Alþýðublaðið - 11.04.1996, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 11.04.1996, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 Aðalfundur Skagstrendings hf. verður haldinn föstudaginn 19. apríl í Fellsborg, Skagaströnd og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1 Venjuleg aðalfundarstörf skv. 11. gr. samþykkta fé- lagsins. 2. Tillaga um 20% hækkun hlutafjár með útgáfu jöfnun- arhlutabréfa. 3. Tillaga um heimild til aukningar hlutafjár. 4. Önnur mál löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund Stjórn Skagstrendings hf. Atvinnumálanefnd Reykjavíkur Þróun atvinnulífs í Reykjavík - Styrkveitingar - Atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar veitir á hverju ári styrki til þróunar atvinnulífs i Reykjavík. Hér með er auglýst eftir umsóknum um slíka styrki, en að þessu sinni eru til ráðstöfunar 5 milljónir króna sem verða veittartil uppbyggingar í atvinnulífi Reykjavíkurborgar. Styrkurinn er ætlaður einstaklingum, sem eru að undirbúa sig fyrir að hefja eigin rekstur, og litlum fyrirtækjum, sem eru að efla þann rekstur sem fyrir er. Verkefnin verða að stuðla að nýsköpun, þróun, hagræðingu, markaðssetningu eða uppbyggingu í atvinnulífi Reykjavíkurborgar. Styrkir til einstakra verkefna geta numið allt að 50% af áætluðum kostn- aði við framkvæmd verkefnis. Hámarks styrkupphæð er kr. 500 þús. og greiðist styrkurinn út í samræmi við framgang verkefnis. Atvinnu- & ferðamálastofa Reykjavíkurborgar hefur eftirlit með framvindu verkefnis og útborgun styrksins. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Atvinnu- & ferðamálastofu Reykjavíkurborgar, Aðalstræti 6, sími 563 2250. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 1996. W Askorun Hljómlistarmenn skora á forráðamenn og dagskrárgerð- armenn Ríkisútvarps og Sjónvarps að virða kjarasamn- inga þá, sem eru í gildi á milli RÚV og Félags íslenskra hljómlistarmanna frá 1990. Ekki verður liðið að stofnun, sem auglýsir að greidd áskriftargjöld stuðli að innlendri dagskrárgerð, komi sér hjá að virða þá kjarasamninga sem í gildi eru. Hljómlistarmenn mótmæla þeim aðferðum, sem við- hafðar eru hjá RÚV, að óskað er eftir því við hljómlistar- menn að þeir m.a. undirskrifi yfirlýsingu þess efnis, að þeir afsali sér launum sínum. Hljómlistarmenn mót- mæla þeirri misbeitingu valds sem einstaka dagskrár- gerðarmenn RÚV taka sér með því að klippa út efni eða neita efni á þeim forsendum einum, að hljómlistarmað- urinn ætlar sér laun samkvæmt þeim kjarasamningum sem stéttarfélag hans hefur gert við stofnunina. Það verður ekki lengur liðið og er með öllu óþolandi að þeir einu, sem ekki fá laun vegna vinnu sinnar við dagskrár- gerð hjá RÚV, séu þeir sem standa fyrir framan hljóð- nemann og spila á hljóðfæri eða syngja. Tæknimaðurinn fær laun, förðunardaman fær laun, ræstitæknirinn fær laun, dagskrárgerðarfólkið fær laun, útvarpsstjóri fær laun. Af hverju ekki hljómlistarmaður- inn? RÚV auglýsir að greitt áskriftargjald stuðli að innlendri dagskrárgerð. íslenskir hljómlistarmenn eiga þar stóran hlut að máli og þeir hafa ekki lengur efni á að niður- greiða dagskrárgerð Ijósvakamiðla með störfum sínum. Ennfremur greiða þeir áskriftina hjá RÚV eins og aðrir landsmenn. Því er þessari spurningu beint til útvarps- stjóra og útvarpsráðs og annarra sem þar starfa: „Er ekki eðlilegt að hljómlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína eins og þið?" Hljómlistarmenn! Tökum einungis að okkur störf hjá RÚV, ef það er fulltryggt að greitt verði eftir kjarasamningum okkar. Annað er rangt! Stjórn Félags islenskra hljómlistarmanna Reykhólar. Þar lifði höfuðskáldið Gunnar Pálsson síðustu æviárin. ■ Skáld vikunnar Hrafn Jökulsson segir lítillega frá Gunnari Pálssyni (1714- 1791) -steingleymdu höfuðskáldi frá átjándu öld sem orti dýrðaróð til varnar íslenskri tungu ...og aldrei mun þín auma sál annað fegra mæla Snorri skáld Hjartarson hefur komist svo að orði að átjánda öld- in hafi ekki átt því láni að fagna að eiga í hópi afreksmanna sinna neitt stórskáld, engan höfuðsnilling á borð við þá frændur, Hall- grím Pétursson og Jónas Hallgrímsson, á öldinni næst á undan og eftir. En á þessu tímabili, segir Snorri, áttum við mörg skáld og góð: „menn, sem urðu drengilega við kröfum sinnar tíðar og stóðu á verði þegar einna verst horfði um hag tungu og þjóðem- is.“ Ekki fer á miili mála að Snorri Hjartarson, sem gjörþekkti bókmenntir átjándu aldar, hafði miklar mætur á Gunnari Pálssyni og sæmdi hann titlinum höfuðskáld síns tíma. Átjánda öldin er einhver hin ömurlegasta í sögu íslands, og trú- lega hefur aldrei verið sorfið svo mjög að baráttuþreki lands- manna. Á ofanverðum fyrsta áratug aldarinnar féll fjórðungur þjóðarinnar úr bólusótt, um miðja öld ríktu harðindi og hungurs- neyð nærfellt í áratug, Móðuharðindin lögðu sinna myrka hramm yfír landið 1784-85. Islendingar voru á sama tíma hnepptir í fjötra einokunar og verslunarkjör vom lengstum með allra lakasta móti. Það var síðan einsog kóróna eymdarinnar þegar Alþingi var lagt niður um aldamótin 1800. Ymsum fínnst ganga kraftaverki næst að íslendingar skyldu hfa af hörmungar og neyð þessara hundrað ára; en á hinn bóginn vek- ur það miklu fremur furðu hversu mörgu varð, þrátt fyrir allt, áorkað; hversu margir afburðamenn létu til sín taka. Hér er ekki tóm til að rekja sögu þeirra manna átjándu aldar sem segja má að hafi borgið íslenskri menningu og mannlífí, og skilað í hendur ofurhuga nítjándu aldar. En Gunnar Pálsson skáld er vissulega einn þeirra manna sem Islendingar mega minnast með þakklæti - þótt nú sé efamál að aðrir en örfáir sérvitringar kunni einhver skil á honum eða skáldskap hans. Gunnar fæddist 2. ágúst 1714 á Upsum á Upsaströnd í Eyja- firði, útskrifaðist úr Hólaskóla 1735 og lauk guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1741. Hann var rektor Hólaskóla 1742-53, en hélt síðan Hjarðarholtsprestakall í Dölum til 1785, og var prófastur til 1780. Gunnar Pálsson var lærdómsmaður í íslenskum fræðum og vann meðal annars að þýðingum íslenskra fomkvæða á latínu og skýringum þeirra á vegum Amanefndar frá 1774 til dauðadags. Harrn var um sína daga talinn eitt fremsta skáld landsins, og þótt sumt af kveðskap hans hafi verið prentað meðan hann var enn á lífi og sumt síðar, er skáldskapur hans að mestu varðveittur í handritum. Engin fræðileg útgáfa er til á verkum hans, og er þó vissulega full ástæða til að gefa skáldskap hans gaum. Við skoðum nú kvæði Gunnars um íslenska tungu: og er til marks um að frelsis- hetjur mtjándu aldar komu ekki að algerlega óplægðum akri þegar þeir hófu endurreisn íslenskunnar. Sjá: Sól er á morgun, 1945, útg. af Snorra Hjartarsyni (Kvæðasafn frá átjándu öld og fyrri hluta nítjándu aldar) og íslenzkt skáldatal a /eftir Hannes Pétursson og Helga Sæmundsson ■ Gunnar Pálsson r Ur kvæði um íslenzka tungu Er það satt þig velgi við, vinur, íslenzkunni, og haldir lítinn herrasið hana að bera ímunni? Hún er dauflegt dónamdl, sem drussar brúkað hafa, og eifyrir þína eðla sdl ónett svo að skrafa. Óðinn talaði tungu þd - trúarvillu skratti - og ótal fleiri út ífrd undir norðurhatti. Kaupmenn hœla henni vprt, hdlœrðir íflestu, þykir hún hafa enga art með örðugleikum mestu. Þeir, sem hafa hið þunna loft þefað út í löndum, mun hún þykja örðug oft í œðri og lœgri stöndum. Danska, franska, þýzka þér þykir haganlegri, og norrænunni, er nöldrum vér, níu sinnumfegri. En bíddu li'tið, bróðir kœr, blaðinu vil eg snúa, og af mér nokkuð annað lœr, sem íþig vil eg núa. Islenzkan er eitt það mál, sem allir lœrðir hcela, og aldrei mun þín auma sál annað fegra mcela. Sína tungu talar hver, tekst þó saman að eiga, hver við annan hagar sér sem hentuglegast mega. En hefur nokkur heimsins þjóð hafnað tungu sinni, höndlunin svo hceg og góð heldurverðakynni? , \ ; rr ■i*•.' • Hefur verið höndlun körg hér á landi tíðum og klögun yfir komin mörg afkúguðum bcendalýðum. En trúi eg aldrei tungna grein til þess orsök vceri; hún efverið hefði ein, hálfu beturfceri. Herostratus hefir ei prís, er húsið brenndifrt'ða; sama mun þér scemdin vís, efsvo vilt mál vort níða. Hafa jafnan höfðingsbrjóst hatað landráð þegna, og drottinsvikin löngum Ijóst látið mönnum hegna. Hitt er skaði, meiri en má maður nokkur hyggja, islenzkuna afað má og út úr heimi byggja.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.