Alþýðublaðið - 10.04.1996, Qupperneq 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996
raðmorðin
/ , a
■ A páskadag voru nákvæmlega 400 ár síðan Björn Pétursson bóndi í Oxl var
handtekinn fyrir utan kirkjuna á Knerri á Snæfellsnesi. Við yfirheyrslur komu hrylli-
legar staðreyndir í Ijós: Björn játaði á sig níu morð en var reyndar grunaður um að
hafa banað allt að helmingi fleirum. Hrafn Jökulsson segir frá Axlar-Birni og ódæð-
um hans-eina íslenska raðmorðingjanum sem sögurfara af
Rennur blóð
eftirslóð...
Páskadag árið 1596 skein sól í heiði. Fyrir utan kirkjuna
á Knerri á Snæfellsnesi stóðu veðurbitnir bændur og
létu geislana leika um sig. Vísast hafa þeir, einsog
bændur fyrr og síðar, gert sér tíðrætt um veður, hey-
forða og skepnur, en ekki er ólíklegt að einhvetjir hafa
hvíslast á undir kirkjuveggnum og verið mikið niðri
fyrir. Alltjent skulum við slá því föstu að flestir hafi
skynjað að mikil tíðindi lægju í loftinu. En þama stóðu
þeir semsagt, bjartan páskadag og höfðu lifað af ís-
lenskan vetur, þegar Bjöm Pétursson bóndi í Öxl kemur
gangandi. Trúlegt er að þögn hafi slegið á mannskapinn
utanvið kirkjuna þegar Bjöm kom, hvort sem menn
höfðu nú verið að ræða þá mildi guðs að hafa sólskin
þennan dag ellegar aðra hluti og skelfilegri. Bjöm lætur
sér hvergi bregða þótt bændur felli niður fjas sitt; horfir
uppí tærbláan himin þarsem sólin rikir, og segir: „Nú
em sólarhtlir dagar, bræður!“
Þegar allir útlimir E
,H
Við þessi orð bóndans í Öxl hefur
farið hrollur um sveitunga hans, enda
voru þau síðar höfð til marks um að
hann væri orðinn svo gegnsýrður af
illsku að hann væri hættur að sjá til
sólar. Loksins tekur Ingimundur
hreppstjóri í Brekkubæ á sig rögg -
hann hlaut þau eftirmæli í þjóðsögum
að hafa verið ríkur maður og harð-
fengur - og gengur til Bjöms og spyr
hvaðan honum komi hetta sú sem
hann hafði á höfði, hneppir síðan frá
honum hempunni sem hann var í yst
fata og spyr hvar Bimi hafi áskotnast
silfurhneppt peysa og bolur sem hann
bar. Bjöm mun hafa ansað hreppstjór-
anum heldur þurrlega, og sagt að sér
þættu spumingamar kynlegar í meira
lagi enda myndi hann í engu svara.
Ingimundur kallaði þá á menn sér til
fulltingis og bað þá að staðfesta að
Sigurður nokkur, sem verið hafði
vinnumaður Ingimundar tveimur ámm
áður en horfið sporlaust, hefði átt fötin
sem Björn hafði búið sig í vegna
páskamessunnar. Þegar félagar Ingi-
mundar hreppstjóra höfðu rannsakað
föt Björns Péturssonar þurfti ekki
frekari vitnanna við: Hann var hand-
tekinn og settur í járn. Þarmeð var
endi bundinn á blóðugan feril Axlar-
Bjamar en engum sögum fer af helgi-
haldi á Knerri þennan fallega dag fyrir
réttum 400 ámm.
Eiginkonan aðstoðar
við morðin
Bjöm Pétursson er trúlega stórtæk-
asti morðingi íslandssögunnar. Hann
viðurkenndi að hafa banað níu mönn-
um en líklegt er að fómarlömbin hafi
verið enn fleiri. Axlar-Bjöm sker sig
líka úr hópi íslenskra morðingja fyrr
og síðar vegna þess að ódæðisverkin
voru unnin á löngum tíma: Morðin
vom ekki óhappaverk unnin í íylleríi
einsog einatt er reyndin um mannvíg á
íslandi heldur virðist hann beinlínis
hafa verið knúinn áfram af drápsfýsn
sem ekki á sér hliðstæðu í seinni tíma
sögu íslendinga. Hinsvegar em skálk-
ar af sauðahúsi Axlar-Bjamar alþekkt-
ir utanlands og kallast raðmorðingjar á
máli glæpafræðinga.
Ekki er margt vitað með fullri vissu
um Bjöm Pétursson og illverk hans,
og stundum erfitt að sjá hvar stað-
reyndum sleppir og hugmyndarík
þjóðsagan tekur við. Bjöm á Skarðsá,
sem á ámnum 1630-39 ritaði Skárðs-
árannál, var 22 ára þegar upp komst
um bóndann í Öxl. Hinn verðandi
annálaritari var þá á Reynistað hjá
Sigurði Jónssyni, bróður Jóns lög-
manns sem sagður er hafa dæmt Axl-
ar-Bjöm. Það ætti því að vera óhætt að
treysta frásögn Skarðsárannáls næsta
fullkomlega, en auk þess geyma Al-
þingisbækur tvo dóma sem varða eig-
inkonu Axlar- Bjamar.
Bjöm á Skarðsá segir svo frá máli
nafna síns árið 1596:
„Urðu uppvís morðverk Björns í
Öxl vestur. Hann hafði drepið og myrt
9 menn, sem hann meðkenndi sjálfiir,
suma til fjár, en hina aðra fátæka drap
hann þá, sem í nánd vom, þegar hann
myrti aðra til íjárins, en þegar honum
varð aflskortur, þá veitti kona hans
honum lið. Hún brá snæri um háls
þeim, og rotaði með sleggju; þessa
dauða gróf hann í heygarði og fjósi og
fundust fleiri manna bein en hann
meðgekk, að drepið hefði, og kvaðst
hafa fundið þá dauða, og nennt ekki til
kirkju að hafa. Hann var dæmdur á
Laugarbrekkuþingi. Var fyrst lima-
marinn með sleggjum og síðan af-
höfðaður, og svo í sundur stykkjaður
og festur upp á stengur. Jón Jónsson
var yfirdómari. Kona Bjöms var ekki
deydd, því hún var með bami.“
Þúsundir afkomenda
Þessi stutta frásögn Skarðsárannáls
(sem reyndar er næsta ítarleg á mæli-
kvarða annála sem flestir em afar fá-
orðir um jafnvel hina stærstu atburði)
geymir að heita má allt sem vitað er
um Axlar-Bjöm og ódæði hans. Al-
þingisbækur upplýsa að kona hans hét
Þórdís Ólafsdóttir, og vitað er að bam-
ið sem hún bar undir belti þegar bóndi
hennar var bútaður sundur á Laugar-
brekkuþingi hlaut nafnið Sveinn og
viðumefnið skotti. Sveinn skotti var
enginn föðurbetmngur: Að vísu fer
ekki sögum af því að hann hafi hlotið
að erfðum drápsfýsn föður síns, en
hann var einhver illræmdasti nauðgari
landsins og sá til þess að ætt fjölda-
morðingjans dó ekki út - og því em
þúsundir núlifandi íslendinga afkom-
endur Bjöms Péturssonar og Þórdísar
Ólafsdóttur. Hinsvegar hefur enginn
orðið til þess að stofna sérstaka ætt
utanum Axlar-Bjöm og trúlega verður
bið á því að niðjatal hans líti dagsins
Ijós.
Ymsar þjóðsögur em til um Axlar-
Björn einsog nærri má geta. í safni
Jóns Arnasonar er löng frásögn, og
þótt þjóðsögur séu vitanlega fráleitt
traustar heimildir er ffeistandi að líta á
nokkur atriði sögunnar, eins þótt
ógjömingur sé að vinsa staðreyndir frá
tilbúningi.
Blódþyrst móðir
Foreldrar Bjöms virðast hafa verið
fátækt alþýðufólk sem aldrei komst í
kast við lögin. Þjóðsagan upplýsir
ekki hver móðir Bjöms var og segir
það eitt um Pétur föður hans, að hann
hafi verið ættaður úr Hraunhrepp á
Mýmm. Bjöm var þriðja bam þeirra
hjóna og ónáttúra hans kom í ljós
meðan hann svamlaði enn um í móð-
urkviði, ef marka má þjóðsöguna.
Sagt er að mikinn fáleika hafi sett að
móðurinni meðan hún gekk með hinn
verðandi morðingja, og lýsti sér þann-
ig að hún fann hjá sér óslökkvandi
löngun til að drekka mannsblóð. Um
þetta segir þjóðsagan: „Við þessa
ílöngun átti hún lengi að berjast án
þess nokkur vissi, en loksins getur hún
ekki leynt fyrir manni sínum. Af því
samfarir þeirra hjóna vora góðar og
Pétur mátti ekkert móti henni láta sem
hann gat veitt henni vökvaði hann sér
blóð á fæti og lét hana bergja. Þegar
þessi ílöngun var stillt barst konu
þessari í drauma ýmis óhæfa sem ekki
er á orði hafandi, og gat hún þess við
vinnukonu sína að hún væri hrædd um
að barn það sem hún gengi með
mundi verða frábmgðið í ýmsu öðmm
mönnum og gott ef það yrði ekki ein-
hver óskapaskepna."
Nú er alkunna að bamshafandi kon-
ur fyllast stundum mikilli þörf fyrir
einhveija tiltekna fæðutegund, en þar
fyrir er öldungis ekki hægt að slá því
föstu að móðir Bjöms Péturssonar hafi
verið blóðsuga. Á hinn bóginn kann
að vera einhver flugufótur fyrir því að
hún hafi ekki gengið fyllilega heil til
skógar: alltjent er víst að einhversstað-
ar í genum foreldra Bjöms Pétursson-
ar var pottur brotinn, enda var hann
ekki eini afkomandi þeirra sem var
þjakaður af meiriháttar brenglun.
Dulur og harðlyndur
unglingur
Þjóðsagan segir að Pétur, faðir
Bjöms, hafi verið í vinfengi við Orm
Þorleifsson á Knerri. Ormur þessi
hafði viðurnefnið ríki, og ekki að
ástæðulausu; hann átti margar jarðir
og var mestur valdamaður þar vestra
um þessar mundir. Ormur vhðist hafa
verið harðduglegur en að sama skapi
harðskeyttur og óvandur að meðölum.
Þegar Bjöm var fimm eða sex ára fór
hann í vist hjá Ormi að Knerri. Sam-
kvæmt þjóðsögunni lagði Bjöm vin-
áttulag við unglingsmann, fjósamann
Orms, og „höfðust þeir nálega við
nætur og daga í fjósinu; það var mikið
hús og í þrjátíu naut,“ einsog þar
stendur, og óljóst hvort verið er að ýja
að því að samband Bjöms og vinar
hans hafi verið nánara en gerist og
gengur. Björn tók annars fljótum
þroska efth að hann kom til Orms en
þótti dulur í skapi og harðlyndur.
Á þessum árum eignaðist Björn
annan vin sem átti eftir að reynast
honum betri en enginn. Sá hét Guð-
mundur, var launsonur Orms og hafði
hlotið að erfðum hina hörðu skapgerð
föður síns.
Hirðmaður Kölska?
Kirkja var á Knerri, einsog áður
hefur komið ffarn, og lagði Ormur ríki
mikla áherslu á að heimilisfólk rækti
vel tíðir. Það kemur ekki á óvart að
þjóðsagan skuli halda því fram að
hinn ungi Bjöm hafi verið lítt kirkju-
rækinn, og hún fullyrðh að einu sinni
hafi hann legið sofandi um messuthna
þegar ókunnugur maður vitjaði hans í
draumi og bauð honum kjötbita. Bjöm
þáði átján kjötbita í draumnum en
varð óglatt af þeim nítjánda og kom
honum ekki niður. Draummanninum
þótti hinsvegar svo vel að verki staðið
að hann sagði Bimi að fara daginn eft-
ir uppá Axlarhymu, þar myndi hann
finna dálítið undh steini sem ætti eftir
að koma sér vel. Bjöm gerði einsog
fyrh hann var lagt og fann öxi undh
steininum; ekki mikið vopn en allbit-
urlegt. Önnur heimild greinir frá því
að Bjöm hafi sjálfur sagt að draum-
maður, „furðu mikill kæmi til sín;
hann hafði síðan hatt á höfði, svo
óglöggt sá í andlit honum.“ Þessi dul-
arfulla vera - líklega sjálfúr Kölski -
bauð Bimi að gerast sinn maður, og
kemur ekki á óvart að Björn skyldi
þekkjast boðið.
Skömmu eftir að Bjöm komst yfir
öxina bitru hvarf fjósamaðurinn á
Knerri, hinn gamli lagsmaður Bjöms,
og spurðist aldrei til hans síðar.
Björn gerist bóndi
- Morðaldan hefst
Bjöm virðist hafa dvalið á Knerri
öll sín æskuár og hermt er að hann
hafi nauðað í Ormi að fá sér jörð til
ábúðar, enda langaði hann að hefja
sjálfstæðan búskap. Ormur var tekinn
að reskjast og fékk Bimi um síðir kot
eitt sem þá var í eyði: Öxl.
Sögur herma að Bjöm hafi byggt
Öxl upp af dugnaði, farnast vel og
grætt fé. Hann virðist hafa gengið að
eiga vinnukonu sem hafði þjónað hon-
um á Knerri, þjóðsagan kallar hana
Steinunni, en einsog við höfum þegar
upplýst hét eiginkona hans Þórdís og
var Olafsdóttir.
Um svipað leyti og Björn gerðist
gildur bóndi tók Guðmundur vinur
hans við völdum á Knerri og þótti
stórbokki til jafns við föður sinn.
Fljótlega eftir að Björn og Þórdfs
hófu búskap að Öxl tóku að berast
ískyggilegar sögur af bænum. Sveit-
ungum hans þótti furðu sæta hversu
vel honum famaðist, sér í lagi vakti
gmnsemdh hve marga hesta hann átti.
Sögur af þessu tagi hafa væntanlega
verið sagðar í hálfum hljóðum enda
naut Bjöm vináttunnar við Guðmund
á Knerri. En þótt ýmislegt væri dylgj-
að um Björn bónda mun fáa hafa
rennt í gmn þá hryllilegu atburði sem
gerðust að Öxl í skjóli myrkurs.
Seinna meh urðu til margar skelfileg-
ar sögur, og nú er ógjörningur að
skera úr um hveijar em reistar á raun-
verulegum atburðum. í söguþætti
Gísla Konráðssonar segh: „Ekki hefir
Bjöm Pétursson búið mörg ár á Öxl
áður sá orðrómur lagðist á, að hann
mundi maður miðlungi ráðvandur. Og
þar kemur að líkur þóttu á vera, að þar
í grend hyrfi menn snögglega, einn
eða fleiri, svo að hvergi spurðist til.
Magnús húskarl hans [Bjöms] reri út á
vetrum, en á vorum er hann kom
heim, þótti honum Bjöm jafnan hafa
auðgast mjög, einkum að klæðnaði og
peningum, og það meha en vonh væri
til, meðan hann dvaldi í verinu; hafði
hann það eitt sinn á orði en Bjöm bað
hann ekki hnýsast um sína hagi, ef
hann vildi ei, að verr færi, og þorði
Magnús það ei síðan. En um sumarið
flutti hann allt sitt burt frá Öxl, svo lít-
ið bar á, og gerði Bimi þau orð, að sín
væri ekki þangað von framar."
Lík undir rúmi
Magnús vinnumaður hafði ærna
ástæðu til að óttast húsbónda sinn,