Alþýðublaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR16. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Eirún Sigurðardóttir stendur böðuð í Ijósi eigin grafíkverka. Grafikin er farin að hlaupa út undan sér í allar áttir. varð rautt og tolátt-flúorljós fyrir valinu fremur en annars konar litir. Með hljóðblöndunni vil ég reyna að ffam- kalla kulda og hita svo gestir finni skynrænan mun þeir það ganga um klefana." Hvemig eru þið sett tœknilega? Er ekki vandasamt að fást við tœknilega list í stofnun sem er svelt aftœkjum og fjármagni? „Vissufega mætti ástandið vera betra í þeim efnum er maður má ekki láta það á sig fá.Það er ýmislegt hægt að gera með þeim tækjastofni sem fyrir er.“ Nemandinn bendir um leið inn í stórt herbergi í deildinni þar sem saman eru komnir nokkrir sjónvarpsskermar á heimasmíðuðum hjólaborðum um- hverfis hlaða af harðviðarplötum. „Tæjaskortur virðist til að mynda ekk- ert há þessu verki. Þetta er með því besta hér á sýningunni að mínu mati. Tæknileg fátækt virðist ekkert skemma fyrir hugmyndinni." En hvað kemur þér mest á óvart þettaárið? „Ekkert að ég held nema ef vera kynni það að sjá allt í einu hvað skóla- félagar mínir voru að gera. Það er svo lítill samgangur milli deildanna að eng- inn veit hvað fer ffam utan hans eigin sviðs nema ef hann tekur hliðargrein við verksvið sitt. Þetta er ffekar baga- legt félagslega séð. Það er enginn grundvöllur til kynningar milli nem- enda úr ólrkum greinum. Sameiginleg kaffistofa er að mínu mati forsenda fýr- ir innbyrðis tengslum innan skólans. Hún væri að minnsta kosti fyrsta skref- ið.“ Undir þessi orð taka allir sem á hlýða. En hvernig má það vera að út- koma sýningarinnar sé jafnheilsteypt og raun ber vitni ef svona lítill sam- gangur er milli nemenda? Ég lýsi yfir þeirri furðu minni og hrósa um leið heildarsvipnum sem finna má í hveiju homi, meðal annars í málaradeildinni. En það eru ekki allir jafnhrifhir af þess- um heildarsvip. Enn einn viðmæland- inn kveður upp úr með gagnrýni á mál- arana innan skólans sem hann telur skorta persónulegt frumkvæði. Sitt sýnist hverjum „Heildarsvipurinn er ef til vill betri í ár en í fýrra, en hvar er persónuleg sér- staða? Kemst hún nægilega vel til skila? Reyndar eru húsakynnin nú mun auðvaldari viðfangs en það sem boðið var upp á í fýrra og hittifýrra. En er það til góðs hve allt er snurfusað þetta ár- ið?“ Þannig er langt í ffá að sýnendur séu á eitt sáttir um árangurinn. Þetta er ef- laust það sem gerir myndlistina svo spennandi fyrir þá sem standa innan vébanda hennar. Um hana ríkir engin sátt og enginn friður. Menn greinir stöðugt á um aðferðir, leiðir; forsendur og stefnu. Nemendur MHI fara ekki varhluta af þeim ágreiningi sem ríkir innan íslenskrar myndlistar. Ég rekst á Önnu Eyjólfsdóttur myndhöggvara, sýningarstjóra Vorsýningarinnar 1996, og spyr hana hvað henni sjálffi finnist um sýninguna sem hún hefur skipulagt. ,Mér firrnst sýningin hafa tekist með ágætum. Að vísu finnst mér einkenni- legt hve lítill munur er orðinn á ýmsum deildum. Sem myndhöggvara finnst mér til dæmis helstil lítill munur orðinn á skúlptúrdeild og fjöltæknideild. GrafíkdeUdin er meira að segja farin að hlaupa út undan sér í allar áttir. Það er auðvitað ekkert við þessu að segja, en þá finnst mér að betra væri ef deild- imar rynnu einfaldlega saman í eitt. Ég er persónulega hlynnt hreinum línum, en ef áframhaldandi postmó- demismi er kjörorð dagsins verður auð- vitað að hlíta þeim úrskurði. Mest er um vert að þetta gekk allt að upp öllum til sóma.“ ■ Linda Þorvaldsdóttir umvafin eigin brúðarkjólum. Þannig hófst rómantíkin sem endaði við hliðina í sundurskorn- um hjörtum. Þóroddur Bjarnason í fjöltæknideild situr fyrir framan innsetningu sína af skermum og töflum með persónuleg- um upplýsingum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.