Alþýðublaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 4
4 t \ ALÞYÐUBLAÐIÐ [• I FIMMTUDAGUR 16. MAI 1996 ■ Halldór Bjöm Runólfsson fór á Vorsýningu Myndlista- og handíðaskólans, spjallaði við unga listamenn og skoðaði verk þeirra Við erum stödd á Vorsýningu Myndlista- og handíða- skóla íslands í Laugarnesi, en það er hin árlega út- skriftarsýning brottfararnema. Þetta árið eru 42 nem- endur brautskráðir og þar með eru sýnendurnir á fimmta tug. Verkin eru dreifð um alla jarðhæðina í „Pylsugerðinni" á mótum Laugarnessvegar og Kleppsvegar sem aldrei var gangsett í upprunalegri mynd sinni sem sláturhús Sláturfélags Suðurlands. Þótt margar hafi þær átt sólríki að fagna hefur aldrei viðrað jaihglæsilega á útskriftarsýningu MHÍ. Sýnendumir haldast vart innandyra heldur sitja kringum hringborð við innganginn eða sóla sig makindalega á sæbarðri möl- inni eins og suðrænir letingjamir úr „Tortilla Flat“ Steinbecks. Stöðugur straumur liggur inn á kaffistofuna þar sem hægt er að kaupa svaladrykki til að kæla sig niður. Brúðarskart og fúlnað hjarta Innan dyra er öllu svalara. A þver- gangi sem liggur frá kaffistofunni inn í bygginguna hitti ég fyrir nemanda úr höggmyndadeild. Ég spyr hana um sýninguna í heild og það hvemig hún komi henni íyrir sjónir. Skyldi sýning- in nú vera betri en Vorsýningin 1995? Er allt með hefðbundnum hætti eða er eitthvað sem kemur á óvart? „Eiginlega er það textfldeildin sem kemur mér hvað mest á óvart. Þar á sér stað einhver vakning og gróska sem er alveg ný af nálinni. Til skammst tíma áttu listiðnir erfitt uppdráttar og það er ekki laust við að enn gæti ákveðinnar minnimáttarkenndar meðal listiðnaðar- nema gagnvart hinum sem leggja stund á svokallaða fijálsa tjáningu. En eftir útkomunni að dæma úr textfldeildinni þetta árið er engin ástæða fyrir hlé- drægni af þeirra hálfu.“ Við ráfum inní rökkrið þar sem text- flhönnuðimir hafa flestir aðsetur sitt og náum tali af nemanda sem sýnir nokkra brúðarkjóla. Þetta em einfaldar flíkur úr satfni með mynstri úr silkiflauel. Bakvið kjólana má sjá hin margvísleg- ustu efhi og áklæði eftir aðra nemendur úr textfldeild. „Ég er vön brúðarkjólum. Móðir mín hefur saumað þá marga gegnum tíðina þannig að tæknin er mér kunn íyrir löngu. Hins vegar langaði mig til að sýna öðruvísi brúðarkjóla en al- mennt tíðkast. Mér hefur alltaf fundist í fremri röð: Sigrún Inga Hrólfsdóttir, Ólöf Þóranna Hannesdóttir og Eyrún Sigurðardóttir. Að baki: Linda Þorvaldsdóttir og Aðaisteinn Stefánsson. þessir ethismiklu búningar hálfklossað- ir og þess vegna reyni ég að stilla snið- inu í hóf svo þeir verði nettari og um- fram allt einfaldari." Okkur verður tíðrætt um fnykinn af stóm hjarta sem annar nemandi hefur búið til úr miklu magni af þeyttum ijóma. Það er farið að slá í afurðina og lyktin er orðin allmegn. Er það ekki dálítið erfitt að sýna brúðarkjóla og annað hnökralaust text- i'lefni f námunda við svona angandi lijart, eða er þetta ef til vill táknrœnt framhald af því sem brúðarskartið stendurfyrir? „Alls ekki. Mér finnst þetta bara mjög rómantískt, eins og reyndar allt héma fyrir innan. Þetta er svona eins og heimildir um horfið ástarsamband þannig að staðsetning brúðarkjólanna er ekki svo fjarri lagi. Það er mikil til- finning í þessu öllu.“ Martröð og uppvaxtarfælni En er þetta ekki eilftið kaldranaleg tilfinning? Eitt afþvísem vekur athygli mína er leikurinn með viðurstyggðina - abjektstilfmninguna- líkt og sumir sýnendumir gerðu sér Iftilfjörlega og lágkúrulega mynd af sjálfum sér. Hér eru myndir af listamanninum sem bamalegum krakka sem neitar að full- orðnast. Þama er hins vegar leikið sér með sundurskorin hjörtu og blóð. Reyndar finnst mér áberandi hvað allt í einu er orðið mikið um Ijósmyndir. Það kemur mér einnig á óvart hvað þetta tengist augljóslega grafíkdeildinni. Þar sýnist mér eiga sér staðfjörug og þrótt- mikil endumýjun. Eg minnist þess ekki að Ijósmyndalist hafi spilað svona Ólöf Þóranna Hannesdóttir, jafnvíg á brjóstmyndir úr leir og yfirskilvitleg- ar Ijósmyndir af fólki og Aðalsteinn Stefánsson sem lætur gesti skjálfa úr kulda eða svitna með hljóðtengdum Ijósaverkum sínum. rnikla rullu áfyrri sýningum? Ég er staddur ásamt fyrri viðmæl- anda mínum frammi fyrir tveimur syrpum af svarthvítum ljósmyndum á þvergangi skólans. I amiarri syrpunni er hjartalaga formi komið fyrir eins og æxli á mismunandi stöðum á hálsi og andliti fyrirsætunnar. í hinni syrpunni er sofandi stúlkubam með ýmislegt sér- kennilegt á sér eða kringum sig. Þetta er útkoma tvítekningar. f einni mynd- inni hylur andstyggileg padda eða lirfa hluta af andhti bamsins. Er þetta tilraun til aðfanga óhugnað martraðar og annarra áþekkra draum- fara? „Þetta kom býsna mikið af sjálfu sér eftir að ég hafði tvítekið myndir af tveimur nákomnum bömum. Mig rak í rogastans yfir því hve nærri þetta fór martröð og ýmsum einkennum hennar. Það var einhver sérstæð tilfinning í þessu. Þá hjálpar það kannski til að skapa undarlega stemmningu að ég skuli nota grófkoma filmu. Það ítrekar mynstrið í sængurverinu og koddanum og gefur heildinni súrrealískan blæ. Annars hef ég ósköp takmarkaðan lærdóm í ljósmyndun. Við fengum námskeið í byrjun hausts og það var engan veginn tæmandi hvað varðar tæknilega möguleika miðilsins. Hins vegar finnst mér ffábært að hafa fengið tækifæri til að kynnast annarri deild og allt öðmvísi itjáningartæki en högg- myndalistinni.“ Musteri skynrænna tilfinninga Nú bætist enn einn sýnandi í hópinn, úr fjöltæknideild. Hann sýnir list sem byggist á hljóði og lituðu flúorljósi, rauðu og bláu. Verk hans em í tveim afkimum og virka eins og litlir helgi- dómar. Misjafnar hljóðdmnur með titr- ingi berast út úr myrkrinu og svo ekki er laust við að böm fælist sem ganga inn í þessa musteriskenndu klefa með foreldrum sínum. „Ætlunin var að kanna samhengi ljóss og hljóð. Einhverra hluta vegna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.