Alþýðublaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.02.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r í dögun rumskar Hjörleifur Gutt- ormsson þegar miðaldaruppfinning frá Mið-Evrópu hringir á náttborðinu. Hann er klæddur náttfötum, fatnaði sem á rætur að rekja til Austur-Indía, og liggur í rúmi sem byggir á hönnun sem er ættuð frá Persíu eða Litlu-As- íu. Hjörleifur er umkringdur ýmiskon- ar efnum; baðmull, sem var fyrst nýtt á Indlandi; líni sem kemur frá Austur- löndum nær; ull af dýri sem var kyn- Pallborð | bætt og ræktað í Litlu-Asíu og silki sem var fyrst uppgötvað og notað af Kínverjum. Öll þessi efni hafa verið nýtt til að búa til stranga sem sauma má úr föt og rúmföt samkvæmt að- ferðum sem voru fundnar upp í Suð- vestur-Asíu. Ef það er kalt í veðri má vera að Hjörleifur sé undir æðardúns- sæng, sem er skandinavísk uppfínn- ing. Hjörleifur rýkur á fætur og fer inh á baðherbergi. Þar ætti honum að líða vel, enda hefur hann eflaust heyrt hryllingssögur um gæði erlendra sal- erna og pípulagna sem standast ís- lenskri gæðavinnu hvergi snúninginn. En jafnvel í náðhúsinu er enginn frið- ur fyrir erlendum áhrifum. Gler var fundið upp af fomegyptum, gleijaðar ílísar vom fyrst notaðar í Austurlönd- um nær, postulín í Kína og listin að emaléra málma var þróuð af hand- lögnum mönnum við strendur Mið- jarðarhafsins á bronsöld. Baðkarið, þar sem Hjörleifur hefur átt margar ljúfar stundir, er lítið breytt frá upp- haflegu rómversku baðkörunum og salemið sömuleiðis. . Þegar Hjörleifur kemur út af bað- herberginu tekur hann föt af stól, sem hannaður var í Austurlöndum nær. Hann fer í listilega sniðnar flíkur en form þeirra á rætur að rekja til veiði- manna og safnara frá sléttum Asíu, og hann hneppir hnöppunum sem fyrst birtust undir lok steinaldar í Evrópu. Að síðustu lítur Hjörleifur aðeins í spegilinn, gamla uppfmningu frá Mið- jarðarhafssvæðinu, og fer svo inn í eldhús til að fá sér morgunverð. Matinn og drykkinn ber Hjörleifur fram í leirtaui sem kallast „china" upp á engilsaxnesku og er ættað frá landi múrsins mikla. Hjörleifur fær sér kaffi, sem unnið er úr plöntu sem var fyrst hagnýtt til drykkjar af Aröbum, og hann sætir það með sykureyr frá Kúbu. Því næst teygar hann safa ap- pelsínu, sem var ræktuð á Miðjarðar- hafssvæðinu, og borðar greipaldin, sem kemur frá Litlu-Asíu. Næst á matseðlinum er morgunkom sem að öllum líkindum á ættir að rekja til Austurlanda nær og er meðhöndlað samkvæmt aðferðum sem voru þróað- ar í þeim heimshluta. Að svo búnu gæðir Hjörleifur sér á hrökkbrauði, sem er gert samkvæmt uppskrift frænda okkar Svía, með ekta íslensku smjöri, en smjör var fyrst unnið í Austurlöndum nær og notað til and- litssnyrtingar. Ef Hjörleifur er enn svangur borðar hann ef til vill egg fugls sem kemur frá Suðaustur-Asíu eða steikta strimla af læri dýrs sem var fyrst ræktað til manneldis í Suðaustur- Asíu og er reykt samkvæmt aðferðum semþróaðar voru í Norður-Evrópu. Þegar morgunmaturinn hefur runn- íð ljúflega ofan í hinn rammíslenska maga fyllir Hjörleifur kannski á höfuð sér fagurlega mótuðu feltefni, upp- finningu veiðimanna og safnara í Austur-Asíu, og ef útlit er fyrir rign- ingu gemr hann sett á sig skóhlífar úr gúmmíi, sem var fyrst notað af Mexí- kóum, og tekið með sér regnhlíf, sem var fundin upp á Indlandi. Hjörleifur fer síðan út í bfl, bandaríska uppfinn- ingu, sem er fylltur bensíni frá Iran og ekur til starfa sinna í Alþingishúsinu. Þar sest Hjörleifur niður innblásinn þjóðernis- tilfinningu, sem er seinini tíma uppfinning Frakka og flutt inn til íslands á síðustu öld, og ritar með gotnesku letri á pappír sem er upprunninn í Kína grein um óæskileg áhrif alþjóðlegrar samvinnu. Þar sest hann niður innblásinn þjóð- ernistilfinningu, sem er seinni tíma uppfinning Frakka og flutt inn til ís- lands á síðustu öld, og ritar með got- nesku letri á pappír sem er uppmnninn í Kína, grein sem ber titilinn „Scheng- en og eiturlyf ‘ og tjallar um óæskileg áhrif sem aukin samvinna við ná- grannaþjóðir getur haft á líf og störf Islendinga. Höfundur er stjórnmálafræöingur og hefur nýlega lokið meistaraprófi í stjórn- málum Evrópusambandsins frá London School of Economics and Political Sci- ence. Hann er varamaður í stjórn Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur. Greinin byggir að hluta á grein sem Ralph Linton skrifaði í bandarískt tímarit árið 1937 þar sem hann benti á þá stað- reynd að aðgerðir löngu látins fólks í fjarlægum heimshlutum hafa áhrif á daglegt líf okkar í dag - og að enginn maður er eyland. Iutandagskrárum- ræðu um vinnu- löggjöf á Alþingi í gær Jcom Páll Pét- ursson i pontu og hafði á orði að þar sem umræðan væri á þeim nótum að lífskjör í Danmörku væru svo miklu betri en hér á landi, þá hlyti sú spurn- ing að vakna hvort ekki, væri rétt að hafa lögin eins og í Danmörku. Danska aðferðin er bersýnilega betri," sagði Páll. Þá kall- aði Össur Skarp- héðinsson frammí: „Var lýðveldið þá mistök?" Fátt var um svör hjá Páli, en Jón Baldvin Hannibalsson hafði á orði að greinilegt væri að sá sem þarna hefði talað hyggði ekki á forsetaframboð því eng- inn frambjóðandi hefði látið sér þessi orð um munn fara. Össur sagði hins vegar að greinilegt væri að Poul Pedersen hefði snúið aftur til starfa... Alltaf lengist listi yfir mögulega forsetaframbjóð- endur. Á þjóðarsál Rásar 2 fara fram frjóar umræður um hver á að verða húsráðandi á Bessastöðum, og hefur mörgum nöfnum verið fleygt. Við síðustu talningu kom með- al annars í Ijós að Össur Skarphéð- insson alþingis- maður hafði hlotið fjórar tilnefningar sem næsti forseti. Þrátt fyrir þessar fjölmörgu áskoran- ir mun Össur ekki renna hýru auga til Bessastaða, þótt þar sé vissulega fjölskrúðug náttúra við hæfi náttúrufræð- ings... „Gugga, Gugga komdu fljótt! Einhver blygðunarlaus náttúrulifsþáttastjórnandi hefur falið kvikmyndatökuvél í Greni Gunnars og Ölmu. Jibbí! Nú getum viö fylgst nákvæmlega með innilegustu ástarleikjum þeirra..." Guðmundur Bragason nemi; Já, kirkjunnar vegna. Dóra Kristinsdóttir iyfja- tæknir: Já. mér finnst það. Sólveig Sturlaugsdóttir nemi: Já, því ég held að fleiri kvartanir fylgi í kjölfarið. Kristín Sigurðardóttir nemi: Já, það finnst mér. Súsanna Gunnarsdóttir hárskeri: Já. JON OSKAR v i t i m e n n Það felst engin óskhyggja í mínu máli og það er rangt að blautri tusku hafi verið veifað framan í kennara. Björn Bjarnason menntamálaráöherra. Tíminn í gær. Launapólitíkin á íslandi er jafnvel enn skrítnari en hin pólitíkin. Oddur Ólafsson á víðavangi í Tímanum í gær. Það er bara göslast áfram meðan þrekið leyfir. Sveinn ísaksson skipstjóri á Hábergi GK um vinnubrögðin við loðnuveiðarnar. Mogginn í gær. Menn er ekki í pólitík til að rífa kjaft eða hafa skoðanir eða fylgja fram hugsjónum sínum. Dagfari í DV í gær. Nú eru biskupsmál að komast í tísku á nýjan leik. Og nú valda konur umræðunni. Lésendabréf í DV í gær. Eins og aðrir, sem búa við sovézka skipan, eiga kennarar erfitt með að sjá út fyrir staðnað kerfi, sem ramm ar líf þeirra í sovézku öryggi og sovézkri fátækt. Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær. fréttaskot úr fortíð Hinir látnu snúa sér í gröfinni Frá Mexikó berast þær fréttir. að menn. sem unnu að vegagerð. hafi rekist á kirkjugarð, þar sem öll líkin höfðu snúið sér í gröfinni. Þessi fregn vakti enga sérstaka athygli. því að al- kunna er, að amerísku blöðin flytja oft hinar ótrúlegustu fregnir frá Mexikó. bara til þess að hafa eitthvað að segja. En þetta mun þó vera satt, og er jarðskjálfti talinn orsökin. Alþýðublaðiö sunnudaginn 24. mars 1935

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.