Alþýðublaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 8
► * wwvarói/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Föstudagur 22. mars 1996 MWBLMII 46. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Heimsbyggðin horfir áhyggjufull í austurveg þar sem Kínverjar stunda vopnaskak undan ströndum Tævan. Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þess efnis að Bandaríkjamenn komi Tævan til aðstoðar ef Kínverjar ráðist á landið. Þetta er enn eitt dæmið um hvernig Kínastjórn er öll að fær- ast í aukana, svo mjög að flestum ríkjum heims þykir nóg um. Þegar bætast við fregnir af hrikalegum mannrétt- indabrotum í Kína er ekki nema von þótt menn spyrji Hvað á að gera við Kína? um það ljóst að það er þeim í hag, pól- itískt og efnahagslega, að eiga frið- samleg og opin samskipti við aðrar þjóðir heims. Ég held að það verði ekki gert með of harkalegum við- brögðum. Heldur ekki með þvf að láta eins og ekkert sé. Árni Snævarr fréttamaður Enginn getur úti- lokað slysaskot Það er svolítið kostulegt að fylgjast með umfjöllun á Vesturlöndum um málefni Kína þessa dagana, það er engu líkara en menn hafi ekki tekið eftir því að þar er einsflokks ríki og herskátt þegar sá gállinn er á því. Út af fyrir sig er heldur ósennilegt að til átaka komi við Tævan. Hvorki Kín- verjar, Tævanar né Bandaríkjamenn hafa hag af því. Tævanar eru stórir fjárfestar í Kína og allt tal um sjálf- stæðisvilja eyjaskeggja er stórlega orðum aukið. Viss öfl í Kína, ekki síst innan hersins, telja þó greinilega sér í hag að æsa upp þjóðrembu og enginn þorir að standa gegn aðgerðum sem miða að því að sameina Tævan fasta- landinu. Það getur enginn útilokað slysaskot, staðbundin átök gætu stig- magnast þótt enginn hafi ætlað í upp- hafi að koma öllu í bál og brand. Það er ljóst að þótt að öldur lægi, ef ekki verður stórslys, þá er fyllsta ástæða til að íylgjast með Kína, enda veit enginn hver fyllir tómarúmið þeg- ar öldungurinn Deng Xiaoping gefur upp öndina. Það er eins víst að valda- barátta sigli í kjölfarið og hætta gæti stafa af því að keppinautar innan Kommúnistaflokksins vilja mikið til vinna að afla sér hylli Alþýðuhersins og það gæti verið ávísun á vígbúnað, vopnaskak og jafnvel átök við ná- granna. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International Það verður að ijúfa þagnarmúr- inn í síðustu viku hófst alþjóðleg her- ferð Amnesty International vegna mannréttindabrota í Kína. Samtökin gáfu út skýrslu við upphaf herferðar- innar sem ber yfirskriftina „Enginn er óhultur". í henni er gerð ítarleg grein fyrir ástandinu í Kína. Staðreyndimar eru þekktar, en samt eru ríkisstjómir um allan heim ófúsar til að taka skýra afstöðu til mannréttindaástandsins í Kína. Fulltrúar Amnesty International í Bangkok vom handteknir og komið í veg fyrir að þeir tækju þátt í blaða- mannafundi við upphaf herferðarinn- ar. Einir 18 Amnesty-félagar í Nepal voru handteknir þegar þeir voru að kynna herferðina í Khatmandu. Þessir atburðir sanna að kínverskum stjóm- völdum nægir ekki að þagga niður í kínverskum andófsmönnum. Skilaboð Kínveija em skýr. Engum skal líðast að fjalla um mannréttindamál í Kína. Kínversk yfirvöld reyna að kveða nið- ur alla gagnrýni, og fjöldi ríkisstjóma víða um heim þegir þunnu hljóði. Þessa dagana stendur yfir fundur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna í Genf; nefndin hefur aldrei sam- þykkt ályktun um ástand í mannrétt- indamálum í Kína. Efnahagslegir og pólitískir hagsmunir vega þyngra en örvænting allra þeirra sem þola fang- elsanir, pyntingar, aftökur og önnur brot á mannréttindum. Fulltrúar frá Amnesty Intemational áttu nýlega fund með Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra, á þeim fúndi var meðal annars rætt um mikil- vægi þess að íslendingar fordæmdu mannréttindabrot í Kína á fúndi mann- réttindanefndarinnar og stuðluðu þannig að því að nefndin samþykkti ályktun um Kína og fari fram á að Kínveijar staðfesti og virði alþjóðlega mannréttindasáttmála. Við upphaf herferðarinnar hér á landi var efnt til opins fundar þar sem yfirmaður lögfræðideildar Amnesty Intemational, Nicholas Howen, hafði framsögu. Öllum alþingismönnum vom send boð á fundinn, en ekki einn einasti mætti. Hvemig eiga Islending- ar að geta beitt sér á alþjóðavettvangi í þágu mannréttinda ef áhugaleysi þing- manna er slíkt. Eða vega efnahagsleg- ir og pólitískir hagsmunir þyngra en þjáningar fómarlamba mannréttinda- brota? Spumingin er hvaða skilaboð sendir alheimssamfélagið íbúum Kína. Mun mannréttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna láta mannréttindabrot í Kína óá- talin, í þágu efnahagslegra hagsmuna ýmissa aðildarríkja. Munu fullúúar ís- lands á fundinum þegja um ástandið í Kína? Þögnin sendir skilaboð til kín- versku þjóðarinnar um að alþjóðasam- félagið samþykki áframhaldandi af- tökur, pyntingar, óréttláta dómsmeð- ferð, áralangar gæsluvarðhaldsvistir og önnur brot. Ætlar alþjóðasamfélag- ið að staðfesta að „enginn er óhultur í Kína“? Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur Eigum að taka þátt í alþjóðlegri fordæmingu Ég er þeirrar skoðunar að íslending- ar eigi ekki að sinna neinum samskipt- um við Kínveija umfram viðskipti á gagnkvæmum grundvelli. Ég er and- vígur viðskiptabönnum, því þá þyrft- um við að setja viðskiptabönn á svo margar þjóðir. Það var fullkominn tví- skinnungur þegar íslendingar settu viðskiptabann á Suður- Afríku en héldu áfram viðskiptum við Sovétrík- in. Þó við eigum að halda áfram að stunda viðskipti við Kínaveldi þurfum við að hafa í huga að við eigum miklu meiri viðskipti við Tævan og við græðum miklu meira á þeim viðskipt- um. Við eigum að einbeita okkur að góðum og vinsamlegum samskiptum við Tævan, sem er þrátt fyrir allt lýð- ræðisríki og hefur náð umtalsverðum árangri £ efnahagsmálum síðustu ára- tugi. Við eigum að taka þátt í alþjóðlegri fordæmingu á sífelldum og skefja- lausum mannréttindabrotum í Kína- veldi og við eigum alls ekki að að- stoða Kínveija við kúgunina með sér- stökum vildarkjörum í viðskiptum. Allur hinn siðmenntaði heimur verður að snúast öndverður við hótunum Kínveija í garð Tævan og einnig lítt dulbúnum hótunum í garð Bandaríkja- manna. Það sannast hér sem endranær að Bandaríkin eru í fararbroddi lýð- ræðisþjóðanna gegn alræðisherrunum um allan heim. Emil Bóasson, fyrrverandi for- maður Kínversk-íslenska menn- ingarfélagsins Þad er sparkað í Kínverja Hvernig eigum við að umgangast fólk? Kína er íjölmennasta ríki heims, þar er öflugur markaður. Hér berja menn sér á brjóst og tala um algild mannréttindi, en enginn veit hvað átt er við. Meira að segja á Islandi hafa ekki allir menn aðgang að vinnu eða húsnæði, en í Kína er fólki séð fyrir húsnæði og mat. Menn tala um skort á tjáningar- og skoðanafrelsi í Kína, en ef menn tjá skoðanir sínar á Islandi af- dráttarlaust þá eru þeir jafnvel dregnir fyrir dómstóla fyrir meiðyrði. Það er ósköp gott að hafa einhvem til að sparka í. Sovétríkin eru iiðin undir lok. Þá eru Kínverjar eftir og mönnum þykir upplagt að spaika í þá. Ef áhugi heimsbyggðarinnar byggist á því að fá Kínveija til að varpa kjam- orkusprengjum að Los Angeles eða Reykjavík þá er um að gera að ein- angra þá. Ég held hins vegar að vin- samleg samskipti þjóða verði til þess að tortryggni minnki þeirra á milli. Kínverjar eru að mínu mati friðsöm þjóð. Þeir segja að átökin um Tævan séu innanríkismál og hingað til hafa Tævanar sagt það sama því sam- kvæmt stjómarskrá Tævan er Tævan fylki í Kína. Guðrún M. Ólafsdóttir dósent Erfrtt að sjá bestu leiðina Þetta er spuming sem veldur mér þó nokkm hugarangri um þessar mundir. Fréttimar frá Kína, bæði af ástandinu í mannréttindamálum og af vopnaskaki þeirra, em ógnvænlegar og ég á erfitt með að sjá hver er besta leiðin til að hafa áhrif á stjómvöld. Ég er hrædd um að spennan vegna kosninganna í Tævan flæki málið og geri það erfið- ara fyrir þá sem vilja hafa áhrif á mannréttindamálin í Kína. Aðalatriðið íyrir mér er að eitthvað verði gert og það verði gert á þann hátt sem líkleg- astur er til að gagnast kínverskri al- þýðu. Mér er afar hlýtt til hennar. Sú manneskja sem mér þótti vænst um í bamæsku, næst á eftir foreldmm mín- um, var fátæk kínversk kona sem hafði lifað af miklar hörmungar. Ég held að hún sé dæmigerð íyrir obbann af kínverskri alþýðu enn í dag. Mér verður líka hugsað til þess vonglaða, duglega og þróttmikla fólks sem ég hitti þegar ég var á ferð í Kína um páskaleytið í fyrra, sem vom þátttak- endur í hinni geysilegu efnahagsupp- byggingu sem nú á sér stað. Það væri hörmulegt ef starf þeirra og vonir yrðu að engu. Of harkaleg viðbrögð Vesúirlanda gætu kynt undir aldagamlan hroka kínverskra stjómvalda, svo þau haldi sínu striki hvað sem tautar og raular og sigli öllu í strand eins og áður hefur gerst og fom og ný dæmi sanna. Það sem er svo skelfilegt er hversu mikla möguleika kínversk stjómvöld hafa til að einangra þjóðina og mata hana á einhliða áróðri. Vandinn er annars vegar að finna leið sem tryggir að al- þýða manna geti fylgst með opinni umræðu um mannréttindi og lýðrétt- indi og hins vegar að gera stjómvöld- ■ Gallupkönnun á fylgi flokkanna Alþýðubandalagið réttir úr - Framsoknarflokkurinn á undir högg að sækja Alþýðubandalagið réttir úr kútnum og gott betur í skoðankönnun Gallup sem gerð var dagana 28. febrúar til 4. mars. Fylgi Alþýðubandalagsins í könnuninni er 20,3 prósent, það hækkar um fjögur prósentustig frá sambærilegri könnun sem Gallup gerði í janúar, og er þetta raunar í fyrsta sinn sem Alþýðubandalagið fær meira en 20 prósent í Gallup- könnun. Alþýðubandalagið fékk 14,3 prósenta kjörfylgi í síðustu kosning- um. Má gera því skóna að átök ríkis- stjómarinnar við opinbera starfsmenn að undanförnu komi Alþýðubanda- laginu til góða þessa mánuðina. Framsóknarflokkur dalar allnokkuð frá síðustu Gallupkönnunum. Hann fær aðeins 19,1 prósent og er þett í fyrsta skipti síðan fyrir kosningar að flokkurinn hefur minna en 20 pró- senta fylgi. Framsóknarflokkurinn fékk 23,3 prósent atkvæða í kosning- unum síðastliðið vor. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu fylgi í könnuninni, fær 41,9 prósent, og hefur mestanpart verið á því róli síðan í kosningum. Alþýðuflokkurinn tók nokkurt stökk í síðustu Gallup- könnun, fékk þá 16,2 prósent, en fer nú í svipað horf og í sams konar kútnum könnunum undangengið ár, fær 12,3 prósent. Kvennalistinn fær 4,1 prósent í könnuninni, réttir ögn við, en fylgi Þjóðvaka mælist aðeins 1 prósent. Úrtakið í skoðanakönnuninni eru 1200 einstaklingar af öllu landinu og var svarhlutfall 72,9 prósent. Óákveðnir vom 16,4 prósent en þeir sem ætla ekki að kjósa eða skila auðu em 6,5 prósent.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.