Alþýðublaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.05.1996, Blaðsíða 2
2 _________________ALÞÝÐUBLAÐIÐ s k o ð a n ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 MíYÐUBMDID 21110. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Uppreisnin á ísafirði í eina tíð var ísafjörður vagga pólitískra hræringa á Islandi, þaðan bárust straumar út í þjóðlífið og þar hlutu margir áhrifa- miklir stjómmálamenn eldskím. Nú ber svo við að enn heyrast pólitísk tíðindi að vestan: kraftmiklir nemendur framhaldsskólans stálu senunni í bæjarstjómarkosningum og auðmýktu um leið alla gömlu flokkana. Funklistinn fékk tvo menn og munaði hárs- breidd að hann yrði næststærsti flokkurinn í nýja, sameinaða sveitarfélaginu. Funklistinn var eini sigurvegari kosninganna. Sjálfstæðismenn náðu ekki því takmarki sínu að vinna meirihluta; Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur fóru miklar hrakfarir og rétt náðu að hanga inni í bæjarstjóm; og sameiginlegt framboð Alþýðubanda- lags, óháðra og Kvennalista fékk tvo menn kjöma en hafði stefnt að þremur að minnsta kosti. Kjörsókn var aðeins 83 prósent, og undirstrikar litla trú manna á gömlu flokkunum. Ýmsar skýringar em á úrslitunum vestra. Funklistamenn komu keppinautum sínum í opna skjöldu með hressilegri kosningabar- áttu undir slagorðinu „Fallegt fólk í íyrirrúmi“! Framboð þeirra var velheppnað sambland af gamni og alvöru, meðan þreytu- merkin vom auðsæ á hinum listunum. Þá vakti Funklistinn ræki- lega athygli á þeirri staðreynd að gömlu flokkamir em hver öðr- um líkir, og allir jafnlíklegir til að verða viðskila við kosningalof- orðin uppúr því að kjörstaðir loka. Með nokkmm sanni má segja að framboð og sigur Funklistans hafi verið lýðræðisleg uppreisn gegn stöðnuðum og hugmyndasnauðum flokkum sem eiga ekkert svar við kalli tímans. Unga fólkið vestra hefur sýnt hversu það er megnugt. Ekki kæmi á óvart þótt fúnklistamenn létu að sér kveða með enn eftirminnilegri hætti í framtíðinni. Hungur og megrunarlyf Tvær fréttir úr sitthvorri áttinni í Ríkisútvarpinu vöktu athygli í gær. Annarsvegar var haft eftir yfirmanni FAO, matvælastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, að 800 milljónir manna búi við hungur og næringarskort í heiminum. Hann fúllyrti jafnframt að nægur matur væri til í heiminum til að brauðfæða alla jarðarbúa. Hin fréttin var af nýju megrunarlyfí sem verið er að setja á markað- inn, og er að sögn hið fyrsta sinnar tegundar í tuttugu ár sem bandarísk heilbrigðisyfirvöld viðurkenna. Hvorki meira né minna en 30 prósent íbúa í hinum vestræna heimi þjást af oífitu, með til- heyrandi vandamálum, sjúkdómum og kostnaði. Hin gríðarlega misskipting auðs í heiminum verður líklega hættulegasta og viðkvæmasta vandamál næstu aldar. Eftir 30 ár er reiknað með að mannkyninu hafi fjölgað um þrjá milljarða, langmest í fátækustu löndum heims. Hömlulaus mannfjölgun samfara rányrkju á auðlindum jarðar getur aðeins endað með ósköpum. Brýnasta verkefni alþjóðasamfélagsins er þessvegna fólgið í því að hjálpa fátæku löndunum til að verða bjargálna, og kenna þeim að nýta auðlindir sínar á skynsamlegan hátt, þannig að ekki sé gengið á höfuðstól jarðarinnar. Vesturlönd geta ekki til lengdar skellt skollaeyrum við eymdinni í hinum svokallaða þriðja heimi. Þá kann sú tíð að renna upp að megrunarlyf verði álíka óþörf í Evrópu og þau eru nú í Afríku. ■ IVið í Alþýðuflokknum búum við það að flokksstarf hefur að mestu legið niðri um langt skeið og allar ákvarðanir um innri og ytri mál flokksins eru teknar af fámennum hópi manna sem lítinn áhuga hafa á að hleypa öðrum að. Stjórnmál eru ógeðsleg Kannski þarf meira funk? Ég hef oft velt því fyrir mér undan- farið hvers vegna í ósköpunum maður er að eyða tíma sínum í það að starfa í stjómmálahreyfingu. Réttlætingin sem ég hef reynt að telja sjálfum mér trú um er að ég sé að þessu af því að ég hafi hugsjónir og jafnvel pínulitla löngun til þess að breyta heiminum ofurlítið. Ástæða þessara hugsana er sú að þeirri hugsun skýtur upp oftar og oftar að þetta vafstur sé eiginlega hundleiðinlegt. Stöðugar umræður um vandamál þjóðarinnar og áætlanir um breytingar sem aldrei verða að veru- leika geta nefnilega verið niðurdrep- andi. Pallborðið Mín skoðun er sú að stjómmál séu stöðugt að færast fjær og fjær fólki og þessu sama fólki er orðið nokk sama um hvað stjórnmálamenn segja því það er aldrei neitt að marka hvort eð er. Stjómmálamenn eru gersamlega dottnir í þann pakka að umræður þeirra í milli snúast nær eingöngu um tæknilegar útfærslur alls kyns mála og umræður um greundvallarhugmyndir og viðhorf til lífsins heyrast vart leng- ur. f augum fólks em stjómmálamenn aðeins metorðasjúkir valdapotarar og spilltir íyrirgreiðslukallar. Og það sem verra er: fólk er búið að gefast upp á því að breyta og gerir þvf ekkert í mál- unum nema tuða framan í sína nán- ustu við eldhúsborðið. Og þeir sem leggja í það að koma til starfa lenda í því að sitja fund eftir fund þar sem þungar umræður um tæknilegar útfærslur mála tröllríða öllu. Síðan em samþykktar ályktanir eða málefnapakkar sem enda ofaní skúffu og enginn les fyrr en dregur að flokksþingum, en þá em þau dregin upp og endurorðuð til samþykktar á nýju þingi. Það skitpir líka engu máli hvað stendur í þessum stefnuskrám því að er ekki farið eftir þeim hvort eð er. Það er ekki furða að maður hugsi sig um tvisvar áður en maður eyðir sólríkum góðviðrisdögum í það að ræða stjómmál og vinna í málefna- starfi sem hvergi kemst á ffamfæri. En stjórnmálamenn eru nú einu sinni til þess að vinna fyrir fólk en ekki öfugt eins og stundum mætti halda. Því þurfum við sem störfum í stjómmálum að gera okkar starf meira aðlaðandi til þess að fá fólk til starfa. Við í Alþýðuflokknum búum við það að flokksstarf hefur að mestu legið niðri um langt skeið og allar ákvarð- anir um innri og ytri mál flokksins em teknar af fámennum hópi manna sem lítinn áhuga hafa á að hleypa öðmm að. Þessi fámenni hópur hefur að mínu mati að vissu leyti einangrast í sinni hugmyndafræði og endurspeglast í því, að nú er rætt um að Jón formaður ætli að bjóða sig fram til forseta og að hans sterkasta vígi sé svæði 101 í Reykjavík. En svæði 101 í Reykjavík endurspeglar ekki þjóðina og því væri æskilegt að flokkurinn breikkaði hug- myndafræði sína með tilliti til annara póstnúmerasvæða. Ástandið í öðmm flokkum er svosem ekkert betra og enn sem fyrr er við lýði ríkisstjóm sem samanstendur af hvítum, feitum lögfræðingum um fimmtugt og eru hugmyndir þeirra um lífið í samræmi við það. Til þess að svo megi verða þarf að breyta vinnubrögðum í þess- um flokki. Það á að opna hann þannig að fólk geti komið til starfa á sínum forsendum. Það er ekki alltaf hægt að bjóða upp á sömu vinnubrögðin og segja svo að fólk hafi ekki áhuga. Það væri nær að aðlaga flokkinn að raun- veraleikanum úti í þjóðfélaginu, þeim raunveruleika sem fólk býr við en ekki þeim raunvemleika sem flokkur- inn býr við. f nýju sveitarfélagi á Vestljörðum komu fram skýr skilaboð nú um helgina. Þar var tæplega fimmt- ungur kjósenda reiðubúinn að kjósa frekar lista framhaldsskólanema sem enga reynslu hafa af stjómmálum, en atvinnustjórnmálamennina í gömlu flokkunum. Þetta er vísbending um það að stjómmál em ógeðsleg í aug- um fólks og fólkið var rekar til í funk en spillta stjómmálamenn. Mér finnst það bara gott mál og ef við sem störf- um í stjómmálum athugum ekki okkar gang þá munu aðrir en við veljast til þess að stjóma þessu landi í framtíð- inni - og kannski er það bara fínt. Höfundur er félagsráðgjafi Atburðir dagsins 1610 Óður munkur vegur Hin- rik IV Frakkakóng með hnífi. 1922 44 sjómenn týndu lífi þegar fimm skip fórust í fár- viðri á Vesturlandi og Norður- landi. 1948 Gyðingar lýsa yfir stofnun ísraelsnkis. 1955 Var- sjárbandalagið, hemaðarbanda- lag austantjaldsríkja, stofnað. 1959 Pétur Ottesen lét af þing- mennsku. Hann sat á Alþingi í tæp 43 ár, lengur en nokkur annar. Afmælisbörn dagsins Thomas Gainsborough 1727, enskur listmálari. Otto Klem- perer 1885, þýskur hljóm- sveitastjómandi. Bobby Darin 1936, bandarísk poppstjama. Annálsbrot dagsins Svíar voru mestallt ár þetta í Pólen að brcnna og bræla. Vom þó mjög slegnir af Pólsk- um og kóngur þeirra særður mjög í því slagi. Vom þeir út- drifnir úr Pólen. Ætluðu nú Danir að stija þeini í vegi, þá þeir fæm heim um. Seiluannáll 1657. Hlátur dagsins Konu sem þekt hefur ágætan mann finst góður maður hlægi- legur. Snæfríður t' íslandsklukku Halldórs Laxness. Klerkar dagsins Fólkiö gaumgæfir prestana á stéttunum til þess að sjá hvað þeir meina í stólnum. R. Cecil. Málsháttur dagsins Nú er nokkuð um, nautið dans- ar. Orð dagsins Engu get ég treyst, tnrtryggi jafnvel vin minn efann. Jón úr Vör; Engu get ég treyst. Skák dagsins Skákdæmi dagsins er bráðlag- legt, ættað frá Moskvu 1972. Lyustrov hefur svart og á leik gegn lvanovsky. Svartur hefur fórnað skiptamun og bætir nú um belur - enda mát í sjón- máli. Svartur mátar i tveimur leikj- um. 1. ... Dd3+!! 2. Hxd3 Rel Skák og mát!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.