Alþýðublaðið - 11.04.1996, Page 3
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996
ALÞÝÐUBLAÐK)
3
s k o ð a n
Hvað er að... ?
Descartes segir í heimspekirit sínu
um aðferð að ef við lifum eftir reglum
þá eigi fyrsta reglan að vera: Að hafa
ekkert fyrir satt nema það liggi alveg í
augum uppi, með því getum við forð-
ast hvatvísi. og hleypidóma. Einstak-
lingurinn á ékki að kveða á um neitt
nema það standi honum svo skýrt fyr-
ir hugskotssjónum að ekki sé unnt að
bera brigður á það.
Regla tvö: Að skilgreina hvern
Pallborðið
Gísli S.
■ Einarsson
* Æjji skrifar
i' ' M
vanda sem við er að etja í svo marga
smáþætti sem unnt er og með þarf; þá
er unnt að leysa allan vanda.
Regla þrjú er: Að temja sér að nálg-
ast hlutina í réttri röð með því að byija
á því einfalda og fikra sig síðan áfram
þar til hið auðvelda liggur í augum
uppi. í framhaldi af því er unnt að
hefja umræðuna um það sem flóknara
er.
Annar heimspekingur Marcus
Tullius Cicero fjallar um vináttuna á
eftirfarandi hátt: „Hvað er heimsku-
legra en að þeir sem hafa auð og völd
og tækifæri til að eignast allt sem falt
er fyrir peninga hveiju nafni sem tjáir
að nefna, í stað þess að afla sér vina,
sem em þó ef svo má að orði komast
fegurstu og bestu kjörgripir h'fsins..'1
Vináttan
Það fyrsta sem við eigum að láta
okkur varða í samabandi við vináttuna
er að leyfa okkur aldrei að fara þess á
leit við vini okkar eða vin annað en
það sem heiðvirt er, og einnig eigum
við ekki að gera neitt fyrir þá nema
það sem heiðarlegt má teljast.
Að sjálfsögðu eigum við ekki að
bíða þess að vera beðnir heldur ávallt
að vera boðnir og búnir og aldrei hik-
andi. Við eigum að gefa góð ráð af
hreinskilni því í vináttu er það mest
um vert að báðir aðilar séu hollráðir.
Það ber að gefa góð ráð til ábend-
ingar, ekki bara hreinskilnislega held-
ur einnig af festu ef nauðsyn krefur.
Vinum ber að hlíta ráðum hvers ann-
ars sem gefin em af heiium hug.
I framhaldi af þessu og af gefnu til-
efni af umræðum í íslensku þjóðfélagi
er rétt að fara nokkmm orðum um sið-
fræði og ef til vill siðferði.
Eg hygg að við getum verið sam-
mála dr. Páli Skúlasyni, sem segir í
Pælingum 1 að siðferði sé safn af regl-
um um það hvemig við tengjum sam-
an athafnir og myndum úr þeim
ákveðna breytni eða umgengni, tökum
afstöðu til annarra og metum sjálf
okkur og umhverfi okkar.
Eftir að hafa þurft af ýmsum ástæð-
um, eins og flestir í kjölfar nýhðinna
atburða, að gera upp hug minn um
siðerðishugtakið, er minn skilningur
sá að siðferði sé veruleiki sem við er-
um hluti af. Hvert og eitt okkar verður
sífellt að taka ákvarðanir um hvemig
við ætlum að haga okkur gagnvart
öðmm. Þess vegna skiptir máli hvem-
ig við temjum okkur að taka ákvarð-
anir, afla okkur þekkingar á réttu og
röngu og hvemig við nýtum hana.
Almennt nýta menn sér eigin sið-
ferðisþekkingu án umhugsunar. Við
höfum það úr uppeldi okkar og þroska
hvemig okkur ber að haga okkur hvert
og eitt gagnvart samfélaginu og ein-
staklingunum, hvað sé rétt og hvað sé
rangt.
Eg held að þessi vitneskja sé al-
mennt ekki yfirveguð og ef til vill
ekki eðlilegt að fólk geri sér sérstaka
grein fyrir henni.
Það þarf sérstök tilvik og tilefni til
að fólk almennt íhugi eigið siðferði
eða siðferðisatferli. Þessi tilefhi gefast
þegar upp kemur siðferðisvandi eða
við verðum vör við siðferðisatferli
sem ber í bága við eigin hugmyndir
eða brýtur gegn áskapaðri uppeldis-
siðferði.
Siðferði
Margir segja að fjölmiðlarnir eigi
sök á þeim hremmingum sem einstak-
lingar hafa lent í á liðnum vikum. Ég
held að umfjöllunin sé nauðsyn þó
ekki sé til annars en að við íhugum
hvert og eitt siðferðisvitund okkar.
Getur verið að mismunur sé á hvað
Jón og séra Jón má aðhafast og mis-
munur sé á mati á siðferðislegum hátt-
um eftir þvr hvaða stétt einstaklingur-
inn skipar?
Ef einstaklingi fmnst að hann eigi í
siðferðisvanda þá þarf viðkomandi að
gera sér grein fýrir því hvað siðareglur
rekast á. Vandi einstaklingsins og ef
til vill samfélagsins er að menn verða
Descartes, að við eigum að lifa eftir
þeirri reglu að hafa ekkert fyrir satt
nema að vita það óyggjandi og að það
liggi í augum uppi; með því getum við
forðast hleypidóma.
Mig langar enn að vitna í Pál Skúla-
son og Pælingar hans því síðasta hug-
takið sem mig langar að leiða hugann
að er fátækt.
Páll segir: Fátæktin er skortur á
verðmætum. Undir verðmæti fellur
allt það sem skiptir mannfólkið máli,
gefur lífrnu gildi. Fyrirbæri heimsins
eru verðmæt að svo miklu leyti sem
þau gera mönnum gott og eru eftir-
sóknarverð.
Ég hef fjallað um hugtakið vinátta,
sem ég tel vera undirstöðu þess að við
getum átt góð samskipti og náð eðli-
legum þroska. Ég hef velt upp hugsun
um hugtakið siðferði sem er undir-
Margir segja að fjölmiðlarnir eigi sök á þeim
hremmingum sem einstaklingar hafa lent f á liðn-
um vikum. Ég held að umfjöllunin sé nauðsyn þó
ekki sé til annars en að við íhugum hvert og eitt
siðferðisvitund okkar. Getur verið að mismunur sé
á hvað Jón og séra Jón má aðhafast og mismunur
sé á mati á siðferðislegum háttum eftir því hvaða
stétt einstaklingurinn skipar?
að gera sér grein fyrir hveijar aðstæð-
ur eru r hverju tilviki og hvaða verð-
mæti eru í húfi í orðsins víðustu merk-
ingu.
Við skulum vera okkur meðvituð
um að árekstur milli siðareglna getur
borið að með ólíku móti. Hann getur
borið að á þann hátt að menn verða að
gera upp á milli þess að virða rétt ann-
arra yfir eigin lífi og svo skyldunnar
um að bjarga fólki frá bráðum bana ef
þess er kostur.
Þetta er gott að hafa í huga þegar
við veltum fyrir okkur þvr sem efst
hefur verið í umræðu að undanfömu
og þá á ég við vandamál kirkjunnar
manna. Það er nefnilega ekki sama
hver daðrar við hvem og hvemig. Ég
held að flest gemm við okkur ákveðn-
ar hugmyndir um siðfræði og siðferði.
Þó held ég að grundvallarreglan sé sú
sem ég nefndi í upphafi, og vitnaði til
staða þess að samfélagið geti verið
markvert og byggi á vináttu. í þessu
öllu saman felst virðing og agi sem
em hugtök sem nauðsyn er að gera
mikil skil og skortur er á í íslensku
þjóðfélagi. Agi og virðing byggjast
einnig á vináttunni og ég vil segja í
lokin að afleiðing af þeim skorti er fá-
tækt. Hún verður til vegna þess að við
fmnum ekki til með öðm fólki, emm
of upptekin af okur sjálfum. Ef til vill
hef ég fundið hvað mest fýrir þessum
skorti á samkennd síðastliðin ár og tel
að umhyggjunni fyrir öðrum hafi
hrakað mjög frá ámnum 1960- 65 og
til dagsins í dag, hverju sem um er að
kernia.
Ég skil eftir hjá ykkur spuminguna
hvers vegna þetta ástand hafl orðið til!
Höfundur er alþingismaður
Alþýðuflokksins.
Ný skáldsaga eftir Peter
Höeg hefur slegið svo
rækilega í gegn í Danmörku,
að draga hefur þurft fram
elstu menn til að muna ekki
annað eins. Gagnrýnendur
lofa bókina (Konan og apinn
heitir hún uppá íslensku) líka
einum rómi, og því getum við
sagt þær ánægjulegu fréttir
að í haust geta íslendingar
fengið að njóta hennar í þýð-
ingu Eyglóar Guðmunds-
dóttur. Eygló þýddi líka fyrstu
skáldsögu Höegs, Lesið ísnjó-
inn, sem farið hefur sigurför á
alþjóðamarkaði og trónir
þessar vikur í efstu sætum
breskra metsölulista. En áður-
en en Konan og apinn koma á
markað er von á annarri
skáldsögu þessa vinsæla og
afkastamikla höfundar. Nú
strax í vor gefur Mál og
menning út bókina Hugsan-
lega hæfirog enn er það Ey-
gló sem íslenskar. Sú bók
inniheldur snarpa gagnrýni á
danskt skólakerfi og vakti ekki
lítinn úlfaþyt þar í landi þegar
hún köm úf. En aðdáendur
hins farsæla og sérkennilega
danska höfundar geta sem-
sagt hlakkað til tveggja bóka á
næstu mánuðum...
Mikla athygli vakti þegar
Einar Oddur Kristjóns-
son lýsti yfir stuðningi við
Pétur Kr. Hafstein hæsta-
réttardómara sem næsta for-
seta lýðveldisins. Við sama
tækifæri hafði Einar Oddur
uppi stór orð um að Davíð
Oddsson mætti allsekki flytja
á Bessastaði, svo ómissandi
væri hann í landsstjórninni.
Væntanlega hefur Flateyrar-
goðanum létt þegar Davíð til-
kynnti loks í fyrradag að hann
ætlaði ekki í framboð, en jafn-
framt eru nú taldar minnkandi
líkur á því að Pétur Kr. Haf-
stein láti til skarar skríða.
Hann þykir að sönnu fram-
bærilegur mjög, enda vamm-
laus sómamaður og á að baki
farsælan feril. Á móti mælir
að Pétur er ekki þekktur til
jafns við þá sem nú eru í efstu
sætum skoðanakannana, og
þyrfti mikið átak til að brjótast
í gegnum múr hinnar al-
mennu vanþekkingar fólks á
hæstaréttardómaranum. í
þessu sambandi vekur athygli
að í auglýsingu í Morgunblað-
inu á fimmtudag lýsti eigin-
kona Einars Odds, Sigrún G.
Gísladóttir yfir stuðningi við
Guðrúnu Pétursdóttur.
Sama gerði eiginkona Einars
K. Guðfinnssonar, samherja
Einars Odds að vestan, Sig-
rún Þórisdóttir. Almennt er
talið að eiginmennirnir muni í
fyllingu tímans fylgja konum
sínum eftir og lýsa yfir stuðn-
ingi við Guðrúnu Pétursdótt-
ur...
r
Aáðurnefndum stuðnings-
lista Guðrúnar Péturs-
dóttur voru tæplega 170 nöfn
úr öllum áttum. Yfirskriftin var
Fólkið velur forsetann, svo-
sem til að undirstrika að Guð-
rún sé „ópólitískur" frambjóð-
andi - öfugt við Guðrúnu
Agnarsdóttur og Ólaf
Ragnar Grímsson. Alltjent
var fátt um nöfn á þekktum
stjórnmálamönnum eða fólki
sem framarlega stendur í
flokksstarfi. Af starfandi Al-
þýðuflokksmönnum sem rit-
uðu undir stuðningsyfirlýsing-
una má nefna Baldur Stef-
ánsson ungkrata, Margréti
S. Björnsdóttur formann Fé-
lags frjálslyndra jafnaðar-
manna og Þóru Amórsdótt-
ur framkvæmdastjóra ungra
jafnaðarmanna. Þá má nefna
Friðfinn Hermannsson
framkvæmdastjóra á Húsavík
og Jón Helgason fyrrum for-
mann Einingar á Akureyri...
„Jæja, förum yfir þetta einu sinni enn. Þið eruð þúsund
metra ofar jörðu og þið sjáið eitthvaö sem er að drepast
fyrir neðan ykkur. Sveimið í hringi þar til það er dautt og
þá: niður með ykkur. Tindur! Þú heldur þig nálægt
bræðrum þínum og gerir eins og þeir."
fimm á förnum veg
Finnst þér að eigi að lögbinda lágmarkslaun?
Hlíf Böðvarsdóttir nemi:
Já, ég er hlynnt því. Þau eiga
aldrei að vera lægri en 100
þúsund krónur á mánuði.
Sunna Björk Þórarinsdótt-
ir starfsmaður á leikskóla:
Já, þau eiga að vera minnst 100
þúsund á mánuði.
Jónína Hilmarsdóttir
fóstra: Já, og aldrei lægri en
100 þúsund á mánuði.
Auður Steinarsdóttir
nemi: Já, tvímælalaust. Þau
mega aldrei vera lægri en 85
þúsund krónur á mánuði.
Sigurður Þorri Sigurðsson
tryggingaráðgjafi: Já, engin
spuming, þótt fyrr hefði verið.
90 þúsund krónur á mánuði er
algert lágmark.
v i t i m e n n
Þótt Landhelgisgæzlan hafi
sýnt lífsmark í dymbilvikunni,
er niðurstaða málsins sú, að
ráðherrar telja áfram, að hún
sé næsta óþörf á tímum tuðs
að hætti Halldórs.
Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær.
Öllum finnst eðliiegt að prests-
hjón búi saman.
Birgir Guðmundsson á víðavangi í tímanum
í gær.
Ég geri heldur ekki ráð fyrir
því, miðað við þá venju sem
við þekkjum , að þessi mögu-
leiki komi upp aftur í minni
tilveru. Þess vegna vildi ég
rannsaka það núna.
Davíð Oddsson forsætisráðherra í Morgun-
blaðinu í gær.
Það er full ástæða til að hafa
áhyggjur af því viðhorfi að
það sé sjálfsagt og eðlilegt að
framfleyta sér á kostnað skatt-
greiðenda í nágrannalöndun-
um.
Úr forystugrein Morgunblaðsins. íslending-
ar eru til vansa og vandræða á dönskum fé-
lagsmálastofnunum nú sem endranær.
Ég er með ýmsar hugmyndir
um rekstur stofnunarinnar en
það er tvennt ólíkt að fá hug-
mynd og framkvæma hana.
Sólveig Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri
Almannavarna. Mogginn í gær.
Díana vísar á bug fréttum um
appelsínuhúðina. Er haft eftir
henni að för á lærunum, sem
blaðaljósmyndari opinberaði,
hafi verið eftir sætin í bílnum
hennar.
DV í gær.
fréttaskot úr fortíð
Beininga-
kona
I Westvood í New Jersey dó nýlega
88 ára gömul beiningakona, Éllen
Ackermann. Hún hafði lifað á því að
betla á götunum og leit mjög fátæk-
lega út. Lögreglan hafði að lokum
bannað henni að betla og settist hún
þá í helgan stein. Að henni látinni
framkvæmdi lögreglan húsrannsókn
hjá henni. í sængurhomi gömlu kon-
unnar fundust 200.000 dollarar.
Alþýðublaðið
sunnudaginn
15. mars 1936