Alþýðublaðið - 26.03.1996, Side 4
s
ALÞÝÐUBLAÐHD
a
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996
a
■ Skáldsögur Jane Austin vöktu ekki verðuga eftirtekt meðan skáldkonan lifði. Á tuttugustu öld hafa
menn lesið bækur hennar af áfergju. Sjálf forðaðist Jane Austin sviðsljósið. Kolbrún Bergþórsdóttirfjallar
um skáldkonuna dáðu
Hlédrægi snillingurinn
Þegar Jane Austin lést árið 1817, íjörtíu og tveggja ára að
aldri, ríkti enginn söknuður í breskum bókmenntaheimi.
Fæstir höfðu vitað af þessari hlédrægu konu sem gefíð hafði
út íjórar skáldsögur án þess að leggja nafn sitt við þær. Með-
al samtímarithöfunda var það einungis Walter Scott sem
veitti verkum hennar verðuga eftirtekt. Reyndar var athygli
nokkuð sem Jane Austin sóttist aldrei eftir. í lífí sínu tók hún
að sér hlutverk áhorfandans, rannsakaði hið hversdagslega
og gæddi það töfrum í skáldverkum sem heillað hafa kyn-
slóðir.
Hún var prestsdóttir, fæddist ár-
ið 1775, næstyngst átta systkina.
Hún átti afar hamingjuríka æsku
og var sérlega hænd að einu systur
sinni, Cassöndru, sem var alla tíð
besti og nánasti vinur hennar. Fjöl-
skyldumeðlimir voru vanir að.
segja að Cassandra hefði ætíð
stjórn á skapi sínu en Jane hefði
skap sem ekki þyrfti að hafa stjórn
á.
A hvaða tíma sem er hefði Jane
Austin þótt sérlega vel gerður ein-
staklingur. Hún var fullkomlega
laus við hégómagirnd og athygli-
sýki, en bjó í þess stað yfir ríku-
lergum skaínmti af'sjfynsemi og
skarpri atþyglisgáíu. Húnjvar
skemmtilegur og orðheppinn fé-
lagi, og vingjarnleg við alla sem
hún mætti. Hún var þó hlédræg
þegar ókunnugir áttu í hlut og lítt
gafin fyrir að trana sér fram. Hún
v|r vönd að virðingu sinni og
hafði tröllatrú á mikilvægi skyn-
seminnar. Eins og títt er um orð-
heppið fólk átti hún til að lauma út
úr sér meinlegum setningum og
frjeg er þessi athugasemd úr einu
bréfa hennar: „Frú Hale í Sher:
borne lagðist á sæng í gær og eign: •
aðist andvana barn, nokkrum vik-
um fyrir tímann, vegna þess að
hún hafði orðið hrædd við eitt-
hvað. Ég býst við að henni hafi
óvart orðið lítið á mann sinn“.
Verk án nafngreinds
höfundar
Jane Austin vár einungis barn
þegar hún byrjaði að skrifa sjálfri
sér og fjölskyldu sinni til skemmt-
unar. Hún sagði sjálf að hún hefði
oft óskað þess að hún hefði skrifað
minna og lesið meira frá níu til
séxtán ára aldurs.
Hún var um tvítugt þegar hún
hóf að rita Sense and Sensibility
(Vit og viðkvæmni), verk sem hún
endurskrifaði nokkrum sinnum.
Það kom loks út árið 1811. Höf-
undurinn var sagður vera „Kona“.
Þar segir Austin sögu tveggja
systra Elinor Dashwood (vitið) og
Marianne (viðkvæmnin) og sögu-
þráðurinn byggir á mismunandi
vtðbrögðum þeirra gagnvart um-
hverfi, vinum og elskhugum.
Tveimur árum síðar kom Pride
aód Prejudice (Hroki og hleypi-
dómar), sem nú er viðurkennt sem
besta og vinsælasta verk Jane
Austin. Þetta er eina bók Jane
Austin sem komið hefur út á ís-
lénsku, hjá Máli og menningu árið
1988 í þýðingu Silju Aðalsteins-
dóttur. Austin hafði margunnið þá
bók, eins og Sense and Sensibility.
f upphafi hét verkið First Impressi-
on og hún sendi handritið til útgef-
anda sem gerði bókmenntunum
vísast mikinn greiða þegar hann
hafnaði því. Jane Austin lagðist þá
í miklar lagfæringar á verkinu og
sigldi því örugglega í höfn. Það
kom út árið 1813. „Eftir sama höf-
und og Sense and Sensibi 1 i ty“ stóð
á titilblaðinu.
Mansfield Park kom ári síðar og
Emma tveimur árum eftir það.
Northanger Abbey og Persuasion
komu út eftir dauða Jane Austin.
Snilldin í einfaldleikanum
Söguþráðurinn hefur ekki sér-
stakt vægi í bókum Jane Austin.
Aðalsöguhetjan í verkum hennar er
ung stúlka sem höfundur skilur við
eftir að hafa komið henni í örugga
höfn hjónabandsins. f bókunum er
kastljósinu beint að sambandi
stúlkunnar við unnusta, fjölskyldu
og vini og þeim misskilningi sem
oft rís vegna ólíkra viðhorfa. Þetta
eru frásagnir af lágaðli eða milli-
stétt sem lifir sínu daglega, tiltölu-
lega fábreytta lífi á sveitasetrum.
Og þótt eitt og annað bjáti á þá er
alltaf von til þess að vinna megi úr
því á skynsamlegan hátt.
Jane Austin bjó yfir þeirri náð-
argáfu að géta skapað meistaraverk
úr fremur litlu efni. Það gerast
engir stóratburðir í bókum hennar,
heldur veitir hún athygli samskipt-
um milli einstaklinga og sinnir þar,
hinum smæstu þáttum. Hún skrifar
af slíkri næmni og skilningi um
aðferð, tilgerðarlaus og svo létt að
það er eins og hún líði áfram, án
nokkurs átaks af höfundar hálfu.
Jane Austin bjó yfir þeim hæfi-
leika að geta sett athyglisgáfu sína
og ríka skynsemi í tilgerðarlausan
tjáningarmáta. Og loks bjó hún yf-
ir dásamlegri kímnigáfu sem litar
öll verk hennar.
Ástin í skáldskap,
en ekki í lífinu
I verkum Jane Austin verður
þess vart að þarna fór kona sem
taldi að gott hjónaband væri það
ákjósanlegasta sem hent gæti ein-
>:{■> , ...........................
,:f "CA ;> t V '■ -
, ....
_ ,■
'f', • : ,
; ' ■"’i
. .....,,.
.
Greer Garson sem Elísabet Bennett
og Laurence Olivier sem Darcy í
rómaðri kvikmyndaútgáfu af Hroka
og hleypidómum frá árinu 1940.
Emma Thompson sem Elinor Dashwood í margverðlaunaðri kvikmynd
sem byggð er á Sense og Sensibility. Kvikmyndin er líkleg til að laða nýj-
an hóp lesenda að verkum Jane Austin.
venjulegt fólk að lesandanum
finnst eins og á blaðsíðunum sé
hann að hitta aldagamla vini. „Að
lesa bækur hennar er eins og að
lifa,“ sagði George Eliot. „Lesand-
inn þekkir persónurnar eins og
hann hafi búið með þeim og það er
ekki annað hægt en að láta sér
þykja vænt um þær.“
Þetta eru persónur fullar af lífi
og gallaðar eins og venjulegt fólk
jafnan er. Persónurnar draga rang-
ar ályktanir, sýna af sér fljótfærni,
hroka og heimsku eða aðra lesti,
einfaldlega af því þær vita ekki
betur þá stundina. Sumar átta sig á
mistökunum, aðrar ekki. En hvort
sem persónurnar stefna til þroska
eða svamla í eigin ófullkomleika
þá er hver og ein þeirra dregin svo
skýrum dráttum að hún birtist les-
andanum ljóslifandi og hann fær
ekki ruglað henni saman við aðrar.
Svo er hin óþvingaða frásagnar-
stakling. Þetta er skoðun sem ein-
hverjum kann að þykja gamaldags,
en á sér þó örugglega enn marga
talsmenn í einstaklingshyggju-
brjálæði 20 aldar.
Skilaboðin í verkum Jane Aust-
in eru þau að ást án gagnkvæms
skilnings og skynsemi sé engin ást,
heldur einungis duttlungar sem
líða hjá og hverfa. Þar er ævinlega
ljóst að ástin, sem er það mikil-
vægasta í lífinu, fær ekki dafnað
nema þeir sem elski geti mæst sem
andlegir jafningjar; að raunveruleg
ást sé vitsmunaleg en byggist ekki
á hrifningu andartaksins.
Jane Austin þekkti aldrei ástina
sem söguhetjur hennar kynntust
svo ríkulega og lengi. Hún var
tuttugu og sex ára þegar hún hitti
ungan mann sem hreifst af henni
og hún af honum. Hann dó skyndi-
lega, áður en varanleg kynni höfðu
tekist með þeim. Svo virðist sem
Jane Austin. Mynd eftir Cassöndru systur hennar. Jane Austin er eitt af
stóru nöfnunum í bókmenntasögunni en í lifanda lífi komu einungis út
fjórar skáldsögur eftir hana og engin þeirra undir nafni hennar.
að hún sæi það á titlinum að þetta
væri bók sem væri ekki þessi virði
að hún væri lesin.
Bróðir Jane Austin sagði eftir
dauða hennar að ekkert hefði getað
fengið systur hans til að birta sög-
ur sínar undir sínu rétta nafni. Hún
var vitaskuld kona að skrifa á tím-
um þar sem ekki var gert ráð fyrir
að konur hefðu sérstaka listræna
tjáningarþörf. En það þarf ekki að
seilast til slíkra skýringa til afsaka
hlédrægni hennar. Þeir sem þrífast
á athyglinni og glaumnum og glys-
inu sem fylgja því að sjá nafn sitt á
prenti við mismerkileg tækifæri,
munu vísast seint skilja að öðrum
kann að vera lítt í mun að fylgja í
fótspor þeirra. Jane Austin kunni
vissulega að gleðjast og skemmta
sér, en hún var ekki gefin fyrir at-
hygli, og hefði hún notið sannmæl-
is sem einn fremsti rithöfundur
síns tíma þá hefði hún ekki sótt í
bókmenntaklúbba Lundúnaborgar.
Hún var vön að sitja í setustof-
unni á heimili Austin fjölskyld-
unnar með töflu á hnjánum og
skrifa á hana, það sem hún hafði
enga hugmynd um að ættu eftir að
verða ódauðlegar bókmenntir. Á
kvöldin sat hún fyrir framan arin-
inn og saumaði. Skyndilega átti
hún til að reka upp skellihlátur, og
þjóta að skrifborðinu til að skrifa
niður eitthvað sem henni hafði
flogið í hug þá stundina. Skriftim-
ar voru ætíð skemmtun og ung
frænka hennar minntist þess að
þegar Jane Austin kom í heimsókn
hafði hún venjulega með sér hluta
af nýjustu skáldsögu sinni. Hún
lokaði sig inni ásamt eldri frænk-
um og unga frænka lagðist öfund-
arfull og forvitin eyrun við skráar-
gatið. Þaðan bárust hlátrasköll
kvennanna sem hlýddu á Jane
Austin lesa um kostuleg samskipti
karlmanna og kvenna.
Jane Austin varð ekki langlíf.
Þessi hæfileikaríka, geðþekka kona
var einungis fjörtíu og tveggja ára
þegar hún lést af völdum nýrna-
sjúkdóms. Hún þjáðist mjög á
banalegunni og þegar Cassandra
systir hennar spurði hana hvort
hún þarfnaðist einhvers svaraði
hún: „Einskis nema dauðans." ■
hún hafi tregað hann mjög og
hugsunina um það sem hefði getað
orðið. Seinna tók hún bónorði frá
efnuðum manni, bróður vinkvenna
sinna. Hún játaðist honum í fáti,
kannski vegna þess að hún vildi fá
að elska og vera elskuð og hélt að
þannig gæti samband þeirra hugs-
anlega orðið. En þar sem hún elsk-
aði hann ekki og var ekki þeirrar
gerðar að geta selt sig fyrir efna-
hagslegt öryggi, þá tók hún loforð
sitt til hans aftur daginn eftir bón-
orð hans.
Andúð á glaumi og glysi
Hún var rithöfundur sem vildi
síst af öllu auglýsa sig og verk sín.
Örfáir aðilar innan fjölskyldunnar
vissu af skáldverkum hennar og
Jane Austin lagði ríkt á við þá að
tala ekki um þau við aðra. Frænka
Jane Austin, sem ekki hafði hug-
mynd um bókmenntaafrek hennar,
fór eitt sinn með henni í bókabúð
og sá þar Pride and Prejudice til
sölu. Hún henti bókinni frá sér og
sagði við frænku sína, höfundinn,