Alþýðublaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 m e n n i n g áhrif og því sá Sir William sig loks tilneyddan til að undirrita skjalið. Nú leit út fyrir að viðunandi lausn hefði fundist á vandmeð- förnu máli, en svo reyndist alls ekki vera. Þagmælska er líklega ekki sterkasti þátturinn í mannlegu eðli og nú tóku sögur um meint svindl Sir Williams að berast um veislusali Lundúnaborgar. Á stutt- um tíma var Sir William rúinn virðingu. Hann sá enga aðra leið til að hreinsa mannorð sitt en að höfða mál gegn þeim vinum sem sögðust hafa staðið hann að svindli og saka þá um rógburð. Málið vakti gífurlega athygli. Það var ekki einungis að aðals- maður væri sakaður um að hafa rangt við í spilum heldur var prins- inn af Wales opinber að þvf að hafa tekið þátt í jafn vafasömu at- hæfi og fjárhættuspili. Mörgum þótti sem þarna hefði bresk aðals- stétt sett ofan og gerst sek um al- varlegt fráhvarf frá þeim viktor- íönsku viðhorfum sem hún hafði löngum viljað kenna sig við. Lögmaður Sir Williams var Sir Edward Clarke, sem síðar varði Oscar Wilde í öðrum réttarhöldum sem settu Lundúnaborg á annan endann. Vörn hans byggðist á því að leiða líkur að því að Sir Willi- am væri fórnarlamb samsæris ótrúrra vina sem af einhverjum ástæðum vildu ná sér niðri á hon- um. Einhverjir hvísluðu því að Prinsinn af Wales væri potturinn og pannan í samsærinu, en Sir William hafði um tíma átt vingott við ástkonu prinsins. Prinsinn af Wales var viðstaddur réttarhöldin og það var framburður hans sem felldi Sir William. Þegar prinsinn var spurður að því hvort hann hefði, þegar honum var sagt frá svindlinu, trúað á sekt Sir Williams, svaraði hann því til að þeir sem skýrðu honum frá hinu meinta svindli hefðu allir verið svo sannfærðir um að það hefði átt sér stað að hann hefði ekki getað ann- að en trúað því. „Annað var ekki hægt“, endurtók hann. Dómarinn var þarna settur í vanda. Að dæma Sir William í vil mætti túlka sem svo að verið væri að bera brigður á dómgreind prins- ins. Dómarinn var því ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri til að saka vini Sir William um rógburð. Þessa niðurstöðu var ekki hægt að túlka á annan hátt en þann að rétturinn teldi Sir William sekan um svindl. Eftir þetta átti Sir William sér ekki uppreisnar von. Honum var gert að segja sig úr hernum, var rekinn úr fjórum einkaklúbbum og í stuttu máli var hann persona non grata í bresku samkvæmislífi það sem hann átti eftir ólifað. Svindlaði hann? Lögfræðingur hans, Sir Edward Clarke, trúði staðfastlega á sakleysi Sir Willi- ams og sagði í ævisögu sinnii að dómurinn hefði verið rangur. Lengstu réttarhöld í sögu Bretlands Arthur Orton var einn af bjart- sýnismönnum þessa heims. Hann var aðalleikari í lengstu réttarhöld- um sem haldin hafa verið á Bret- landi en þau stóðu alls í 1025 daga, þrátt fyrir að málið hefði átt að liggja ljóst fyrir strax á fyrsta degi. Forsaga málsins var sú að árið 1854 var Sir Roger Charles Do- ughty, erfingi mikilla auðæfa, far- þegi á skipi sem var á leið frá Brasilíu og týndist á hafi. Móðir Sir Rogers, Lafði Tichbourne, neitaði að trúa því að sonur sinn væri látinn og tæpum tíu árum eftir hvarf hans auglýsti hún eftir hon- um í blöðum víðs vegar um heim. í Ástralíu las innflytjandinn og slátrarinn félausi Arthur Orton auglýsinguna og skrifaði móður- inni klúðurslegt bréf, morrandi í stafsetningarvillum, þar sem hann sagðist vera hinn týndi sonur. Lafði Tichbourne trúði honum og bað hann að koma til Evrópu. Orton tókst að safna fé til ferð- arinnar og hann hitti lafði Tichbo- urne í hótelherbergi í París. Orton lá þar í rúmi sínu og gerði sér upp veikindi. Herbergið var myrkvað, Orton sneri andlitinu að veggnum og sagði ekki orð. Lafði Tichbo- Rottunum var stefnt fyrir réttinn en þegar málið var tekið fyrir voru þær hvergi sjáanlegar í réttar- salnum. Ákæruvaldið sagði greinilegt að rott- urnar ætluðu sér ekki að sinna stefnunni og taldi fjarveru þeirra jafngilda vanvirðu við réttinn. urne gekk til hans, kyssti hann og sagði: „Hann hefur útlit föður síns og eyrun eru úr föðurættinni." Þetta var einkennileg yfirlýsing því Orton og Sir Rogers svipaði á engan hátt saman. Orton var rúm 150 kíló, en Sir Roger hafði verið tæp sextíu kíló. Ekkert í tali eða framkomu Orton minnti á Sir Ro- ger, en Lafði Tichbourne trúði því þó staðfastlega að þarna væri týndi sonurinn kominn. Enginn annar í fjölskyldunni lagði trúnað á að svo væri, en ýmsir aðrir voru reiðu- búnir til að trúa og óneitanlega styrkti það mál Ortons að Lafði Tichbourne sagðist þekkja í honum son sinn. Orton gerði nú kröfu til arfs síns, en ekki var réttað í málinu fyrr en fjórum árum síðar. Það gaf Orton góðan tíma til að sanka að sér upplýsingum um manninn sem hann þóttist vera. Hann réð sem þjóna sína menn sem höfðu gegnt herþjónustu í herdeild Sir Rogers og frá þeim fékk hann dýrmætar upplýsingar. Þegar málið var loks tekið fyrir hafði Orton um hundrað vitni sem voru reiðubúin að sverja að hann væri Sir Roger. Mikilvæg- asta vitnið var þó fjarri því Lafði Tichborune lést stuttu áður en rétt- arhöldin hófust. Réttarhöldin drógust mjög á langinn og Orton tókst að þvæla málið fram og aftur. En óneitan- lega skaðaði það málstað hans þegar upp komst að hann kunni ekki orð í frönsku en Sir Roger hafði talað frönsku reiprennandi. Og svo kom á daginn að Orton vissi ekki skírnarnafn Lafði Tich- bourne. í fyrsta bréfi sínu til hans hafði hún undirritað bréf sitt H.F. Tichbourne. Orton giskaði á að hún hefði heitið Hanna Frances en lafðin hét Henriette Felicité. Allt var loks glatað þegar skóla- félagi Sir Rogers mundi skyndi- lega að Sir Roger hafði húðflúr á vinstri handlegg. Á handlegg Or- ton fannst ekkert slíkt. Orton var umsvifalaust handtek- inn og sóttur til saka fyrir mein- særi. En Orton gafst ekki upp. Hann lét leiða fram vitni sem sagðist hafa verið þjónn á skipi sem hefði bjargað Sir Roger úr sjávarháska. Rannsókn leiddi í ljós að vitnið var svindlari með langan og litríkan feril að baki. Réttarhöldin í þessu fáránlega máli tóku alls 1025 daga. En það tók kviðdóminn einungis þrjátíu mínútur að ákveða sekt Ortons og hann var dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar. ■ ■ Bragi Ólafsson Hverfiö rétt fyrir páska Þegar fjölskyldan á númer nítján dregur fána Sameinuðu Furstadæmanna að hún, vekur það óskipta athygli nágranna í göt- unni. Hjónin á tuttugu og einum ganga rakleitt yfír á átján og það- an er hringt í manninn á sautján sem tafarlaust staðfestir grun allra hinna: Arabísku furstadæmin, sjö að tölu, sjö eins og dagamir í vik- unni. „Hvað sjö vekur skrýtnar kenndir í þessu samhengi,“ segir faðirinn á tuttugu og einum. ,JEr ekkert hægt að gera? Hvað með lögregluna í bænum? Hefur hún ekkert umboð til að leysa svona hnút?“ En lögreglan reynist berskjölduð gagnvart flestu því sem gerist á einkalóðum: „Sé ekki um að ræða hljómstyrk ofar ákveðnum takmörkum," segir varðstjórinn á kvöldvaktinni, „eða nakinn lík- ama eins og við þekkjum hann, er ansi fátt sem við getum að- hafst.“ Og hann bætir við: „En til að koma í veg fyrir að eitthvað bærist í aprílgolunni, jafnvel þó það geti varla talist við hæfi, verður fólkið einfaldlega að taka lögin í sínar hendur. En þá er líka komið að okkur að end- urheimta lögin. Og þrátt fyrir að þau lög sé ekki að finna í okkar bókum, má bóka - ef mér leyfist að nota slíkt orðalag - að við munum athuga málið óumbeðnir.“ Veður Það var ekki svo löngu eftir að við komum úr utanlandsferðinni að hún riíjaðist upp fyrir okkur húsnúmeraplatan sem við höfðum stungið í hliðarhólfið á handtöskunni. Við vomm auðvitað dmkk- in þegar okkur datt í hug að kaupa hana, en núna, þegar platan er farin að veðrast fyrir ofan dymar, hef ég sætt mig við þetta númer sem hann seldi okkur, götusalinn. Borð Aldrei fyrr hafði ég leitt hugann að raunverulegu notagildi borða. Eg var inni á einum þessara nýju skemmtistaða í miðborg- inni og fylgdist með hljómsveitinni sem spilaði, það var jazz- hljómsveit með söngvara. En svo var það að loknu fjömgu lagi um svefnlausa borg handan Atlantshafsins að söngvaiinn kallar í hljóðnemann að sér skuli færður drykkur, hann þurfi nauðsynlega á drykk að halda og helst sem allra fyrst. Lengi vel leit út fyrir að þjónustufólk staðarins hefði ekki meðtekið beiðni hans og mér virtist sem svo að hann hefði gefið upp alla von um að verða bæn- heyrður því skyndilega taldi hann inn í nýtt lag, án þess að hafa verið send hressingin. En ekki vom nema nokkur augnablik liðin af nýhöfnu lagi þegar feimnisleg stúlka kom aðvífandi með klaka- kældan drykk í longdrinks-glasi. Á þeirri stundu hafði söngvarinn farið með fyrstu hendingar textans en á undraverðan hátt, án þess að fipast í flóknum ástaijátningunum, tók hann við glasinu, kyssti blíðlega handarbak stúlloinnar, setti drykkinn á flygilinn fyrir aft- an sig og sneri sér að hljóðnemanum á ný. í miðju laginu, á með- an píanóleikarinn dró athygli hlustenda að hljóðfæri sínu, hefði söngvaiinn auðveldlega getað teygt sig í glasið en það var ekki fyrr en síðustu tónar tenórsaxófónsins, og þar með lokatónar Iags- ins, dóu út, að hann virtist muna eftir drykknum. Hann hafði gleymt sér í þeirri öryggiskennd sem stöðug borð vekja einatt hjá fólki, þeirri vissu að leggi maður glas frá sér á borð, þá gleymist það ekki; það bíður manns þar, í þeini hæð sem það rís ofar jörðu. Bragi Ólafsson er skáld og leikritahöfundur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.