Alþýðublaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ1996 s k o d a n i r tmBIMO 21107. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Simi 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Isafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk „Þeir sömdu af sér“ Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra Noregs var glaðbeitt- ur á svip þegar hann undirritaði samninginn um skiptingu norsk- íslenska síldarstofnsins. Það var mjög að vonum: Norðmenn standa uppi með pálmann í höndunum. Þeir fengu nálega öllum kröfum sínum fullnægt á kostnað hinna dauflyndu samninga- manna íslands. Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Pálsson fengu ekki háa einkunn hjá gömlum Iæriföður þeirra, Kristjáni Ragn- arssyni formanni Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hann sagði blákalt í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld: „Þeir sömdu af sér.“ Það er rétt. Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Pálsson sömdu af sér - á kostnað íslensku þjóðarinnar. Halldór Ásgrímsson hafði uppi stór orð um það í fyrra, að hann yrði fljótur að ná samning- um við Norðmenn um deiluefni þjóðanna. Þegar hvorki gekk né rak virðist utanríkisráðherrann hafa fyllst örvæntingu og að lok- um gefist upp. Og vitanlega var sjávarútvegsráðherra ekki ljón í þeim vegi: Þorsteinn Pálsson hefur jafnan verið einsog tuska í höndum Norðmanna. Halldór Ásgrímsson sagði á Alþingi í fyrra- dag, þegar hann skýrði frá niðurstöðum samninganna: Við urðum að sýna heiminum að við gætum samið(!) Össur Skarphéðinsson hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði að málið snerist ekki það, heldur að Halldór hefði þurft að sýna að hann gæti náð samningum. Margt er athugavert við samninginn. Ákveðið var að ríkin fjög- ur - ísland, Noregur, Rússland og Færeyjar - veiði á árinu 1107 þúsund tonn úr norsk-íslenska stofninum. í hlut íslendinga koma 190 þúsund tonn, Færeyingar fá 66 þúsund tonn, Rússar 156 þús- und tonn og Norðmenn 695 þúsund tonn. íslendingar höfðu áður ákveðið að veiða 244 þúsund tonn, og var um langmestan niður- skurð að ræða hjá okkur. Norðmenn skáru örlítið niður hjá sér en Rússar fengu viðbót, meðan hlutur Færeyinga var skorinn niður um 20 þúsúnd tonn. Evrópusambandið var ekki haft með í ráð- um, en á þeim bæ eru fyrirætlanir um veiði úr stofninum uppá 150 þúsund tonn. Það er því Ijóst, að farið verður langt fram úr tillögum fiskifræðinga, þrátt fyrir fómir íslendinga. Ekki er nóg með að Islendingar hafi orðið að láta langmest af hendi. Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Pálsson sömdu líka um að opna fiskveiðilögsöguna fyrir Norðmönnum og Rússum. Norski síldveiðiflotinn fær heimild til að veiða 130 þúsund tonn í lögsögu Islands. Það var látið heita svo, að í staðinn fengju fs- lendingar leyfi til að veiða á Jan Mayen-svæðinu, en einsog gagnrýnendur samningsins bentu strax á, þurfum við ekki leyfi Norðmanna til þess. Samkvæmt Jan Mayen-samningnum frá 1980 var réttur okkar sjálfkrafa fyrir hendi þegar búið var að semja um síldina. Og hvaða ástæða er til þess að hleypa rúss- neskum skipum inn í lögsöguna? Er það kannski bara staðfesting ráðherranna á því að þeir hafi gefist upp fyrir rússneskum veiði- þjófum? Hið eina sem gerðist í Osló var að íslendingar féllust á allar kröfur Norðmanna. Fyrirætluð heildarveiði landanna fjögurra var aðeins skorin niður um 100 þúsund tonn - og þaraf voru 54 þús- und tonn tekin af íslendingum. Það þýðir að samningsbundinn hlutur okkar er aðeins liðlega 17 prósent af heildarveiðinni. Hvað sem líður fúllyrðingum ráðherranna sýnir sagan ótvírætt að ís- lendingum mun reynast erfitt að knýja fram hærra hlutfall í fram- tíðinni. Fyrir vikið er mikil hætta á því að hlutur íslands verði í framtíðinm innan við fimmtungur af heildarveiði, eins þótt síldin komi í auknum mæli í lögsögu okkar einsog sérfræðingar hafa spáð. Þorsteinn Pálsson og Halldór Ásgrímsson halda því fram að samningurinn sem undirritaður var í Osló í íyrradag greiði leið til frekari samninga við Norðmenn um önnur deilumál. Þeir láta í veðri vaka að tillitssemi íslendinga að þessu sinni geri Norðmenn auðveldari viðureignar í öðrum efnum. Það er vitaskuld alger firra. Norðmenn er harðir og óíyrirleitnir í samningum, og hafa í samskiptum við önnur strandríki í Norðurhöfum tamið sér hina fomu stjómlist að deila og drottna. Öðm máli gegnir um núverandi ráðamenn íslands. Þeir semja til að sýna heiminum að þeir geti samið - af sér. ■ C'est la vie Opið samúðarbréf til Ólafs Ragnars Grímssonar Jæja, Ólafur tninn. Þá er þetta búið. Þú sást auðvitað Moggann í gær? AUt hefur komist upp. Þökk sé árvekni Rannveigar Tryggvadóttur sem á skír- dag 1979 - klukkan var 12:35 - veitti þér eftirför niður Hólavallagötu. Þegar Rannveig beygði upp Túngötu leit hún í baksýnispegilinn og sjá: þú varst að smeygja þér innum hbðið hjá húsi sovéska sendiherrans. ^^^^gengur | Allt kom þetta fram í grein Rann- veigar Tryggvadóttur í Morgunblað- inu í gær undir fyrirsögninni: „Ekki þennan mann á Bessastaði - kynni mín af Ólafi Ragnari Grímssyni". Kynni mín af Ólafi Ragnari? Af- hveiju ekki frekar: „Þegar ég sá Ólaf Ragnar Grímsson í baksýnispeglin- um.“ Svona er nú það. Rannveig Tryggvadóttir hefur í sautján ár varð- veitt þessa minningu og nú hefur hún flett ofan af þér. Selaví. Vitanlega hefði verið gaman fyrir þig að verða forseti, en maður sem á skírdag 1979 var eitthvað að skrafla við sendiherra Sovétríkjanna kemur auðvitað ekki til greina. Þú skilur það. Ég veit ekki hvort þér er, á slíkri stundu, nokkur huggun í því að ég get aldrei orðið forseti lýðveldisins held- ur. Ég er nefnilega líka sekur. Og til þess að Rannveig og Mogginn verði ekki á undan með auðmýkjandi upp- lýsingar ætla ég að gera hreint fyrir mínum dyrum. Ég fór líka í sovéska sendiráðið árið 1979. Áðuren lengra er haldið, Ólafur, vil ég taka fram að ég hef alla tíð verið ákaflega alvörugefinn. Ég hóf barn- ungur hina sálardrepandi leit að til- gangi lífsins, og án þess að fara nánar útí þá sálma get ég sagt að frameftir ævi bar leitin sú mig helstil víða. Meðal annars að dyrum sovéska sendiráðsins. Ég man sem það gerst hafi í gær. Ég var ljórtán ára. Það var skyggt gler í útihurðinni. Maðurinn sem opnaði kom heim og saman við skuggalegu KGB-mennina á Reutersmyndum Moggans. Bakvið hann grillti í stóra Ijósmynd af Lernn. Ég fann hvernig hjartslátturinn óx - þetta var nú einu sinni í kalda stríðinu og Bresnjev ekki beinlínis heimilis- vinur á Drafnarstfgnum - en tókst ein- hvemveginn að stynja upp erindinu. Mér var boðið inn í rökkvaða stofu. Þangað komu fleiri KGB-menn. Þegar ég riíja þetta upp núna, Ólaf- ur, man ég aðallega eftir þögninni sem aðeins var rofin af lágu rússnesku skvaldri. Rússnesku?! Og einhvers- IKGB-mennirnir gáfu mér bækur og tímarit. Já, best að láta allt flakka. Ég þáði gjafir af heimsveldi hins illa. staðar þarna úti beið Rannveig Tryggvadóttir. KGB-mennimir gáfu mér bækur og tímarit. Já, best að láta allt flakka. Ég þáði gjafir af heimsveldi hins illa. Þær voru eftirfarandi: Urval á þýsku úr verkum Marx og Engels í tveimur hnausþykkum bind- um. 100 spumingar og svör um Sovét- ríkin. Og loks þrjú sovésk unglingablöð, gefin út á ensku. Með þetta góss undir hendinni kvaddi ég KGB og hélt út í daginn. Það var sól. Já, þannig fór um sjóferð þá, Ólafur minn. Ég skal að vísu játa að ég las aldrei úrvalið úr Marx og Engels. Hinsvegar las ég unglingablöðin af því meiri áhuga. Og það átti eftir að verða örlagaríkt. Þannig er mál með vexti að þegar ég var fjórtán ára var ég bæði ófram- færinn og hjárænulegur: kinnfiskasog- inn og með bauga af allri leitinni að tilgangi lífsins. Þótt ég elskaði flestar stúlkumar í Hagaskóla var öll mín ást samankomin í meinum. Og það var semsagt undir þessum kringumstæðum sem Tatiana Pótapo- va frá Tóbolsk í Síberíu kom inní líf mitt. Mynd af henni prýddi semsagt kápuna á sovésku unglingablaði árið 1979. Þú getur flett þessu upp í góðu tómu. í stuttu máli sagt: Ég gaf stelpumar í Hagaskóla uppá bátinn og varð ást- fanginn af Tatiönu Pótapovu. Það er náttúrlega svolítið langt milli Reykjavíkur og Tóbolsk, og til að brúa fjarlægðina fór ég að yrkja ljóð í gríð og erg til Tatiönu. Ég hafði aldrei ort áður, en nú streymdu þeir úr penn- anum: Langir bálkar um Tatiönu, mig og ástina. Allt var þetta mjög sorglegt, Olafur. Lífið er skrýtið. Ég hafði ekki hugs- að til hennar Tatiönu minnar langa hríð - ekki fyrren ég sá þessa grein í morgun þarsem Rannveig Tryggva- dóttir fletti ofanaf þér. Og þá mundi ég að sjálfur var ég sekur um sama glæp, og það rann upp fyrir mér að ég gæti aldrei orðið for- seti lýðveldisins. En svo birtist hún mér lýrir hugskotssjónum, myndin af Tatiönu þarsem hún brosti ljóshærð framan í vestræna æsku. Og fékk pilt- korn uppá íslandi til að byrja að skrifa. Selaví, Ólafur, Selaví. ■ a t a I 8 . m a i Atburðir dagsins 1429 Jóhanna af Örk leiðir Frakka til sigurs gegn Bretum við Orléans. 1636 Gos hefst í Heklu; stóð fram á vetur og olli miklu tjóni. 1860 Katla gýs litlu gosi, leggst síðan til svefns þangað til 1918 að hún gaus síðast. 1873 John Stuart Mill, heimspekingur og umbótamað- ur, deyr. 1915 Þýskur kafbátur sökkvir millilandaskipinu Lu- sitania út af ströndum írlands. 1200 fórust, þaraf tugir ung- barna; rúmlega sjöhundruð komust af. 1945 Reykvíkingar fögnuðu friði í Evrópu með fylleríi og ólátum. 1955 Fóm- arlömb kjamorkusprengjunnar í Hiroshima koma til Banda- ríkjanna til að gangast undir lýtalæknisaðgerðir. Afmælisbörn dagsins Henri Dunant 1828, sviss- neskur heimspekingur, aflvak- inn að stofnun Rauða krossins. Harry S. Truman 1884, Bandaríkjaforseti sem fyrir- skipaði kjarnorkuárásir á Hi- roshima og Nagasaki. Peter Benchley 1940, bandarískur rithöfundur. Annálsbrot dagsins Jökulsá í Öxarftrði hljóp fram með ógnarlegum v'átnsgangi, tók af alla sanda yfir Skinna- staði og upp undir Kelduhverfi, svo ernir, fálkar og hrafnar drápust allt í sínum hreiðrum; svo hátt gekk upp í gljúfrin. Prestur sá, er hélt Skinnastaði missti 3 hundmð fjár. Seiluannáll 1655. Þjófur dagsins Ef maður vill stela í þjófafé- lagi, þá verður að stela sam- kvæmt lögum; og helst að hafa tekið þátt í að setja lögin sjálf- ur. Halldór Laxness; Atómstödin. Málsháttur dagsins Fár bregður hinu betra, ef hann veit hið verra. Samviska dagsins Hann hafði hreina samvisku. Hann notaði hana aldrei. S.J. Lec. Orð dagsins Sorg etur hjarta efþú segja né náir einhverjum allan hug. Hávamál. Skák dagsins Skákmeistarinn Aktouf frá Al- sír er ekki kunnur kappi en hann leikur samt aðalhlutverk- ið í skák dagsins. Hann hefur hvítt og á leik gegn Ungverjan- um Kirjak, sem er reyndar líka fjarri því heimsfrægur. En skáklokin em snotur - eitthvað sem allir geta þegar þeir hafa séð það. Hvítur leikur og vinnur. 1. He71! Dxe7 2. Dxh7+! Kxh7 3. Hh3+ og mát í næsta leik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.