Alþýðublaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 5
afnaðarmaðurinn
Húsbréfakerfið
Notaðar íbúðir
Upp úr 1960 voru staddir hér á landi
tveir ungir jafnaðarmenn frá Sví-
þjóð, þeir Ingvar Carlson sem síðar varð
forsætisráðherra og Tage Petterson
sem síðar varð ráðherra og forseti
sænska þingsins. Nokkrir ungir jafnað-
armenn frá Islandi buðu þeim með sér
út að borða á Naustið og þar snæddu
þeir Körfukjúkling sem þótti nýstárlegur
réttur á þeim tíma. Með réttnum var
borinn fram einhvertorkennilegur vökvi
í skál og vissi enginn þeirra hvaða
glundur þetta var, en þar sem þetta eru
allt siðaðir menn drukku þeir bara úr
skálunum. Þegar máltíðinni lauk lomust
þeir svo að því að glundrið í skálinni var
sítrónuvatn sem nota átti til að þvo sér
um hendurnar eftir matinn. Allir geta nú
orðið forsætisráðherrar Svíþjóðar.
Ein saga af Framsóknarmönnum:
Guðmundur og Sigurjón á Reyðar-
firði voru miklir Framsóknarmenn og
höfðu alltaf verið. En eins og títt er um
framsóknarmenn urðu þeir gamlir og
þar kom að Sigurjón var lagður inn á
spítala á Egilsstöðum. Þaðan bárust síð-
an þær fréttir að Sigurjón væri genginn
í Sjálfsstæðisflokkinn og var Guðmund-
ur sendurtil að koma vitinu fyrir deyj-
andi manninn. Guðmundur fer á spítal-
ann og fer að rifja upp alla skenmtilegu
hlutina úr flokksstarfinu, stofnun kaup-
félagsins, ferðirnar með Eysteini og
stofnun ungliðahreyfingarinnar. Sigur-
jón jánkar því að þetta hafi jú verið
mjög skemmtilegt alltsaman og Guð-
mundur spyr þá af hverju í ósköpunum
hann sé að ganga í Sjálfstæðisflokkinn
eftir alla þessa góðu tíma. Þá segir Sig-
urjón „Þegar ég dey verður einum Sjálf-
stæðismanninum færra". Þetta kallast
nú flokkshollusta í lagi.
ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 1996
n
Talkór Félags ungra jafnaðarmanna
í Reykjavík 1936. Neðst til hægri má sjá
Jón Magnússon sem varð bæði
formaður FUJ í Hafnarfirði
og FUJ í Reykjavík.
arstjóri var að hlusta á og kom að
máli við mig og sagði mér að ég
hefði rödd sem hljómaði vel í út-
varpi. Það held ég að hafi verið
kveikjan að því að ég lét á það
reyna síðar.“
Þið genguð í einkennisbúning-
um?
„Já, þeir voru mjög í tísku á
þeim tíma. Þetta voru bláar skyrt-
ur, rauð bindi og stjarna með
merki FUJ í barminum. I þessu
gengum við hnarreist um götur og
vorum stolt af.“
Hvenær lögðust talkórarnir af?
„Blómlegasta starfsemin var að
ég held á árunum 1935 og fram-
undir 1940. Ég gekk úr FUJ 1946
vegna deilna um herinn og Kefla-
víkursamninginn. Þá var mikið
tekist á og sumir urðu sárir eftir.
Ég hef ekki gengið í flokk síðan og
geri væntanlega aldrei. En þá hætti
ég að fylgjast með starfseminni
eins og ég hafði gert, tíðarandinn
breyttist nú líka með árunum og
annars konar starfsemi varð ríkj-
andi innan félagsins. En þetta var
skemmtilegur tími, þarna eignaðist
ég góða félaga og minnist þessa
tímabils í talkórnum með ánægju.“
Pétur Pétursson þulur: „Ég gekk úr
FUJ 1946 vegna deilna um herinn
og Keflavíkursamninginn. Þá var
mikið tekist á og sumir urðu sárir
eftir. Ég hef ekki gengið í flokk síð-
an og geri væntanlega aldrei."
hléi milli ræðuhalda og fluttum
okkar boðskap. Við fórum meira
að segja í upptöku í útvarpinu eitt
sinn og það má segja að það hafi
verið upphafið að störfum mínum
hjá útvarpinu. Þórarinn Guð-
mundsson tónskáld og hljómsveit-
Hvernig fara íbúðarkaup fram?
#
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI: 569 6900 (kl. 8-16) • BRÉFASÍMI: 568 9422
GRÆNT NÚMER: 800 6969
0
é
é
Greiðslumat
Fyrsta.skrefiðer að sækja um
skriflegt mat á greiðslugetu hjá
viðurkenndri fjármálastofnun,
t.d. banka, sparisjóði eða verð-
bréfafyrirtæki.
Fasteignamarkaður
Umsækjandi skoðarsig umá
fasteignamarkaðnum í leit að
notaðri íbúð.
Kauptilboð gert
Við gerð kauptilboðs í notaða fbúð
getur húsbréfalánið numið allt að
70% af kaupverði íbúðarinnar við
fyrstu íbúðarkaup, en annars 65%
af kaupverði.
Umsókn um húsbréfalán
Þegar seljandi hefur gengið að
kauptilboði, leggur kaupandi inn
umsókn um húsbréfalán ásamt
greiðslumati og kauptilboði til
Húsnæðisstofnunar.
Mat Húsnæðisstofnunar
Meti stofnunin kauptilboðið
lánshæft fær íbúðarkaupandinn
afhent fasteignaveðbréf til undir-
ritunar, útgefið á nafn seljanda, og
hægt er að ganga frá kaupsamningi.
Kaupsamningur
Því næst er kaupsamningur
undirritaður.
Mjög óvarlegt er ad undirrita kaup-
samning áður en samþykki Hús-
næðisstofnunar fyrir kaupum á
fasteignaveðbréfi liggur fyrir. Með
undirritun kaupsamnings eru
kaupin orðin bindandi og fyrir-
varinn um samþykki stofnunar-
innar fyrir kaupunum niður fallinn.
Kaupsamningi þinglýst
Kaupandi lætur þinglýsa kaup-
samningi og kemurafriti til seljanda.
: Fasteignaveðbréfi þinglýst
Kaupandi lætur þinglýsa fast-
eignaveðbréfi hjá sýslumanni og
afhendir það síðan seljanda.
Afgreiðsla húsbréfa
Húsnæðisstofnun kaupir fasteigna-
veðbréf seljanda og greiðir fyrir það
með húsbréfum.
Veðdeild Landsbanka íslands annast
þessi viðskipti. Eftir að húsbréfa-
flokki er lokað geta þau ekki
farið fram.
Greiðslur af húsbréfaláni
hefjast
Veðdeild Landsbanka íslands
innheimtir afborganir af fast-
eignaveðbréfum fyrir Húsnæð-
isstofnun. Greiðslur hefjast á 3.
almenna gjalddaga frá útgáfudegi
þess og gjalddagar eru 15. hvers
mánaðar.
/ mörgum tilfellum sjá
fasteignasalar alfarið um alla
þætti við íbúðarkauþ eða frá
þvíað kauptilboð er gert, fram
að afhendingu húsbréfa.