Alþýðublaðið - 15.05.1996, Side 7

Alþýðublaðið - 15.05.1996, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ó r n m á I ■ Nelson Mandela sækist ekki eftir endurkjöri til forseta Mérfinnst ég einangraður - segir Mandela og vill Nelson Mandela hefur verið forseti Suður Afríku í tvö ár. Áður en hann var kosinn í æðsta embætti þjóðarinn- ar hafði hann setið tuttugu og sjö ár í fangelsi vegna baráttu sinnar fyrir rétt- indum blökkumanna. Kosning hans í embættið jafngilti í hugum margra sigri réttlætis yfir ranglæti. Hann er sjötíu og sjö ára og ætlar að láta af embætti forseta árið 1999 þegar kjörtímabil hans rennur út. ,jig er algjörlega ákveðinn í því að láta af störfum í lok kjörtímabilsins,“ segir hann. „Það er mikið þrýst á mig að halda áffam en ég er ekki tilbúinn til þess. Mig langar til að hverfa aftur til eðlilegs lífs, geta sest niður með bók sem vekur áhuga minn, ræða við böm mín og bamaböm og hafa tækifæri til að ferðast um og hitta almenning í landinu. Þetta langar mig allt til að gera. Ég hef ánægju af að stjóma land- inu og vinna með samstarfsmönnum mínum, en önnur viðfangsefni heilla mig.“ Forsetastarfmu fylgir frelsisskerð- ing sem á ekki vel við Mandela. Heimili hans er undir stöðugri lög- regluvemd og öryggisverðir spranga þar um eins og væm þeir á heimavelli. Mandela viðurkennir að honum líði stundum eins og hann sé í einangrun. „Mér finnst ég einangraður þegar ég er ekki meðal fólksins. Mér finnst ég einangraður núna,“ segir hann. „En á sama tíma hef ég ekki næði til að njóta þeirrar einveru sem allir menn þaífn- ast. Ég er ætíð í fylgd öryggisvarða." Öryggisvarslan um Mandela hefur aukist stórlega eftir morðið á Rabin, ísraelska forsætisráðherranum og tíu til tólf öryggisverðir fylgja honum hvert fótmál. Einstaka sinnum gerir hann tilraun- ir til að stinga öryggisverðina af en þær mistakast ætíð. „Stundum segi ég við verðina: „Fömm í morgungöngu klukkan fimm á morgun.“ Síðan fer ég út klukkan fjögur. En þeir ná mér alltaf vegna þess að á leið minni þarf ég að fara í gegnum röð af öryggis- hliðum og þar em lögreglumenn sem senda samstundis skilaboð til öryggis- varðanna. Eina einveran sem mér býðst er þegar ég er í svefnherbergið og um það bil að fara að sofa,“ segir forsetinn. Mandela er einangraður og fmnur fyrir þeirri einangmn. Einn aðstoðar- manna hans segir: „Vandi hans er sá að hann hefur ákaflega lítinn tíma af- lögu fyrir hin daglegu mannlegu sam- skiptí sem em sjálfsagður hluti af lífi okkar hinna, eins og að spjall við fjöl- skylduna eftir vinnu. Hann hefúr eng- an tíma tíl slíks. Staðreyndin er liklega sú að í tuttugu og sjö ára fangelsisvist hafði hann líklega fleiri tækifæri til að sinna mannlegum samskiptum og lesa bækur en hann hefur nú.“ Tuttugu og sjö ára fangelsisvist virðist ekki hafa skilið eftir sig andleg ör, en líkamleg hreysti hans er ekki hin sama og áður. I hegningarvinnu vann hann úti í skerandi birtu sem skaðaði augu hans og gerði þau svo ákaflega viðkvæm að hann þolir ekki flassljós myndavéla og ber sólgler- augu í sterku sólskini. „Ég hef ekki tíma til að dvelja við það sem gerðist í fortíðinni," segir hann. „Ég hef engan tíma til að ræða um neikvæða atburði. Ég stefni að ákveðnum markmiðum og það tekst ekki tekist sé á við þau af ögun og ein- beitni. Það krefst mikillar sjálfsögunar að beijast ekki við fólk sem hefur ráð- ist ómaklega á mann, en það er mikil- setjast í helgan stein. vægt að láta þá atburði ekki halda fyr- ir sér vöku. Einstaklingurinn verður að einbeita sér að því sem hann getur fengið áorkað. Áður en ég dreg mig í hlé ætla ég að þjóna samfélagi mínu, berjast fyrir því að bæta lífskjörin og tryggja stöðugleika í landi mínu.“ Maður alþýðunnar Þessi hjarthlýi, gáfaði maður er dáður og elskaður vegna mannkosta sinna og er orðinn goðsagnapersóna í lifánda lífi. Hann er virkur í baráttu gegn fátækt, kynþáttafordómum og berst fyrir því að bæta hag umkomu- lausra bama. „Síðasta helgi var dæmigerð," segir einn aðstoðarmanna hans Á morgun- göngu sinni í Jóhannesborg hitti hann bakara. Þeir tóku tal saman og bakar- inn sagði honum að hann væri að fara að gifta sig og spurði Mandela hvort hann vildi heiðra sig með návist sinni. Og eftir að hafa lokið erfiðum og tímafrekum skyldustörfum á sunnu- degi var Mandela viðstaddur hjóna- vígsluna og lét ekki einungis taka mynd af sér med brúðhjónunum held- ur einnig með öðrum pörum sem voru að gifta sig þennan dag.“ Nýlega bauð Mandela ungum nem- endum í sérskóla í garðveislu. Þegar hann komst að því að einungis kór skólans hafði verið boðið varð hann miður sín: „Hvemig getum við gert þetta og ekki boðið öllum? Allt jjað góða sem okkur gekk til lætur í minni pokann fyrir vonbrigðum þeirra sem var ekki leyft að koma.“ Hann krafðist þess að öllum nemendum skólans yrði boðið til veislu helgina þar á eftir. „Hann býr yfir afar mikilli hlýju og setur sjálfan sig aldrei á stall. Völdin hafa ekki stigið honum til höfuðs," segir einn starfsmanna hans. Mandela fer ekki í mannamun og þegar hann er spurður um þá áhrifamenn sem hann hefur haft kynni af í embætti sínu seg- ir hann: „Það er mikilvægt að koma fram við þá eins og venjulegar mann- eskjur, af virðingu og hlýju, en lát- leysi. Mér hefur án undantekninga lynt vel við þessa menn, jafnvel þær sem spennu hefur gætt vegna stjóm- málaástands eða ólíkra viðhorfa." Mandela fer á fætur klukkan fjögur á hverjum morgni. Hann stundar morgungöngur í um það bil klukku- stund. „Eg trúi því að líkamleg æfing sé lykillinn, ekki aðeins að líkamlegri heilsu heldur einnig að hugarró. f gamla daga veitti ég reiði minni útrás á æfmgapoka sem ég barði á fremur en að beina henni að einstaklingum. í fangelsinu var nauðsynlegt að ég fengi útrás fyrir reiði mína og örvæntingu," segir hann. Fengi hann að ráða væri hann kom- inn í rúmið um m'u að kvöldi en þær annir sem fylgja opinberum störf gera það að verkum að oft er hann ekki háttaður fyrr en á miðnættí. ,JEf ég fer þreyttur í rúmið finnst mér eins og ég hafi unnið góð dagsverk en hef ég hætta glaðvakandi þá finnst mér eins og ég hafi ekki gert það sem ætlast var til af mér,“ segir hann. Að rækta garðinn sinn Eftir þijú ár ætlar hann að setja að í gamla þorpinu sínu Qunu. „Eg hef tækifæri til að fara heim að minnsta kosti tvisvar á ári og ævinlega á jólun- um þegar ég kem því svo fyrir að mér er kleift að hitta félaga mína frá æsku- árunum. Þama finnst mér eins og ég sé heima. Það er einkennilegt að margt af því fólki sem býr þar er „Ég hef ekki tíma til að dvelja við það sem gerðist í fortíðinni. Ég hef engan tíma til að ræða um neikvæða atburði. Ég stefni að ákveðnum markmiðum og það tekst ekki nema tekist sé á við þau af ögun og einbeitni. Það krefst mikillar sjálfsögunar að berjast ekki við fólk sem hefur ráðist ómaklega á mann, en það er mikilvægt að láta þá atburði ekki halda fyrir sér vöku." yngra en ég en lítur út fyrir að vera tuttugu árum eldri vegna þess að lífs- baráttan í landinu er svo óblíð." Eitt fyrsta verk hans eftír að hann sest í helgan stein verður að hefja garðrækt. Þegar hann sat í fangelsi sá hann um eigin garð. Hann segir það hafa hjálpað sér við að halda geð- heilsu. „í fangelsinu var garðurinn eitt af því fáa sem ég fékk að hlúa að. Að sá fræjum, fylgjast með þeim vaxa, rækta þau og uppskera gaf mér ein- falda en varanlega ánægju. Ég sá það einnig sem líkingu við vissa þætti í lífi mínu. Ég skrifaði Winnie bréf um það leytí sem ég var að rækta fallega rauða tómatplöntu, sem vegna mistaka eða skorts á umönnun visnaði, án þess ég fengi nokkuð að gert. Þegar ég skrif- aði henni bréfið voru tilfmningar mín- ar blendnar. Ég vildi ekki að sambandi okkar færi sömu leið og tómatplantan en um leið fannst mér að ég væri ófær um að rækta mörg mikilvægustu sam- böndin í lífi mínu. Stundum er ekkert hægt að gera til að bjarga einhverju sem ætlað er að deyja." Ákvörðun Mandela um að setjast í helgan stein er ekki síst til komin vegna löngunar hans til að eyða tíma með bömum sínum fjórum, tuttugu og einu barnabarni og þremur barna- barnabömum. „Við erum stór fjöl- skylda, að því leyti er ég mjög ríkur og þau hafa alltaf aðgang að mér. Við erum alltaf í sambandi," segir hann. „Það var mjög erfitt fyrir bömin að al- ast upp án þess að hafa föður sem gæti leiðbeint þeim, gefið þeim ást og ör- yggi og tryggt að þau byggju ekki við auðmýkjandi aðstæður, sem þau neyddust til að gera þarsem ég var ekki hjá þeim. Það var mjög sársauka- fullt. Síðan ég kom úr fangelsinu hef ég reynt að bæta upp glataðan, tíma ekki einungis með því að vera í návist þeirra heldur einnig með því að tryggja að þau komist af í lífsbarátt- unni. Ég hjálpa þeim þar sem mér er það mögulegt." Mandela ber ekki einungis hag eig- in bama fyrir bijóstí heldur hag allra bama í Suður Afríku. Hann segir að eitt það átakanlegasta sem hann hafi séð í langan tíma hafi verið böm sem hann gekk fram á einni morgungöngu sinni og sváfu á gangstéttunum með dagblöð breidd yfir sér. „Stærsti draumur minn er að bæta líf eins margra bama og mögulegt er,“ segir Mandela sem kann að vera ástsælasti forsetí heims í dag og á þá ást sannar- lega skilið. Snaraö og sneitt. KB.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.