Alþýðublaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 22. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ o s k o ð a n i r Lífeyrissjódirverkalýdsfélaganna í umræðunni um stöðu verkalýðs- hreyfingarinnar hefur litið verið rætt um hlutverk hennar á öðrum sviðum en beint lúta að gerð kjarasamninga. í reynd eru verkalýðsfélögin og sjóðir þeirra stofnanir með víðtækt og mikilvægt hlutverk sem þarft er að rifja upp á afmæli Alþýðuflokks og Alþýðusambands. Pallborðið | í takt við þann áróður, sem al- mennt hefur verið rekinn gegn verkalýðshreyfmgunni, hafa sjóðum hennar ekki verið sparaðar kveðj- umar, þar með talið lífeyrissjóðun- um. Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að halda uppi vöxtum, fyrir að vera ekki stjórnvöldum leiðitamir við stjórnun efnahagsmála og standa illa gagnvart framtíðarskuldbinding- um sínum við sjóðfélagana. Einnig hefur verið gagnrýnt að saman fari aðild að verkalýðsfélögum og af- leidd skylda til greiðslu í þá sjóði sem þeim tilheyra. Vissulega er staða einstaka lífeyr- issjóðs verri en skyldi en obbinn af þeim á engu að síður fyrir öllum sínum skuldbindingum. Líta ber til þess að þeir, líkt og allur annar rekstur í landinu, fófu illa út úr verðbólgubáli liðinna ára. Rétt eins og fjármagn fyrirtækjanna, bank- anna og húsnæðislánasjóðanna brann upp, brann fé sjóðanna upp. Þetta sama fé átti að standa undir framtíðarskuldbindingum gagnvart sjóðfélögum, sem allar eru verð- tryggðar eða bundnar kauplagi á hverjum tíma. Lífeyrissjóðirnir hafa jafnframt veitt óhemju fjármagni til byggingar á félagslegu íbúðarhúsnæði, íbúða fyrir aldraða, námsmenn og öryrkja. Þetta hafa þeir gert fyrst og fremst með skuldabréfakaupum af Bygg- ingasjóði verkamanna og Bygginga- sjóði ríkisins, nær undantekninga- laust á öðrum og lakari kjörum en fáanleg hafa verið á frjálsum mark- aði. En markmiðið var gott og sam- ræmanlegt félagslegu hlutverki verkalýðshreyfingarinnar. Og merk- in standa. Heilu borgarhverfin í Reykjavík og raunar víða um land um land hafa risið fyrir tilstilli þess- ara sjóða í samvinnu við verkalýðs- félögin og verkalýðshreyfingunni til mikils sóma. Sjóðirnir hafa einnig verið stórir kaupendur rfkisverðbréfa á tiltölu- lega lágri ávöxtun í því skyni að stuðla að lækkun vaxta á frjálsum markaði og hafa alla tíð lánað fé sjóðfélaga til lengri tíma en banka- kerfið og með öðrum og talsvert lægri vöxtum. Með öðrum orðum, lífeyrissjóðir verkafólks hafa sinnt sínu hlutverki í efnahagslífið þjóðarinnar með sóma. Ekki einasta með því að stuðla að lækkun vaxta þegar það hefur átt við, heldur einnig með því að beina fjármagni sínu til uppbygg- ingar á sómasamlegu húsnæði fyrir sína félagsmenn, aldraða, öryrkja og námsmenn. Það hefur síðan komið byggingariðnaði í landinu til góða og komið í veg fyrir atvinnuleysi. Það er því ekki með nokkurri sann- girni hægt að halda því fram að þeir, rétt eins og verkalýðshreyfing- in öll, hafi ekki sinnt skyldum sín- um í þessu efni. Þetta er hins vegar ekki meginhlutverk lífeyrissjóð- anna. Margir stjórnmálamenn virðast telja að lífeyrissjóðirnir séu ein- hvers konar „ellilífeyrissjóðir" og þessa sama misskilnings virðist gæta hjá fleirum. A þeim forsendum er því haldið fram að rétt sé að rjúfa tengsl milli aðildar að verkalýðsfé- lagi og lífeyrissjóði og gefa fólki kost á því að greiða í svokallaða frjálsa lífeyrissjóði, sem eru sér- eignasjóðir. Það þýðir einfaldlega að sá sem í þá greiðir safnar upp sparnaði, sem bundinn er sam- kvæmt ákveðnum reglum og kemur til útborgunar þegar ákveðnum regl- ið til greiðslu ellilífeyris, 20 pró- sentum til greiðslu makalífeyris og 15 prósentum til greiðslu bama- og örorkulífeyris. Eflist sjóðurinn njóta allir þess saman og verði hann fyrir tapi axla allir það saman. Lífeyrissjóðirnir eru því sam- tryggingarsjóðir þar sem bræðra- lagshugsjón verkalýðshreyfingar- innar lagði hornsteininn. Tilvist „Lífeyrissjóðirnir eru samtryggingarsjóðir þar sem bræðralagshugsjón verkalýðshreyfingar- innar lagði hornsteininn. Tilvist þeirra er af- rakstur áratuga kjarabaráttu. Málefni lífeyris- sjóðanna eru svo nátengd hlutverki verkalýðs- félaganna og kjörum verkafólks samkvæmt kjarasamningum að ekki verður að skilið." um um tíma, aldur eða aflahæfi er fullnægt. Þetta er auðvitað gott og blessað. En lífeyrissjóðirnir sinna öðru og meira hlutverki og eru byggðir á öðrum forsendum. Þeir eru fyrst og fremst samtryggingarsjóðir þar sem félagsmenn greiða inn iðgjöld í samræmi við tekjur, en greitt er út í samræmi við þarfir. Rétturinn til bóta byggir ekki á að greidd iðgjöld séu færð til séreignar. Iðgjöldin eru grundvöllur stigaútreiknings sem aftur ræður nokkru um rétt til greiðslu úr sjóðnum en ekki öllu. Sumir greiða alla ævi til sjóðsins án þess nokkum tíma að þiggja þaðan annað en ellilífeyri meðan aðrir njóta vemlega greiðslna um langan tíma verði þeir fyrir áföllum eða makar þeirra og börn, falli sjóðfé- laginn frá á unga aldri. Þetta er augljóst þegar litið er til reglugerða sjóðanna og endurspegl- ast í reikningum þeirra, sem allir em opinberir og sæta eftirliti banka- eftirlits Seðlabankans. Árlegar greiðslur lífeyrissjóðs með nokkuð jafna aldursdreifmgu skiptast þann- ig að sem næst 65 prósentum er var- þeirra og hlutverk er afrakstur ára- tuga kjarabaráttu. Málefni lífeyris- sjóðanna eru svo nátengd hlutverki verkalýðsfélaganna og kjörum verkafólks samkvæmt kjarasamn- ingum að ekki verður að skilið. Hugmyndir sem lúta að því að skilja þetta að eru bein árás á verkalýðs- hreyfinguna, samningsrétt hennar og sjálfstæði. Hlutverki sínu í efna- hagslífi þjóðarinnar gegna þeir með sóma og standa, líkt og verkalýðsfé- lögin, að baki sínum félagsmönnum þegar á bjátar. Af þessu hlutverki mega verkalýðsfélögin vera stolt. Þótt gusti um vegna samninga um kaup og kjör á hverjum tíma eru líf- eyrissjóðirnir og starfsemi þeirra skýrt dæmi um þann langtíma ár- angur, sem sterk og sjálfstæð verka- lýðshreyfing nær með öflugri kjar- abaráttu og vísum stuðningi jafnað- armanna á Alþingi. Þennan stuðning fengu þau núna til þess að hrinda árásum ríkisstjómarinnar á Lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins og mega eiga hann vísan um ókomna fram- tfð. Höfundur er hagfræðingur. Hringiðan er nafnlaus dálkur sem birtist viku- lega í Viðskiptabladinu og er sagt að hann sé skrifaður af ýmsum frammámönnum í viðskiptalífinu. í hringiðu þessarar viku er fjallað um forsetakosningarnar og kvartar sá sem þar heldur á penna sáran undan því að enginn maður úr atvinnu- og viðskiptalífinu skuli vera nefndurtil sögunnar í tengslum við forsetafram- boð, þó að undanskildum Ólafi Ragnarssyni bókaút- gefanda. Segir höfundur að þó séu ýmsir frambaerilegir menn í forystu fyrir at- vinnufyrirtæki landsins sem mundu gegna embættinu með sóma. Spyr höfundur hvort þessir menn hafi ánetjast þeirri firru að emb- ættið sé fyrst og fremst ætl- að svokölluðum „menning- arvitum" og segir að þótt þjóðminjavörður og leik- hússtjóri hafi gegnt því með ágætum sé ekki þar með sagt að hver sem er úr „menningarlífinu" geti fet- að í fótspor þeirra eða að sjálfgefið sé að fólk með slíkan bakgrunn eigi heima á Bessastöðum... Aðskilnaður ríks og kirkju er aftur orðið brenn- andi hitamá! eftir biskups- mál og öll átökin innan þjóðkirkjunnar. Á þriðju- daginn heldur félagsskapur sem kallar sig Samtök um aðskilað ríkis og kirkju fund um þetta umdeilda efni og hefur honum verið fundinn staður í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Þar verður leitast við að svara ýmsum áleitnum spurningum, eins og til dæmis hvort tengsli ríkis og kirkju séu rótin að þeirri kreppu sem kirkjan er að ganga í gegnum? Ennfrem- ur er spurt hvort kirkja á framfæri ríkisins geti verið sjálfstæð, hvort trúarbragð- arjafnrétti ríki hér á landi og hvort raunhæft væri að skilja að ríki og kirkju fyrir árið 2000? Þeir sem reyna að finna svör við þessu eru h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson séra Baldur Kristjánsson biskupsritari, Kristín Ást- geirsdóttir alþingismaður, séra Ragnar Fjalar Lá- russon dómkirkjuprestur og Edvarð T. Jónsson fréttamaður, en fundarstjóri er Mörður Árnason... Það liggur fyrir útvarps- ráði greiða næsta mið- vikudag atkvæði um hver hreppir stöðu yfirmanns innlendrar dagskrárdeildar á Sjónvarpinu, en eins og Alþýðublaðið skýrði frá í gær eru umsækjendurnir sextán. í útvarpsráði spilar flokkapólitík vitaskuld oftar en ekki hlutverk, en margir telja þó líklegt að nánast flokklaus maður, Sigurður Valgeirsson, sé einna heit- astur að fá stöðuna. Sigurð- ur þykir hafa staðið sig skörulega sem ritstjóri Dagsljóss og einnig er vitað fyrjr víst að hann er vinsæl- asti kandídatinn meðal starfsmanna Sjónvarps- ins... „Fyrirgefðu, herra minn, en þú ert nú kominn að landamærum Bandaríkjanna og Mexikó og hér í guðs eigin landi höldum við uppi öllu stífari lögum og reglu en þarna yfir í landi tortilla-æatanna. Ég verð þarafleiðandi því miður að biðja þig og gjörvalla fjölskylduna að síga útúr bílnum. Það er sem mér sýnist að eitthvað sé bogið við andlit ykkar... J Hverjir verða íslandsmeistarar í handbolta? Guðmundur Ólafsson nemi: KA, að sjálfsögðu. Jón Erlingur Jónasson að- stoðarmaður landbúnað- arráðherra: Það verða auðvit- að KA. Árni Magnússon aðstoð- Vilhjálmur McDonald veg- armaður iðnaðar- og við- farandi: KA. skiptaráðherra: Það verður Afturelding. Sölvi Snær Magnússon verslunarmaður: KA vinnur að sjálfsögðu. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Ætlar HSÍ að leggja konurnar niður? Fyrirsögn í Helgarpóstinum í gær. Löggj afar valdið verður að taka af skarið, undan því verður ekki vikist eða fúið í flæmingi. Stefán Hrafn Hagalín í leiðara Helgarpóstsins í gær. 30 glannar í Kópavogi. Fyrirsögn í Mogganum í gær. Það er alveg fullvíst að það verður bitið þarna á móti. Björn Grótar Sveinsson formaöur Verkamannasapribandsins, . - . MQrgunblaö^ð í&a$r.,'; ji Verði umrætt frumvarp að lögum verður ekki annað sé en að ríkisvaldið hafi þar með viðurkennt, að samkynhneigt líferni sé eðlilegur lífsstíll, Hallgrímur S. Guðmannsson í lesendabréfi i -. - • ‘ ín'"'* 1 Morgunblaðinu í'gær. Málflutningur verkalýðsforingjanna er hins vegar ótrúverðugur, misvísandi og ekki boðlegur okkur sem viljum teljast til verkalýðssinna. Birgir Guðmundsson á víðavangi í Tímánum í gær. Ég reiknaði nú ekki með að verkalýðshreyfingin yrði með nein húrrahróp eftir þann forsmekk sem varð á dögunum. Páll Pétursson félagsmálaráðherra. DV i gær. fréttaskot úr fortíð Með málaðar varír og bera kálfa í kirkju I London hefir undanfamar vikur mikið verið talað um það, hvort það sómi sér fyrir unga stúlku, að ganga til altaris með málaðar varir og bera kálfa. Margir prestar hafa þegar lýst því yfir, að þeir muni framvegis neita ungurn stúlkum um „líkama krists og blóð“ ef þær komi með málaðar var- ir, og nú nýlega skrifaði nafnkunnur prestur grein í eitt kirkjuritið enska, sem er þrungin vandlætingar yfir því , að stúlkur skuli láta sjá sig í kirkju með bera kálfa. Alþýðublaðið sunnudaginn 26. mai 1935

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.