Alþýðublaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 1
mBUBLMÐ Þriðjudagur 14. maí 1996 Stofnað 1919 70. tölublað - 77. árgangur r ■ Agreiningur milli alþýðuflokksmanna um með hverjum eigi að mynda meirihluta í bæjarstjórn á Vestfjörðum eftir kosningarnar um helgina Eigum að mynda banda- lag félagshyggjufólks segir Björn Hafberg varabæjarfulltrúi. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það þarf að taka til hendinni ef menn ætla að reyna að hleypa ein- hverju lífi í starfsemi Alþýðu- flokksins hér á svæðinu,“ segir Björn Hafberg 2. maður á lista Al- þýðuflokks í nýafstöðnum sveitar- stjórnarkosningum í sameinaða sveitarfélaginu á norðanverðum Vestfjörðum. Sem kunnugt er tap- aði Alþýðuflokkurinn manni í kosningum og fékk aðeins einn fulltrúa kjörinn í ellefu manna bæj- arstjórn. Sjálfstæðisflokkur fékk fimm menn kjörna, Framsóknar- flokkur einn, bandalag Kvennalista, Alþýðubandalagsins og óháðra tvo en sigurvegari kosninganna var Funklistinn, borinn fram af nem- endum framhaldsskólans, sem hlaut 18 prósent fylgi og tvo menn. Björn segir fylgistap Alþýðu- flokksins að hluta skýrast af því að Funklistinn hafi tekið fylgi frá hin- um flokkunum. „Síðan er ekki hægt að neita því að Alþýðuflokkurinn hefur farið í gegnum nokkrar hrenimingar í vetur, það urðu nokk- ur átök-uni röðun á framboðslist- ann. Það er ljóst að slíkar deilur skaða flokkinn," segir Bjöm. I fyrradag slitnaði upp úr viðræð- um Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks um myndun meirihlutasam- starfs. Sigurður R. Ólafsson bæjar- fulltrúi Alþýðuflokks hefur látið hafa eftir sér að alþýðuflokksmenn hefðu tekið óábyrga afstöðu þegar þeir slitu viðræðunum. Björn er ósammála Sigurði og segir: „Mér finnst skelfilegt þegar forystumaður flokksins sendir samstarfsfólki sínu slíkar kveðjur." Björn segist hlynntur því að fé- lagshyggjuöflin myndi nýjan meiri- hluta fyrir vestan. „Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að Alþýðuflokk- urinn teldi sig vera félagshyggju- flokk. Nú er óverjandi annað en að mynda breiðfylkingu félagshyggju- aflanna,“ sagði Björn. Björn Hafberg um ummæli bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins: Skelfilegt þegar forystumaður flokksins sendir samstarfsfólki sínu slíkar kveðjur. Forseta- frambjóð- andi í viðtali „Ég leitaði ekki eftir nein- um stuðningi hjá Davíð Oddssyni eða Friðriki Sophussyni og veit ekki enn um hug þeirra til framboðs míns. Við Dav- íð höfum þekkst allt frá menntaskólaárunum og höfum átt samskipti gegnum tíðina. Að eitt samtal við hann geri framboð mitt pólitískt, það finnst mér hreinasta firra," segir forsetafram- bjóðandinn Pétur Kr. Haf- stein meðal annars í ítar- legu viðtali við Alþýðu- blaðið í dag. Sjá mið- opnu. Aðild að félagi stuðningsmanna Ól- afs Ragnars kostar 500 krónur. ■ Félag um forsetafram- boð Ólafs Ragnars Ólafur Ragnar hf. „ForsetaHamboði fylgir mikill rekstur og það er tilgangur félagsins að hafa eftirlit með þeim rekstri," sagði Ólafía B. Rafnsdóttir skrifstofú- stjóri á kosningamiðstöð Ólafs Ragn- ars við Hverfisgötu. Stuðningsmenn Ólafs Ragnars hafa stofnað félag um framboð hans sem heitir Félag um for- setaframboð Ólafs Ragnars Grímsson- ar. I stjóm félagsins sitja Guðrún Katr- ín Þorbergsdóttir formaður, Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður sem er varaformaður og meðstjórn- endur eru Þórólfur Árnason fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Olíufé- lagsins, Kristján Einarsson forstjóri Rekstrarvara og Már Guðmundsson yfirhagfræðingur Seðlabankans. Fé- lagsmenn geta verið bæði einstakling- ar og lögaðilar. Lágmarksfélagsgjald er 500 krónur. ■ Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Jón Baldvin á fundi um fjár- magnstekjuskatt Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur opinn fund uni fjármagns- tekjuskatt á Hótel Loftleiðum í kvöld klukkan 20.30. Frummælend- ur eru Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins, Gunnar Helgi Hálfdánarson forstjóri Landsbréfa og Gunnlaugur M. Sig- urðsson þingmaður Framsóknar- flokksins. Fundarstjóri er Gunnar Ingi Gunnarsson formaður Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur. Fundur- inn er öllum opinn. ■ Alls óvíst hvenær Alþingi lýkur störfum við komum bitjum uns - segir Guðmundur Árni Stef- ánsson varaformaður Alþýðu- flokksins. „Frumvörp ríkis- stjórnarinnar eru grímulaus árás á kjörfólksins í landinu." „Menn sjá ekki fyrir endann á um- ræðunum," segir Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Alþýðu- flokksins, en frumvarp ríkisstjómar- innar um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er enn til umræðu á Al- þingi. Samkvæmt starfsáætlun hefði þinginu átt að ljúka 15. maí en Guð- mundur Ámi segir sýnt að það muni ekki takast. „Það er alls óvíst hvenær þinginu lýkur. Stjórnarandstaðan er reiðubúin að sitja sem fastast þar til hún hefur komið viti fyrir ríkisstjóm- ina. Sú seta gæti náttúrlega orðið löng, en væri þess virði,“ segir Guðmundur Ami. Guðmundur Árni segir áberandi í umræðunni um frumvarpið að ekki enginn framsóknarmaður hefði séð ástæðu til að leggja orð í belg. „Þeir viti fyrir ríkisstjórnina halda sig til hlés enda bera margir kinnroða fyrir framgangi þessara mála. f hópi sjálfstæðismanna em það eingöngu fjármálaráðherra og Vil- hjálmur Egilsson sem telja ástæðu til að blanda sér í umræðu um málið. Aðrir sjálfstæðismenn vilja ekki snerta á þessum málum, finna að þar er verið að ganga freklega á rétt opinberra starfsmanna og skerða þeirra kjör með lagasetningu. Fmmvörp ríkisstjómar- innar sem snerta réttindi launamanna lýsa að mínu mati viðhorf þessara stjórnarflokka til vinnandi fólks í þessu landi og samtaka þeirra. Þau em grímulaus árás á kjör fólksins í land- inu.“ sagði Guðmundur Ámi. Stjórnarandstaðan er reiðubúin að sitja sem fastast þar til hún hefur komið viti fyrir ríkisstjórnina. Sú seta gæti náttúrlega orðið löng, en væri þess virði, segir Guðmundur Árni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.