Alþýðublaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐK)
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 199l
s a g a
■ Hani leiddur fyrir rétt og brenndur á báli fyrir að hafa verpt eggi. Breskur aðals-
maður glatar ærunni vegna meints svindls í spilum. Handónýtur svindlari kemur af
stað lengstu réttarhöldum í sögu Bretlands. Þessar sögur eru raktar hér ásamt sög-
unum af rottunum sem franskur lögfræðingur tók að sér að verja, gyltunni sem
leidd var fyrir rétt ásamt grísum sínum og broddgöltunum sem ítalskur dómstóll
dæmdi í útlegð.
0) >• O nj ul
d o n nsm
Gylta, rottur, moldvörpur
og hani fyrir rétti
I nútímaréttarkerfi eru dýr ekki
sótt til saka fyrir atferli sem þætti
refsivert ættu menn í hlut. En þá er
af sem áður var því á miðöldum
var algengt að dýrum væri stefnt
fyrir rétt yrði þeim alvarlega á í
sínu daglega framferði. í Frakk-
landi einu er vitað um níutíu og
tvö dómsmál á árunum 1120 til
1740 þar sem réttað var yfir dýr-
um. í stórum hluta þessara mála
lauk réttarhöldunum með dauða-
dómi yfir sakborningi. Fróðleiks-
fúsum til upplýsingar má geta þess
að það var kýr sem var síðasta dýr-
ið sem franskur dómstóll dæmdi til
dauða.
Ein sú skepna sem hlaut dauða-
dóm fyrir heldur subbulegt athæfi
var ónefnd gylta, en réttað var í
máli hennar í Lavegny í Frakk-
landi árið 1457. Gyltan var leidd
fyrir rétt ásamt sex afkvæmum sín-
um. Henni var gefið að sök að hafa
myrt barn og hafa síðan, ásamt af-
kvæmum sínum, gætt sér á hluta af
líkama fórnarlambsins. Gyltan var
fundin sek og dæmd til dauða.
Grísirnir voru sýknaðir og við nið-
urstöðuna var tekið tillit til ungs
aldurs þeirra og þess að þegar
glæpurinn var framinn voru þeir
undir sterkum áhrifum frá sið-
spilltri móður.
Engar fréttir fóru af vörn gylt-
unnar, en þegar rotturnar í bænum
Autun voru sóttar til saka var
vaskleg framganga verjanda þeirra
þeim til bjargar.
Það var árið 1521 sem rotturnar
í Autun voru ákærðar fyrir að hafa
af ásetningi valdið miklum skaða á
umhverfi sínu. Settur verjandi sak-
borninganna var Bartholomew
Chassante, þekktur lögfræðingur,
og framgariga haris i þessu sér-
kennilega máli vakti athygli, enda
beitti hann sér af fádæma öryggi
og festu í vörninni.
Rottunum var stefnt fyrir réttinn
en þegar málið var tekið fyrir voru
þær hvergi sjáanlegar í réttarsaln-
um. Akæruvaldið sagði greinilegt
að rotturnar ætluðu sér ekki að
sinna stefnunni og taldi fjarveru
þeirra jafngilda vanvirðu við rétt-
inn. Verjandinn bar því við að
stefnan hefði verið of óljóst orðuð,
þar hefði þess ekki verið getið að
átt væri við allar rottur í þessu til-
tekna umdæmi. Hann fór síðan
fram á að skjólstæðingum sínum
væri gefinn lengri frestur til að
skila sér í dómssal. Hann gat þess
að meðal skjólstæðinga sinna væri
fjöldi aldraðra rotta sem væru
komnar að fótum fram og hin
langa ganga til réttarsalarins væri
langt frá því að vera þeim auðveld.
Dómarinn féllst á þessa ósk verj-
andans.
Nú leið og beið og rotturnar
skiluðu sér ekki í réttarsal. Verj-
andinn kunni skýringu á því. Rott-
unum væri mikið í mun að mæta
fyrir réttinn, sagði hann, en ill-
skeyttir kettir bæjarbúa hræddu
þær. Ef kettirnir væru lokaðir inni
sæju rotturnar ekkert því til fyrir-
stöðu að skila sér í hús. Dómarinn
féllst á þessa röksemd en íbúar
Autun féllust ekki á að setja ketti
sína í einangrun þótt í skamman
tíma væri. Verjandinn sagði að sú
ákvörðun íbúanna væri með öllu
óásættanleg fyrir rotturnar. Frjáls
útivera kattanna stefndi lífi rott-
anna í hættu og því teldu þær ekki
óhætt að leggja í ferðalög til dóms-
salarins. Þegar hér var komið sögu
sá dómarinn sér ekki annað fært en
að vísa málinu frá.
Engar sögur fara af því hvaða
dómur beið þýska bjarnarins sem
leiddur var fyrir rétt í Þýskalandi
árið 1499, en réttarhöldum yfir
honum var frestað dögum saman
eftir að verjandinn sagði björninn
eiga rétt á því að vera dæmdur af
jafningjum sínum. Með jafningjum
var vitanlega átt við birni.
Arið 1519 voru nokkrar ítalskar
moldvörpur fundnar sekar um að
hafa skemmt uppskeru. Líkt og
frönsku rotturnar sinntu þær ekki
stefnu og voru í fjarveru sinni
dæmdar í útlegð. I dómnum var þó
tekið fram að útlegðin gilti ekki
um kvenmoldvörpur sem ættu von
á sér og ung afkvæmi, að því til-
skildu að þessi hópur sýndi full-
komið vammleysi á næstu tveimur
vikum eftir dómsuppkvaðningu.
Einn lánlausasti hani sögunnar
er líklega haninn í Basle sem árið
1474 var leiddur fyrir rétt. Glæpur
hans var sá að hafa verpt eggi.
Verjandi hanans byggði vörnina á
því að verknaðurinn hefði ekki
verið unninn af ásetningi, hefði
ekki valdið skaða og væri því ekki
saknæmur. Ákæruvaldið hélt því
fram að einungis fyrir tilstuðlan
Satans gæti háni verpt eggi; haninn
væri því djöfullinn í dulargervi.
Dómarinn féllst á rök ákæruvalds-
ins. Hinn ógæfusami hani var
fundinn sekur og brenndur á báli
með tilheyrandi seremóníum.
Gyltan var leidd fyrir rétt ásamt sex afkvæmum sín-
um. Henni var gefið að sök að hafa myrt barn og hafa
síðan, ásamt afkvæmum sínum, gætt sér á hluta af
líkama fórnarlambsins. Gyltan var fundin sek og
dæmd til dauða.
m Atkvæðagreiðsla
°|r utan kjörfundar
Vegna forsetakosninga 1996 er hafin og fer fyrst um
sinn fram á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, 3.
hæð, frá 9:30-12:00 og 13:00-15:30, virka daga.
Sýslumaðurinn f Reykjavík
e
á
Spilasvindlið sem
kostaði æruna
Þessi saga er sögð þeim til við-
vörunar sem telja svindl í spilum
saklausa iðju sem enga eftirmála
hafi þótt svindlið komist upp. Saga
Sir Williams sýnir að svindl í spil-
um getur ekki einungis kostað vin-
skap heldur leitt til þess að menn
glati ærunni og sé útskúfað úr
samfélagi siðaðra manna.
Á síðasta áratug nítjándu aldar
var um fátt annað talað í sam-
kvæmissölum Lundúnaborgar en
meint spilasvindl bresks aðals-
manns. Sagan hófst í september
1890 á heimili Arthur Wilson þar
sem nokkrir aðalsmenn, ásamt
prinsinum af Wales, sátu í góðu
yfirlæti yfir fjárhættuspili. Þetta
var iðja sem virðulegri og íhalds-
samri yfirstétt fannst ekki með öllu
góð en ríkisarfanum þótti hún taka
flestum íþróttum fram og hann átti
sér nokkra sálufélaga í þeim efn-
urn. Húsráðandanum var illa við
spilamennskuna og tók ekki þátt í
henni. Það gerði hins vegar sonur
hans, Stanley Wilson, sem sá sér
til skelfingar að einn spilafélag-
anna, Sir William Gordon Cumm-
ing, hafði rangt við. Stanley Wil-
son sagði ekkert þá stundina en
sagði spilafélögum sínum síðar frá
grunsemdum sínum. Þegar sami
hópur sat yfir spilum nokkru
seinna, hvíldu allra auga á Sir
William og menn gátu ekki betur
séð en hann hefði enn rangt við.
Það sem mönnum þótti þó enn
hneykslanlegra var að svindlið
virtist aðallega á kostnað prinsins
sem var einn nánasti vinur Sir
Williams.
Enginn þeirra sem fylgdist með
hinni vafasömu spilamennsku Sir
Williams hafði orð á henni við
hann. í stað þess var skotið á
leynifundi þar sem menn komust
að þeirri sameiginlegu niðurstöðu
að málið basri að leysa í kyrrþey.
Sir William var kallaður á fund
vina sinna og honum boðið að
skrifa undir skjal þar sem hann hét
því að snerta ekki spil svo lengi
sem hann lifði. Gerði hann það
ekki yrði mál hans gert opinbert.
Sir William brást hinn versti við
þessum tíðindum og harðneitaði að
hafa nokkru sinni gerst sekur um
svindl. En þar sem viðstaddir
sögðust allir hafa séð til hans
svindla hafði neitun hans engin
Einn lánlausasti hani sögunnar er líklega haninn í
Basle sem árið 1474 var leiddur fyrir rétt. Glæpur
hans var sá að hafa verpt eggi. Verjandi hanans
byggði vörnina á því að verknaðurinn hefði ekki verið
unninn af ásetningi, hefði ekki valdið skaða og væri
því ekki saknæmur.