Alþýðublaðið - 15.05.1996, Side 8

Alþýðublaðið - 15.05.1996, Side 8
*■ * \mEVFILl/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Miðvikudagur 15. maí 1996 MMBLMfi 71. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk i ■ Marel hf. Kaupir fjórðungshlut í Slippstöðinni Fyrirtækin munu vinna saman að verkefnaöflun. Aukning áfram hjá Marel í smíði vinnslukerfa. Marel hefur nú gengið frá kaupum á hlut í Slippstöðixuii hf. á Akureyri, og hefur þarmeð fjórðungsaðild til jafns við Burðarás hf., Jökla hf. og Málningu hf. Hlutabréfm voru í eigu Slippstöðvarinnar en höfðu áður ver- ið eign Regins hf., eignarhaldsfélags Landsbankans. Áframhaldandi aukning er fram- undan hjá Marel í smíði vinnslukerfa fyrir verksmiðjuskip sem útheimtir að Marel efli samstarf sitt við fyrirtæki sem geta tekið að sér hluta slíkra verkefna og jafnframt framkvæmt ýmis verkefni, svosem almennt við- hald sem oft er framkvæmt samtímis því sem ný vinnslulína er sett um borð í skip. Marel hefur náð lykilstöðu í ffam- leiðslu á fullkomnum vinnslukerfum í verksmiðjuskip og hefur meðal ann- ars afhent slfk kerfi eða hluta þeirra í Amar I, Amar II, Baldvin Þorsteins- son, Guðbjörgina, Höfrung III, Venus og Vesturvon. Verksmiðjuskip geta með þessari tækni unnið sambærilega vinnslu og fiskvinnslustöðvar í landi, en það byggist meðal annars á sjálf- virkum skurði í bita og flokkun þeirra. Bæði fyrirtækin hafa mikla verk- reynslu og er gert ráð fyrir að þau geti miðlað hvort öðm af þeirri reynslu. Þannig hefur Slippstöðin til dæmis mikla reynslu af verkefnastjómun og að takast á við stærri verkefhi. Marel aftur á móti rekur til dæmis mjög öfl- ugt vöruþróunarstarf og hefur mikla reynslu í sölu- og markaðsstarfi er- lendis. Þótt gert sé ráð fyrir nánu samstarfi fyrirtækjanna í verkefhaöfl- un og á fleiri sviðum mun sjálfstæði þeirra haldast óskert, að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna kaupanna. RENAULT FER I kÓSTÚM ‘BúnaSur er mismunandi eftir gerSum. Mégane er einn öruggasti bíll sem þú getur keypt. Oruggt arými meS tvöföldum styrktarbitum í hurSum og sérstaklega styrktum og botni er bara grunnurinn sem öryggi bílsins byggist á. eltin í Framsætum eru meS strekkjara og sérstökum höggdeyfi sem er eini sinnar tegundar í heimi og í aftursæti eru jorjú þriggja punkta belti. Einnig er loftpúSi í stýri* og höfuSpúSar í fram- og aftursætum* og barnalæsingar á afturhurðum sem auka öryggi þeirra sem ferðast í bílnum. Þokuljós aS framan* og aftan, upphituS afturrúSa meS stórri rúSuþurrku og bremsuljósi gera Mégane enn öruggari. Llugt hemlakerfi meS gaumljósi fyrir bremsuklossa í mælaborSi og rómuS fjöSrun Renault tryggir bílnum öryggi, veggrip og rásfestu þegar mest á reynir. Einstök (oægindi fjöSrunar, sæta, innréttingar og stjórntækja Mégane tryggja ökumanni og farþegum vellíSan og stuSla þannig aS ánægjulegri ökuferS. Kurt Johannessen og Jörgen Knudsen munu væntanlega koma á óvart í Nýlistasafninu í kvöld. ■ Nýlistasafnið Gern- ingarog bogfimi í kvöld verður haldið svokall- að gerningakvöld í Nýlistasafn- inu þar sem norsku listamenn- irnir Kurt Johannessen og Jörg- en Knudsen munu koma fram ásamt norska bogfimimanninum Lars Humlekjær. í tilefni heim- sóknar Norðmannanna munu nokkrir nemendur Myndlista- og handíðaskóla íslands fremja nokkra gerninga en auk þessa stendur yfir sýning myndlistar- mannanna Tuma Magnússonar, Magneu Þórunnar Ásmundsdótt- ur og Illuga Eysteinssonr í Nýló og lýkur henni á sunnudaginn. ■ Gunnar Andrés son í Gallerí Greip Hleruð listaverk Laugardaginn 18. maí klukk- an 16 opnar Gunnar Andrés- son sýningu í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82, á horni Vita- stígs. Hér er um að ræða hljóð- innsetningu sem byggir á setn- ingum og samtalsbrotum sem Gunnar hefur „hlerað“ víðs- vegar að úr umhverfinu. Sýn- ingin er opin alla daga nema mánudaga klukkan 14 til 18. Tekið skal fram að sýningin stendur aðeins í átta daga, eða til sunnudagsins 26. maí.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.