Alþýðublaðið - 16.05.1996, Síða 7

Alþýðublaðið - 16.05.1996, Síða 7
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐK5 7 ■ Kosningabaráttan fyrir forsetakosningar er nú um það bil að fara á skrið og Alþýðublaðið hafði samband við nokkra einstaklinga og spurði þá hvað þeim þætti um stöðuna í kosningabaráttunni. Flestir voru sammála um að alltværi þetta heldur fjörlítið - ennþá að minnsta kosti Daufleg barátta Andrés ’Magnússon framkvSerYidástjóri Kjarnorku Jólasveinar gefa sig fram Staðan er náttúrlega ömurleg. Ólaf- ur Ragnar Grímsson trónir á toppnum. Hann er sennilega einn verst liðni stjórnmálamaður íslandssögunnar. Endalaust er hægt að telja upp ávirð- ingar hans, en mér finnst þær ekki skipta öllu máli heldur hitt að hann getur aldrei orðið sameiningartákn þjóðarinnar. Annars bind ég mestar vonir við það að Jón Baldvin Hanni- balsson fari fram og ég myndi styðja hann í kosningunum. Mér fmnst einkennilegt að Guðrún Agnarsdóttir skuli ekki draga sig út úr þessari baráttu. Hún hefur kannski haldið að fyrst Solla gat þetta þá gæti hún þetta líka. Nú er ljóst að það er misskilningur. Ég hef efasemdir um að Pétur Hafstein geti unnið kosninga- baráttuna. Ég held að hann sé ekki nógu mikill baráttumaður til þess og haft ekki næga útgeislun. Guðrún Pét- ursdóttir hefur útgeislun en ég veit ekki hvemig hún gengur í fólk. Annars finnst mér að það eigi að setja lög þess efhis að þeir sem tapa í forsetakosningum haft þrjá mánuði til að ganga frá sínum málum og verði svo gerðir útlægir. Þess vegna á að halda forsetakosningar sem oftast til að hreinsa landið af viðrinum. Þegar líður að forsetakosningum gefa alls kyns jólasveinar sig fram og flykkjast í fjölmiðla til að tala um sjálfa sig sem sameiningartákn þjóðarinnar. Er þetta normalt? Þórunn Sveinbjarnardóttir stjórnmálafræðingur Fariö ofmjúkum höndum um fram- bjóðendur Athygli vekur mikið fylgi við Ólaf Ragnar Grímsson. Ég spyr sjálfa mig að því á hverju það byggi öðm en því að nafn hans er þekkt á heimilum landsins. Mér finnst Ólafur Ragnar mjög frambærilegur maður en vegna þeirrar afgerandi stöðu sem hann hef- ur núna þá hefur hann gjörsamlega komið sér undan því að svara nokkr- um spurningum um það hvað hann hyggist gera seth forseti og áð Sama skapi öllum spumingum um það hvað hann hafi gert til að vera þess verður að vera forseti Islands. Ég held reyndar að margt eigi eftir að breytast í þessari barátm um leið og fresturinn rennur út og ljóst hveijir em í baráttunni. Mér finnst það fólk sem gefið hefur kost á sér vera hópur mjög vænna kosta og ég sé í sjálfu sér ekki að það sé einhver knýjandi þörf að fjölga í þeim hóp. Þessar síðustu fimm vikur skipta örugglega sköpum og gætu orðið mjög fjömgar. Ég held að fylgi Ólafs Ragnars muni þá stefna niður á við. Hver eða hveijir fara upp á við er efiðara um að segja. Það er ámælisvert hversu mjúkum höndum fréttamenn fara um forseta- frambjóðenduma. Það er farið að tala um þá á annan hátt en venjulegt fólk. Auðvitað á að ræða um forsetafram- boðið af fullri virðingu. Hins vegar þarf að spyija mjög skýrra spuminga um embættið og það hvað þetta fólk vill gera á Bessastöðum og hvað það hafi gert fyrir þjóð sína. Hvers vegna það sé verðugt til að verða forseti ís- lands. Mér finnst hafa vantað upp á það hjá sumum frambjóðendum að þeir skýri það öðmvísi en svo að þeir séu frambærilegir og valdi starfanum. Þetta snýst um miklu meira en það. Þetta snýst um það hvort tiltekin manneskja hafi lagt það af mörkum að hún eigi það skilið að verða forseti. Sá ífambjóðandi sem mér lýst best á er brautryðjandinn og hugsjónakon- an Guðrún Agnarsdóttir. Hún er kona sem hefur unnið til þess að verða for- seti lýðveldisins. Hannes Örn Blandon prestur Dauft yfir Það er fremur dauft yfir. Mér sýnist Ólafur Ragnar vera á hraðsiglingu á Bessastaði. Mér líst ekkert illa á hann, án þess að ég gefi mig upp sem stuðn- ingsmann hans. Ég á þá ósk heitasta að á forsetastóli sitji fólk sem ber hag allrar þjóðarinnar fyrir brjósti, alla daga, en ekki einungis á tyllidögum. Annars er embættið þess eðlis að það er skelfileg hugsun fyrir fólk sem er spontant og skemmtilegt að það niegi ekki lengur vera þannig af því það er komið í embætti forseta íslands. Vilhjálmur Þorsteinsson kerfisfræðingur Ekki talað um grundvallaratriði Það er varla að hin eiginlega barátta sé komin af stað; enn sem komið er eru frambjóðendur bara að sýna sig og sjá aðra sinn í hverju lagi. Ég hef áhyggjur af því að baráttan snúist um of um skrautfjaðrahlutverkið - að frambjóðendur passi sig of samvisku- samlega með að vera settlegir og traustvekjandi og stuða engan. Þrátt fyrir allt er forsetinn kosinn af þjóð- inni allri beinni kosningu þar sem at- kvæðin vega jafnþungt - og kosning- amar gætu því verið fágætt tækifæri fyrir þjóðina til að sýna hvert hugur hennar stefnir hvað varðar almenna framtíðarsýn um þróun þjóðfélagsins. Vill hún einangrunarhyggju, eða vill hún alþjóðahyggju? Vill hún hafa menninguna í sóttkví eða í suðupotti alþjóðlegra strauma? Hversu langt á ísland að ganga í því að hafa frum- kvæði í mannréttindamálum og stuðn- ingi við sjálfstæðisbaráttu undirokaðra þjóða? Um þessi grundvallaratriði heyrist ekki múkk. Enginn ffamkominna frambjóðenda er augljóst val fyrir mig, meðal annars af því að mér fmnst enginn þeirra leit- ast við að svara ofangreindum spum- ingum. Vinsældir Ólafs Ragnars Grímssonar eru mér ráðgáta eins og fleimm, en dagskipun hans er skyn- samleg: að tala sem minnst meðan hann er í fararbroddi. Ég vona að ann- að hvort komi frarn nýr frambjóðandi sem hefur meira að segja en þeir sem íyrir em, eða að einhver þeirra taki af skarið og leggi skýrari línur. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður Frambjóðendur best geymdir hver á sínum stað Mér finnst ekki neitt. Ég veit ekki einu sinni hvar kosningabaráttan fer fram. Það kom reyndar til mín kona í fyrradag þar sem ég sat á stól í Lækj- argötunni og bað mig að mæla með því að Guðrún Pétursdóttir fengi að bjóða sig frani til forseta. Ég gerði það. Annars hef ég ekki orðið var við neina kosningabaráttu. Þrátt fyrir bág- an efnahag hef ég ekki enn orðið svo blankur að ég hafi sótt mér kaffi á ein- hverja kosningaskrifstofuna enda minnir mig að kaffið sem ég drakk á kosningaskrifstofu Frjálslyndra hægri- manna í Smjörhúsinu árið 1987 hafi verið staðið og vont - ef til vill sökum þess að Hreggviður Jónsson stóð einn í því að hella upp á könnuna og hann virtist líka vera einn um að drekka af henni. I þau fáu skipti sem ég hitti fólk þessa daga vill það oft minnast á for- setakosningarnar og þykir mér það miður. Mér fannst meira gaman af biskupsmálinu og vil nota tækifærið hér og spyija hvort bréf kirkjumála- ráðherra hafi borist séra Bolla Gústaf- syni. Síðast þegar ég frétti var það í Borgarfirðinum á leið norður en það em þijár fjórar vikur síðan. Mér líst vel á Guðrúnu Pétursdóttur. Það er nægir að h'ta á Ólaf Hannibals- son til að sjá að þama fer kjamorku- kona. Hún hefur klætt hann upp og snyrt, klippt hann og sett hann í lagn- ingu, kennt honum borðsiði og ég sé ekki betur en hún hafi líka keypt handa honum nýjar tennur. Þessi fýrr- um næsti nágranni Gísla í Uppsölum er óþekkjanlegur en ég er hins vegar ekki viss um að breytingin sé til góðs. Mér líst vel á Pétur Kr. Hafstein. Það er eitthvað einlægt og hjartahreint þegar hálf fimmtugur maður sem hef- ur gengt háum trúnaðarstörfum fyrir þjóð sfna finnur hjá sér löngun til að kynnast þjóðinni og að hún kynnist honum. Óg þó Pétur verði ekki forseti þá er aldrei kosningabarátta sem lagt er upp með þessi markmið til einskis háð. Mér líst vel á Ástþór Magnússon. Forsetaífambjóðandi sem ekki borgar auglýsingareikninga sína þekkir sína þjóð. Ef hver þjóð fær þann forseta sem hún á skilið er ég ekki frá því að íslendingar eigi eftir að sitja uppi með Ástþór. Mér líst vel á Guðrúnu Agnarsdótt- ur. Ég þekki ekki nokkum annan ís- lending sem kemst jafn nálægt því að tilheyra góða fólkinu. Mér finnst einu mistök hennar sú að hafa ekki kosn- ingamiðstöð sína í neyðarmóttöku fómarlamba nauðgana. Mér líst vel á Olaf Ragnar Gríms- son. Allir þeir sem ég hef hitt og segj- ast ætla að kjósa Ólaf finnst það gott á Davíð Oddsson að deila stjómarráðinu með Ólafi. Þetta sýnir að Ólafur hefur lært af því að vera óvinsælasti maður landsins. Hann veit að það býr miklu meiri kraftur í andúðinni en sam- kenndinni. Mér líst vel á Guðmund Rafn Geir- dal. Best líkar mér stefnumið hans að skipa nefnd með öllum forsetafram- bjóðendunum sér til halds og traust. Þetta er sniðugt kosningabragð. Að kjósa Geirdal kemst næst því að kjósa ekki neinn. Ég sem hef bara einu sinni mætt á kjörstað á ævinni og þá til þess eins að skila auðu hef loksins fengið minn frambjóðanda. Mér líst vel á Jón Baldvin Hanni- balsson. Ég held að Jón sé eini fram- bjóðandinn sem er nógu skemmilegur að eðlisfari til að lifa af leiðindi emb- ættisins. Mér er hins vegar til efs að stór hluti þjóðarinnar þyki kostulegar bommertur Jóns og hans fólks nógu virðulegir brandarar fýrir forseta. Það má því segja um Jón eins og alla aðra frambjóðendur að þeir eru best geymdir hver á sínum stað. Annars vorkenni ég þessu fólki öllu. Það lýsir miklum hamförum í sálinni að vilja verða forseti. Mín reynsla af ólmstríðufullum löngunum er sú að það fer betur með sálina að losa sig undan þeim en að reyna að finna þeim útrás. Ég held því að það væri fallegra af þjóðinni að skaffa þessu fólki tíma hjá presti, sálfræðingi eða gamalli hjartahlýrri konu en að vera að ýta undir þessir langanir hjá þeim. Bragi Kristjónsson bóksali Hysterísk auglýsingavella Það er ákaflega mikil þreyta í kring- um þetta embætti, þar sem forsetinn er fýrst og fremst orðinn samkvæmisfull- trúi landsins. Embættið er fyrir neðan hæfileika þessa fólks sem er í fram- boði og það ætti einfaldlega að leggja embættið niður. Þetta er allt saman orðið að farsa. Alls konar fólk sem ekki hefur tilkynnt að það ætli fram er að tilkynna að það ætli ekki fram. Það er að tilkynna eitthvað sem kannski var í bígerð en ekkert hefur orðið af. Þetta er ekkert annað en hysterísk aug- lýsingavella. ■

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.