hann á málefnanlega sterkasta stöðu með öðrum skipulögðum sam- tökum þjóðernissinna og íhald- safia. Jeltsín hefur brennt býr að baki sér, hann hcfur rekið út úr ríkisstjórninni flesta þá sem fylgdu honum í upphafi og voru fulltrúar umbótaaflanna. Á herðum hans hvílir ábyrgðin á þriðju þjóðarmorðstilraun- inni í Tsetsjníju sem alls ekki er séð fyrir endann á. Efnahagsmálin eru í ólestri, þar hefur flest farið í handa- skolum á seinni árum. í Rúss- landi ríkir upplausnar- og óvissuástand. Aðalvandamálið er gríðarleg misskipting lífs- gæðanna þar sem örfámenn yfirstétt, meira og minna glæp- samleg í öllu sínu athæfi, mak- ar krókinn. Eldri borgarar og barnafjölskyldur hafa bcðið af- hroð í lífskjörum, þriðjungur þjóðarinnar er við hungurmörk og hefur misst alla trú á um- bótaaðgerðunum og er þess vegna tiltölulega auðvelt fórn- arlamb lýðskrumara sem lofa gulli og grænum skógum, eins og fulltrúar gamla kerfisins nú gera. Almennt er talið að Jeltsín sé búinn að vera. Hann hefur ekki náð tilskildum árangri og hann hefur ekki að baki sér nein þau öfl sem líkleg eru til að tryggja honum kosningu. Það er vand- séð að á þeim mánuðum sem eru til stefnu verði þau um- skipti að þeir scm eru andsnún- ir kommúnistum sameinist í nægilega ríkum mæii um einn frambjóðanda. Þaðan af síður er Iíklegt að sá frambjóðandi heiti Borís Jeltsín.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.