Alþýðublaðið - 15.05.1996, Page 4

Alþýðublaðið - 15.05.1996, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MtÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 framboð & fiármögnun Tjáningarfrelsi eða falir frambjóðendur Eru kosningaframlög varin af tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar eða eru þau ógnun við lýðræðið? Um nauðsyn þess að setja víðtækari kosningalöggjöf á íslandi, eftir Herdísi Þorgeirsdóttur. Athugasemd ritstjóra. Herdís Þorgeirs- dóttirflutti erindi áfundi stjómmála- frceðinga sem haldinn var í síðustu viku umforsetaembœttið. Herdís fjallaði á stórfróðlegan hátt um fjármál sem tengjast framboði tilforseta ogfjár- mögnun íslensku stjómmálaflokkanna, og gerði athyglisverðan samanburð á Islandi og ýmsum öðrum lýðrœðisríkj- um. Alþýðublaðið falaðist eftir erindi Herdísar til birtingar og varð hún góð- fúslega við því. Við búum við svonefnt fulltrúa- lýðræði. ísland er lýðveldi með þingbundinni stjóm, þar sem fulltrú- ar á þjóðþinginu og æðsti handhafi framkvæmdavaldsins, forsetinn, eru kjömir í beinni kosningu. í fulltrúa- lýðræði veljum við okkur fulltrúa til að stjórna fyrir okkar hönd. Kosn- ingar em megineinkenni fulltrúalýð- ræðisins. í þeim ákveðum við hverj- ir eigi að túlka sjónarmið okkar og staðfestum um leið samband okkar við ríkisvaldið - því er kosninga- fyrirkomulagið lykilatriði í lýð- ræðinu. Lýðræðislegar kosningar byggja á þeirri forsendu að kjósandinn sé vel upplýstur og geti á grundvelli þess tekið skynsamlega ákvörðun - sú forsenda er ekki lögð til grundvallar í fulltrúalýðræðinu að fjársterkir að- ilar geti stjórnað upplýsingaflæðinu og skert þá heildarmynd, sem kjós- andinn þarf að hafa til þess að geta tekið skynsamlega afstöðu. Þvert á móti gengur fulltrúalýðræðið út á þá goðsögn að kjósandinn hafi yfírsýn yfir markaðstorg hugmyndanna - þar sem allir frambjóðendur séu í svipaðri aðstöðu til að koma boð- skap sínum á framfæri - rödd allra heyrist og kjósandinn vegur og met- ur boðskap hvers og eins, gengur síðan að kjörborðinu - eins og hann fær tækifæri til með reglubundnu millibili - og kýs eins og skynsemin býður honum. Ef veruleikinn væri svona þá væm ekki uppi raddir um endurbæt- ur á kosningalöggjöfinni, um þörf- ina á að draga úr áhrifum einkafjár- magns í kosningum og þörfina á að virkja almenning, til dæmis með því að takmarka fjárstuðning við tiltölu- lega lágar fjárhæðir - þannig að sem flestir séu virkir þátttakendur í lýð- ræðinu. Feitu kettirnir og lýðræðið I þeirri kosningabaráttu sem nú stendur um embætti forseta íslands hefur orðið þó nokkur umræða um kostnaðinn við slíkt framboð. Á ís- landi eru engin lög um slfkt. Fram- bjóðendur til forseta verða að hafa alla anga úti til að safna fé til barátt- unnar - og að minnsta kosti tveir hafa lýst því yfir opinberlega að þeir hafi ekki treyst sér til að fara í framboð vegna kostnaðarins. Enda vart á færi venjulegs fólks að leggja út tugi milljóna, sem slík barátta krefst í öllu sínu hömluleysi. Skjót- asta leiðin fyrir þessa frambjóðend- ur er að leita á náðir öflugra fyrir- tækja og fjársterkra aðila, sem Bandaríkjamenn kalla feitu ketti. En ástandið í framboðsmálum og fjár- reiðum tengdum stjórnmálum hér minnir helst á Bandaríkin fyrir nokkrum áratugum, eða áður en víð- tæk löggjöf var sett um endurbætur á kosningafyrirkomulaginu árið 1974. En í flestum ríkum hins vestræna heims eru í gildi lög um fjárreiður stjórnmálaflokka, opinber framlög til frambjóðenda, upplýsingaskyldu um styrktaraðila. Slík lög eru sett í þágu lýðræðisins, þessa fjöreggs, sem við þurfum stöðugt að gæta - en aðspurður sagði Benjamín Frank- lín þegar stjómarskrá Bandaríkjanna lá fyrir 1789 um hvemig stjómarfar fólkið vildi fá: Lýðræði - ef þið get- ið haldið því. Tæpum tveimur öldum síðar hefðu Madison, Jefferson og fleiri frumkvöðlar hins lýðræðislega stjórnskipulags ugglaust snúið sér við í gröfinni ef þeir hefðu séð alla feitu kettina sem komnir vom með klærnar í þetta viðkvæma gangverk. Því svo var málum komið í Banda- ríkjunum eftir að sjónvarpsauglýs- ingar komu til sögunnar í kosninga- baráttunni á sjötta áratugnum að kostnaðurinn rauk upp úr öllu valdi. Nixon kom ekki vel út í sjónvarpi eins og frægt er orðið, en með að- stoð feitra katta og fleiri vina lagði hann fram 61,4 milljónir dollara til að ná endurkjöri 1972. En þessar himinháu upphæðir dugðu skammt því hann þurfti skömmu síðar að hrökklast úr embætti eftir að Water- gatehneykslið leiddi í ljós stórfellt fjármálamisferli í þessari kosninga- barátttu. „Follow the money,“ sagði Deep Throat við blaðamenn Wash- ington Post og þá kom í ljós að Nix- on hafði þegið fjölda himinhárra framlaga að gjöf, falast eftir ólög- legum fjárstuðningi frá fyrirtækjum og erlendum hagsmunaaðilum, lof- að fjársterkum aðilum sendiherra- embættum og einnig heitið því að ýta á eftir hagsmunum fjársterkra stuðningsmanna í þinginu. Að kaupa frambjóðanda Ég spyr: Gæti hluti af þessari mynd verið Island í dag? Hér styðja fyrirtæki flokka og frambjóðendur án þess að nokkur spyrji um upp- hæðir eða nöfn, hvað þá greiðasemi pólitíkusa í staðinn. Næsti forseti lýðveldisins gæti hæglega verið kostaður af tveimur til þremur stór- fyrirtækjum - án þess að almenn- ingur hefði hugmynd um það. En ís- lensku stjórnarfari til málsbóta skal bent á annað ríki sem svipað er ástatt fyrir: Bretland, þar sem mann- réttindasamtökin Charter 88 benda á að íhaldsflokkurinn fái ótakmarkað- an fjárstuðning úr einkageiranum, Verkamannaflokkurinn frá verka- lýðsfélögum og frjálslyndir eðli frá hinum og þessum. Einu lögin um þessi mál í Bretlandi eru frá 1880 og þar er frambjóðendum meinað að eyða of miklu fé í kjördæmi sínu í kosningabaráttunni því það gæti skilist sem mútur. Einhvern veginn finnst manni það saklaust að bjóða hugsanlegu atkvæði sínu upp á kaffibolla, án þess að það skaði hið lýðræðislega stjómarfar. Það er mun verri tilhugsun að einhver ónafn- greindur aðili, sem vill kaupa sér áhrif dæli gífurlegu fjármagni í kosningasjóð einhvers frambjóð- anda, og geti vænst alls konar greiðasemi í staðinn sem oft og iðu- lega stangast á við almannahags- muni og heilbrigða stjórnarhætti. En hvað? Mega menn ekki styrkja flokkinn sinn? Er það ekki hluti af hinu lýðræðislega stjórnarfari að láta stuðning sinn í ljós með fjár- framlögum? Falla kosningaframlög undir tjáningarfrelsi? Á þetta reyndi í frægu hæstaréttarmáli Buckley gegn Valeo árið 1976, tveimur árum eftir að þingið setti hina hertu lög- gjöf. „The Federal Election Campa- ign Act“ fól í sér hert takmörk á framlög í kosningasjóði, takmörk á útgjöldum til kosningabaráttu. Ein- staklingar máttu gefa upp að vissri upphæð sem og stuðningshópar, sem settir eru sérstaklega á laggirn- ar til að afla fjár í kosningasjóði, en hvorki fyrirtæki, verkalýðsfélög, önnur samtök né erlendir aðilar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.