Alþýðublaðið - 19.03.1996, Qupperneq 8
ft
JAFNAÐARMAÐURINN
■ Benedikt Gröndal íviðtali við Kolbein Einarsson og Hólmfríði Sveinsdóttur
um klofninga, sameiningu og söguna
Stefnuskráin gæti verið eitt orð
f tilefni af 80 ára afmæli Alþýðu-
flokksins þótti okkur við hæfi að taka
hús á fyrrum formanni flokksins,
Benedikt Gröndal. Benedikt var for-
maður Alþýðuflokksins á tímabilinu
1974 til 1980 og því við því að búast
að hann hefði frá ýmsu að segja. I af-
mælisfylgiriti Alþýðublaðsins 12.
mars 1966 er að finna grein eftir
Benedikt sem sem hefst svona: „Af
hverju er Alþýðuflokkurinn ekki eins
stór og jafnaðarmannaflokkar hinna
Norðurlandanna? Þannig spyr unga
fólkið. Hvemig hefur Alþýðuflokkur-
inn náð svo miklum völdum og fram-
kvæmt svo margar hugsjónir, ekki
stærri en hann er? Þannig spyija hinir
eldri.“ Þessi klausa var sett fram fyrir
réttum 30 árum, en hefði getað verið
skrifuð í gær. Það lá því beinast við að
spyrja Benedikt fyrst hvort ekkert
hefði breyst á þessum tíma og jafn-
framt hvemig spumingunni hefði ver-
ið svarað 1966. Er það svar ef til vill
enn í fullu gildi nú þegar nálgast alda-
mót?
„Svör við þessum spumingum er að
frnna í sögu Alþýðuflokksins, en hún
hefur verið viðburðarík og sérkenni-
leg, full af gleði og sorg, sigrum og
ósigrum. Flokkurinn boðaði íslensku
þjóðfélagi jafnaðarstefnu sem leið til
frelsis, jafnréttis og bræðralags. Þær
hugmyndir eru kjami þess velferðar-
ríkis sem nú er við lýði. Hinsvegar
hefur flokknum ekki tekist að vinna
pólitískt fylgi í sama mæli og jafnað-
armannaflokkum í öðrum löndum.
Hvað eftir annað hafa átök og klofn-
ingur valdið því að flokkurinn hefur
ekki orðið jafn sterkur og farsæll og
samskonar flokkar í nágrannalöndun-
um. I öllum íslensku flokkunum er
fjöldi fólks sem telur sig aðhyllast
markmið jafnaðarstefnu þótt það
styðji ekki Alþýðuflokkinn.“
Bræðravíg íslenskrar alþýðu
„f þeim hópi sem stóð að stofnum
Alþýðusambands íslands og Alþýðu-
flokksins vom meðal annarra komm-
únistar. Þessir menn voru aðilar að
Komintem og þeir vom að hlýða fyr-
irmælum þess er þeir slitu samvistum
Ungir jafnaðarmenn
Sambandsstjórnar-
fundurSUJ
Að þessu sinni hyggjast ungir jafnaðarmenn ieggja land
undir fót og halda sambandsstjórnarfund norðan heiða,
á Akureyri. Jafnframt verða fundahöld í skólum og fyrir-
tækjum með þingmönnum flokksins.
Drög að dagskrá:
Miðvikudagur:
13:30: Opinn fundur í Verkmenntaskólanum með fulltrú-
um allra ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna.
Einnig fundur í Háskólanum á Akureyri-tímasetning ekki
ákveðin.
Fimmtudagur:
16:00: Kappræður í Menntaskólanum milli þingmanns
Alþýðuflokksins og mótmælanda.
Fundir í fyrirtækjum með Guðmundi Árna Stefánssyni,
Lúðvíki Bergvinssyni og Gesti G. Gestssyni.
Föstudagur:
14:00: Langferðabifreið leggur af stað frá Alþýðuhúsinu.
Fundir í fyrirtækjum.
20:30: Koma á Akureyri.
21:00: Móttaka og kvöldverður.
22:30 - Hið gróskumikla næturlíf höfuðstaðar Norður-
lands kannað.
Laugardagur:
11:00: Sambandsstjórnarfundur.
13:00-14:00: Hádegisverður.
19:00: Kvöldverður á veitingahúsinu Greifanum.
Afgangurinn af næturlífinu rannsakaður.
Sunnudagur:
12:00 Menningarferð í Listagilið undir leiðsögn Alfreðs
Gíslasonar, formanns menningarmálanefndar Akureyr-
arbæjar.
14:00: Opinn fundur með þingmanni Alþýðuflokksins og
Gísla Braga Hjartarsyni, bæjarfulltrúa á Akureyri.
17:00: Brottför.
Verð pr. mann er einungis 3000 kr. með rútuferð og gist-
ingu. Gist verður í orlofsíbúðum. Þeir sem ætla með,
óháð því hvort þeir eru í sambandsstjórn eða ekki, skrái
sig hjá Þóru í síma 552 9244 eða 552 1979.
....... , • JSF2»t- -
Benedikt í lestarferð í Þýskalandi með Willy Brandt, einum mesta og minnisstæðasta ieiðtoga jafnaðarmanna.
„Erfitt er að komast hjá
þeirri ályktun að foringjar
kommúnista hafi verið
harðari, duglegri og
ósvífnari en foringjar Al-
þýðuflokksins."
við sósíaldemókrata og stofnuðu
Kommúnistaflokkinn 1930, svo og
þegar þeim var sagt að taka upp sam-
einingarlínu árið 1938 og þeir náðu
Héðni Valdimarssyni í nýjan flokk,
Sósíalistaflokkinn. Klofningurinn
tókst í bæði þessi skipti og Kommún-
istaflokkurinn varð álíka stór og Al-
þýðuflokkurinn. Þetta gerðist ekki í
öðrum löndum Norðvestur-Evrópu
þar sem kommúnistar voru ávallt smá-
flokkar. Kommúnistar gátu ekki séð
sinn gamla flokk í friði eftir að þeir
yfrrgáfu hann, heldur einbeittu þeir sér
að því að vinna gegn jafnaðarmönn-
um, ná af þeim forystu í verkalýðs-
hreyfingunni og brjóta flokk þeirra
niður. Þannig varð sú ógæfa, að ís-
lensk alþýða átti í bræðravígum ein-
mitt þann áratuginn, sem hún hefði
sameinuð gert Alþýðuflokkinn að
stærsta eða næststærsta flokki landsins
og tryggt honum stöðu í íslenskum
stjórnmálum, sem hefði svipað til
þess, er verið hefur á hinum Norður-
löndunum. Ekki er viðtekin skýring á
því af hverju þessi pólitíska þróun
varð hér á landi. Erfitt er að komast
hjá þeirri ályktun að foringjar komm-
únista hafi verið harðari, duglegri og
ósvífnari en foringjar Alþýðuflokks-
ins. Þá var þjóðin að flytjast á mölina,
mynda þéttbýli og þráði betri h'fskjör.
Því hefur verið góður jarðvegur fýrir
róttæka pólitík og klofningsmenn voru
oftast utan ríkisstjórna og ábyrgðar-
lausir.“
Regnhlífarleiðin
Síðustu misserin hefur umrœðan um
sameiningu jafnaðarmanna fengið
aukinn byr, hver er skoðun þín á því
máli?
„Sameiningu jafnaðarmanna ber að
kanna með gætni. Það þarf að athuga
hvort að einhveijar nýjar leiðir opnast.
Þetta er mál sem hefur margar hliðar
og hefur lengi verið rætt en reynist því
flóknara sem umræðan kemst lengra.
Að mínu mati er skynsamlegra og
vænlegra til árangurs að reyna ,regn-
hlífarleiðina“. Það er að segja að
vinstriflokkamir myndi með sér kosn-
ingabandalag. Það að sameina flokks-
stofnanir er að mínum dómi alltof
stórt og viðamikið til að byija með og
alls ekki tímabært. Stefnumótun sam-
einaðra jafnaðarmanna ætti hins vegar
ekki að vera mikið vandamál. Raunar
gæti stefnan verið aðeins eitt orð:
Jafnrétti.“
Okkur langar að fá þig til þess að
spá dálítið í framtíðina með okkur.
Hvemig heldurðu aðflokkurinn okkar
muni spjara sig á nýrri öld?
„Alþýðuflokkurinn hefur þróttmik-
inn og litríkan formann og nokkur góð
ráðherraefni, en hann hefúr misst góða
forystumenn sem hafa horfið frá
stjómmálum til starfa á öðmm svið-
um. Flokknum er mjög mikilsvert að
styrkja foiystuliðið með nýju og ungu
fólki. Það merkir að flokkurinn þarf
að leggja ríka áherslu á að þjálfa upp
ungt fólk og gefa því tækifæri til að
takast á við ábyrgðarstörf. Flokkurinn
þarf á unga fólkinu að halda og í því
er framtíðin fólgin.
Stjórnmálin munu taka miklum
breytingum með tækni upplýsingaald-
ar. Hið öra samband milli manna og
stofnana mun veita flokknum ný tæki-
færi til sambands við kjósendur. Ef
þessi tækni verður ekki of dýr getur
farið svo að minni flokkamir fái nýjar
leiðir til fylgisöflunar sem jafna að-
stöðu þeirra og hinna stærri.
Það er löngu Ijóst að rfk þörf er fyrir
flokk eins og Alþýðuflokkinn til að
standa vörð um velferðarkerfið þegar
komið er að þeim mörkum skattlagn-
ingar, sem þjóðin vill taka á sig.
Flokkurinn verður að höfða til hinnar
nýju kynslóðar menntaðra heimsborg-
ara sem nýrík þjóð okkar hefur verið
að ala upp.“
Ef þú lítur til baka yfir farinn veg,
hvað er minnisstœðast úr pólitíkinni?
„ Það er löngu Ijóst að rík
þörf er fyrir flokk eins og
Alþýðuflokkinn til að
standa vörð um velferðar-
kerfið þegar komið er að
þeim mörkum skattlagn-
ingar, sem þjóðin vill taka
á sig. Flokkurinn verður
að höfða til hinnar nýju
kynslóðar menntaðra
heimsborgara sem nýrík
þjóð okkar hefur verið að
ala upp."
„Það er ný Kfsreynsla að fara á eft-
irlaun og horfa á stjómmálabaráttuna
utan frá. Eitt af því sem ég tek eftir er
að menn em enn að glíma við sömu
vandamál og þegar ég var í baráttunni,
einungis með örlftið öðm yfirbragði.
Umbúnaður tímans er öðruvísi en
þetta em sömu vandamálin aftur og
aftur. Það er þannig með þessi félags-
legu fög, eins og pólitík, að menn
virðast ekki geta miðlað reynslu sinni
og þekkingu milli kynslóða, öfúgt við
vísindi og tækni þar sem menn geta
gengið að því sem gert var á undan
þeim. Hver kynslóð virðist þurfa að
finna upp hjólið á ný. Þó snýst þetta
ávallt um sömu grundvallaratriðin,
eins og það hvernig við ætlum að
stækka kökuna og hvemig á að skipta
henni.
Hugurinn reikar um hálfrar aldar
ferð með Alþýðuflokknum. Minnis-
stæðastir em sigrar í kosningum og
áhrif þeirra - en einnig ósigrar, þegar
byija varð á nýjan leik að vúina fylgi
við fagrar hugsjónir sem þegar hafa
reynst þjóðinni vel - en rætast aldrei
að fullu.“
Benedikt Gröndal var formaður Alþýðuflokksins 1978 þegar hann vann
sinn stærsta kosningasigur nokkru sinni og hlaut 14 þingsæti.