Alþýðublaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Hversvegna eru launin svona lág? íslensk bændastétt hefur markvisst verið niðurlægð. Henni hefur verið haldið á vöggu stofu innflutningsverndar og verðstýringar af hálfu hins opinbera. Á þessu áttugasta afmælisári Al- þýðusambands fslands og Alþýðu- flokksins, er eðlilegt að menn staldri við og fari hlutlægt yfir sigra og ósigra þeirrar hreyfingar sem stofnuð var til að bera uppi sókn launamanna til betri lífskjara. Hvað hefur áunnist og hvað mætti betur fara? Ef við met- um árangurinn útfrá samanburði við Háborðið I ------------1 A Magnús Árni Magnússon wUk. skrifar þær þjóðir sem næstar okkur standa, sést að hér á landi hefur verið komið á fót velferðarkerfi, mjög áþekku því sem best gerist í heiminum. íslenskri æsku er boðið upp á fyrsta flokks menntun frá blautu barnsbeini, burt- séð frá efnahag foreldranna og enginn á að þurfa að hrökklast út af sjúkra- húsi, vegna þess að hann eigi ekki fyr- ir aðhlynningu, eða hafi ekki verið svo forsjáll að kaupa sér tryggingu. Á hinn bóginn sjáum við að laun eru hér lægri en víðast hvar hjá áður- nefndum frændþjóðum. Og eftir að menn fóm að mæla framleiðni (fram- leiðsla hvers einstaklings á vinnu- stund) hefur komið í ljós að hún muni óvíða vera minni á byggðu bóli. En þýðir það að við Islendingar sé- um þá svona miklir letingjar? Nei, svo mun ekki vera. Allir þekkja sögumar af hrósyrðum erlendra atvinnuveit- enda í garð lúðsiðinna íslendinga, sem tekið hafa sér bólfestu annarsstaðar en hér á landi. Sökin í þessum efnum liggur hjá þeim mönnum sem hafa stjómað landinu frá stofnun lýðveldis. Ef við hverfum aftur til ársins 1944, þegar svokölluð nýsköpunarstjóm tók við stjómarráðinu, þá höfðu Islending- ar safnað gjaldeyrisforða sem nam 50 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu á ári. Það er mikill gjaldeyrisforði. Nýsköpunarstjóminni tókst með mið- stýringaráformum sínum og áætlunar- búskap, sem jafnaðist fyllilega á við það sem verst gerðist austantjalds, að sólunda þessum gjaldeyri á tveimur ámm! Þá vora þeir búnir að tvöfalda togaraeign og frystihúsakost lands- manna, offjárfestingar- og óráðsíu- tónninn hafði verið gefmn. Á þessum árum voru allar sið- menntaðar þjóðir að opna sig fyrir frjálsari viðskiptum, en Islendingar? Nei, onei. Landinu var bókstaflega lokað. Komið var á fót svokölluðu fjárhagsráði, sem sá kirftlega um að menn fjárfestu nú ekki í neinu sem ekki tengdist sjávarútvegi. Á sjötta áratugnum var rekin sérstök gengis- steíha fyrir sjávarútveginn, þar sem sú atvinnugrein átti kost á ódýrari gjald- eyri en aðrar. Ofveiðin var gengdar- laus. Uppúr 1970 var á ný ráðist í stór- fellda miðstýrða útþenslu flotans í kjölfar tilkomu skuttogara. Olíuverð hækkaði í kringum 1973. Sú olíuverðshækkun var ekki nýtt til að takmarka áganginn á fiskimiðin, heldur var tekin um það ákvörðun að niðurgreiða olíuna til togaraflotans. Sú ráðstöfun var við lýði allt til 1983. Allt hefur þetta kostað sitt og ríkis- sjóður verið rekinn með halla. Mönn- um kom náttúrlega ekki til hugar að leggja fyrir þegar vel áraði, heldur var hallinn rekinn með yfirdrætti í Seðla- bankanum (peningaprentun og tilheyr- andi verðbólgu) og erlendum lánum. Hið íslenska ríkisvald hefur litið á það sem heilaga skyldu sína að hafa full afskipti af íslensku atvinnulífi. Hefur það í því skyni beitt fjármála- stofnunum sínum, ríkisbönkum og sjóðakerfi og lánað til vonlausra fyrir- tækja. Þannig hafa þeir, sem einhvem dug hafa haft, verið skattlagðir sér- staklega svo skussarnir gætu haldið áfram taprekstri, oft í nafni „byggða- stefnu". íslensk bændastétt hefur markvisst verið niðurlægð. Henni hefur verið haldið á vöggustofu innflutnings- vemdar og verðstýringar af hálfu hins opinbera. Hún hefur undanfarin ár mátt búa við kvótakerfi og fram- leiðslustýringu, eins og bændur væm í raun leiguliðar á jörðum sínum, en ekki frjálsir menn sem kepptu sín á milli í krafti þess að vera eins misjafn- ir og þeir em margir. Þannig mætti lengi telja upp mistök þau sem íslenskir stjórnmálamenn hafa gert og em í raun ástæðan fyrir h'tilli framleiðni og um leið þeim lágu launum sem íslendingar þurfa að búa við núna. Hér hefur „bijóstsvitshag- fræðin" fengið að vera í fyrirrúmi og það er lýsandi fyrir íslenskt samfélag að það er einmitt slík hagfræði sem ákveðinn fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóri hefur „doktorspróf * í. Höfundur er varaþingmaður og formað- ur Alþýðuflokksfélags Kópavogs. Friðarpostulinn op kaup- sýslumaðurinn Astþór Magnússon lætur ekki deigan síga. Bók hans, Virkjum Bessastaði, er nú komin inná hvert heimili landsins og sjálfur er Ást- þór á ferð og flugi um landið. í gærkvöldi hélt hann fund á Hótel Borg og í kvöld verður fundað austur á Reyðar- firði. Þaðan heldur Ástþór suður til Vestmannaeyja og kynnir boðskap sinn í Hótel Bræðraborg annað- kvöld. Ástþór hefur eytt gríðarlegum fjármunum í auglýsingaherferðina Virkjum Bessastaði og bú- ast margir við að Ástþór fari alla leið - og bjóði sig fram sem næsta húsráð- anda á Álftanesi. Það þyk- ir flestum valdaöflum landsins lítið skemmtileg tilhugsun enda myndi Ást- þór vísast rugga bátnum þótt tæpast fái hann mörg atkvæði... Tímaritið Mannlífer komið út og heldur sínu striki undir ritstjórn Þórarins Jóns Magnússonar. Það er engin önnur en Kolfinna Bald- vinsdóttir sem er í forsíðuviðtali, undir fyrirsögn- inni „Ein og ánægð". Þá er ekki að efa að yfirlýsing- ar Hollendingsins Arnolds Mulders munu vekja athygli: Hann er 23 ára og hefur búið á íslandi í þrjú misseri. Arnold stundar nám í íslensku við Háskóla íslands, en það eru reyndar ekki ummæli hans um íslensk fræði sem mesta athygli vekja. Arnold, sem er hommi, segir álit sitt á íslenskum karlmönnum - sem hon- um finnst upp til hópa hommalegir - og eins upplýsir hann leyndar- dóma íslenska homma- samfélagsins... Nú mun orðið Ijóst að þeir heyra sögunni til Górilluþættirnir vinsælu sem hafa verið á morgun- dagskrá Aðalstöðvarinnar síðustu þrjú sumur, enda munu þeir félagarnir og Hafnfirðingarnir Davíð Þór Jónsson, Jakob Bjarnar Grétarsson og Steinn Ármann Magn- ússon hafa öðrum hnöpp- um að hneppa. En þeir deyja ekki ráðalausir á Að- alstöðinni og hafa í stað- inn fengið vinina og háð- fuglana Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson til að sjá um morgunþátt í sumar. Þeir hafa eins og flestir vita líklega getið sér gott orð fyrir útvarpsþætti á Rás 2 og spaug í Dags- Ijósi Sjónvarpsins... Jæja ormarnir ykkar! Ég er búinn að leysa málið! f i m m á förnum vegi Telur þú að Halldór og Þorsteinn hafi samið af sér í síldarsamningunum? Hanna Sigurðardóttir hár- greiðslumeistari: Já, ég held að það sé álit meginþorra fólks. Hreinn Sigurðsson fram- kvæmdastjóri: Já, mér sýnist það á fyrstu fréttum af þessu máli. Hilmar Helgason vegfar- Arthúr Bogason, formaður andi: Já, tvímælalaust. Landsambands smábáta- eigenda: Nei, það gerðu þeir ekki. Gísli Tryggvason kennari: Nei, það tel ég ekki vera. Þetta er skref í rétta átt. JÓN ÓSKAR m e n n Rúmlega sjötug kona átti ekki fyrir skuldinni við skattinn: Dró upp byssu og heimtaði peninga. Fyrirsögn í DV í gær. Að lokum ein spurning til Konráðs Friðfinnssonar sem skrifaði í lesendadálk DV 29. apríl síðast liðinn: Horfir þú aldrei á fréttir? Andrea Hólm. Lesendabréf í DV í gær. Hluti af kostnaði þjóðarinnar af sjúkrahúsakerfinu stafar beinlínis af ofurtollum stjórn- valda á innfluttu grænmeti. Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær. Hitt er svo annað mál að Björn Bjarnason hefði mátt vera diplómatískari í vinnubrögðum við þessa skýrslugerð, ekki síst gagn- vart samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn. Birgir Guðmundsson á víöavangi í Tímanum í gær. Hagsmunir strandríkis felast í samningum og því að öllum veiðum sé komið undir stjórn. Það bar því að grípa tækifærið til þess. Annað er leikur að eldi. Leiðari Tímans í gær. Tekið á atvinnuleysi áður en til þess kemur. Fyrirsögn í Morgunblaðinu í gær. Það geta ekki allir verið börn rakara, Ólafur. Rannveig Tryggvadóttir í bréfi til Morgunblaðsins um kynni sín af Ólafi Ragnari Grímssyni. fréttaskot úr fortíð Minnsta gufuvél í heimi Ungverski vélamaðurinn Julius Korsis hefur nú að undan- fömu verið að smíða minnstu gufu- vél í heimi. Hann lætur vélina standa á eldspýtnastokk, og sjálf vegur hún aðeins 10 gröm, en er þó fyllilega nothæf. Það þarf 4 mínútur til þess að koma vélinni í gang. Alþýöublaðið sunnudaginn 31. maí 1936

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.