Alþýðublaðið - 10.05.1996, Page 2

Alþýðublaðið - 10.05.1996, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 s k o ð a n fLÞVIIIIIíLfllIÐ 21109. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Simi 562 5566 Útgefandi Alprent ) Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Isafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Týnd - fundin! Það er vandlifað í Alþýðubandalaginu. Þegar Steingrímur J. Sigfússon og Margrét Frímannsdóttir tókust á um embætti for- manns á síðasta ári snerist kosningabaráttan að miklu leyti um Alþýðublaðið. Seint og snemma hélt Steingrímur því fram að Al- þýðublaðið blandaði sér með óviðeigandi hætti í formannsslag- inn, og lét nánast að því liggja að um væri að ræða áróðursblað keppinautar síns. Um skeið var Steingrímur svo illa haldinn af þessari þráhyggju, að hann gat hvergi tekið til máls án þess að ræða hans snerist ekki meira eða minna um Alþýðublaðið. Hinar þrálátu auglýsingar Steingríms í þágu Alþýðublaðsins urðu áður en yftr lauk ein helsta skemmtan manna af annars dauflegri kosn- ingabaráttu. Vitaskuld tók Alþýðublaðið enga afstöðu til snerru Steingríms og Margrétar, en fylgdist aðeins grannt með gangi mála einsog vera ber. Þannig varð þetta blað aftur og aftur fyrst til að segja fréttir af innanbúðarmálum í Alþýðubandalaginu. Um framgöngu Steingríms verður það hinsvegar eitt sagt, að sjaldan hefur nokkur rekið öflugri auglýsingaherferð í þágu Alþýðu- blaðsins. Margrét sigraði í formannskosningunum, einsog flestum er ef- laust kunnugt, og hefur haft hálft ár til að sýna sig og sanna. í nýju tölublaði Mannlífs er orðmargt viðtal við Margréti, en íyrir- sögnin hlýtur að vekja mesta athygli: „Ekki týnd“. Það er vægast sagt óvenjulegt að formaður stjómmálaflokks þurfi að auglýsa tilveru sína með svo áberandi hætti, en það kemur reyndar ekki til af góðu: Alþýðublaðið talar reglulega um hinn týnda formann, segir Margrét, og er ekki skemmt. Sjálf er hún nefnilega þeirrar skoðunar að hún sé alls ekki týnd. Hún hefur bara svo mikið að gera við að skipuleggja flokksstarfið að hún má ekki vera að því að taka þátt í „strákapólitík“ sem felst í þingstörfum, opinberri umræðu og öðm þessháttar. Semsagt: Alþýðublaðinu er ljúft að votta að Margrét Frímanns- dóttir er ekld týnd. Hún er bara svo upptekin af öðm, að hún hef- ur engan tíma til að tala við þjóðina. Enda er Svavar Gestsson fínn í það. „Þær eiga enn heima hér“ Um helgina fer fram íjársöfnun á vegum ljósvakafjölmiðlanna til styrktar Sophiu Hansen. Þjóðin hefur fylgst með baráttu Sop- hiu frammi fyrir tyrkneskum dómstólum í mörg ár, og flestir hljóta að dást að þolgæði hennar og seiglu. Tæpast nokkur maður skilur hinsvegar í flækjum réttarkerfisins í Tyrklandi, en mál dætra Sophiu hefur gengið milli undirréttar og Hæstaréttar án nokkurrar niðurstöðu. Málareksturinn og stríðið allt hefur kostað óhemju fjármuni, og hafa íslendingar jafnan stutt við bakið á Sophiu. Þannig verður það vonandi nú um helgina. Alþýðublaðið hvetur þá lesendur sem aflögufærir em til að leggja sitt af mörk- um. ■ y Eg vill verða forseti! (Alþýðublaðið hefur beðið fram- bjóðendur til forsetakosninga að gera grein fyrir framboði sínu. Fyrstur ríð- ur á vaðið Guðmundur Hrafn Stoð- dal.) Sú spurning hefur vaknað meðal margra hvers vegna ég ákvað að til- kynna ákvörðun mína um að bjóða mig fram til forseta fslands. Ástæðan er einföld. Hún var einfaldlega sú að djúpt innra með mér fann ég skýra löngun sem var svo sterk að um lík- amann léku sindrandi vellíðunar- straumar í hvert skipti sem mér varð hugsað til hennar. Dag einn í byrjun janúar var ég til dæmis á ferð í bíl mínum - ég var á leið útaf efra bfla- stæðinu við Kringluna - þegar ég fékk það sem hugleiðslumenn kalla „straumroð". Það hófst með þéttri gæsahúð og svo flæðir svo mikið en- dormín útí æðakerfið að líkaminn hitnar í kjölfarið og gæsahúðin verður að laxaroði og svo sprettur sviti fram. Ég þurfti ekki að setja miðstöðina í gang þann daginn! Vikupiltar | Hallgrímur Helgason skrifar Ég sá að við svo búið gat ég ekki setið og lagðist því fyrir þegar heim kom, eftir snögga sturtu. Það var í þann mund þegar ég hafði lokið við að þurrka af mér og var að fara í sloppinn að ég tók þessa miklu ákvörðun. Ég leit í spegilinn og sá það einnig skýrt að embættið myndi fara mér vel. Nú, síðan lagðist ég fyrir eins og áður sagði, en þetta geri ég oft þeg- ar miklar ákvarðanir eru í húfi, og hef lært það af jógameisturum mínum og líkamsræktunarmönnum. Svona stórar ákvarðanir tekur enginn fyrir mann. Maður verður að hlusta á sína innri rödd og fá samþykki hennar. Þetta er reyndar keimlfkt því þegar menn segj- ast ætla að leggjast undir feld og ég held reyndar nákvæmlega að þau orð hafi verið höfð eftir séra Pálma Matt- híassyni fyrr í vetur. Að minnsta kosti hefur mér ekki tekist að ná í hann lengi. • Eftir að ég hafði legið í rúma klukkustund og hlustað vel eftir öllum hugsanlegum mótbárum í líkama mín- um, fann ég loks að ekki var um neina fyrirstöðu að ræða. Vellíðunartilfinn- ingin náði nú aftur fullum styrk sínum og ég lá í svokallaðri „sjálfsróun", sem er æðsta stig sálræns unaðar sam- kvæmt búddistum, í um það bil 45 mínútur. Eftir að hafa farið aftur í snögga sturtu - að þessu sinni kalda - settist ég því niður og ritaði fréttatil- kynningu þess efnis að ég hygðist bjóða mig fram til forseta fslands. Tal- verður raki var enn í höndum mínum og ég ritaði hana því upp aftur. Ég ákvað hinsvegar að bíða ögn með að senda hana út til fjölmiðla, svona rétt til öryggis. Bæði var að þetta var á föstudagseftirmiðdegi og einnig ákvað ég að athuga hvort ég fengi ekki fleiri merki til staðfestingar „Ég hef fundið fyrir þvf að nafn mitt er að komast inn í umræðuna og ná eyrum fólks. í síðustu viku var ég til að mynda að leggja bíl mínum inni á Hverfisgötu nærri Regnboganum og var vart búinn að drepa á honum þegar tvær ungar stúlkur komu auga á mig og brostu til mín og veifuðu." á ákvörðun minni. Þau létu ekki á sér standa. Á laugardagskvöldið fór ég á ellefu-sýningu í Bíóhöllinni á vinsælli stórmynd. Bæði hafði ég verið seinn fyrir og þá var aðsókn mikil þetta kvöld. Mér var úthlutað miða á fremsta bekk, og sat þar einn. Sann- kallaður for-seti! Og ekki nóg með það. Á sunnudagskvöldið fór ég síðan að venju heim í mat til mömmu og þar var þá af einskærri tilviljun staddur góðkunningi fjölskyldunnar, roskinn maður sem ég hef ekki hitt lengi. Þeg- ar talið barst að væntanlegum forseta- kosningum yfir ísnum, sló maðurinn því fram hvort ég ætlaði ekki í fram- boð?! Á mánudeginum rakst ég síðan á gamlan kunningja sem sagði mér það í óspurðum fréttum að annar kunningi hefði nefnt það við sig að ég ætti að fara ffarn, en sá var stoðtækja- smiður sem ég hafði útskrifað úr skóla mínum fyrir 5 árum. Nú þurfti ekki lengur vitnanna við. Á þriðjudeginum sendi ég út fréttatil- kynninguna og þar með varð ákvörð- un mín loks heyrinkunnug meðal þjóðarinnar. Nú er það mat margra að ég eigi litla sem enga möguleika á því að vera kjörinn og vitna til að mynda til bágr- ar útkomu í skoðunakönnunum. Svar mitt er að Vigdís var nánast jafn óþekkt og ég er nú á sínum tíma þegar hún stýrði leikhúsinu í Iðnó sem taldi þá um 30 leikara. Stoðtækjaskóli minn telur nú um 26 nemendur (þar af eru 3 í heilsdagsnámi) og er því ekki minni vinnustaður en Iðnó var þá! Samt sem áður var hún kosin fram yfir rektor Háskóla fslands (hátt yfir 2000 manns síðast þegar ég vissi), alþingismann (60) og sendiherra. Þeir síðustu verða fyrstir, segir í heilagri ritningu, og einn af nemendum mínum sneri því reyndar þannig á þá sem eru nú hvað heitastir í skoðanakönnunum og sagði: Þeir þýðustu verða frystir! Annars ber einnig að taka skoðana- könnunum með varúð. Þar er einungis hringt í um 700 manns sem ekki getur sagt mikla sögu þegar kjósendur til forsetakosninga eru hálf þjóðin! Sjálfur hef ég einnig fundið fyrir vaxandi stuðningi við framboð mitt, bara núna á allra síðustu dögum. Ég hef fundið fyrir því að nafn mitt er að komast inn í umræðuna og ná eyrum fólks. f síðustu viku var ég til að mynda að leggja bíl mínum inni á Hverfisgötu nærri Regnboganum og var vart búinn að drepa á honum þegar tvær ungar stúlkur komu auga á mig og brostu til mín og veifuðu. Ég gat ekki í fljótu bragði séð hvort þær væru komnar á kosningaaldur, þar sem rigning var og ég búinn að slökkva á þurrkunum, en framboð mitt mun að minnsta kosti verða ræt( á heimilum þeirra! Síðan þegar inn í bíóið kom mætti mér greinilegur hlýhugur meðal áhorfenda. Ég var að venju seinn fyrir, þar sem dagur í lífi forsetaframbjóð- andans er hvort tveggja langur og strangur, og þó ég fengi ekki sæti á fremsta bekk í það skiptið var staðið upp fyrir mér í heilli sætaröð þegar ég gekk til sætis míns. Það er því von fyrir ungan svein. ■ Atburðir dagsins 1933 Nasistar hefja bókabrenn- ur á verkum höfunda sem eru að þeirra mati „andþýskir". 1940 Bretar hernema ísland. 1940 Winston Churchill verður forsætisráðherra Bretlands í stað Chamberlains. 1941 Rud- olph Hess, staðgengill Hitlers, tekur upp hjá sjálfum sér að fljúga til Bretlands í því skyni að semja frið. Honum var stungið inn. 1977 Bandaríska kvikmyndastjaman Joan Craw- ford deyr. 1981 Francois Mitt- errand verður forseti Frakk- lands í þriðju tilraun. 1990 Stúlkubam fæddist í Grímsey en næstu sjö ár á undan höfðu einungis fæðst drengir, fimm- tán alls. Afmælisbörn dagsins John Wilkes Booth 1838, morðingi Abrahams Lincoln Bandaríkjaforseta. Fred Asta- ire 1899, bandarískur leikari og dansari. David O. Selznick 1902, bandarískur kvikmynda- framleiðandi, kunnastur fyrir Gone With the Wind. Annáisbrot dagsins Það mál kom til alþingis, að maður nokkur braut handlegg á föður sínum með heipt; honum dæmt húðlát, sem borið gæti, og afhöggnir tveir ftngur sinn á hvorri hendi. Seiluannáll 1658. List dagsins Listin að lifa, hin erfiðasta, nauðsynlegasta og æðsta list allra lista, er ffamar öllu listin að hugsa, að hugsa frjálslega, af einlægni, djörfung og al- vöru. Siguröur Nordal; Lífog dauöi. Málsháttur dagsins Til þess er glópur að ginna. Gildí dagsins Vandamálin og leyndardóm- amir gefa lífinu gildi en sann- leikurinn og skýringamar gera það snauðara. Guðbergur Bergsson; Hjartaö býr enn í helli sínum. Orð dagsins Ég er aðeins barnshöfuð íforvitnisferð um glœpi stundanna. Þorsteinn frá Hamri; Undir kal- stjörnu, brot. Skák dagsins Samisch hefur hvítt og á leik gegn Ahues í skák dagsins. Hvítur er í hörkusókn og við fyrstu sýn virðist freistandi að leika f6 og hóta þannig máti. Því getur svartur hinsvegar svarað með Dc5 og knúið fram kaup á drottningum. Samisch vann eigi að síður bráðsnotran vinningsleik. Hvítur leikur og vinnur. 1. He5!I Bxe5 2. f6 og nú getur svartur ekki varist máti.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.