Alþýðublaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 2
B2
afnadarmaðurinn
ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 1996
Ungir jafnaðarmenn
Útgefandi Samband ungra jafnaðarmanna
Ritstjórn Þóra Arnórsdóttir
Hreinn Hreinsson
Útlit Gagarín hf.
Attatíu ár
og ein vika
Fyrir réttri viku átti Alþýðuflokkurinn- Jafnaðarmannaflokkur
Islands stórafmæli. Á ýmsu hefur gengið þessa átta tugi ára sem
liðnir eru. Það sem kemur yfirleitt fyrst upp í huga manna þegar
litið er um öxl er annars vegar árangur baráttunnar fyrir velferðar-
kerfi öllum til handa og hins vegar hinar eih'fu róstur og klofning-
ar innan flokks. Alþýðuflokkurinn getur verið stoltur af sögu sinni
og fortíð. Hann hefur fengið ótrúlegustu hlutum áorkað þrátt fýrir
smæð. Það eru ýmsar ástæður nefndar fyrir því að flokkurinn er
ekki stærri en raun ber vitni, hann slagar ekki einu sinni upp í
bræðraflokka sína á Norðurlöndum. Yfirleitt ber þar hæst ranglátt
kosningakerfi, öðruvísi atvinnulíf og síðast en ekki síst tíða klofn-
inga.
En flokkurinn má ekki festa sig í vísun til einhvers fortíðar-
ljóma, „þá riðu hetjur um héröð“-hugsunarhætti. Það þýðir lítið
að hengja sig í vonbrigði yfir því að detta út úr ríkisstjóm, tímann
í stjómarandstöðu á einmitt að nota til þess að þjappa hðsmönn-
unum saman og undirbúa næsta slag. Formaðurinn hefur lýst því
yfír að metnaður flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar miði að
20-30% kjörfylgi. Það á ekki að gerast með því að þegja og halda
sér til hlés eins og virðist virka alltof vel í íslenskum stjómmálum.
Nútímaleg jafnaðarstefna á erindi til allra og það er verkefni
flokksins að kynna alþjóð hana á öflugan hátt. Það hefur kannski
aldrei verið jafn brýnt og nú, þegar íslenskt þjóðfélag stendur á
þeim tímamótum að það em þúsundir af ungu fólki að mennta sig
bæði innan lands og utan til starfa á alþjóðlegum vinnumarkaði á
meðan Island dregst sífellt aftur úr á þeim vettvangi, háð sjávarút-
veginum sem aldrei íyrr. Við þurfum ekki nema horfa hér nokkur
hundmð kílómetra til suðausturs til að gera okkur grein íyrir hver
áhrif atgervisflótti ungs fólks hefur. Það er erfitt að stöðva skrið-
una þegar hún er farin af stað.
Alþýðuflokkurinn hefur löngum verið sá flokkur í íslensku
flokkakerfi sem er hvað alþjóðlegastur, ekki bara vegna sterkra
tengsla við aðra sósíaldemókrataflokka um allan heim, heldur
vegna opinna skoðana í alþjóðamálum. Einangmn hefur aldrei
þótt heillavænleg samfélagsþróun, þótt hæfileg þjóðemishyggja
sé hverju þjóðfélagi nauðsynleg. Samt hefur Alþýðuflokkurinn
verið vændur um að selja landið hvað eftir annað, einkum þegar
hann hefur haft forgöngu um ýmis framfaramál eins og EES-
samninginn. Þetta tregðulögmál er í reynd alveg merkilegt, því
þegar litið er blákalt á söguna þá er það staðreynd að íslendingar
hafa yfirleitt alltaf verið sjálfum sér verstir. Sett á sig eigin höft og
múlbindingar. Þetta virðist vera að breytast smátt og smátt, með
aukinni menntun og ferðalögum landans. En það gengur hægt.
Alltof hægt.
Innan raða Alþýðuflokksins er að finna sterkt afl sem nefnist
Samband ungra jafnaðarmanna. Mörgum finnst það heimskulegt
að binda sig í ákveðnum stjómmálaflokki og telja það skerða
framtíðarmöguleika sína í þessu litla klíkusamfélagi okkar. Það er
alltaf auðvelt að sigla milli skers og bám, vera í þeim hópi sem
gagnrýnir stöðugt það sem gert er og þær ákvarðanir sem teknar
em hveiju sinni, en gera svo ekkert til að hafa áhrif á þær. Það
fólk sem starfar innan ungliðahreyfingar Alþýðuflokksins gefur
lítið fýrir slík viðhorf. Þar er samankomin fylking fólks sem er til-
búið að vinna að sínum hugsjónum af heilindum og hefur gert frá
stofnun sambandsins 1929. Við samfögnum flokknum okkar á
áttatíu ára afmælinu. ■
■ Kveðja frá Jóni Baldvini Hannibalssyni,
formanni Alþýðuflokksins
Kynslóðaskipti
í íslenskum
stjórnmálum
í vændum
í dagskrá á myndbandi
sem gert var í tilefni af 70
ára afmæli Alþýðuflokksins
1986, segir Helgi Skúli
Kjartansson sagnfræðingur
að stjórnmálaflokkar séu
þeirrar náttúru að þurfa
ekki að eldast, þótt árunum
fjölgi. Þeir lúta því ekki
endilega því náttúrulögmáli
mannanna að hnigna með
árunum samkvæmt því
harða lögmáli að allt eyðist
sem af er tekið. Við dauð-
legir menn érum seldir und-
ir þetta náttúrulögmál. En
stjórnmálaflokkum er gefið
annað líf. Ef þeir gæta þess
að staðna ekki hugmynda-
lega í kreddum þá geta þeir
gengið í endurnýjun lífdag-
anna. Ástæðan er sú að
kynslóðir koma og kynslóð-
ir fara. Með nýju fólki
koma nýjar hugmyndir.
Nýtt fólk á að leggja sjálf-
stæðan dóm á feðranna
verk. Ef unga kynslóðin á
hverjum tíma hlítir kalli
tímans og verður andlega
fullburða getur hún einfald-
lega ráðið því að stjórnmálahreyf-
ing sem er aldin að árum getur
yngst upp - getur gengið í endur-
nýjun lífdaganna með nýju fólki
og nýjum hugmyndum.
Þegar við lítum til baka yfir feril
Alþýðuflokksins sjáum við að það
er einmitt þetta sem hefur gerst,
nánast með reglulegu millibili í
sögu flokksins. Kannski einkennir
það Alþýðuflokkinn umfram aðra
stjórnmálaflokka hér á landi. Al-
þýðuflokkurinn hefur löngum ver-
ið og er reyndar enn í dag stjórn-
málahreyfing sem beitir sér fyrir
róttækum minnihlutaskoðunum í
upphafi undir þeim formerkjum að
hlutverk flokksins sé að breyta
þjóðfélaginu. Þessar hugmyndir
vekja oft harða andstöðu þeirra
sem sitja á fleti fyrir, telja sig hafa
sérstök forréttindi að verja eða líta
hlutverk sitt þeim augum að við-
halda óbreyttu ástandi.
Það virðist vera svo eftir að Al-
þýðuflokkurinn hefur á tímabilum
í ríkisstjórn lagt sig fram um að
knýja á um róttækar breytingar,
sem oftar en ekki hafa sætt and-
stöðu eða verið gerðar tortryggi-
legar, svo að hann hefur goldið
þess í fylgi, þá tekur við nýtt tíma-
bil í stjórnarandstöðu. Nýtt tímabil
hugmyndalegrar endurnýjunar sem
jafnframt þýðir að flokkurinn end-
urnýjast af liðsmönnum.
Þetta gerðist með eftirtektar-
verðum hætti á stjórnarandstöðu-
tímabilinu 1976-78. Sá sem ruddi
brautina fyrir þeirri hugmyndalegu
endurnýjun var Vilmundur Gylfa-
son. I málflutningi hans kvað við
nýjan tón sem átti greiðan aðgang
að hjörtum unga fólksins sem var
sáróánægt með vanahugsun og
kerfismennsku ríkjandi ástands.
Það er svo annað mál og ekki við
Vilmund að sakast að kosningasig-
urinn' 1978 og sú stökkbreyting
sem varð á fylgi flokksins dugði
ekki til þess að fylgja málunum
eftir. Jafnvægislistin virðist vera í
því fólgin að saman fari hæfileg
blanda reynslu eldri kynslóðarinn-
ar og hugsjónaglóðar og umbóta-
vilja yngri kynslóðarinnar.
Sagan endurtók sig að vissu
marki á stjórnarandstöðutímabilinu
1984-87. f sveitarstjórnarkosning-
um 1986 tvöfaldaði Alþýðuflokk-
urinn fylgi sitt. Þá var áberandi
hversu margt ungt fólk gekk til
liðs við flokkinn og jafnframt hitt
að hann var eftir þessar kosningar
mjög víða í meirihlutaaðstöðu í
sveitarstjórnum í landinu. Þetta var
aðdragandi að þingkosningunum
1987 þegar flestir væntu þess að
Alþýðuflokkurinn myndi vinna
sinn stærsta kosningasigur þangað
til. Á seinustu stundu fyrir kosn-
ingarnar 1987 var hrundið af stað
atburðarás sem tók vindinn úr
seglum okkar. Ástæðan var klofn-
ingur í Sjálfstæðisflokknum sem
leiddi til flokksstofnunar og sér-
framboða á vegum Alberts
Guðmundssonar undir heit-
inu Borgaraflokkurinn.
Engu að síður dugði hin
hugmyndalega endurnýjun
og hinn nýji liðskostur til
þess að Alþýðuflokkurinn
náði málefnalegu frum-
kvæði eftir þingkosning-
arnar 1987 og var ráðandi
um myndun ríkisstjórnar
næstu átta árin. Á þessu
tímabili kom flokkurinn
miklu í verk. Að lokum fór
þó svo að flokkadrættir
innbyrðis og klofningur
flokksins fyrir seinustu
þingkösningar varð þess
valdandi að flokkurinn
glataði þessari lykilstöðu
með þeim afleiðingum að
helmingaskiptastjórn
flokkanna þar sem sérhags-
munaaðilarnir ráða mestu
situr nú að völdum til þess
að tryggja hið óbreytta
ástand.
Alþýðuflokkurinn er enn
á ný í stjórnarandstöðu.
Hann er enn sem fyrr rót-
tækur umbótaflokkur. I
augum margra í röðum ungu kyn-
slóðarinnar er hann jafnvel kallað-
ur framúrstefnuflokkur. Þeir and-
stæðingar okkar sem á annað borð
vilja láta jafnaðarmenn njóta sann-
mælis viðurkenna að Alþýðuflokk-
urinn hafi bæði í heild og í ein-
stökum málum bæði skýra og af-
dráttarlausa stefnu. Að sérstaða
hans í flokkaflórunni sé mikil.
Hugmyndir flokksins um róttækar
breytingar á atvinnuháttum, um
lausnir á skipulagsvanda atvinnur
veganna, um auðlindagjald til þess
að tryggja þjóðinni fremur en fá-
mennum forréttindahóp arð af
helstu auðlind hennar, ásamt með
framtíðarsýn flokksins í alþjóða-
málum og Evrópumálum - allt eru
þetta mál sem greinilega skírskota
til unga fólksins í landinu fremur
en þeirra eldri.
Það fór ekki fram hjá neinum í
tengslum við seinustu kosninga-
baráttu Alþýðuflokksins að unga
fólkið gekk þar fram fyrir skjöldu.
Burðarásinn í því starfi sem unnið
var á vegum flokksins við undir-
búning kosningabaráttunnar og
„Að lokum fór þó svo að flokkadrættir
innbyrðis og klofningur flokksins fyrir
seinustu þingkosningar varð þess vald-
andi að flokkurinn glataði þessari lykil-
stöðu með þeim afleiðingum að helm-
ingaskiptastjórn flokkanna þar sem sér-
hagsmunaaðilarnir ráða mestu situr nú
að völdum til þess að tryggja hið
óbreytta ástand."