Alþýðublaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 8
* * XWREVmZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Þriðjudagur 14. maí 1996 70. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Þingmenn vilja hvalveiðar Við erum ekki skuldbundin neinum - segir Gísli S. Einarsson þingmaður Alþýðu- flokksins. „Ekki í nokkrum vafa um að við get- um selt hvalkjötið." „Ég tel að við eigum að hefja hvalveiðar nú þegar og ég er ekki í nokkrum vafa um að við getum selt afurðirnar," segir Gísli S. Ein- arsson þingmaður Alþýðuflokksins en í síðustu viku var utandagskrár- umræða á Alþingi að beiðni Guð- jóns Guðmundssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Nánast alger einhugur var meðal þingmanna um að hefja hvalveiðar hið fyrsta, en Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra hefur ekki viljað segja til um hvenær ákvörðun verði tekin. „Það er markaður fyrir hvalkjöt, engin samtök hafa útilokað við- skipti við okkur og við erum ekki skuldbundin neinum í þessu sam- bandi. Við eigum mjög mikið und- ir hvalveiðum, því þegar við hætt- um hvalveiðum urðum við af um 1,5 prósenti af þjóðartekjunum eða hátt í tveimur milljörðum en það er ámóta upphæð og við reiknum með að fá af norsk-íslenska síldar- stofninum," segir Gísli og telur Gisli: Þegar við hættum hvalveið- um urðum við af 1,5 prósenti af þjóðartekjum. Það jafngildir þeirri upphæð sem veiðarnar úr norsk-ís- lenska síldarstofninum færa okkur. þurfa einfalda samþykkt frá ríkis- stjórninni um að hefja veiðar. „Þingið mun samþykkja þá sam- þykkt. Ég er þess fullviss að þeir munu fara varlega í fyrstu, enda þarf þess, en síðar tel ég að við eigum að hefja stórhvalaveiðar undir vísindalegri ráðgjöf og svo hrefnuveiðar á sama grundvelli og Norðmenn," segir Gísli. Próflestur í skugga ráðhússins Sólarblíða og próflestur eru hinar fullkomnu andstæður, en þessari Reykjavíkurstúlku tókst að sameina þær í gær, þegar Einar Ólason Ijósmyndari var á ferð um miðborgina. Séra Jón Bjarman, höfundur nýrra hugleiðinga. ■ Hugleiðingar séra Jóns Bjarmans Að heiman og heim Út er komin bókin Að heimart og heim - sex hugleiðingar eftir séra Jón Bjarman. Hann er sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar en var um árabil fangaprestur, einsog fram kemur í hugleiðingum hans. Hugleiðingamar hafa allar sama viðfang og snið: ritn- ingartexta, stutta íhugun og frumsam- ið ljóð sem á rætur í textanum. Jón Bjarman hefur sent frá sér fjórar frum- samdar bækur, tvö smásagnasöfn og tvær ljóðabækur, auk nokkurra þýddra bóka. Vorsýning í Listaskólahúsinu Á laugardag opnaði vorsýning Myndlista- og handíðaskóla íslands í Listaskólahúsinu að Laugarnes- vegi 91. Þar sýna útskriftarnemar lokaverkefni sín, en á þessu vori eru brautskráðir 42 nemendur eftir þriggja ára nám við einhverja af sérdeildum skólans. í tilefni sýn- ingarinnar er komin út bók með efni frá útskriftarnemum og verður hún til sölu á sýningunni. Vorsýn- ingin stendur til 19. mai, en nánar verður frá henni sagt í Alþýðublað- inu á fimmtudaginn. ■ Ávextir og grænmeti draga úrsjúkdómum Grænmeti og ávextir í hvert ■ Deiglan á Akureyri Sölusýning á verkum Stefáns frá Möðrudal A uppstigningardag, fimmtudaginn 16. maí, verður opnuð í Deiglunni á Ak- ureyri sölusýning á verkum Stefáns ffá Möðrudal. Stefán var afkastamikill mál- ari og lét eftir sig nokkum fjölda verka sem verða sýnd á þessari sérstæðu sýn- ingu. Sýningin stendur aðeins í fjóra daga og lýkur henni simnudaginn 19. maí. mál Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð hafa sameinast um átak til að auka neyslu á grænmeti og ávöxtum undir kjörorðinu „Borðum grænmeti og ávexti - 5 á dag“. í tilkynningu frá Manneldis- ráði af þessu tilefni segir að Islend- ingar borði mun minna af ávöxtum en æskilegt geti talist, hvort sem miðað er við ráðleggingar Alþjóða- heilbrigðismálastofnunar eða inn- lend manneldismarkmið. Hollusta þessara matvara er hinsvegar óum- deild, og hafa rannsóknir síðustu ára meðal annars sýnt, að með því að borða ríflega af grænmeti og ávöxtum má draga úr hættu á hjartasjúkdómum og mörgum teg- undum af krabbameini. Með yfirskrift átaksins, „Borðum grænmeti og ávexti - 5 á dag“, er átt við að æskilegt sé að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti, ávöxtum og kartöflum á dag. Hver skammtur er skilgreindur sem einn meðalstór ávöxtur, 50 grömm af grænmeti, tvær til þrjár kartöflur eða eitt glas af hreinum ávaxtasafa. í lok tilkynningarinnar segir: „Það er von Hjartaverndar, Krabba- meinsfélagsins og Manneldisráðs að þessi einfaldi boðskapur um fimm skammta á dag geti bætt heilsu þjóðarinnar og dregið úr ótímabærum sjúkdómum af völdum óheppilegra neysluvenja.“ ■ Heilsufar Reykvíkinga 2298 með kvef Send hefur verið út frettatilkynning um farsóttir í Reykjavi'kurumdæmi í febrúar 1996, samkvæmt skýrslum sex heilsugæslustöðva og Læknav:iktarinn;ir sf. 2298 greindust með kvef og aðrar veirusýkingar í efii loftvegum, 210 með iðrakvef, 161 með lungnabólgu, 145 með hálsbólgu af völdum sýkla, 36 með hlaupabólu, 14 með rauða hunda, 8 með inflúensu, 3 með einkimingasótt, 3 með maurakláða, 2 með matareitrun, 1 með hettusótt og 1 með kíghósta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.