Alþýðublaðið - 15.05.1996, Side 3

Alþýðublaðið - 15.05.1996, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o d a n i r Yfir bjórkollu á Krúsirmi sveitarfélagi á Vestfjörðum eigi frekar að semja við Sjálfstæðis- flokkinn eða aðra. Það sem maður skammast sín fyrir er sá hryllilegi ávani alþýðuflokksmanna að geta aldrei gert út um deilur sín á milli, inni á flokkskontórnum eða yfir bjórkollu á Krúsinni. Stríðið skal alltaf fara fram í fjölmiðlum, frammi fyrir alþjóð. Eg held að það sé misskilningur að það sé ranglátt kjördæmakerfi eða komm- únistar eða kolkrabbinn eða hvað sem tínt hefur verið til að sé aðal- orsök þess að Alþýðuflokkurinn hefur ekki meira fylgi en raun ber vitni. Þegar öll þessi orka fer í að koma höggi á þá sem eru með þér í flokki, þá er nú varla von að vel takist til við að höggva aðra. Svo sorglegt sem það er, hefur Alþýðu- flokkurinn klofið sjálfan sig í herðar niður oftar en nokkurn jafn- aðarmann langar að muna og virð- ist aldrei læra af reynslunni. Eg er ekki að mæla með flokk- saga eins og hjá Sjálfstæðisflokkn- um, sem refsar og umbunar eftir hlýðni við flokkslínuna - auðvitað eiga allir að fá að hafa sínar skoð- anir og koma þeim á framfæri. Mergurinn málsins er hins vegar sá að það er hægt að koma þeim á framfæri án þess að hafa hljóð- nema fyrir framan sig. Ég held að mesta áskorun sem næsta kynslóð í Alþýðuflokknum stendur frammi fyrir, sé stjórnmál- um sem slíkum óviðkomandi. Hún felst í því að læra ákveðna manna- siði. Sumsé hvenær eigi að opna munninn og hvenær ekki. Hvenær sé nauðsynlegt að kyngja örlitlu af stolti sínu fyrir hag heildarinnar og hvenær ekki. Hvenær eigi að rjúka af fundi í fússi og hvenær ekki... Unga kynslóðin í flokknum er náttúrlega alin upp við mikið aga- leysi í þessum efnum, fyrirmynd- irnar hafa einfaldlega ekki verið fyrirmyndir. En enn er von. Sam- Nú eru bæjarstjórnarkosningar yfirstaðnar í þeim kaupstað sem hér áður fyrr var eitt höfuðvígi jafnaðarmanna á landinu. Þar slitu til dæmis þrír af sjö þingmönnum Alþýðuflokksins barnsskónum. Nú er öldin svo sannarlega önnur. Það er ekki annað hægt en að sam- gleðjast nemendum framhaldsskól- ans sem eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna. Þeir fengu tvo menn kjörna í bæjarstjórn og til muna Pallborðið | Þóra Arnórsdóttir skrifar „Ég held að mesta áskorun sem næsta kyn- slóð í Alþýðuflokknum stendur frammi fyrir, sé stjórnmálum sem slíkum óviðkomandi. Hún felst í því að læra ákveðna mannasiði." band ungra jafnaðarmanna hefur byggst hægt og rólega upp síðustu árin, á meðan gengi flokksins hef- ur verið upp og ofan - reyndar að- allega ofan. Við skulum vona að næstu kynslóð takist betur að til- einka sér mannasiði og náunga- kærleik. Höfundur er háskólanemi og fram- kvæmdastjóri Sambands ungra jafnað- armanna. fleiri atkvæði en bæði Framsókn- arflokkur og Alþýðuflokkur. Að sama skapi er ekki annað hægt en að hugsa um liðna tíð og velta fyr- ir sér hvað hafi farið úrskeiðis hjá þeim flokki sem kennir sig við jafnaðarstefnuna. Hann fékk 335 atkvæði af 2483. 13.5%. Einn mann kjörinn af ellefu. Það var svo sem nógu slæmt, að tapa manni. En það sem á eftir hefur fylgt er miklu verra. Oddviti flokksins á í erjum við samherja sína, um við hverja eigi að ræða meirihlutamyndun. Hann vill þeg- ar í stað semja við Sjálfstæðis- flokkinn, en meirihluti félaga í Al- þýðuflokksfélaginu, sem hann er fulltrúi fyrir, vill fyrst láta reyna á möguleika á samstarfi allra flokka nema Sjálfstæðisflokks. Sigurður R. Ólafsson, oddviti Alþýðu- flokksins telur afar ólíklegt að samkomulag náist þar á milli. Með slíkt hugarfar er það auðvitað heldur ólíklegt. Persónulega ætla ég ekkert mat að leggja á það hvort Alþýðuflokkurinn í hinu nýja JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Þetta verður til þess, að fólki gefst sjálfu kostur á að kjósa um hvort það vill fara í verk- fall og um afgreiðslu kjara- samninga. Sif Friðleifsdóttir alþingismaður um frum- varpið um stéttarfélög og vinnudeilur. Morgunblaðið í gær. Aðstöðumunur skólabarna vegna skorts á uppeldi. Fyrirsögn í Mogganum í gær. í gegnum glansmynd róman tíkur og hugarflugs brýtur blákaldur veruleikinn sér hægt og bítandi leið. Þunglyndur Garri í Tímanum í gær. Hagyrðingar landsins gera sér nú mjög títt um for- setakosningarnar, einsog eðlilegt er. Inná skrifstofur Alþýðubladsins bárust tvær limrur, merktar „Njáli", og fjalla um Ólaf Ragnar Grímsson í léttum dúr: Ólst upp í framsóknarfjósi ei furda þó annað nú kjósi. Á Bandalags-braut um bensíngjöf hnaut; fór yfir á rauðu Ijósi. Forseti vill hann verða með vígtönnunum mer'ða. Gullbringu-grís ég grillaðan kýs; skítlega eðlið er'ða. Aðeins meira um Ólaf Ragnar. Hann fagnaði 53 ára afmæli í gær, 14. mai. Hátíðahöldin hafa líklega verið með öðru sniði en venjulega, alltjent heyrum við að þeir vinirnir, Ólafur Ragnar og Ámundi Ámundason hafi ekki snætt saman í tilefni dagsins ein- sog stundum áður fyrr. Ólaf- ur Ragnar og Ámundi eiga nefnilega sama afmælisdag, en það kemur engum á óvart: báðir eru þeir hæglátir geðprýðismenn einsog al- þjóð veit... Stuðningsmenn Fram eru enn að jafna sig á því áfalli að liðið skyldi falla í 2. deild á síðasta ári. Framarar ætla vitanlega ekki að hafa langa viðdvöl í skammar- króknum, eins þóttýmsir máttarstólpar liðsins hafi yfirgefið það í hremmingun- um. Ásgeir Elíasson er kominn aftur til liðsins sem þjálfari, en Fram var nánast áskrifandi aðtitlum undir hans stjórn á síðasta áratug. Nú hafa þjálfarar í 2. og 3. deild gert spá um lokastöðu í deildunum, og er Fram spáð auðveldum sigri í 2. deild. Þá ætla þjálfararnir að FH - sem féll líka í fyrra - fylgi Fram upp en að ÍR og Leiknir falli niður í 3. deild... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Eftir áralanga hjónabandssælu fer að bera á spennu í samskiptum Kamban-hjónanna. Haukur Jóhannsson tann- læknir: Nei, ég ætla að dvelja á hólmanum. Þorvaldur Örn Krist- mundsson Ijósmyndari: Já, ég fer í viðskiptaerindum til Kaupmannahafnar í haust. Anna Gústafsdóttir íhlaupamaður: Já, ég fer til Danmerkur. Bergljót Ólafsdóttir búðar- loka: Nei, ég ætla að ferðast um Island. Bergdís Ottósdóttir versl- unarmaður: Nei, ég er búin með kvótann. Þegar gemlingarnir komu á hús í áðurumgetnum vorhret- um, voru þeir eins og úr eldi komnir, með rúkraga og hornahlaupi. Guömundur P. Valgeirsson í fréttabréfi úr Árneshreppi. Tíminn í gær. Spurningin er þessi. Eru það betri forsetaefni sem láta undan þrýstingi eða þau forsetaefni sem ekki láta undan þrýstingi? Dagfari í DV í gær. Okkur var fullkomin alvara. Vínveitingar Sjálfstæðis- flokksins er hlutur sem við höfum orðið vitni að í gegnum tíðina. Hilmar Magnússon efsti maöur á Funklist- anum í ísafjaröarbæ. DV í gær. fréttaskot úr fortíd Fangi rændur í fangelsi. Um daginn brutust innbrotsþjófar inn í fangelsið í Hooversville, Pasa- dena í Kalifomíu. Þeir komust við- stöðulaust inn í klefann til eins fang- ans, sem heitir James Berdill, og stálu af honum 50 krónum, er hann átti. Berdill hefir nú kært þetta til yfir- manna fangelsisins. Alþýðublaðið sunnudaginn 11. nóvember 1934

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.