Alþýðublaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 1
■ Fulltrúar sjómanna og útvegsmanna einhuga í gagnrýni á samninginn um skiptingu veiða á norsk-íslensku síldinni Kalla þetta ekki samning - segir Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasam- bandsins. Kristján Ragnarsson segir það óskhyggju hjá stjórnvöldum að halda vaxi úr 17 prósentum. „Ég er ósáttur við þennan samning. Ég kalla það ekki samning þegar einungis annar aðilinn gefur eftir,“ sagði Sævar Gunnarsson formaður Sjó- mannasambandsins í samtali við að aflahlutdeild Islendinga Alþýðublaðið um samninginn um skiptingu veiða úr norsk- ís- lenska síldarstofninum. Sævar kvaðst ósáttur við innihald samn- ingsins, tímasetningu undirritun- ar og ekki síst vinnubrögðin við gerð hans: „Hagsmunaraðilar hafa verið á þeytingi um víða veröld til að vera til ráðgjafar í þessu máli. Síðan er þeim fyrir- varalaust tilkynnt um þessa nið- urstöðu. Þetta eru óviðunandi vinnubrögð.“ Kristján Ragnarsson hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna hefur verið harðorður í gagnrýni á samninginn, og meðal annars sagt að ráðherrar íslands hafi samið af sér. í samtali við Alþýðublaðið í gær kvaðst Krist- ján óttast að aflahlutdeild íslend- inga í samningum, aðeins 17 pró- sent, haldist til frambúðar: „Við óttumst að þessi 17 prósent fest- ist í sessi og þetta ákvæði sem kallað er þróunarákvæði segir mér ekki nokkurn skapaðan hlut um það hvernig aflanum verður ráðstafað í framtíðinni. Það er bara óskhyggja manna að lesa út úr því ákvæði einhverjar niður- stöður.“ Karl Th. Birgisson IMýja tímaritinu er ætlað að fjalla um menningu og mannlíf í víðum skilningi. ■ Nýtt menningartímarit Karl Th. Birgis- son ritstjóri Karl Th. Birgisson blaðamaður, sem áður hefur ritstýrt Pressunni, Heimsmynd og Helgarpóstinum, hef- ur verið fenginn til að ritstýra nýju menningartímariti sem byggir á grunni Menningarhandbókarinnar sem komið hefur út undanfarin misseri. Nýja tímaritið sem kemur út í fyrsta sinn í lok maí og mun þar vera ætlun- in að fjalla um menningu og manrúíf í víðum skilningi og sérstök áhersla lögð á skoðanaskipti um menningar- viðburði samtímans. Meðal greinahöf- unda verða þjóðkunnir rithöfundar. Tímaritið mun kosta 295 krónur í lausasölu, en 240 krónur í áskrift. ■ Alþjóðadagur Rauða krossins Tuttugu sendifull- trúar síð- asta ár -segir Garðar Guðjónsson starfsmaður Rauða krossins. Innanlandsstarfið fjölbreytt jafnframt samstarfi við al- þjóðahreyfinguna. „Það er okkur mjög mikilvægt að getað úthlutað styrk, á þessum merka degi, til mannúðar- og mannréttinda- mála,“ segir Garðar Guðjónsson starfsmaður Rauða krosssins en í dag er alþjóðadagur Rauða kross íslands, haldinn á fæðingardegi helsta hvata- manns að stofnun Rauða krossins fyrir 133 árum, Henry Dunan. í tilefni af deginum verður úthlutað styrkjum úr Minningarsjóði Sveins Bjömssonar, en tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir á mannréttinda- og mann- úðarsamningum og verkefni sem stuðla að þekkingu og þróun á þessu sviði. f beinu framhaldi af þvf ræddi Al- þýðublaðið stuttlega við Garðar Guð- jónsson starfsmann Rauða krossins og spurði hann um umfang starfseminnar hér á landi og samstarfið við útlönd. „Við erum eitt hundraðogáttatíu landsfélaga Rauða krossins út um all- an heim og aðilar að alþjóðasamband- inu. A Islandi em 45 launaðir starfs- menn á vegum samtakanna og starfa þeir við aðalskrifstofuna, Vin, sem er athvarf fyrir geðfatlaða, Rauða kross húsið, sjúkrahótelið, stuðning við alnæmissamtökin, neyðarvarnir, skyndihjálp og svo em fimmtíu starf- andi deildir á okkar vegum um allt land,“ segir Garðar en samstarf við út- lönd felst meðal annars í þátttöku í al- þjóðlegu hjálparstarfi við alþjóða- hreyfinguna. „Alþjóðahreyfingin sam- anstendur af alþjóðasambandinu og alþjóðaráði. Verkaskiptingin er í gróf- um dráttum sú að alþjóðaráðið starfar á ófriðarsvæðum en alþjóðasamband- ið utan ófiiðarsvæða. Það starf felst í aðstoð við til dæmis flóttafólk og heimilislausa. Við tökum þátt í þessu starfi með ljárframlögum úr hjálpar- sjóði Rauða krossins auk þess sem við sendum sendifulltrúa til starfa erlend- is. Á síðasta ári vomm við til dæmis með á okkar snærum um tuttugu sendifulltrúa starfandi í Evrópu, Afr- íku og Mið-Asíu“. Opið samúðar- bréf til Ólafs Ragnars -frá Hrafni Jökulssyni blaðsíða 2 Oráðsía í áratugi - Magnús Árni Magnús- son blaðsíðu 3 Þegar dýrin voru dregin fyrir rétt miðopna Ný Ijóð eftir Braga Ólafsson blaðsíða 5 Fáfræði og myndlist - Halldór Björn Runólfs- son blaðsíða 7 Skandinavísk sveitarómantík - Arnór Benónýsson blaðsíða 7 ■ Kaup menntamálaráðherra á Islenska menntanetinu til umræðu á Alþingi Hvað keypti Björn Bjarnason? - spurði Sighvatur Björgvinsson. Verðmæti búnaðar um níu milljónir en ráðherra greiddi 21 milljón fyrir fyrirtækið án samráðs við fjárlaganefnd. „Ég tel nauðsynlegt að mennta- málaráðherra uppíýsi hver var ástæða kaupanna, af hverju málið bar svo brátt að og hvers vegna ekkert sam- ráð var haft við Alþingi eða fjárlaga- nefnd áður en svo háum fjárhæðum var ráðstafað," sagði Sighvatur Björgvinsson þingmaður í gær, en hann efndi til umræðu utan dagskrár á Alþingi um kaup menntamálaráð- herra á tækjum, hugbúnaði og þjón- ustu við framhaldsskóla af íslenska menntanetinu ehf. í máli Sighvats kom meðal annars frarn að íslenska menntanetið er eitt af sex fyrirtækjum, sem selja þjón- ustu á Intemetinu og eiga þar í sam- keppni hvert við annað. Rekstur fyr- irtækisins gekk erfiðlega og hafði það meðal annars fengið greiðslu- stöðvun. Menntamálaráðherra tók þá ákvörðun um að kaupa af fyrirtækinu tæki, búnað og þjónustu sem varðar viðskipti þess við framhaldsskóla í landinu. Kaupverð var 21 milljón króna. Kaupin voru gerð án þess að kanna hvort önnur fyrirtæki gætu veitt skólunum sambærilega þjón- ustu, keypt sig inn í reksturinn eða yfirtekið Islenska menntanetið. Engin heimild er í fjárlögum fyrir þessum kaupum og fjárlaganefnd var ekki sagt frá málinu fyrr en þremur dögum eftir að kaupsamningurinn var gerð- ur. í kaupsamningi kemur fram að meðal þess sem keypt var hefði verið nafn þjónustunetsins, viðskiptavild við ríkisskólana, viðskiptasambönd við ríkisskólana og fleira. Um þetta sagði Sighvatur: „Eg vil vita hvað var verið að kaupa, hvert var mat tækja og búnaðar og hvað borgaði ríkið fyr- ir „óáþreifanlega hluti“, svo sem við- skiptasambönd við sína eigin skóla, viðskiptavild við þá og svo framveg- is,“ sagði Sighvatur. Hann taldi sig hafa heimildir fyrir því að verðmæti þess búnaðar sem keyptur var hafi ekki numið hærri fjárhæðum en 9-9,5 milljónum króna. , Tyrir hvað er ríkið að greiða 11- 12 milljónir króna til viðbótar?“ spurði þingmaðurinn. í svari menntamálaráðherra kom meðal annars fram að kaupin hefðu verið gerð og með svo skjótum hætti til þess að tryggja að nemendur sem stunduðu fjamám á vegum íslenska menntanetsins yrðu ekki fyrir töfum í Björn Bjarnason. Engin heimild er í fjárlögum fyrir kaupum ráðherrans á íslenska menntanetinu hf. og fjárlaganefnd var ekki kynntur kaupsamningurinn fyrr en eftir að hann var gerður. námi. Byggt hefði verið á umsögn óháðra matsaðila. Ráðherra svaraði hinsvegar ekki spurningum um, hvers vegna ekki hefði verið leitað til annarra tölvufyr- irtækja um að yfirtaka reksturinn eða veita sambærilega þjónustu. Björn svaraði því ekki heldur, hve hátt ein- stakir þættir hefðu verið metnir við kaupin. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og lýstu allir ánægju sinni með braut- ryðjendastarf íslenska menntanetsins í þjónustu við skólana og töldu að ákvörðun ráðherra um kaupin hefði verið tekin til þess að tryggja fram- hald þjónustunnar, þótt um meðferð málsins mætti deila. Formaður fjár- laganefndar, Jón Kristjánsson, stað- festi að fjárlaganefnd hafi ekki verið kynntur kaupsamningurinn fyrr en eftir að hann var gerður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.