Alþýðublaðið - 26.03.1996, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996
MfflmiMÐ
21087. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Símboði auglýsinga 846 3332
Áskriftarverð kr. 1.500 mArsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Ef Bcnedikt Davíðsson
væri bóndi
Eitt af stærstu vandamálum íslenskra stjómmála er undirlægju-
háttur stjómmálamanna gagnvart sérhagsmunahópum hvers kon-
ar. Þegar inn á Alþingi er komið starfa þingmenn og ráðherrar
eins og sendiherrar sérhagsmuna og láta segja sér fyrir verkum
eins og viljalausum verkfæmm. Stefnan í landbúnaðarmálum er
ákveðin af Búnaðarþingi eða í samningaviðræðum við bænda-
samtökin; í sjávarútvegsmálum kemur línan frá Landsambandi
íslenskra útvegsmanna. Alþingi gerir vart annað en að kvitta auð-
mjúklega undir ákvarðanir sem í raun vom teknar úti í bæ. A
dögunúm vildi landbúnaðarráðherra semja við kjúklingabændur
um breytingar á verðmyndun á eggjum og kjúldingum eftir að
upp komst um samsæri eggjaffamleiðenda til að halda uppi verði
á eggjum.
Þingmenn segja gjaman sem svo að ekki sé hægt að setja reglur
í blóra við þá sem eftir þeim eiga að vinna. Allir sem eitthvað
þekkjá til ’starfa Alþingis vita að þingmenn snúa sér vart hálfhring
án þéss að spyrja einhverja hagsmunaaðila álits fyrst. Hinir sjálf-
skipuðu „vinir bænda“ á Alþingi sjá til þess að ekkert sé gert í
málefnum bænda án þess að bændur hafi sjálfír samþykkt það
áður. Einn af hinum digm bændavinum á Alþingi heitir Páll Pét-
urssqndfrá JHellustöðum og gegnir nú embætti félagsmálaráð-
herra. Hugaifar Páls - og raunar Framsóknarflokksins - afhjúp-
aðist með dramatískum hætti í síðustu viku. Þegar Alþýðusam-
band íslands og önnur samtök launafólks eiga í hlut skal ekki
reynt að ná sátt um þær leikreglur sem þessi samtök verða að
starfa eflir. .Samningar vom ekki fullreyndir um breytingar á
vinnulöggjöfmni, en samt flytur ráðherran málið af miklu offorsi
inn á Alþingi. Getur nokkur maður séð fyrir sér Pál Pétursson -
eða aðra ráðherra Framsóknarflokksins - haga sér með slíkum
hætti þegar málefni landbúnaðarins em annars vegar? Ef Bene-
dikt Davíðsson væri bóndi, myndi Páll frá Höllustöðum ekki
haga sér á þennan hátt. .
Hin óvænta stefhufesta Páls Péturssonar segir mikla sögu um
þá ríkisstjóm sem nú situr. Þegar sérhagsmunir hvers konar eiga í
hlut skal bugta sig og beygja fyrir hagsmunahópum, en þegar
málefni verkalýðshreyfingamnar eiga í hlut skal valta yfir sjónar-
mið öflugustu hreyfingar almennings í landinu. Tilraunir til sátta
vom allar í skötulíki. Eftir stendur það afrek Páls að sameina
verkalýðshreyfinguna gegn fmmvarpinu og seinka samkomulagi
um nýjar leikreglur á vinnumarkaði.
Nýr leikhússtjóri
Þórhildur Þorleifsdóttir hefur verið ráðin leikhússtjóri Leikfé-
lags Reykjavíkur. Þórhildur er vel að starfinu komin, þótt ekki
verði hlutskipti hennar talið öfundsvert. Ráðning hennar leysir
ekki þann djúpa vanda sem Leikfélagið hefur komið sér í, enda
má gera því skóna að hún sé vandlega tjóðmð áður en hún tekur
við starfinu. Ráðandi klíka í Leikfélaginu tekur enga áhættu eftir
það sem á undan er gengið.
Ráðning Þórhildar breytir engu um nauðsyn þess að endur-
skoða ffá gmnni samskipti Reykjavíkurborgar og Leikfélagsins.
Fjárframlög Reykjavíkurborgar þar með talin. Stuðningsmenn
Reykjavíkurhstans munu ekki sitja þegjandi undir því að fámenn
klíka í Leikfélagi Reykjavíkur komi í veg fyrir eðlilega þróun
leiklistar í Borgarleikhúsinu. Tengsl einhverra klíkubræðra við
ákveðna stjómmálaflokka eða nýráðins leikhússtjóra við boigar-
stjórann og flokk hennar, mega ekki koma í veg fyrir nauðsyn-
lega uppstokkun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir getur ekki látið
stefhumótun í þessu máU reka á reiðanum. Hinn almenni kjós-
andi í Reykjavík, skattgreiðandinn sem fjármagnar klíkufélagið, á
heimtingu á því að tekið sé á þessu máli af festu. Það verður eftir
því tekið hvemig borgarstjórinn heldur á máUnu næstu mánuði.
Stenst hún prófið? ■
Grfman fallin
Ríkisstjórnin er kominn út úr
skápnum. Gríman er fallin. Nú sést
loks orðið í hennar rétta andlit. Yfir
þing og þjóð hefur á síðustu dögum og
vikum rignt inn frumvörpum frá ríkis-
stjóminni, sem eiga það öll sameigin-
legt að skerða kjör og sjálfsforræði
launafólks í landinu og þar sem í leið-
inni er reynt að rústa samtök þess -
verkalýðshreyfmguna í landinu.
Ut af fyrir sig þarf þessi afstaða
ríkisstjómar íhalds og framsóknar ekki
að koma nokkrum á óvart í ljósi
reynslunnar - þessi helmingaskipta-
stjóm sver sig í ættina og ætlar að feta
dyggilega í fótspor þeirra sem á undan
hafa farið. Nægir þar að neftia reynsl-
una frá 1974-1978 og 1983-1987, en í
báðum tilvikum fóru hægri stjórnir
Hál^^ |
þessara ára í hörkuslag við samtök
launafólks í landinu - og töpuðu.
Kjósendur hegndu framsókn og íhaldi
með eftirminnanlegum hætti.
Ríkisstjóm Davíðs fór hægt af stað
- lét lítið á sér kræla. Gerði sem
minnst. Nú hins vegar er öllu sleppt
lausu. Fyrst fór fjármálaráðherra í
gang með fmmvarp um lífeyrissjóði
opinberra starfsmanna, þar sem um
var að ræða umtalsverða kjaraskerð-
ingu. Davíð sá þó sitt óvænna og
kippti því frumvarpi út af borðinu.
Síðan íýlgdi ffumvarp frá Friðrik um
réttindi og skyldur opinberra starfs-
manna, sem er sama marki brennt -
klár kjara- og réttindaskerðing gagn-
vart starfsmönnum ríkisins og sveitar-
félaga. Davíð lét Friðrik fara sínu
fram í því máli og það frumvarp er til
umfjöllunar í þinginu.
Ekki vildi ffamsókn verða minna í
sniðum en þeir íhaldsmenn á höfuð-
bólinu og nú fór Páll Pétursson félags-
málaráðherra á flot með lítt hugsað
ffumvarp um ennþá minna ígrundaðar
breytingar á sjálfri vinnulöggjöfinni.
Og þessar breytingar lætur framsókn
sér til hugar koma að knýja í gegn á
Alþingi með alla verkalýðshreyfing-
una og félagsmenn hennar harða á
móti. Um það deilir enginn að skyn-
samlegt er að skoða möguleika á end-
urbótum á samskiptareglum á vinnu-
markaði, meðal annars með það að
markmiði að gera viðræður um nýja
kjarasamninga markvissari. Auk þess
er mikilvægt að verkalýðshreyfmgin
sjálf ræði leiðir til að auka þátttöku og
ábyrgð hins almenna félagsmanns.
Hið síðamefnda á hins vegar að vera á
forræði verkalýðshreyfingarinnar
sjálfra, en ekki verkefni þingmanna
íhalds og framsóknar að skipa fyrir
um innri mál verkalýðshreyfingarinn-
ar. Um fyrrnefnda atriðið voru við-
ræður í gangi milli aðila vinnumark-
aðarins, vinnuveitenda og verkalýðs-
hreyfingarinnar. Þeim var ekki lokið
þegar félagsmálaráðherra fór af stað í
sitt gönuhlaup.
Stjómarandstaðan hefur staðið fast
saman í þessum málum öllum og
gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega og
notið ríkulegs stuðnings verkalýðs-
hreyfingarinnar í landinu í þeim mál-
um. Eins og ffam hefur komið í ffétt-
um var ákafinn svo mikill hjá stjómar-
liðum, að þeir keyrðu málið áfram í
skjóli nætur til að koma frumvarpi fé-
lagsmálaráðherra inn í félagsmála-
nefnd fyrir páskahlé þingmanna.
Stjórnarandstæðingar ræddu málið
fram og til baka, en stjómarliðar vom
fjarri og tóku lftinn sem engan þátt í
þeirri lýðræðislegu umræðu. Óvirðing
þeirra gagnvart málinu, þingi og þjóð
var alger. Þeir vom hins vegar kallaðir
fram úr rúmum sínum eftir miðnætti á
föstudagskvöldið til að greiða at-
kvæði. Það gerðu þeir eins og vél-
menni, án þess að hafa nokkuð kynnt
sér málið eða lýst viðhorfum sínum til
þess. Stjómarandstæðingar lýstu and-
úð sinni á þessum vinnubrögðum,
þessari valdníðslu og óvirðingu við
þingið og gengu af fundi. Vildu láta
stjómarþingmenn sjálfa bera ábyrgð á
sínum vafasömu gjörðum.
Það er hins vegar ljóst, að ekki er
sopið kálið þótt í ausuna sé komið hjá
þeim stjómarliðum. Það er aðeins ein
omsta að baki, en allt stríðið er effir.
Ríkisstjómin er veik málefnalega og
hennar innri styrkur ekki mikill þegar
til kastanna kemur þrátt fyrir drjúgan
þingmeirihluta. Það er því mín spá að
vamarbarátta stjómarandstöðunnar og
verkalýðshreyfingarinnar muni skila
árangri, þannig að stjómin sjái að sér
og kippi þessum lausu og óskynsam-
legu hugmyndum um breytingar á
vinnulöggjöfinni út af borðinu, áður
en meiri skaði hlýst af. Þeir eiga enn
möguleika á að bjarga sér fyrir hom,
áður en þeir fá réttláta reiði launafólk
yfir sig í stómm skömmtum. ■
IStjórnarandstæðingar ræddu málið fram og til baka,
en stjórnarliðar voru fjarri og tóku lítinn sem engan þátt
í þeirri lýðræðislegu umræðu. Óvirðing þeirra gagnvart málinu,
þingi og þjóð var alger.
Atburðir dagsins
1827 Þýska tónskáldið Ludwig
van Beethoven, andast 57 ára
að aldri. 1892 Bandaríska ljóð-
skáldið Walt Whitman, andast.
1923 Franska leikkonan Sarah
Bernhardt, andast 78 ára að
aldri. hún átti að baki einstæð-
an leikferil og var virt og elsk-
uð um allan heim. Árið 1915
þurfti taka af henni hægri fót
fyrir ofan hné vegna meiðsla
sem hún varð fyrir á leiksvið-
inu. Níu mánuðum síðar var
hún komin á sviðið á tréfæti og
hélt áfram að heilla áhorfendur,
eins og hún hefði einskis misst.
1979 Camp David - friðarsam-
komulagið milli fsraelsmanna
og Egypta undimtað.
Afmælisbörn dagsins
Chico (Leonard) Marx 1891,
kvikmyndaleikari einn hinna
heimsfrægu Marx - bræðra.
1914 Tennessee Williams,
bandarískur rithöfundur sem
þekktastur er fyrir leikrit sín.
Diana Ross 1944, bandarísk
söngkona, sem sló fyrst í gegn
sem ein af meðlimum kvenn-
atríósins The Surpremes.
Annálsbrot dagsins
Þar eftir í Augusto lágu þrjú
stór skip spönsk fyrir Vest-
fjörðum uppá hvalfang. Þau
brotnuðu öll í einum útsynn-
ingsbyl á einni nóttu. Vom þá
eftir 80 spanskir menn á átta
bátum og meintu að ala sig
þann vetur á sínum ránskap.
Þeir reru á millum fjarða og
sveita á sínum bátum og einni
skútu, hveija þeir höfðu rænt á
Dynjanda í Jökulfjörðum. Þeir
voru flestir vestur á Vatneyri
um veturinn og lifðu mest á
sínu ráni. 31 af þeim voru
drepnir í ísafirði, á Skaga í
Dýrafirði 13, í Æðey og Sand-
eyri 18. Hinir, sem eftir urðu,
ræntu um vorið í Aprili eng-
elskri duggu með fólki og öllu
saman og þar til góssinu af
annarri, drápu þar af einn mann
og sigldu með það t burt.
Sjávarborgarannáll 1615
Tilvitnun dagsins
Það er líkt um hugsanir og
drauga. Það er enginn hægðar-
leikur að kveða þær niður. Þess
vegna er ráðið að komast eins
vel af við þær og unnt er.
Henrik Ibsen
Málsháttur dagsins
Menn reka helst þann fleyginn
sem best gengur.
Orð dagsins
Sólbjartar meyjar,
er eg sfðan leit,
allar d þig minna.
Þvígeng eg einn
og óstuddur
að þeim dimmu dyrum.
Jónas Hallgrímsson
Skák dagsins
Ekki er allt sem sýnist í skák
dagsins. Friedrich, sem stýrir
hvítu mönnunum, getur náð
svarta biskupnum á d7 af
Bantleon sem stýrir vörnum
svarts. En hvítur á mun sterkari
leik sem leiðir snimmendis til
vinnings.
Hvítur leikur og vinnur.
1. Dxc8+!! Bxc8 2. He8 Skák
og mát!