Alþýðublaðið - 10.04.1996, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996
ALPÝÐUBLAÐK)
7
■ Leikkonan Greer Garson lést nýlega. Á
stríðsárunum var hún ein vinsælasta og
virtasta kvikmyndaleikkona heims
Frú Miniver
kveður
„Ég hætti að taka kvikmyndagerð alvarlega um það
leyti sem ég lék í kvikmynd með Greer Garson og það
tók hana 155 tökur að segja nei áður en hún varð
ánægð.“ Á þennan hátt lýsir Robert Mitchum, sem iðu-
lega leikur hlutverk sín eins og væri hann enn í svefn-
drunganum, reynslu sinni af því að vinna með hinni of-
ur samviskusömu Greer Garson.
Garson, sem lést fyrir örfáum dög-
um níutíu og tveggja ára að aldri, var
á árum seinni heimsstyijaldar ein virt-
asta og dáðasta kvikmyndaleikkona
heims. Á sjö ára tímabili, frá árinu
1939 til 1945, var hún sex sinnum til-
nefnd til Óskarsverðlauna. Hún
hreppti verðlaunin íyrir leik í ffægasta
hlutverki sínu, sem frú Miniver í sam-
nefndri mynd.
Hún fæddist á Irlandi árið 1914 en
fluttist með fjölskyldu sinni til Lond-
on þar sem hún stundaði nám við
Lundúnaháskóla. Hún ætlaði sér að
verða kennari en leiklistaráhuginn
kom í veg fyrir þau áform. Hún var
rúmlega tvítug, með litla reynslu að
baki, þegar Laurence Olivier valdi
hana sem mótleikkonu sína í leikritinu
Golden Arrow árið 1935. f Sunday
Times skrifaði hinn virti gagnrýnandi
James Agate: „Allt kvöldið sagði
herra Olivier ekki eitt orð sem var
þess virði að það væri sagt eða á það
hlýtt. Án nokkurs vafa var það besta
sem hann sagði þegar hann, sem full-
trúi leikhópsins, bað okkur í lok sýn-
ingarinnar að fagna ungri leikkonu
sem harm sagði greinilega vera mikið
efni.“
Örfáum árum síðar var Louis B.
Mayer forstjóri MGM staddur í Lond-
on og brá sér á leiksýningu þar sem
Garson fór með hlutverk. Hann hreifst
af leikkonunni sem bar með sér yfir-
vegun og virðuleika og bauð henni
samstundis kvikmyndasamning. Gar-
son var ekki yfir sig hrifin af boðinu
því hún taldi sig ekki eiga neitt erindi
á kvikmyndatjaldið. Hún lét þó til
leiðast þegar Mayer lofaði að útvega
móður hennar framtíðarstarf í Holly-
wood.
Fyrsta hlutverk Garson var í mynd-
inni Verið þér sælir herra Chips en þar
lék hún á möti Robert Donat. Myndin
fór sigurför um heiminn. Donat fékk
Óskarinn fyrir frammistöðuna og Gar-
son var tilnefnd til verðlaunanna fyrir
fyrsta kvikmyndahlutverk sitt. Hún
var orðin ein af Hollywoodstjömunum
en um leið skar hún áberandi úr þeirra
hópi.
Hún þótti gæða MGM kvikmynda-
verið breskum virðuleika og var köll-
uð drottning MGM. Hún var stjaman
sem tók kaffitímann á slaginu fjögur
og drakk þá te úr postulínsbollum og
hrærði í með silfurskeið.
Garson var ákaflega vinsæl meðal
samstarfsmanna sinna vegna fag-
mennsku sinnar og fágaðrar fram-
komu sem var án yfirlætis. „Hún var
afskaplega rómantísk kona,“ sagði
leikarinn Roddy McDowell sem
kynntist henni vel á þessum tíma.
Greer Garson með vini sínum Laurence Olivier í Hroka og hleypidómum
eftir sögu Jane Austen. Það var Olivier sem kom Garson á framfæri í
bresku leikhúsi.
Greer Garson og Walter Pidgeon sem Miniver hjónin. Þetta er frægasta kvikmynd Garson og engin kvikmynd átti
meiri þátt í að afla stríðsmálstað Breta fylgis í Bandaríkjunum.
„Hún var gædd glæsileik og bjó yfir
sérstæðri írskri kímnigáfu. Það var
skemmtun að hlusta á hana segja frá
og lýsa skoðunum sínum."
Kímnigáfa Garson skilaði sér þó
sjaldnast á hvíta tjaldinu þar sem þau
hlutverk sem hún lék alla jafna buðu
ekki upp á að hún sýndi mikla kæti;
þar var hún ýmist að missa mann ell-
egar böm eða þá að sinna göfugum
hugsjónastörfum. Hún var ævinlega í
hlutverki skynsamra, heiðarlegra og
viljasterkra kvenna og í túlkun sinni
gæddi hún þær göfgi og trúverðug-
leika.
Árið 1941 var henni boðið aðalhlut-
verkið í myndinni Frú Miniver.
Nokkrar þekktar miðaldra leikkonur
höfðu haftiað hlutverkinu sem krafðist
þess að þær léku móður hálffullorðins
pilts. Garson var einungis mttugu og
átta ára og taldi hlutverkið ekki hæfa
sér. Auk þess hafði hún önnur áform.
Hún vildi leggja sitt af mörkum í bar-
áttunni gegn nasismanum og hugðist
halda til London og fá þar vinnu við
að aka sjúkrabíl. Framleiðandi kvik-
myndarinnar og sendiherra Breta í
Bandaríkjunum bentu Garson á að ef
hún vildi leggja málstað Breta lið þá
bæri henni að horfa sér nær. Frú Mini-
ver væri framlag MGM til stuðnings
við Breta í stríðinu og þáttur í baráttu
forstjóra kvikmyndaversins gegn ein-
angrunarsteftiu Bandaríkjamanna.
Myndin heppnaðist svo vel að því
hefur verið haldið fram í fúllri alvöru
að ekkert eitt framtak hafi átt jafn
mikinn þátt í því að efla málstað Breta
fylgis í Bandaríkjunum og kvikmynd-
in Frú Miniver. Churchill á að hafa
sagt að túlkun Garson hefði verið öfl-
ugra baráttuvopn en sex vélahersveit-
ir. Milljónir kvenna í Bretlandi og
Bandaríkjunum litu á hina hugrökku
ffú Miniver sem fyrirmynd sem þeim
bæri að fylgja. Og það kom engum á
óvart að Garson skyldi hreppa Oskar-
inn fyrir hina beinskeyttu og væmnis-
lausu túlkun sína á breskri eiginkonu
sem lifir hörmungar stríðsins án þess
að bugast. Við afhendingu verðlaun-
anna hélt leikkonan langa og hjart-
næma ræðu um stríð, baráttu og hug-
sjónir.
Eftir Frú Miniver lék Garson í
nokkrum vel heppnuðum kvikmynd-
um og eftir frumsýningu á einni
þeirra, Madame Curie, um ævi vís-
indakonunnar Marie Curie, sagði hinn
kröfuharði kvikmyndagagnrýnandi
James Agate: „Ég hallast að því að
tímabært sé að viðurkenna Greer Gar-
son sem næstbestu kvikmyndaleik-
konu okkar á eftir Bette Davis.“
En stríðinu lauk og um leið fóru
þær myndir sem skapað höfðu Garson
vinsældir úr tísku. Hún var gift auðug-
um Texasbúa og þurfti ekki að óttast
um fjárhagslega afkomu sína. Árið
1954 gafst hún upp á að lesa léleg
handrit og fór fram á að vera leyst
undan samningum við MGM. Eftir
það lék hún einungis í örfáum kvik-
myndum en nældi sér í sjöttu Óskars-
verðlaunatilnefiiinguna þegar hún lék
Eleanor Roosevelt í kvikmyndinni
Sunrise at Campobello. ■
Ein rómantískasta kvikmynd stríðsáranna var Random Harvest. Aðalleik-
endurnir Garson og Ronald Colman stóðu sig frábærlega.