Alþýðublaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1996 s a g a „Dauðagríman" sem hingað til hef- ur verið talin svikin er ekta sam- kvæmt Hammerschmidt-Hummel. Flower myndin er frá árinu 1609 og menn spyrja sig hvort Shakespear hafi sjálfur setið fyrir. Chandos myndin sýnir skáldið á þrítugsaldri, þar sem hann skartar eyrnalokk. Grafík myndin er talin frá 1623. Brjóstmyndin af Shakespeare hefur skemmst í aldanna rás. ■ Þýsk fræðikona segist hafa fundið hið rétta andlit Shakespeares Dó Shakespeare Menntamálaráðuneytið Nám í RED Cross Nordic United World College Red Cross Nordic United World College í Fjalar í Vest- ur-Noregi er alþjóðlegur norrænn menntaskóli sem rekinn er sameiginlega af Norðurlöndunum og í tengslum við Rauða krossinn. Nám við skólann tekur tvö ár og lýkur með viðurkenndu alþjóðlegu stúdents- prófi, International Baccalaureate Diploma (IB). Kennsla ferfram á ensku. íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri skólans og þýðst þeim að senda 1 nemanda á næsta skólaári. Nemandinn þarf sjálfur að greiða uppihaldskostnað sem nemur 15.000 norskum krón- um á ári og auk þess ferðakostnað. Menntamálaráðuneytið auglýsir hér með eftir um- sækjendum um skólavist fyrir skólaárið 1996-1997. Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldr- inum 16-19 ára. Umsóknir þurfa að berast mennta- málaráðuneytinu, í síðasta lagi 5. júní. Nánari upplýs- ingar eru veittar í menntamálaráðuneytinu, fram- haldsskóla- og fullorðinsfræðsludeild, í síma 5609500. Þar er einnig að fá umsóknareyðublöð. AlþýðubSaðið best í rúminu Kennari í enskum bók- menntum við Mainzháskóla í Þýskalandi, Hildegard Hamm- erschmidt-Hummel, hefur nú lýst því yfir að hún telji rann- sóknir sínar endanlega stað- festa hvernig Shakespeare leit út, auk þess sem þær gefi til kynna að dauða hans megi rekja til krabbameinsmyndunar við vinstra auga. Fyrir þrettán árum hóf Hammmerschmidt-Hummel að safna saman þeim myndum af Shakespeare, sem fylgdu útgáf- um leikrita hans. Hún safnaði 3.300 myndum allt frá 1594 til dagsins í dag. Söfnunin kom henni á bragðið í leitinni að þeirri mynd af höfundinum sem væri sannleikanum samkvæm- ust. Var það grafíkmynd, högg- mynd, ein tveggja olíumynda eða dánargríma? Árið 1623 kom út fyrsta heildarsafn leikverka Shake- speare en með því fylgdi graf- íkmynd eftir Hollendinginn Martin Droeshout. Rithöfund- urinn Ben Johnson orti ljóð í tilefni útgáfunnar og kvað myndina vera af Shakespeare, en Droeshout var einungis fimmtán ára þegar Shakespeare lést. Hver var þá fyrirmyndin að verki hans? Umrædd högg- mynd er hins vegar eftir enskan myndhöggvara Gheerart Jans- sen og er geymd í kirkju við Stratford þar sem Shakespeare var grafinn. Hún hefur skemmst í aldanna rás og breyst. Tjarnarkvart- ettinn í Gerðubergi Tjamarkvartettinn heldur tónleika í Gerðubergi næstkomandi laugardag, 18. maí kl. 17. Kvartettinn hefur á síð- ustu ámm vakið athygli fyrir vandað- an flutning á sönglögum úr ýmsum áltum og frá ýmsum tímum. Á þessum tónleiku er efnisskráin að vanda fjölbreytt. Má þar nefna ný sönglög eftir Hróðmar Inga Sigur- björnsson samin fyrir kvartettinn og einnig ýmsar nýstárlegar útsetningar á íslenskum söng- og dægurlögum allt frá Sigvalda Kaldalóns til Spilverks þjóðanna. Allt efni er flutt án undir- Íeiks „a capella." Tjamarkvartettinn er skipaður þeim Kristjáni Hjartarsyni bassa, Hjörleifi úr krabba? Olíumyndirnar eru svokallað- ar Chandos og Flower myndir. Þá fyrri gaf Chandos lávarðar National Portrait Gallery í London á 19. öld, en hún er af manni þrjátíu til þrjátíu og fimm ára með dökkbrún augu, brúnt hár og eyrnalokk í vinstra eyra. Sú seinni er nefnd eftir konu, sem gaf myndina lista- safni konunglega Shakespeare leikhússins. Sú mynd er af manni um það bil áratug eldri og líkist Droueshout grafík- myndinni. „Dauðagríman", sem almennt var álitin fölsuð, er í eigu Darmstadt borgar í Þýskalandi og er líklegt að þýskur aðalsmaður hafi keypt hana í London um 1775. Á bakhlið grímunnar er ritað dán- ardægur Shakespeare. Hammerschmidt-Hummel ákvað að nota opinbera rann- sóknaraðferð til að komast að því hvað myndirnar fimm ættu sameiginlegt. Með aðstoð Al- ríkislögreglunnar í Wiesbaden bar hún grafíkmyndina saman við málverkin tvö. Lögreglan fann 17 andlitsdrætti í myndun- um, sem voru eins og myndun- um öllum, og var hægt að sanna að um nákvæmlega sama andlit væri að ræða. Það sem Hummel þótti merkilegast við myndirnar var kúla ofan við vinstri augabrún skáldsins, en kúlan var greini- leg á báðum málverkunum, grafíkmyndinni auk þess sem mótar fyrir henni á „dánargrím- unni“. Fræðinga greinir á um hvað kúlan gefi til kynna. Sam- kvæmt Walter Lerche augn- lækni gefur kúlan til kynna eitlastækkun og er þannig vísir um banvænt krabbameinsæxli, meinafræðingar taka undir þá kenningu en húðsjúkdóma- læknar telja „kúluna“ einungis vera bólgu. Hammerschmit-Hummel dró þrjár ályktanir af rannsókninni á myndunum; út frá andlits- byggingunni og bólgunni eða kúlunni: bæði málverkin eru upprunaleg og máluð þegar leikritahöfundurinn var á lífi, grafíkmynd Droeshout byggir á Flower myndinni og hin tor- tryggilegu „dánargríma" er raunveruleg dánargríma Shake- speares. Samkvæmt Hummel þýðir þetta að þær myndir sem áður hafa verið taldar gefa rétta mynd af Shakespeare - grafík- myndin og brjóstmyndin, eru ekkert annað en eftirmyndir. Þrátt fyrir merkilega upp- götvun hefur Hammerscmidt- Hummel átt í erfiðleikum með að sannfæra kollega sína um réttmæti niðurstöðu sinnar. Shakespeare-sérfræðingurinn Stanley Wells segir hana byggja á líkum, að ekki sé hægt að segja fyrir víst hvað kúlan gefi til kynna þar sem ekki séu til neinar eðlilegar og raunsannar myndir af Shake- speare. Dieter Mehl, forseti þýska Shakespere félagsins spyr hins vegar: „Skiptir þetta nokkru máli?“ Newsweek An undirleiks. Tjarnarkvartettinn hefur töfrað marga með söng sínum. Hjartarsyni tenór, Kristjönu Arn- grímsdóttur alt og Rósu Kristínu Bald- ursdóttur sópran. Þau hafa starfað saman í sjö ár og á þeim tíma komið víða fram bæði hér á landi og erlendis, sungið í útvarpi og sjónvarpi og sent frá sér tvo hljómdiska. Sjónvarpsþáttur um Tjamarkvartett- inn sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu nú á dögunum vakti mikla athygli og munu eflaust margir höfuðborgarbúar taka því fagnandi að fá tækifæri til að hlýða á söng hans nú um helgina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.