Alþýðublaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 1
Wjl80ár JAFNAÐARMAÐURINN MALGAGN SAMBANDS UNGRA JAFNAR MANNA Hart deilt um ólympískt box Gunnar Alexander Ó/afesonstiklar á stóru Samband ungra jafnaðarmanna er nokkru yngra en Alþýðuflokkurinn. Það var stofnað 8. maí 1929 og fagnar þvr 67 ára afmæli sínu í vor. Það er ekki laust við að ungir jafnaðarmenn dagsins í dag fái örlitla glýju í augun þegar farið er grúska í sögu sambandsins. Hugsjónaeldurinn er ótrúlegur og neistar hreinlega úr hinni blómlegu útgáfustarfsemi frá upphafsárunum. Þá blómstruðu talkóramir, ungir jafnaðarmenn stóðu fyrir bíósýningum, útilegum, dansleikjum, happdrættum, stúd- entaframboði, alls staðar þar sem eitthvað var að gerast, þar var SUJ. Auðvitað í sögu Sambands ungra jafnaðarmanna verður að taka mið af tíðarandanum hveiju sinni, nú orðið er svo margt sem glepur hugann og næsta yonlaust að fá fólk til að veija öllum sínum frístundum í sjálf- boðavinnu fyrir pólitísk samtök. Einhvem veginn gmnar mig lfka að fólk fengist varla til að ganga í einkennisbúningum eins og þá tíðkaðist og tjútta á böllum frá klukkan átta til ellefu. En það er fróðlegt að dusta rykið af gömlu fundargerðabók- unum og sjá hvað var verið að fást við á hveijum tíma. Lítum fyrst á hveijir hafa leitt Samband ungra jafnaðarmanna í gegnum tíðina: Formenn SUJ frá upphafi: Arni Agústsson Guðmundur 1929-1930 Pétursson 1930-1932 Pétur Halldórsson 1932-1940 Friðfinnur Ólafsson 1940-1944 Gunnar Vagnsson 1944-1946 Marías Þ. Guðmundsson 1946-1948 Vilhelm Ingimundarson 1948-1952 Jón Hjálmarsson 1952-1954 Eggert G. Þorsteinsson 1954- 1956 Bjarni P. Magnússon 1977-1978 Jónas Guðmundsson 1978-1980 Jón Þór Sturluson 1994-1995 Gestur Guðmundur Gestsson Snorri Davíð Björnsson Guðmundsson 1984-1986 Sigurður Blöndal 1975-1976 Sigurður Pétursson 1990-1994 Sæmundur Pétursson 1976-1977 Magnús Magnússon 1994 Björgvin\ Guðmundsson 1956-1962 Sigurður E. Guðmundsson 1962-1968 Cecil Haraldsson 1972-1973 Garðar Sveinn Árnason 1973-1975 Erlingur Kristenson 1987-1988 BirgirÁrnason 1988-1990 1980-1984 1986-1987 1995- Á upphafsárum sambandsins var mikið deilt um hvaða félög ættu að eiga aðild að sambandinu og hveijir mættu sitja þing sambandsins. í þess- um deilum tókust jafnaðarmenn og kommúnistar mikið á. Gengu deilum- ar svo langt að á þriðja þingi sam- bandsins sem haldið var 1930, sleit forseti þingsins þinginu vegna deilna um verklag þess og hveijir mættu sitja það. En þessar deilur leystust að mestu þegar kommúnistar stofnuðu sinn eigin flokk sama ár. Á aukasambandsþingi SUJ árið 1929 var samþykkt tillaga að sérstök- um búningum fyrir sambandsfélaga. Skyldu þeir vera grá rússaskyrta með rauðum bryddingum. Á þessu sama þingi var mönnum tíðrætt um kom- andi Alþingishátíð árið 1930 og sam- þykktar voru tillögur varðandi hana, s.s. að 1000 ára hátíð Alþingis væri hátíð yfirstéttarinnar en alþýðan hefði lítils annars að minnast frá þessum 1000 árum en kúgunar og réttleysis. Á kreppuárunum reyndu kommún- istar að fá Alþýðuflokkinn og SUJ til samstarfs og samfýlkingar. Á sjöunda þingi SUJ árið 1938 var samþykkt ályktun um að hvorki SUJ né deildir þess gætu sameinast samtökum ungra kommúnista, því þeir hefðu lfá stofn- un kommúnistaflokkins haldið uppi sundrungarstarfsemi gagnvart SUJ og Alþýðuflokknum. Á áttunda þingi SUJ var samþykkt ályktun þar sem skorað var á Alþingi að ísland yrði fullkomið lýðveldi að loknum sambandsslitum við Dani. Ellefta þing SUJ sem haldið var ár- ið 1946 var mjög róstusamt og deildu menn hart. Deilunum olli þá nýgerður hervemdarsamningur við Bandaríkin. Skiptust menn í tvær fylkingar, með og á móti herverndarsamningnum. Deilurnar náðu hámarki þegar vara- formaður sambandsins kvaddi menn og gekk af fundi, ásamt fleirum, vegna þess að hann tapaði atkvæða- greiðslu um verklag þingsins. Þetta sama þing samþykkti ályktun þar sem skorað var á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort banna skyldi sölu áfengra drykkja í landinu. Á þrettánda þingi SUJ árið 1950 var samþykkt ályktun þess efnis að það væri lágmarkskrafa þjóðarinnar að all- ar lífsnauðsynjar væru fluttar inn og seldar á kostnaðarverði. Til að ná þessu markmiði væri hagkvæmast að setja á fót ríkisstofnun sem héldi utan um innflutning þeirra nauðsynja, sem mest hafa áhrif á íramleiðslu-og ffam- færslukostnað. Sumarið 1957 opnaði SUJ skrif- stofu og var hún opin hálfan daginn. Jafnframt réð stjórn SUJ Björgvin Guðmundsson sem starfsmann og telst hann vera fyrsti starfsmaður SUJ. Á átjánda þingi SUJ sem var haldið árið 1960 var samþykkt ályktun um að hefja baráttu fyrir lækkun kosninga- aldurs og kjörgengis í 18 ár. Þessari baráttu lauk 1984 þegar kosningaaldur og kjörgengi var lækkað í 18 ár. Rauði þráðurinn í sögu og starfi SUJ síðan hefur verið afstaða ungra jafnaðarmanna til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og mismunandi skoðanir á utanríkismálum, almennt. Hafa heilu þingin, sérstaklega eftir 1970 til 1992, farið í umræður um dvöl vamarliðsins og utanríkismál og þá sérstaklega hin síðari ár um Evr- ópumál. Til að mynda var þáverandi formaður SUJ, Bjami P. Magnússon, harðlega gagnrýndur á sambandsþing- inu 1978 fyrir að þiggja ffæðsluferð á vegum Varðbergs til höfðuðstöðva NATÓ í Brussel, því SUJ var á móti NATÓ og hemum á þessum ámm. Þó svo að utanríkismál og afstaða til hers- ins á Keflarvíkurflugvelli væm fyrir- ferðamikil í umræðum á sambands- þingum á þessum tíma urðu líka harð- ar deilur um önnur mál. Þegar Cecil Haraldsson var formaður SUJ (1972- 1973) var hart deilt um sameiningu jafhaðarmanna, en þá var uppi flokkur sem hét Samtök ftjálslyndra og vinstri manna og höfðu margir alþýðuflokks- menn gengið til liðs við hann. Á sambandsþinginu árið 1977, sveif andi Vilmundar Gylfasonar yfir vötn- um, því þá var samþykkt ályktun um að það samræmdist ekki kröfunni um opið stjómkerfi og siðferði í stjóm- málum að þingmenn og forystumenn Alþýðuflokksins væru meðlimir í frí- múrareglunni og öðmm leyniklúbb- um. Ekki urðu allir ánægðir með þessa ályktun, sérstaklega þeir sem ályktun- in beindist að. Einnig urðu harðar deilur á sam- bandsþingi árið 1984 um kosti og galla kvótakerfisins í sjávarútvegi sem stjómtæki til að takmarka veiðar. Á síðasta sambandsþingi sem hald- ið var í Hveragerði var hart deilt um marga hluti eins og títt er þegar ungir jafnaðarmenn em annars vegar. Einna hvassyrtust deila reis þó um mjög sak- lausa tillögu þess efhis að leyfa skyldi ólympískt box á íslandi. Tillagan var felld með eins atkvæðis mun og mun skýringin vera sú að flutningsmaður tillögunnar, Hreinn Hreinsson, lét þau orð falla úr ræðupúlti að ólympískt box væri síst grófari íþrótt en tíðkaðist hjá knattspymumönnum Keflavíkur. Þar með snerust Keflvíkingar önd- verðir gegn tillögunni og á því féll hún.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.