Alþýðublaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 5
FOSTUDAGUR 22. MARS 1996 ALÞYÐUBLAÐHD ó s v a k i n n fjallar Sigurður Hr. Sigurðsson, fyrrum starfsmaður Sjónvarps- íi og segir að tregðulögmálið sé í fullu fjöri hjá stjórnendum Rík- sé einfaldlega of þungt í vöfum til að breytingar geti átt sér stað tefnir Sjónvarpið? Hún veit hvað hún vill, þokkalegan snakkþátt um ijölskyldu á Grænlandi. Kvöldinu lýkur svo með Kontra- punkti, samnorrænni framleiðslu, sem eins og söngvakeppnin fræga er orðið tímabært að hætta með, enda virðast íslensku þátttakendurnir ekki eiga neitt í skandínavíska andstæðinga sína. Mánudagur er samkvæmt venju til mæðu, enda er ekkert þar í boði. Á þriðjudegi er þátturinn Ó á dagskrá, ágætis unglingaþáttur. Miðvikudagur- inn býður upp á tvo liði, Nýjustu tækni og vísindi sem er gamall og afar einfaldur í framleiðslu, enda fæst mik- ið af efninu gefins, og svo Fjölskyld- una, fræðsluþátt sem látið er vel af. Þessari sjónvarpsviku lýkur svo á fimmtudegi þar sem Gettu betur er á dagskrá, enn einn spumingaþátturinn sem birtist ár eftir ár. Þessi upptalning er með ólíkindum. Hvar er metnaðurinn? Hvar er leikið íslenskt efni? Að vfsu getur maður varla óskað þess að sjá meira í líkingu við leikþættina sem sýndir eru í upp- hafi þáttanna Þeytingur. Hafiði séð heilan Þeytingsþátt? Ef ekki, þá skul- uð þið þakka Guði fyrir og halda ykk- ur frá skjánum næst þegar sá þáttur birtist. Tregða stjórnenda og starfsfólks Sjónvarpið er í slæmum málum. Það virðist vera svo þungt í vöfum að eðlilegar breytingar geti ekki átt sér stað. Það er alltaf í millibilsástandi, til dæmis í húsnæðismálinu fræga og samnýtingu með Utvarpinu. Tregðu- lögmálið er í fullu gildi, bæði hjá stjómendum og starfsfólki almennt og deildimar berjast innbyrðis um fjár- magn og völd í stað þess að hugsa um heildina út á við og hagkvæmni í i>rn>» m amm niHM*t*irr u Uinn l-jmirmn vr uni- Híitd al spurnjnRAfpj'H. tupiadiuui, iitgtýuss^. iksi <>s Ibnstu *|i3fuai. «« HtXíí «i U up>* f kflíi tf. ,\ÍM «f MKlWqá viönvjrpwfnt i hoia lílni. in nu v>n |>unfci f Uilimi ifMilotor brcii- úgir grti ckki ih vér su<5 fuð t-r siluf i niiaiNUiAwsh. UL ! Iní'.n.vúMiúllnu lu$t ojtunmítlnpi mr>1 t tvir|*m friT>úii!'íxniii- Ið tr i f«llu fýívll. b.iúi h|í siiówtiidum n* -stuf'föiki alsuciKH og tViklírinr fcctlivl krn’ b)ióH imi filnntRii i>j| »öld í þfsv ið huK<a nm hiildfiM út i itð ojt lu*- ktifmal f rck'lti Lf iflritjóimn cr iknðiið. 'fr nuður *m»r»»ciar ntitrjwrið "K •»•#* ( r i m ■ > A\num .(SWÍ\1.JI; trá tlrttlrl ■ ttírrr SlgJtórulAulr, l\ .. 1 CuimnndtipH, StnnhlMnr KonráAuláillr, Ivgl lltrgnmnn tilveruréttur stofnunarinnar tæpast standa á traustum gmnni. Það er að minnsta kosti hæpið að skylda fólk til greiðslu afhotagjalda ef ekki er um al- gjöra sérstöðu að ræða. Skortur á metnaði og hugmyndum Til að auka framleiðslu vandaðs efnis þarf aukið fé, en það er ekki nóg, því að einnig þarf góðar hugmyndir, metnað og hæfí starfsfólk. Innan Sjón- varpsins er mikið af hæfu starfsfólki, á því leikur enginn vafi, en oft á tíðum skortir þar metnað til að gera betur. Það tíðkast nefnilega ekki að gagn- rýna fólk á heilbrigðan hátt fyrir störf þess, hrósa þegar við á og finna að því sem ekki er vel gert. Afleiðingamar em þær að fólki fer að standa á sama og kastar til hendinni. Auðvelt er að benda á hluti eins og tæknileg mistök í útsendingu, sem gerast á hverjum degi, en einnig má benda á fjölmargt í framleiðslu ýmissa þátta sem illa er að „Útvarpsstjóri er fyrrverandi prestur og þjóðgarðsvördur á Þingvöllum og virðist enn í dág vera á jafn rangri hillu og hann var fyrir fimm árum síðan, þegar hann tók við starfinu. Hann er maður fortíðarinnar, nokkuð sem Sjónvarpið síst af öllu þarfnast." rekstri. Ef yfirstjómin er skoðuð, sér maður annars vegar útvarpsráð og hins vegar framkvæmdastjómina með útvarps- stjórann milli sfn. Hann er fyrrverandi prestur og þjóðgarðsvörður á Þing- völlum og virðist enn í dag vera á jafn rangri hillu og hann var fyrir fimm ár- um síðan, þegar hann tók við starfinu. Hann er maður fortíðarinnar, nokkuð sem Sjónvarpið síst af öllu þarfnast. Af þeim 1400 milljónum sem Sjón- varpið hafði til ráðstöfunar á síðasta ári fór innan við helmingur, 635 millj- ónir, til dagskrárdeildanna. Þar af fóm einungis 200 milljónir til innlendrar dagskrárgerðar (utan frétta og íþrótta), sem ætti svo sannarlega að vera stolt stofnunarinnar. Það er auðvitað ljóst að framleiðsla vandaðrar dagskrár kostar mikið, margfalt á við sambæri- legt innflutt efhi, en án hennar myndi VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN SKIPHOLTI 50A - 105 REYKJAVÍK - ÍSLAND SÍMAR 568-8930 & 568-8931 - FAQX 562-1885 Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 30. mars 1996 kl. 14.00 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Onnur mál Stjórnin mikið framboð er af hæfu fólki og fyr- irtækjum á flestum sviðum sjónvarps- vinnslu. Með verkefnaráðningu fæst líka oft betur passandi fólk fyrir við- komandi verkefhi en Sjónvarpið hefur á vakt í það og það skiptið. Einnig myndi húsnæðisþörf Sjónvarpsins minnka við þetta og það rúmast betur í Efstaleitinu. Kostnaður við dreifikerf- ið er alltof hár (70 milljónir á ári) og þarf að endurskipuleggja rekstur þess. Sagt er að nefhd innan menntamála- ráðuneytisins sé nú að undirbúa frum- varp sem gerir ráð fyrir auknum að- skilnaði deilda Utvarpsins og Sjón- varpsins. Ef svo er, þá stefnir það á móti heilbrigðri skynsemi og áliti sumra stjómenda fyrirtækisins, eins og tO dæmis Markúsar Arnar Antons- sonar, framkvæmdastjóra Útvarpsins, og Eyjólfs Valdimarssonar, fram- kvæmdastjóra tæknisviðs RÚV. Auk- in samvinna og samnýting hlýtur að hafa vakað fyrir þeim sem vildu flytja Útvarpið og Sjónvarpið undir sama þak. í Morgunblaðinu þann 14. febrúar lætur Markús einnig í ljósi þá skoðun sína að Sjónvarpið eigi fyrst og fremst að bjóða upp á gott íslenskt efhi, í stað þess að reyna að keppa við einkareknu stöðvamar og þenja út dagskrána með „Það er auðvitað Ijóst að framleiðsla vandaðrar dagskrár kostar mikið, margfalt á við sambærilegt innflutt efni, en án hennar myndi tilveruréttur stofnunarinnar tæpast standa á traustum grunni. Það er að minnsta kosti hæpið að skylda fólk til greiðslu afnotagjalda ef ekki er um algjöra sérstöðu að ræða." tæknideild og fréttastofum. Innlendar sjónvarpsfréttir em hvort eð er sjaldn- ast annað en útvarpsfréttir með talandi hausum í mynd eða tilgangslausri my ndskreytingu. Skoða þarf hvort ekki borgi sig að skera verulega niður í sumum deild- um, til dæmis tæknideild og leik- myndadeild og verkefharáða fólk eftir þörfum. Æviráðnum starfsmönnum með háan meðalaldur hættir til að slaka um of á og nú er svo komið að erlendu afþreyingarefhi. Ekki er annað hægt en að taka undir þessi orð hans, en maður veltir því fyrir sér hvort þau séu nokkurs megn gegn öllum neftid- arálitunum. Höfundur er kvikmyndageröarmaöur{ en starf- aöi um fjögurra ára skeiö hjá Sjónvárþmtí, meðal annars sem útsendingarstjóri. Greinin birtist fyrst ( mars/apríl hefti Lands og sona, en þaö er málgagn Félags kvikmyndageröar- manna. Millifyrirsagnir eru Alþýöublaösins. ■ Sveinbjörn I. Baldvinsson dagskrárstjóri Vonlaus barátta „Mér finnst vel hafa tekist til með annað skrefið, að koma Sjónvarpinu í samband við þjóðina. Hinn fóturinn, sem snýr að leikna efninu, er aftur á móti alveg óhreyfður," segir Svein- bjöm I. Baldvinsson dagskrárstjóri í viðtali sem birtist í Landi og sonum, málgagni Félags kvikmyndgerðár- manna. Þar segir hann ennfremur um viðskilnað sinn við Sjónvarpið, en þar lætur hann af störfum innan skamms: „Við kaupum að vísu bíómyndir og stuttmyndir og það fara sennilega um tuttugu milljónir á ári í leikið efni hjá okkur, en það er ekkert nálægt því sem hægt er að sætta sig við. Ég hreinlega endist ekki lengur til að standa í því sem ég upplifi sem von- lausa baráttu. Maður kemur hingað fullur af sannfæringar- og baráttu- krafti, en svo þegar maður finnur lit- inn árangur er aðeins tfmaspursmál hvenær maður snýr sér að einhverju öðru, eða þá verður samdauna kyrr- stöðunni. Mér finnst með ólíkindum, þegar framboð eykst stöðugt á erlendu efhi, að engar áherslubreytingar skuli verða hjá Ríkisútvarpinu og ég bara treysti mér ekki til að vera þátttakandi í því viðbragðaleysi. í nýlegri fundargerð sem búið er að dreifa tók- útharpsráð til dæmis undir þau ummæli ráðherra að firéttastofur Ríkisútvarpsins eigi að hafa forgang hjá stofnuninni. Þetta tel ég ótíðindi fyrir Innlenda dagskrár- deild og reyndar ótíðindi fyrir sjón- varpsáhorfendur yfirhöfuð. Ekki síst þegar ég tengi þetta tölum sem ég er nýbúinn að sjá frá hagdeild RÚV, þar _ séttí kerhui* fram'ný fréttásíóía ^Sjón- | varpsins kostar stofnunina jafn mikið og starfsemi Innlendrar dagskrárdeild- ar, sem þó er ætlað miklu yfirgrips- meira svið.“ staðið. Erfitt er að koma með lausnir á stór- um vandamálum eins og þessum, en sú aðferð sem notuð er, að skipa nefndir í stórum stíl til að skila áliti sem lítið er farið eftir, er ekki líkleg til árangurs. Best væri að ráða hæfa og metnaðarfúlla manneskju til að endur- skipuleggja alla starfsemina frá grunni, gefa henni fullt vald til að skera niður, segja upp fólki og breyta öllu því sem breyta þarf. Kostnaður þarf að minnka og yfirmönnum að fækka Mlkilvægt er að drífa af flutninginn upp í Efstaleiti og er ekki óeðlilegt að rflcissjóður legði til fjármagn við það. Fækka þarf yfirmönnum, minnka alla yfirbyggingu og kostnað við rekstur og samnýta betur deildir og starfsfólk með Útvarpinu, til dæmis slá saman 'OWCr AI m e n n i n g s h I a u p Laugardaginn 27. apríl 1996. Hlaupið hefst kl. 11:00 við Miðbæjarskólann. Skráning hefst kl. 9:00. Vegalengdir: A) 3 km: Skemmtiskokkshringurinn í Reykjavíkurmaraþoni án tímatöku. B) 10 km: Hlaupið vestur í bæ; Markúsarstíg út í Öskjuhlíð. Tímataka. Sveitakeppni: Þriggja manna sveitakeppni í öllum flokkum karla og kvenna í 10 km. hlaupinu. Verðlaun: Fyrsti karl og fyrsta kona fá frábæra hlaupaskó ffá Mizuno í verðlaun. Auk þess verðlaunapeningar (fyrstu þijú sætin) verðlaun í sveitakeppni og ljölmörg glæsileg útdráttarverðlaun bæði í 3 km. og 10 km. hlaupinu. Pastaveisla: Frábærir pastaréttir frá Barilla í hátíðásal Miðbæjarskólans handa öllum eftir hlaupið. Þátttökugjald: í 10 km. hlaupi, kr. 600,- og í 3 km. hlaupi kr. 400. Þeir sem eru 14 ára og yngri greiða kr. 300,-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.