Alþýðublaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1996
ALÞÝÐUBLAÐK)
7
I
lióð & kratar
hrifinn af Davíð og eins Tómasi Guð-
mundssyni og Steini Steinarr. Þetta
eru allt flottir rómantískir menn.“
Og Jónas?
, Já, ég fékk einmitt sjö kfló af hon-
um í verðlaun þegar ég vann smá-
sagnasamkepppni framhaldsskólanna
fyrir þremur ;irum.“
Hvað einkennirþœr sögur?
„Þetta voru örsögur, allar fullar af
svartnætti og þunglyndi. En verðlaun-
in hafa örugglega veitt mér kraft því
eftir það hef ég skrifað meira. En það
hafa aðallega verið ljóð. Ljóðformið
er knappt og þægilegt að tjá þar til-
fmningar eða útskýra einkennileg at-
vik. Skáldsagan er stórt form og mikið
og kannski veigra ég mér við því að
kljást við það einmitt vegna þess. Eg
verð vafalaust reiðubúinn að kljást við
skáldsagnaformið seinna. En af því ég
var að tala um eftirlætishöfunda þá
hafa erlendir höfundar haft meiri áhrif
á mig síðustu ár en íslenskir.“
Hverjir þá?
„Það em nokkrir sem standa upp úr.
Japönsk stúlka Yosimoto er stórkost-
leg. Paul Auster og Douglas Cou-
pland. Jú, það eru nokkrir íslenskir
höfundar sem ég hef mjög gaman að.
Gyrðir Elíasson er ekkert annað en
snillingur. Bragi Ólafsson er að verða
dýrlingur í mínum augum eftir bókina
sem hann gaf út fyrir síðustu jól sem
var frábær. Það kunna að fmnast ein-
hver áhrif frá honum í ljóðagerð minni
en hann má þá bara eiga það. Ég las
mikið eftir Sjón en hann er mjög mis-
jafn. Síðasta skáldsagan hans Augu
þín sáu mig var verulega góð. Hall-
grímur Helgason er húmoristi og stór-
kostlegur sem slíkur. Annars á ég
flokksmanna í blaðið Hafnarjjarðar-
kratinn. í umræddu blaði em gerð að
umtalsefni bág kjör mikils hluta ís-
lenskrar alþýðu, og ekki síst þeirra
sem yngri eru og eru að stíga sín
fyrstu skref í hinni hörðu lífsbaráttu.
Þar er með réttu bent á þá staðreynd
að sjálftökuaðall íhaldsins og Fram-
sóknar er að mergsjúga allt launafólk í
þessu landi. Heimilin eru að kikna
undan daglegum byrðum og mega sí-
fellt frekar herða sultarólina, meðan
sægreifar, kolkrabbar og meðlimir
fjölskyldnanna fjórtán skammt sér
ómælt af lífsins gæðurn.
Það er því miður sorg-
leg staðreynd að innan
raða Alþýðuflokksins
leynast einstaka „kvis-
lingar" við stefnu og
uppruna jafnaðarstefn-
unnar. Mér kæmi ekki
á óvart að fyrrnefndur
greinarhöfundur fyllti
sem bétur fer fámenn-
an hóp slíkra „kvis-
linga".
Þetta er því miður afraksturinn af
stjórnkænsku Davíðs Oddssonar og
framsóknarviðhaldsins. Björgvin hefði
kannski frekar átt að gera sér ferð nið-
ur á Ingólfstorg 1. maí, á baráttudegi
verkalýðsins. Hann hefði betur geymt
frjálshyggjubull sitt, þar til hann hefði
hlustað á neyðaróp þess fólks sem þar
var saman komið.
Það er því miður sorgleg staðreynd
að innan raða Alþýðuflokksins leynast
einstaka „kvislingar" við stefnu og
uppruna jafnaðarstefnunnar. Mér
kæmi ekki á óvart að fyrrnefndur
greinarhöfundur fyllti sem betur fer
fámennan hóp slíkra ,Jcvislinga“.
Björgvin telur með réttu, „að fígúr-
an í hafnfirskri pólitflc sé ekki alþýðu-
flokksmaður heldur sjálfstæðismað-
ur.“ Hann gleymir hinsvegar að geta
þess, að hann er með skrifum sínum
sjálfur handbendi og meðreiðarsveinn
íhaldsmafíunnar, sem er komin lang-
leiðina með að hneppa þjóðina í
ánauð. A sama tíma og jafnaðarmenn
allra flokka reyna að fmna þann sam-
starfsgrundvöll, sem gæti sameinað þá
í eina öfluga fylkingu undir merkjum
réttlætis og jöfnuðar, þá kýs þessi
maður að fylkja sér undir blóði drifmn
fána fijálshyggjunnar og ríða þar feit-
um íhaldshesti við hlið Davíðs Odds-
sonar og Hannesar Hólmsteins á
stefnumót við kyrkislöngu íslensks
samfélags - Kolkrabbann. Hvernig
slflcur maður dirfist að kenna sig við
jafnaðarmennsku er mér ekki ljóst, en
í mínu hugskoti fær hann ekki háa ein-
kunn.
Öllu kjaftæði Björgvins urn fjand-
skap Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarð-
ar við frelsi, framfarir og lýðræði vísa
ég lóðbeint heim til óskilgetinna föð-
urhúsa. Eftir stendur sú staðreynd, að
sannleikurinn er leiðarljós þeirra
Magnúsar Hafsteinssonar og Inga H.
Guðjónssonar, sem „blása til gagn-
byltingar“ á síðum Hafnaijjarðarkrat-
ans. Þeirra er bæði heiðurinn og sóm-
inn.____________________________________
Höfundur er Hafnfirðingur.
Ég er alltaf að átta mig betur á því hvað
ég er í rauninni glaður og hamingjusamur
þó svo þetta sé erfið veröld. Ég er ekki að
semja þunglyndisleg Ijóð sem enginn skilur
nema maðurinn sem skrifar þau og konan
sem þau eru ort til, segir Ijóðskáldið unga
Davíð Stefánsson.
enga uppáhaldshöfunda. Það er frekar
að þeir eigi einhveijar bækur sem em
stórkostlegar og svo hef ég ekki lesið
meira eftir þá eða ekki þótt önnur verk
þeirra vera nógu góð.“
En víkjumfrá skáldskap annarra og
að þínum ijóðum. Hvað einkennir
þau?
„Ég á erfitt með að skilgreina það
sjálfur. Þegar ég svara á þann veg er
ég örugglega að segja það sama og
allir hinir sem em spurðir að þessu.
Bókin er uppfull af túlkunum mínum
á heiminum. Sum ljóðin eru stuttar
lýsingar á aðstæðum sem í rauninni
skipta engu máli, em bara þama. Svo
em aðrar skilgreiningar og útfærslur.
Ég er alltaf að átta mig betur á því
hvað ég er í rauninni glaður og ham-
ingjusamur þó svo þetta sé erfið ver-
öld. Ég er ekki að semja þunglyndis-
leg ljóð sem enginn skilur nema mað-
urinn sem skrifar þau og konan sem
þau em ort til.“
Þú mœlir ekki með þeim?
„Nei, þau verða ansi leiðigjöm. En
ég viðurkenni að á tímabili orti ég
heilmikið af þeim.“
En ef þú vcerir búinn að gefa út
jjórar til fimm bœkur og Ijóð þín hefðu
alls engan hljómgrunn fengið, nema
hjá vinum og kunningjum, hvað þá?
„Þetta er mjög góð spuming. Það er
ekki hægt að trúa vinum eða kunn-
ingjum þegar þeir hæla ljóðum manns.
Ég leita uppi fólk sem hefur vit á ljóð-
list og ég treysti til að segja mér satt.
Þess vegna bíð ég eftir dómi gagnrýn-
enda.“
Tekurðu mark á gagnrýnendum ?
Nei, þú hefur ekki enn fengið gagnrýni
þannig að þú getur ekki sagt til um
það.
„Einmitt. Sjálfur er ég ánægður
með flest ljóðin. En ef gagnrýnendur
láta sér fátt um finnast þá verð ég að
taka því. Þeirra álit verður að vera
þeirra og mitt álit verður mitt. Auðvit-
að tek ég góðum dóm fagnandi. En ég
efast um að ég komi til að hætta þótt
ég fái engin eða neikvæð viðbrögð. Ég
er glaður og lifi fyrir daginn í dag. Ég
reyni að vera betri maður og það em
margir sem reyna það ekki.“
Er kynslóð þín hugsjónalaus?
„Já, að mörgu leyti. Það em engar
hugsjónir eftir nema kannski að gera
heiminn að betri stað. Það er mikil
hugsjón en meinið er að það em ekki
margir sem nenna að sinna henni.“ ■
I41 Húsnæðisnefnd
^ Kópavogs
Umsóknir
Húsnæðisnefnd Kópavogs auglýsir hér með eftir um-
sóknum um félagslegar eignaríbúðir og félagslegar
kaupleiguíbúðir.
Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftirfarandi skil-
yrði:
1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign.
2. Eru innan eigna-og tekjumarka Húsnæðisstofnunar
ríkisins, sem eru meðaltekjur áranna 1993-1995.
Meðaltekjur einstaklinga: kr. 1.500.000.
Meðaltekjur hjóna: 1.875.000.
Viðbót fyrir hvert barn: kr. 250.000.
Eignamörk eru: kr. 1.900.000.
3. Sýna fram á greiðslugetu sem miðast við að greiðslu-
byrði lána fari ekki yfir 28% af tekjum.
Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðis-
nefndar Kópavogs, að Fannborg 4, sem er opin frá kl. 9-
15 mánudaga- föstudaga.
Umsóknarfrestur ertil og með31. maí 1996.
Athygli er vakin á því að gildar eru umsóknir sem borist
hafa eftir 1. janúar 1996 en eldri umsóknir þarf að end-
urnýja.
Nánari upplýsingar veittar hjá Húsnæðisnefnd Kópa-
vogs, Fannborg 4 eða í síma 554-5140 frá kl. 11-12 alla
virka daga.
Húsnæðisnefnd Kópavogs
Opinn fundur
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur opinn
fund um fjármagnstekjuskattinn.
Fundarstaður: Scandic Hótel Loftleiðir þingsalir 1-3.
Tími: Þriðjudagur 14. maí klukkan 20:30
Frummælendur:
Jón Baldvin Hannibalsson
formaður Alþýðuflokksins
- Jafnaðarmannaflokks íslands
Gunnar Helgi Hálfdánarson
forstjóri Landsbréfa
Gunnlaugur M. Sigmundsson
þingmaður Framsóknarflokksins
Fundarstjórn:
Gunnar Ingi Gunnarsson
formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur.
Fjölmennum!
Stjórnin