Alþýðublaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 8
■ Islendingar gengu oflangt í tilslökunum gagnvart Norð-
mönnum þegar samningur var gerður um skiptingu á
veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum. Þetta er sam-
hljóða mat þeirra sem eiga hagsmuna að gæta - og þeir
hafa margar athugasemdir við samninginn
„Ég spyr mig: Hvað meintu stjórnvöld með þessari ákvörðun að heimila 244 þúsund tonna kvóta í vetur? Meintu
þeir alls ekki neitt?" segir Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambandsins.
»■ *
'mWFILl/
4 - 8 farþega og hjólastólabílar
C OQ CR 90
O OO OO 44
Miðvikudagur 8. maí 1996
Jóhann Jónsson framkvæmda-
stjóri Hraðfrystistöðvar Þórs-
hafnar
Gengið of langt
í tilslökunum
„í þessum samningi finnst mér
gengið of langt í tilslökunum. Við
förum niður í 17 prósent hlutdeild
og það getur reynst okkur erfitt
síðar meir að breyta því. Tímasetn-
ing samningaviðræðnanna er ekki
rökrétt. Þær fara fram á sama tíma
og síldin er um það bil að streyma
inn í lögsögu okkar.“
Kristján Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri LÍÚ
I dag v'rta menn
ekki neitt
„f atvinnurekstri eins og þessum
er nauðsynlegt að menn viti með
einhverjum fyrirvara hvernig veið-
unum á að vera háttað. í dag vita
menn ekki neitt. Skipin eru að fara
af stað, og ekki er vitað hvaða
veiðiheimild kemur í hlut hvers og
eins. Þetta er að okkar mati alveg
óviðunandi. Veiðunum er ekki
stjórnað með þessum samningi því
stór aðili fær að leika lausum hala.
Við höfum mælt með því að ráðum
fiskifræðinga yrði fylgt og alls
veidd milljón tonn. En í því sam-
bandi höfum við svo sannarlega
ekki mælt með því að við einir
skærum niður okkar heimild. Það
er ekki aðferð til að ná stjórn á
veiðunum. Við vorum tilbúnir að
skera okkar hlut niður en þá hlut-
fallslega miðað við aðra. Ef ís-
lensk stjórnvöld hafa talið það of-
gera stofninum að við ætluðum að
veiða 244 þúsund tonn, af hverju
var þá ákveðið að við skyldum
veiða 244 þúsund tonn? Við ótt-
umst að þessi 17 prósent festist í
sessi og þetta ákvæði sem kallað er
þróunarákvæði segir mér ekki
nokkurn skapaðan hlut um það
hvernig aflanum verður ráðstafað í
framtíðinni. Það er bara óskhyggja
manna að lesa út úr því ákvæði
einhverjar niðurstöður."
Sævar Gunnarsson formaður
Sjómannasambandsins
Hvað meintu
þessir menn?
„Ég er ósáttur við þennan samn-
ing. Ég kalla það ekki samning
þegar einungis annar aðilinn gefur
eftir. Ég hef allan tímann verið
sáttur við að minnka heildarveið-
ina þannig að Norðmenn skæru
líka niður hjá sér. Þetta er ekki
raunin og ég er ekki sáttur við það.
Ég er einnig ósáttur við tímasetn-
inguna. Það er komið fram á vertíð
og menn eru búnir að standa í
þeirri trú að þeir fari á sjó og veiði
244 þúsund tonn. Menn verða fyrir
67. tölublað - 77. árgangur
miklum vonbrigðum. Ég spyr mig:
Hvað meintu stjórnvöld með þess-
ari ákvörðun að heimila 244 þús-
und tonna kvóta í vetur? Meintu
þeir alls ekki neitt?
Það er talað um þróunarákvæðin
í sjöttu greininni. Mér finnst þau
loðin, þau hefðu átt að vera skýrari
að mínu mati.
Ég er sem sagt ósáttur við inni-
hald samningsins og tímasetning-
una. Reyndar er ég ekkert sáttur
við vinnubrögðin því hagsmunar-
aðilar hafa verið á þeytingi um
víða veröld til að vera til ráðgjafar
í þessu máli. Síðan er þeim fyrir-
varalaust tilkynnt um þessa niður-
stöðu. Þetta eru óviðunandi vinnu-
brögð.“
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
■ Forseti íslands
Farand-
sendiherra
eða héraðs-
höfðingi?
Félag stjómmálafræðinga efnir til
fúndaraðar um
hlutverkog
völd forseta ís-
lands í tilefni af
forsetakosning-
unum 29. júní.
Fyrsti fundur-
inn verður
haldinn
fimmtudaginn
9. maí klukkan
17.15 í stofu
101 íOdda og
ber hann yfir-
skriftina For-
seti íslands:
Farandsendi-
herra eða hér-
aðshöfðingi?
Framsöguerindi
flytja Ólafur Þ.
Harðarsson,
dósent í stjóm-
málafræði, Val-
gerður Sverris-
dóttir alþingis-
maður og Her-
dís Þorgeirs-
dóttir stjóm-
málafræðingur
og svara þau
einnig fyrir-
spumum úr sal.
Félag stjóm-
málaffæðinga
hefur lagt fyrir
framsöguflytj-
endur nokkrar
spumingar um
völd og áhrif
forseta íslands
sem hljóta að vera í brennidepli fyrir
komandi kosningar og skiptast þær í
fjóra meginþætti: Pólitískt hlutverk
forseta, erlend samskipti, samein-
ingartákn þjóðarinnar og erlend
samskipti.
komið okkar á milli. Hann studdi
mig í formannskjörinu og gerir enn,
en við aðhyllumst ólík vinnubrögð í
pólitík og mál hafa þróast þannig að
talsverður skoðanamunur er á milli
okkar. Einar Karl var náinn sam-
starfsmaður Ólafs Ragnars og vissu-
lega emm við Ólafur ólík.“
Einar Karl Haraldsson. „Talsverður
skoðanamunur okkar á milli," segir
Margrét um uppsögn fram-
kvæmdastjóra Alþýðubandalagsins
sem var helsti stuðningsmaður
hennar í formannskjörinu í haust.
Opinn fundur
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur opinn
fund um fjármagnstekjuskattinn.
Fundarstaður: Scandic Hótel Loftleiðir þingsalir 1-3.
Tími: Þriðjudagur 14. maí klukkan 20:30
Frummælendur:
Jón Baldvin Hannibalsson
formaður Alþýðuflokksins
- Jafnaðarmannaflokks íslands
Gunnar Helgi Hálfdánarson
forstjóri Landsbréfa
Gunnlaugur M. Sigmundsson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Fundarstjórn:
Gunnar Ingi Gunnarsson
formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur.
Fjölmennum!
Stjórnin
Margrét Frímannsdóttir í viðtali við Mannlíf
r
Eg er ekki týnd
//
n
„Ég er því oft pirruð þegar
ákveðnir hópar, jafnvel alþingis-
menn, halda því á loft að formaður
Alþýðubandalagsins hafi týnst eftir
að ég tók við,“ segir Margrét Frí-
mannsdóttir í viðtali í nýju tölublaði
Mannlífs. Þar kveðst hún hafa unnið
hörðum höndum við að byggja
upp flokksstarf síð-
an í haust, en sé
lítt gefinn fyrir
„strákapólitík"
sem felist í því að
vera alltaf að trana
sér fram í fjölmiðl-
um. Aðspurð hverj-
ir segi að hún hafi
„týnst“ eftir að hún
sigraði Steingrím J.
Sigfússon í for-
mannsslagnum segir
lagsins. Hann var einn helsti stuðn-
ingsmaður hennar í formannskjörinu,
en sagði upp störfum vegna ágrein-
ings við Margréti fyrir nokkrum vik-
um, einsog Alþýðublaðið hefur skýrt
ítarlega frá. Um það segir Margrét:
„Einar Karl ákvað að segja
starfi sínu Jausu án þess að
til sérstakra árekstra hafi
Margrét:
nefnt sem dæmi Össur
Skarphéðinsson. Hann
hefur verið duglegur
við að koma þeirri
skoðun á framfæri að Svavar Gests-
son ráði öllu í flokknum og Alþýðu-
blaðið talar reglulega um hinn týnda
formann."
Margrét er líka spurð um sam-
skipti sín við Einar Karl Haraldsson
framkvæmdastjóra Alþýðubanda-
m segir
Ég get \ ’jSs-S
mi íSi.cnr \
Margrét: Össur dugiegur að koma
þeirri skoðun á framfæri að Svavar
Gestsson ráði öllu í Alþýðubanda-
laginu og Alþýðublaðið talar reglu-
lega um hinn týnda formann.