Alþýðublaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1996 V ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 i ð t a I rangra ákvarðana eða breytni. Finn- urðu til samúðar með þessum einstak- lingum? , Jú, vissulega finn ég oft til samúð- ar, en dómari verður að gæta þess að láta tilfinningar ekki stjóma gjörðum sínum.“ Finnst þér reynsla þín í starfi hafa kennt þér að einhver ákveðin gildi cettu að vera einstaklingnum dýrmœt- ari en önnur ilífinu? „Störf mín á ísafirði og í Hæstarétti staðfesta þá lífsskoðun mína að dreng- skapur og heiðarleiki eigi að vera grundvallaratriði í lífi hvers einasta manns. Þeim sem hefur gott mannorð og góða samvisku eru allir vegir fær- iri“ Það vakti athygli þegar þú tilkynnir um framboð þitt að þú vitnaðir í Lilju Eysteins munks. Mér skilst að þú hafir mikinn áhuga á bókmenntum? , Já, ég hef það og hef haft lengi. Ég hef svolítið safnað bókum og les tölu- vert, skáldsögur, ljóð og sagnfræði." Hverjir eru eftirlœtishöfundar þín- ir? „Ég vil ekki tilgreina neina sér- staka, finnst það fánýtt. Það er svo breytilegt hvaða höfunda maður leitar til, fer gjaman eftir aldri, þroska og til- finningum hveiju sinni." Hvað gefur skáldskapur þér? „Fyrst og fremst betri og dýpri skilning á mannlífinu. Og hugarró og styrk til að skilja annað fólk og sjálfan mig.“ Rætt við Davíð Nú skrifaðir þú grein í Morgun- blaðið í febrúar 1991 þar sem þú var- aðir við framboði gegn sitjandi for- manni Sjálfstœðisflokksins. „Ég skrifaði þá grein vegna þess að aðdragandi baráttunnar var mér ekki að skapi. Mér fannst að þar væri ekki rétt að málum staðið. Ég skýrði þau sjónarmið mín í greininni. Ég tók eng- in frekari þátt í átökum í Sjálfstæðis- flokknum eins og ranglega hefur verið látið í veðri vaka. A þessum ámm tók ég einfaldlega engan þátt í starfsemi Sjálfstæðisflokksins, hafði hætt því þegar ég tók við sýslumannsembætt- inu á ísafirði 1983. Þetta var eina til- efnið þar sem ég lét skoðun mína í ljós.“ Hafið þið Davíð Oddsson einhvem ttmann rætt þessa grein ? „Já, það höfum við gert í fullri hreinskilni. Ég held að honum sé ljóst hvað fyrir mér vakti og hvers vegna ég fann mig knúinn til að láta þessa skoðun mína í ljós.“ En hann hefur varla verið ánœgður með skrifin? „Ég geri ekki ráð fyrir því.“ Það vakti mikla athygli að þú skyld- ir rceða við Friðrik Sophusson og Davíð Oddsson um forsetaframboð þitt. „Þeir vom meðal þeirra fjölmörgu sem ég ræddi við áður en ég tók þessa ákvörðun mína. Ég leitaði ekki eftir neinum stuðningi hjá Davíð Oddssyni eða Friðriki Sophussyni og veit ekki enn um hug þeirra til framboðs míns. Við Davíð höfum þekkst allt frá menntaskólaárunum og höfum átt samskipti gegnum tíðina. Að eitt sam- tal við hann geri framboð mitt pólit- ískt, það finnst mér hreinasta firra.“ Þú lítur ekki á það sem framboð i>iss arms íSjálfstœðisflokknum? „Nei, ég lít ekki á það sem framboð nokkurs arms í Sjálfstæðisflokknum. Það eru stuðningsmenn úr flestum flokkum sem hafa hvatt mig til þessa „Ekki ætla ég að dæma um það hvernig ég er eða hvaða kosti ég hef til að bera. Reyndar hef ég ekki komið mér upp nein- um kostum. Það hvernig ég er, og hvernig ég kem fram, er mér eðlislægt. Ég ætla ekki og mun ekki tíunda kosti mína í þessari kosningabar- áttu." framboðs. Framboðið er á algjörlega ópólitískum forsendum og byggist fyrst og fremst á þeim hugmyndum sem ég hef um embætti forseta Islands og ég gerði grein fyrir þegar ég til- kynnti ífamboð mitt.“ Vœntirðu þess að Kjartan Gunrtars- son rœsi kosningamaskínu Sjálfstœð- isflokksins þér til stuðnings? „Ég vænti þess ekki og hef ekki far- ið fram á slíkt við hann né nokkurn annan.“ Nú er umdeildur stjómmálamaður f baráttunni um forsetastólinn og hefur gífurlegt forskot á aðra frambjóðend- ur. Annar litríkur stjórnmálamaður þykir Kklegur til að blanda sér í slag- inn. Hvaða skoðun hefur þú á því að forseti íslands hafi haft afskipti af stjómmálum? „Það er öll reynsla dýrmæt, stjóm- málareynsla ekki síður en önnur reynsla. Ég hefði haldið, að óreyndu að minnsta kosti, að erfiðara væri fyrir umdeilda stjómmálamenn en aðra að verða sameiningartákn þjóðarinnar. En ef þjóðin kýs það, þá er valið hennar.“ Mun ekki tíunda kosti mína Nú varstu mjög góður námsmaður og hefur verið nefndur fullkominn embœttismaður. Mönnum ber flestum saman um að þú sért algjörlega vammlaus. Hvernig hefurðu komið þér uppþessum eiginleikum? „Ekki ætla ég að dæma um það hvemig ég er eða hvaða kosti ég hef til að bera. Reyndar hef ég ekki komið mér upp neinum kostum. Það hvemig ég er, og hvemig ég kem fram, er mér eðlislægt. Ég ætla ekki og mun ekki tí- unda kosti mína í þessari kosningabar- áttu. Það verða aðrir að gera. Það eina sem ég get gert, er að færa fram lífs- skoðanir mínar og sjónarmið mín um embætti forseta íslands.“ Hyemig myndirðu lýsa þér? „Ég endurtek að ég ætla ekki að lýsa mér eða tíunda kosti mína. Við það situr.“ En nú ertu ekki einn í framboði heldur þið hjónin. Hvers virði finnst þér hjónabandið vera? „Við Inga Ásta emm ákaflega ham- ingjusöm. Það hefúr verið sagt að við bætum hvort annað upp og það er ein- nútt þannig sem ég tel að hjónaband eigi að vera; að tveir einstaklingar nái saman þannig að þeir haldi sjálfstæði sínu og einkennum en bæti hvom ann- an upp og styrki. Ef það tekst þá verð- ur ekki á betra kosið. Þetta hefur okk- ur Ingu Ástu tekist.“ Mér heyrist á þér að þú teljir þig lánsaman mann. ,Já, ég er það sannarlega og ég er reiðubúinn að taka öllu sem að hönd- um ber.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.