Alþýðublaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Núna er uppi sú sérkennilega staða að íslenska ríkissjónvarpið er að borga undir bandaríska ríkisborgara sem eiga að keppa fyrir hönd íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Sjúbídú Það er vor í lofti með tilheyrandi vorboðum. Lóan er kominn og krían ómissandi mætt í Tjamarhólmann og hinn árvissi Gleðibanki, Eurovision- söngvakeppni er að bresta á. Að vísu er af sú tíð að þjóðin smeinist í áhuga sínum á þessari ágætu keppni og stræti þéttbýlisstaða tæmist meðan út- sending hennar stendur yfir. Engu að síður hef ég heyrt að skyndibitastaðir bæjarins hugsi sér gott til glóðarinnar 18. maí næstkomandi, svo ef til vill Pallborðið Arnór Benónýsson skrifar laumast fleiri en menn hyggja til að fylgjast með sjónarspilinu. Afstaða þjóðarsálarinnar til Euro- vision-keppninnar er annars rannsókn- arefhi út af fyrir sig. Allt frá því að við íslendingar gengum sigurreifir til leiks með Gleðibankann margfræga hefur örlað á eins konar geðklofa hjá þjóð- inni þegar talið berst að þessari keppni. Að vísu sást til sólar, þegar Sigga Beinteins og Karl Örvars náðu fjórða sætinu hér um árið. En það stóð stutt. A hinn bóginn blundar svo í sál- ardjúpunum óttinn við að sigra; það yrði svo dýrt. í fyrra átti svo að taka þetta með trompi. Bjöggi sjálfur var dubbaður upp til að sýna útlendingunum hvem- ig ætti að gera þetta. Til að gulltryggja árangurinn fékk hann til liðs við sig írskan útsetjara og lagasmið. En eins og allir vita hafa Irar verið þjóða sig- ursælastir í þessari einkennilegu keppni. En fléttan gekk ekki upp, þessi írsk-íslenska blanda, virtist fara svipað í dómnefndirnar og blanda af Baileys og brennivíni - þeim varð bara bumbult. Við íslendingar em hins vegar sein- þreyttir til vandræða, en skriðþungir þegar við höfum bitið eitthvað í okk- ur. Nú dugar greinilega ekkert nema hin breiðu spjótin. Anna Mjöll hefur verið sótt til Hollywood og mætir til leiks með eigið lag sem ber hið ramm- íslenska nafn Sjúbídú. Enda mun það vera skilyrði að textar séu samdir á þjóðtungum viðkomandi landa. En hin landlæga vanmetakend smáþjóðarinn- ar hefur þó ekki með öllu yfirgefið okkur. Við höfum leitað á náðir vemdarans í vestri. Anna Mjöll hefur fengið til liðs við sig fjóra bandaríska söngvara til að kyrja bakraddir og í fréttum af herlegheitunum er lögð áhersla á að þama séu atvinnumenn á ferð. Gott og vel, þetta er raunar ekki eins vitlaust og það sýnist. Ef við vinnurn þurfum við ekki að hafa áhyggjur af kostnaði við að halda keppnina að ári. Við höldum hana bara fyrir westan og Sámur frændi borgar brúsann. Hins vegar - ef illa fer - kennum við helvítis Könunum urn. Þetta kallast að vera með kaskó- trygginguna í lagi og tryggja ekki eftir á. En svona að öllu gamni slepptu, er nú ekki rétt að við förum að staldra við og endurskoða þátttöku okkar í þessari keppni. Núna er uppi sú sér- kennilega staða að íslenska ríkissjón- varpið er að borga undir bandaríska ríkisborgara sem eiga að keppa fyrir hönd íslands í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Það er margt skrítið í kýrhausnum eins og kerlingin sagði. Ef ég man rétt var upphaflegur til- gangur Eurovision- keppninnar að styðja og styrkja dægurlagagerð í þeim löndum sem þar taka þátt og opna farvegi fyrir listamenn landa á milli í álfunni. Þetta markmið virðist nú fullkomlega úrelt orðið, eða man einhver eftir því að á síðustu árum hafi þessi keppni getið af sér eitthvað sem bitastætt má kalla? Hins vegar er kominn upp einhver sérstakur stíll í kringum hana, sem virðist í engu sam- hengi við það sem frjóast er í tónlistar- lífi viðkomandi landa. Sé það einlæg- ur vilji stjómenda ríkisútvarpsins að efla dægurtónlist í landinu hljóta að vera til áhrifaríkari og farsælli leiðir en þessi. Bestu óslcir fylgja hins vegar þeim feðginum Ólafi Gauk og Önnu Mjöll og þess er vænst að þau láti ekki hina bandarísku „atvinnumenrí' kafsyngja sig. ■ JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Ég get með sanni sagt að ég hef ekki sóst eftir því að gerast frambjóðandi tii forsetakjörs. Jón Baldvin Hannibalsson íTímanum á laugardag. Ég sit því aldeilis ódeigur und- ir söng stjórnarandstöðunnar um svikin loforð, því að þar er hallað réttu máli. Jón Kristjánsson ritstjóri og alþingismaður Framsóknar í Tímanum á laugardag. Hótuðu að drepa okkur og byrjuðu svo að berja. Forsíðufrétt DV á föstudag um lífið í henni Reykjavík. Kæri Michael Jackson. Þér ættuð að endurskoða ákvörð- un yðar um að hætta við tón- leikaför um Þýskaland. Ástæðulaust er að hætta við hana vegna skatta. Theo Waigel fjármálaráðherra Þýskalands reyndi með opnu bréfi að fá stórstjörnuna til að hætta við að hætta við tónleika í land- inu. Mogginn á laugardag. Um þetta leyti dettur Birgir gjörsamlega út, vegna þess að hann þráast við. Hann skyldi ekki bullið sem fylgdi nýja málverkinu á fyrri hluta ní- unda áratugarins. Hann fer í myndlistarlega fýlu í fjögur ár, frá 1982 til 1986. Guðmundur Oddur að lýsa Birgi Andréssyni myndlistarmanni í Mogganum á laugardag. Sýningar á verkum Birgis standa nú yfir í Gerðubergi og á Sjónarhóli við Hverfisgötu. Samtals birtast 117 atvinnu- auglýsingar í blaðinu. í 116 auglýsingum er auglýst eftir fólki, en aðeins ein auglýsing er frá einstaklingi sem óskar eftir vinnu. Auglýsingarnar þekja 10 og hálfa síðu í Morg- unblaðinu. Frétt í sunnudagsblaði Moggans. fréttaskot úr fortíð Margar eru raunir mannanna Nýlega lézt í Englandi póstþjónn, 69 ára gamall. Það var merkilegt við þennan póstþjón, að einu sinni á hveijum degi í 21 ár hafði hann hlaupið upp og niður stiga í vita, en í stiganum eru 403 tröppur! - Jafnvel hlaupagarpurinn Magnús Guðbjöms- son myndi neita slíkri stöðu, þó að hún væri 5 sinnum betur borguð en staðan, sem hann hefir hér hjá póst- húsinu. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 1. apríl 1935. i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Margir eru nú kallaðir til að vera forsetafram- bjóðendunum til aðstoðar, enda baráttan að komast í fullan gang. Þannig er Val- gerður Bjarnadóttir komin til íslands, í því skyni að veita Pétri Kr. Hafstein lið. Valgerður hefur búið og starfað í Brussel i mörg ár en fylgist grannt með gangi mála hérlendis. Oft hefur verið reynt að fá hana til að skella sér útí pólitík, enda þykir hún ákaflega hæf og snjöll. Víst er, að hún verður betri en engin í baráttu Pét- urs... r Ahugamenn um næsta húsráðanda á Bessa- stöðum fylgjast grannt með gangi mála vestur á fjörð- um. Þrír af frambjóðendun- um hafa þar mikil tengsl og því er fast tekist á um at- kvæðin. Bætist síðan Vest- firðingurinn Jón Baldvin Hannibalsson í hóp fram- bjóðenda má búast við að enn hitni í kolunum. Isfirð- ingurinn Ólafur Ragnar Grímsson nýtur stuðnings ríflega helmings þeirra sem afstöðu taka, samkvæmt könnun Bæjarins besta og Pétur Kr. Hafstein fyrrum sýslumaður hefur þriðjung á bakvið sig. Stuðningsmenn Guðrúnar Pétursdóttur gera sér vonir um að hægt verði að högcjva veruleg skörð í fylgi Olafs Ragnars og Péturs Kr. þar vestra og á annaðkvöld verðurfyrsti kosningafundur hennar á ísafirði. Guðrún og Ólafur Hannibalsson munu einnig heimsækja fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um Vest- firði... Dagblaðið Tíminn efndi til skemmtilegrar uppá- komu í laugardagsblaði sínu. Fjórir þekktir íslending- ar voru fengnir til að spreyta sig á samræmda prófinu í ís- lensku sem nýverið var lagt fyrir æsku landsins. Efstur varð Davíð Þór Jónsson skemmtikraftur með glæsi- lega einkunn, 9,5. Guðrún Helgadóttir rithöfundur fékk 8, Einar Kárason rit- höfundur7,5 og Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmað- ur 6,5... „...og þá segir barþjónninn: Heyrðu! súpuskeið..! En í alvöru talað, gafflar..." Þetta er ekki f i m m f ö r n u v e g i Gætirðu hugsað þér að kjósa Funklistann í borgarstjórnarkosningum? Spurt í Reykjavík Hrefna Arnardóttir greiðslumaður: Nei, gætiégekki. Elínbjörg Gunnarsdóttir húsmóðir: Nei, það er engin alvara í þessu framboði. Brynhildur Pétursdóttir Æsa Bjarnadóttir nemi: móðir: Já, það gæti ég. Þetta Nei, ég gæti það alls ekki. er frábært framtak. Ingólfur Ævarsson nemi: Já, tvímælalaust. Þeir kæmu sterkir inn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.